Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 14
NÝJAR DANSKAR BÆKUR WiIIiam Heinesen: Kur mod onde Ánder Gyldendal 1967. Enn er mönnum í fersku minni, er William Heinesen hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir fáum árum •fyrir bók sína Det gode Háb, en þá var hann löngu kunnur höfundur og talinn í fremstu röð þeirra, er rita á danska tungu. Verðlaunabókin mun hafa verið níunda verk höfundar, sem kom fyrir almenningssjónir. Bók Heinesens, sem hér verður gerð að umtalsefni, Kur mod onde Ánder, er safn þátta og skáld- skaparmála um ýmis óskyld efni. Skiptist bókin, sem er tæpar 200 bls., í þrjá meg- inkafla, sem síð- an skiptast í nokkra minni þætti. 1 fyrsta kaflanum eru þrír þættir, Leon ard og Leonora, Elvesuset og Arkadisk eftermiddag. Leonard og Leonora er lengstur þess- ara kafla, rúmar 50 bls. í undirfyrir- sögn segir að þetta sé smækkuð mynd .skáldsögu frá góðu gömlu dögum ólíu- luktanna. Sagan er tímasett laust fyrir síðustu aldamót og fólk og umhverfi kemur kunnuglega fyrir sjónir. Megin- inntak sögunnar er það, að dóttir kon- súlsins festir ást á fátækum pilti. Hann lofar föður hennar að endurgjalda ekki ástina, en getur ekki staðið við það loforð sitt er til kastanna kemur. Um- hverfislýsing og annað fólk, sem kemur við sögu, er mjög í þeim stíl er tíð- kazt hefur í bókmenntum, sem lýst hafa þessu tímabili, en sagan öll ber þess glögg merki að Heinesen hefur farið höndum um efnið. Elvesuset, niður árinnar, fjallar um nokkra unglinga á gelgjuskeiði og líf þeirra á bökkum árinnar. Er frásögn- in einkar nærfærin og lýsingar lifandi og vel gerðar. í síðasta þætti kaflans, Arkadisk eftermiddag, segir frá því er sögumaður leiðir kú sína bæjarleið í nauðsynjaerindum. Verður þessi för Heinesen notadrjúgt yrkisefni. I öðrum kafla bókarinnar eru fjórir þættir, ritaðir í formi endurminninga, Smástad og Biaíbel eru minningar frá Þórslhöfn, Kur mod onde Ánder, sem bókin dregur nafn af, segir frá mar- traðarkenndum minningum drengs og þætti andavera ýmissa í hugmyndum hans og draumum. Má að lokum ekki lengur við svo búið standa og gripið er til læknisráðs: Faðirinn fer með son sinn hátt upp í fjallshlíð og þar syngja þeir sálma úti í heiðríkju guðsgrænnar náttúrunnar við undirleik fossins. Ekki kemur annað fram en lækningin hafi verið árangursrík. Tveir síðustu þætt- ir þessa kiafla, Gæster fra Mánen og Under Tordengudens Trone, eru einnig settir fram í formi bernsku- minninga. Síðasti kafli bókarinnar, Fluerne, er dagbókarblöð skáldsins frá Suður— Frakklandi í september 1966. Thomas Bredsdorff: Sære Fortællere. Hovedtræk af ny dansk prosakunst i tiáret omkring il960. Gyldendal 1967. í þessari bók, sem er rúmar 200 bls. að stærð, tekur Bredsdorff til með- ferðar verk níu höfunda, sem hafa komið út frá 1953 til 1966. Bókin hefst á formála þar sem gerð er í stuttu máli grein fyrir þróun dansks sagna- skáldskapar frá dögum raunsæishöf- undanna til skálda samtímans og dregið fram það sem sameiginlegt er. Þá skiptir Bredsdorff höfundunum, sem hann fjallar um, í þrjá flokka. Fyrst telur hann furðusagnahöfunda og í þeim flokki eru Villy Sörensen, Sven Hólm og Peter Seeberg. Þegar fjallað hefur verið um verk þeirra fylgir sér- stakur kafli um furðusögur, Den fan- tastiske fortælling, þar sem þessari bók- menntagrein er skipað í bókmenntalegt samhengi. í öðrum kafla bókarinnar fjallar Bredsdorff um natúraliska höfunda, þá Klaus Rifbjerg, Leif Panduro og Peter Ronild. Sérstakur skilgreinandi kafli, Den naturalistiske fortælling, fylgir, þegar gerð hefur verið grein fyrir ein- stökum verkum þessara höfunda. Loks eru teknir fyrir þrír höfundar á þessu tímabili, sem teljast afstrakt, Ulla Ryum, Svend Áge Madsen og Cecil Bödker. Grein um afstaktstefnuna, Den abstrakte fortælling, tekur við að lokinni rannsókn á einstökum verkum þessara höfunda. f bókarlok fylgir skrá um þau verk, alls 31, sem þarna eru brotin til mergjar. Höfundur þessarar bókar, Thomas Bredsdorff, er viðurkenndur bókmennta fræðingur í heimalandi sínu og verk hans handhægt til glöggvunar á því nýjasta í danskri sagnagerð. Tom Kristensen: Fra Holger Drach- mann til Benny Andersen. Udvalgte Artikler om dansk Lyrik. Ved Carl Bergström—Nielsen. Gyldendal 1961. Tom Kristensen er einn af kunnustu bókmenntamönn- um Dana, var bókmenntagagn- rýnandi Politiken frá 1924 til 1963 og hefur átt sæti í Dönsku aka- demíunni frá 1960. Hann er einnig mikilvirk- ur sem skáld og rithöfundur, hef- ur sent frá sér nokkur ljó'ðsöfn og skáldsögur auk fleiri ritverka. í þessari bók er safnað saman grein- um Kristensens um danska ljóðlist, sem hann hefur skrifað á síðustu fjörutíu árum og flestar hafa birzt í Politiken. f rúmlega 50 greinum eru jafnmörg ljóðskáld tekin til meðferðar, en síðast í bókinni er viðtal, sem eitt af yngri skáldum Dana, Frank Jæger, átti við Tom Kristensen að tilefni 25 ára starfs- aldurs hans hjá Politiken. Bókin er 255 bls. í vasabókarbroti. J. H. A, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. febrúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.