Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1968, Blaðsíða 10
Péfur Björgvin Jónsson: BELREM ÞaS var fagran haustdag, fyrstu göngur stóðu yfir, von var á fyrsta safninu af afréttinum þá og þegar. Fjöldi fólks var þegar mætt á rétt- in-ni og var kátína mikil sérstaklega meðal ungiinga og barna, sem fengið höfðu að fylgja fullorðna fólkinu til að taka á móti fyrsta safninu. Mörgum varð tíðlitið til fjalls—halans, þar sem féð myndi koma 'fyrst í ljós, viðbrögð manna voru ærið misjöfn eins og ger- ist. „Hvaða bölvað droll er nú í þeim“, gall við í Helga gamla á Kolli. „Ekki þurfti að bíða svona lengi í þá daga, þegar Jón húsbóndi minn var fjallkóng- ur, en þeir fara nú ekki heldur í föt- in hans þessir nýju herrar, nei, ónei“, bætti hann við og glotti drýgindalega í kringum sig. Ræðan varð ekki lengri hjá Helga, því allt í einu hrópaði Sigga á Felli: „Þarna koma þeir, — þarna koma þeir“, Hvítur blettur kom í ljós á hálsinum, hann stækkaði óðfluga það var líkast því að stóreflis snjófönn væri þarna á hreyfingu og færðist hratt í áttina til fólksins, sem beið við réttina. Þegar „fönnin" færðist nær leystist hún smátt og smátt í sundur og varð að geysi- stórum fjárhóp. Og nú fóru að heyrast hljóð, sem ým- ist voru jarmur, hnegg, gelt eða manna- mál. Sumir virtust vilja sýna yfirburði sína með blóti og stóryrðum, sem mest bitnaði á skepnunum, en þó stundum á félögum þeirra, svipuhöggin dundu líka óspart hjá sumum, þeir virtust þurfa að vera síberjandi til að sýna manndóm sinn, aðallega varð féð fyrir höggunum, en ef ekki náðist til fjárins, börðu þeir hundana ef til þeirra náðist, annars bara hestinn, svo rykktu þeir í tauminn alveg að ástæðulausu skóku skrokkinn, blótuðu hraustlega og þótt- ust víst með þessu sýna „smalamennsku menningu". Flestir komu þó prúðmannlega fram þó áhuginn væri ekki síður auðsær hjá þeim. Þegar fyrstu kindur fjárbreið- unnar komu heimundir réttina varð nú heldur aðgangur, fólkið dreifði sér til að taka á móti fénu og beina því í réttina. Karlar og strákar sveifluðu handleggjunum og stöppuðu niður fót- unum og ráku upp öskur í ýmsum tón- tegundum, en kvenfólkið stappaði ekki niður fótunum, því það hefði ekki sézt og því engin áhrif haft, en aftur á móti fylltu þær dyggilega í „kórinn“ sem þegar virtist stofnaður þarna á staðnum og svo blökuðu þær óspart með svuntum sínum, því þær vissu að það bar oft góðan árangur. Eftir skamma stund var búið að reka féö í réttina. Meðal þeirra, sem til réttanna komu í þetta sinn var sóknar- presturinn, hann var maður lágur vexti en þrekinn og feitlaginn, ýmsir sögðu það um prestinn, að hann væri í frekara lagi glöggur á það að hann fengi sitt í viðskiptum. Annar maður var einnig þarna kominn, sem kemur við þessa sögu, það var Sigvarður bóndi á Eyri, hann var bláfátækur og það, sem verra var, hann var talsvert drykkfelldur. Sigvarður var greindur vel og dagfarsgóður og harðfenginn svo af bar, hann var hesta- maður góður og átti ævinlega úrvals hesta. Þegar þetta var átti hann hest bleikan á lit, var Bleikur talinn tví- mælalaust bezti hesturinn í sýslunni. Prestur leit hest þennan mjög ágirndar- augum, oft hafði hann falað hestinn hjá Sigvarði, en hann aftekið með öllu að selja Bleik. Þá er að geta þriðja mannsins, það var kaupmaðurinn S., en við hann hafði Sigvarður viðskipti sín að mestu. Presti var kunnugt um að Sigvarður myndi vera í þó nokkurri skuld hjá kaupmanni, því eitt sinn hafði S. kaup- maður látið þau orð falia við prest, að líklega fengi hann aldrei sitt hjá Sigvarði, nema að hann tæki Bleik upp í skuldina. Nú þegar prestur sá Sigvarð þarna við réttina með Bleik sinn, kom í huga honum að þarna gæti verið tækifæri fyrir sig til að eignast Bleik, þessum hugsunum velti hann fyrir sér um stund, jú, —• jú, málið var að smá skýrast í huga hans, svona skyldi hann koma þessu fyrir. — Og um kvöldið var öllu komið í kring, því prestur fór hreykinn heim á Bleik, en Sigvarður á hesti prestsins, góðglaður með kvittun fyrir skuldinni hjá kaupmanni í vasanum og munnlegt loforð um nýjar úttektir, — ef vel gengi. En svo brá við eftir hestakaup þessi, að Sigvarður, sem var allra manna glaðlyndastur, sást nú aldrei með hýrri há, en oft drukkinn og var brennivínið eina úttektin sem hann fékk hjá kaup- manni það haustið. Svo bar við skömmu eftir að prestur fékk Bleik, að Sigvarður kom á prests- setrið og var alldrukkinn, hafði hann allt á hornum sér og sagði presti ó- spart til syndanna, kvað hann prest hafa með brögðum náð Bleik frá sér með fulltingi kaupmanns, var Sigvarð- ur svo æstur að við lá að hann legði hendur á prestinn. Varð talsverður svarri af þessum látum í honum og lögðu allir viðstaddir honum illt til, nema prestskonan, hún ein tók svari hans og það svo myndarlega að allir viðstaddir þögnuðu. Þá varð Sigvarði að orði: „þakka þér fyrir heillin, þetta skal geymt, en ekki gleymt". Snarað- ist síðan á bak hesti sínum og reið úr hlaði, aðrar kveðjur urðu ekki í það sinn. Ekki leið á löngu að þetta fréttist um sveitina og lögðu menn æði misjafnt til, sumir sögðu að þetta væri Sigvarði mátulegt fyrir bölvaða óregluna, en aðrir töldu prest hafa gengið nokkuð langt í ágengni sinni, fáir þorðu þó aö hafa hátt um þetta, vegna þess að prest- urinn átti í hlut. En prestur undi vel sínum hlut, nú hafði hann náð lengi þráðu marki. Um veturnætur lét hann taka Bleik á gjöf og var hann stríð- alinn, en prestur reið honum spöl á hverjum degi svo að hann stirðnaði ekki, raunar var hann ekki neinn veru- legur reiðmaður, en hafði þó yndi af að vera á hestbaki og svo var nú ekki lítið varið í það að láta sjá sig á bezta hestinum í sýslunni fannst presti svona með sjálfum sér. Þess skal nú geta, að presthjónin höfðu verið lengi í hjónabandi án þess að þau eignuðust börn, en nú var sú langþráða stund upprunnin að augljóst var að úr því myndi rætast og var prestkonan komið langt á leið, þegar hér var komið sögu. Svo háttaði til þarna, að prestsetrið stóð við fljót eitt rnikið og var örstutt frá bæn- um og að vatninu. Hinum megin fljóts- ins bjó þá læknirinn og var því oft óhægt um að ná til hans því ekki varð komizt yfir fljótið nema á báti eða á ís að vetrinum, þá var heldur ekki kominn sími á fslandi svo að erfitt gat verið að koma boðum á milli bæja. Það var í byrjun desember mánaðar þetta ár að kona prestsins kenndi sér sóttar og var þegar sent eftir ljós- móðurinni, en hún átti heima ekki alllangt frá prestssetrinu. Er hún hafði dvalið nokkra stund, sagði hún prestin- um að ráðlegra mundi að sækja lækn- inn, en hann væri ekki heima, hann myndi vera hérna úti á bæjunum, og var strax sent til hans og kom hann fljótlega. Þegar hann hafði skoðað kon- una, varð hann þungbúinn mjög, en sagði fátt, en það skildu þau ljósmóðir- in og presturinn að ekki myndi gott í efni, svo leit læknirinn til fljótsins og sagði svo: „það sem vantar eru fæðinga- tengur". í tösku sinni hefði hann aðeins venjuleg áhöld, sem hann hefði ævin- lega með sér~á ferðum sínum, tengurnar voru því heima og að sækja þær tæki að minnsta kosti 8—10 klt. Þannig stóð á að ís hafði rennt á fljótið um nóttina og var hann hvorki fær mönnum né hestum, svo að fara varð uppfyrir svokallaða Fljótsbót, en það var langur vegur og oft torfær. Þetta kvisaðist fljótt um bæinn og sló óhug miklum á heimilisfólkið, því ekki var fyrirsjáanlegt að þrek prestskon- unnar myndi endast svo lengi að til tanganna næðist í tíma. Það er ætíð al- varlegt þegar dauðinn ber að dyrum og ekki sízt þegar það er á þennan hátt, þetta var líka enn sárara því að öllum þótti innilega vænt um húsmóð- urina. Nú bar svo til að Sigvarð á Eyri bar óvænt að garði og varð hann fljótt áskynja um hvernig ástæðurnar voru á heimilinu. Nokkuð var nú umliðið frá atburði þeim, er áður var getið, enda sýndi nú enginn Sigvarði óvild, enginn hefði heldur getað fengið sig til þess að vera með þras eða óvild nú eins og' á stóð Sigvarður innti grannt eftir öllum á- stæðum, svo bað hann að skila til lækn- isins hvort hann gæti talað við sig fá- ein orð, læknirinn kom þegar og gengu þeir svolítið afsíðis, fyrst spurði Sig- varður lækninn einhvers viðvíkjandi einu barna sinna, sem var lasið, en vék svo talinu að prestskonunni, og sagði þá læknirinn, að því miður væri út- litið mjög alvarlegt, fyrst ekki væru fæðingatengur við höndina. Skildist Sig- varði það á orðum læknis að konan myndi vera dauða nær. Læknirinn tók eftir því, að glampa brá fyrir í augum Sigvarðar, en það var fyrst síðar að hann skildi hvað það þýddi. Eftir sam- talið gekk læknirinn í bæinn, en Sig- varður sté á bak hesti sínum og reið úr hlaði. Leið hans lá framhjá hesthúsi prests- ins, þar fór hann af baki og gekk inn. Bleikur stóð inni og hneggjaði þegar hann sá hver kominn var. Sigvarður gekk til hans, tók annarri hendi um háls honum, en með hinni strauk hann um höfuð hestsins, því næst lyfti hann fótum Bleiks, einum eftir annan, jú, hann var á nýjum skaflajárnum. Svo spretti hann reiðtygjunum af sínum hesti og lagði þau á Bleik, beizlaði hann og teymdi hann út, en lét sinn hest inn í húsið, því næst vatt hann sér í hnakkinn og þeysti af stað. Baðstofugluggarnir á prestssetrinu snéru fram á hlaðið, allt í einu sjá þeir, sem inni voru að Sigvarður þeýsir á harða spretti frá bænum á Bleik, einhverjir hlupu út til að forvitnast um hverju þetta sætti, sjá þeir þá að hann stefnir að fljótinu, hlupu þeir þá á hól einn að bæjarbaki og sjá þá að Sigvarður er kominn út á ís inn og stefnir beint yfir á flugferð. Þessi undur spurðust á augabragði inn í bæinn, flestir fóru út og horfðu til fljótsins, þar á meðal læknirinn, ein- hver gat þess til að Sigvarður hefði skyndilega orðið brjálaður, sumum fannst það sennilegasta skýringin, en nú var sem ljós rynni upp fyrir læknin um, hann minntist glampans í augum Sigvarðar er þeir töluðust við á hlað- inu, hann mælti til þeirra sem hjá voru: „Nei, Sigvarður er ekki brjálaður, — en þeita er þó brjálæði næst, hann er að sæk.’a tengurnar mínar, heppnist hon um það er konunni borgið, — en því miður — Og læknirinn hristi höf- uðið. !Fólkið hafði safnazt upp á hólinn og starði agndofa á litla svarta díl- inn úti á fljótinu, sem nú minnkaði óð- um. Presturinn átti góðan sjónauka, nú bað hann eina af stúlkunum um að sækja hann, og er prestur hafði að- eins litið í hann lét hann sjónaukann síga niður með hlið sér, brá hönd fyrir auga og stundi þungan, því næst sagði hann og virtist erfitt um mál: „Hann stefnir beint á stóra vök“. Við þessi orð var sem þyrmdi enn meira yfir fólkið, enginn mælti orð, — enginn gat sagt neitt. Þá var það, að Sigríður, gömul kona, sem hafði fóstrað prestskonuna og ver- ið henni sem bezta móðir, kraup á kné, spennti greipar og bað: „Algóði himn- •eski faðir, þú, sem lætur ekkert fram- hjá þér fara, miskunna oss í þessari sáru neyð, ó, Drottinn, fylg þú þessum hugrakka manni sem leggur líf sitt í hættu til að bjarga öðrum, gef þú hon um kjark og þrek svo honum fallist ekki hugur, teym þú hestinn framhjá vökinni sem hann stefnir beint í. Við 18. febrúar 1968 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.