Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1968, Blaðsíða 11
játum það, Drottinn, að við höfum ekki verðskuldað bænheyrslu, en við vitum að miskunn þín er óþrjótandi. Við biðj- um þig í nafni sonar þíns Drottins vors Jesú Krists, Amen.“ Þegar Sigríður byrjaði á bæninni lutu allir höfði, einnig læknirinn og var hann þó ekki talinn trúaður maður, þegar fólkið leit upp og auðvitað út á fljótið, ætlaði það varla að trúa sínum eigin augum, því sjá, Bleikur var kom- inn hinum megin við vökina og eftir örstutta stund brunaði Bleikur á land hinum megin fljótsins. Það er að segja af ferðum Sigvarðar og Bleiks, að strax og út á ísinn kom varð Sigvarði ljóst að ísinn var lífs- hættulegur og að eina vonin var að láta Bleik ráða ferðinni og fara það sem hann komst og þurfti ekki að hvetja hann til þess. Þegar komið var nærri miðju fljótinu sá Sigvarður að Bleikur stefndi beint á langa vök, það vissi hann og, að minnsta tilbreytni á stjórn hestsins gat orðið til þess að þeir færu báðir á kaf í fljótið, hann laut örlítið áfram og lagði lófa sinn fyrir það auga hestsins, sem að vökinni snéri, en við það var sem hesturinn sveigði ósjálfrátt frá þessari bráðu hættu, og skömmu seinna höfðu þeir fast land und ir fótum. Það hafði sézt til ferða þeirra frá læknissetrinu og bæjum þar í grennd- inni, undruðust menn mjög að nokkur maður skyldi leggja á fljótið eins og á stóð, en sjón var sögu ríkari, þetta var lifandi maður og hestur. Vinnu- menn læknisins hlupu niður að fljótinu þegar fullvíst var að þetta var ekki missýning, þeir sáu þegar nær dró, að fyrir aftan reiðmanninn myndaðist eins og öldugangur á ísnum svo þunn- ur var hann. (Og daginn eftir, þegar ísinn var orðinn traustari, fóru þéir að athuga slóð Bleiks, því hún sást greinilega, en það var vegna þess, að vatnið hafði bullað upp úr skeifuför- unum og frosið jafnóðum, því voru þau sýnileg.) Sigvarður kastaði kveðju á þá sem voru á fljótsbakkanum, en hélt sprett- inum heim á hlað á læknissetrinu, ekki þurfti hann að tefja sig á því að berja að dyrum, því fólkið var allt úti, hann heilsaði lauslega, vék;síðan máli sínu að konu læknisins: „Ég er kominn til að sækja fæðingatengur mannsins þíns og náðu nú í þær í snatri“. Síðan bætti hann við: „Það er um líf og dauða að tefla, það er prestskonan". Kona læknisins snaraðist inn í bæinn og kom aftur að vörmu spori með teng- urnar, Sigvarður tók við þeim, stakk þeim í vasa innan á úlpu sinni, kast- aði svo kveðju á fólkið um leið og hann sneri við á hlaðinu og hleypti Bleik á harða spretti niður að fljót- inu, nú stefndi hann nokkru utar, því ekki leizt honum á að fara á sama stað til baka. En nú brá svo undarlega við að Bleikur vildi ekki fara út á ísinn, Sig- varður lét hann fara eftir fljótsbakkan- um og reyndi að sveigja hann út á ísinn, en þá snéri Bleikur alveg við og hljóp í öfuga átt. Ótal hugsanir flugu gegnum huga Sigvarðar á þess- um augnablikum, sem hann var að stríða við að koma hestinum út á hinn veika ís. — Hann veit sig feigan, hugsaði hann en hratt þeirri hugsun frá sér jafn hratt, hann sá að við svo búið mátti ekki standa, enginn skyldi geta sagt það um Sigvarð á Eyri, að hann hefði gugnað á miðri leið, nei, aldrei. Og nú er Bleikur snéri hausnum að fljótinu, hvein svipan, Sigvarður kunni líka að slá í hest, eins og hann kunni að gæla við hann. Við þetta brá Bleik svo að hann reis upp á afturfæturna og rak upp hnegg mikið eða öllu frem- ur öskur og hentist út á ísinn. Þetta svipuhögg var það fyrsta sem Sigvarður veitti Bleik um ævina, og líka það síðasta. Nú hljóp Bleikur ekki eins og áður, nú virtist hann fremur fljúga og var mun fljótari yfir en í fyrra skiptið, hann linnti ekki sprettinum fyrr en heima á hlaði á prestssetrinu og hafði ferðin þá alls tekið þrjátíu og tvær mínútur. Allflestir heimamenn ásamt lækninum stóðu úti þegar Sigvarður reið í hlað, þar snaraðist hann af baki, rétti lækn- inum tengurnar og sagði: „Láttu nú ekki seinna verkið lukkast verr en það fyrra, heillin". Þegar Sigvarður hafði lokið er- indinu, vék hann sér að vinnumanni sem stóð á hlaðinu og bað hann að ná í brekán og koma með það uppí húsagarð, og vertu nú fljótur, bætti hann við, en við eina vinnukonuna sagði hann: „Mjólkaðu nú í skál handa Bleik, hann hefur vel til þess unnið.“ Hvorttveggja var gert tafarlaust. Sig- varður breiddi brekánið yfir bleik er hann hafði strokið af honum mesta svitalöðrið, gaf honum síðan mjólkina og virtist hvorttveggja vel þegið. En piltarnir, sem hjá stóðu sögðu sín í milli að það væri vafamál hvor sveitt- ari væri Sigvarður eða Bleikur., Þeg- ar Sigvarður hafði nostrað við Bleik eins og honum líkaði kom hann heim á hlað og frétti þar að nýr maður væri í heiminn borinn, stór og hnell- inn drengur, sem sparaði ekki röddina, til að lóta í Ijósi álit sitt á veröld- inni, og að mæðginunum liði báðum eftir atvikum vel. Sigvarður var fátalaður og þótti mönnum það ekki nema eðlilegt eftir slíka svaðilför. Ekki þáði hann að ganga í bæinn. Einhver heimamanna hafði orð á því, hvernig honum hefði eiginlega komið til hugar að leggja út í aðra eins tvísýnu, í fyrstu anzaði hann engu, en svo sagði hann hálf þrjózkulega og eins og við sjálfan sig: „Hún var sú eina, sem tók svari mínu, — Og verið þið sæl“. Og um leið var hann rokinn af stað. Sem vænta mátti flaug þessi saga um sveitina eins og frétt um hvalreka, öll- um fannst mikið til um snarræði og dirfsku þá er Sigvarður hafði sýnt og varð hann á svipstundu hetja sveitar- innar, það var líka allt það, sem hon- um barst að launum þá fyrst, en slík laun eru nú flestum létt í vasa, ekki sízt fátækum barnamanni. Nú leið óðum að jólum og var eins og ætíð mikið umstang hjá þeim, sem eitthvað^ gátu fyrir þessa mestu hátíð ársins. Á Eyri var heldur dauflegt yfir, því lítið var til af matföngum og ekkert af því, sem með þurfti til að geta breytt til um hátíðisdagana, mundu því verða fremur daufleg jólin að þessu sinni, sárast var það vegna barnanna sem ætíð hlakka svo mikið til jólanna. f rökkrinu á Þorláksmessu dag var barið að dyrum á Eyri og fór bóndi til dyra, þar var þá kominn prestur- inn og hafði hann Bleik í taumi og var hann með reiðingi, en á klökkum voru tveir kassar ekki litlir. Heilsaði prestur Sigvarði með blíðu og sagðist vera hér kominn til að sýna ofurlítinn lit á að þakka fyrir lífgjöf konu sinn- ar, og bið ég þig, Sigvarður, sagði hann, að þiggja að launum Bleik og það, sem á honum er, þó ég viti að það er að- eins lítilræði hjá því, sem vera ætti, og svo býð ég þér ævilanga vináttu okkar, ef þú vilt hana þiggja. í fyrstu kom Sigvarður ekki upp neinu orði svo undrandi og hrærður var hann, og ef bjartara hefði verið hefði mátt sjá tár renna niður vanga hans, svo tók hann þegjandi í hönd prestsins og þrýsti hana. Þetta verður að nægja, sagði hann loks, því ég á engin orð til. Við skulum sleppa öllum ræðuhöldum sagði prestur og skulum við nú taka af hestinum, þeir gerðu svo og áttu þó fullt í fangi með að ná klyfjunum ofan, svo þungar voru þær, svo hýstu þeir Bleik og gengu til borðstofu. Þegar þeir komu inn heilsaði prestur glaðlega og tók hús- freyju tali, hún var kona greind vel, og hélt heimili sínu vel hreinu og börnunum þokkalegum, þrátt fyrir fá- tæktina og reglusemin var í hvívetna augljós. Að lokum sagðist prestur hafa átt að færa þeim kveðju konu sinnar og sonarins unga, og bætti því við að sá litli dafnaði vel. En um leið og hann kvaddi hús- freyju sagði hann: „Ég var að koma með svolítinn glaðning til ykkar vegna jólanna, það er þó minna en við vild- um það haft hafa“. Að svo mæltu reið hann úr hlaði. 18. febrúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.