Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Síða 1
Milovan Djilas, fyrrum varaforseti Júgó- slavíu, var látinn laus úr fangelsi á síðasta ári eftir að hafa setið inni meiri part síð- asta áratugs fyrir skrif sín og stjórnmála- skoðun. Smásöguna sem hér birtist, ritaði Djilas meðan hann sat í Cremska Mitrovica fange/sinu. LAUIMSATIIM K afteinnmn vissi að þeir höfðu a honum gætur. Þetta var ekki eingöngu eðlisávísun eða vitundin um ógreiddar skuldir fyr- ir herjun hans á útlagana og eyðilegg- ingu á heimilum þeirra. Það sáust líka ytri og hversdagslegri merki. Þeir voru að læðast um þessar nætur, sem hundurinn Garov gelti hátt og dimmt, til að segja honum að þetta væru menn en ekki villidýr, sem væru að snuðra kringum húsið. Geltið var hófsamlegt og kvíðafullt í fyrstu, jókst síðan að reiði og ákefð þar til hund- inum lá við köfnun, en það vissi á óvelkomna gesti, sem nálguðust æ meir, enda þótt þeir gerðu aldrei vart við sig eða berðu að dyrum. Hús kafteinsins var afskekkt þar sem það stóð á hans eigin lóð og hann hafði sjálfur viljað halda sig utan við bændalýðinn. Það var eins og vígi byggt á tveim hæðum og allt úr steini. Hann hafði byggt það traustlega á þeim tímum, þegar hann varð að verj- ast, ekki aðeins blóðhefndinni heldur einnig gegn aðsúg handan frá landa- mærunum. Grjóti og lurkum rigndi á veggina, og eina nóttina sem Garov gelti vöknuðu kafteinninn og kona hans, hlustuðu með leyndum óhug á steinvölur spretta og fúnar greinar bresta undan mannafótum. Kafteinn- inn tók riddarabyssu sína og ýtti upp marrandi gluggahlerunum, og kona hans, eins hugrökk og hún var kvíðin, hrópaði út hvellum rómi, sem jafnvel lét ókunnuglega í eyrum hennar sjálfr- ar: „Hverjir eruð þið í kringum húsið um nætur og gerið ekki grein fyrir ykkur?“ En hið eina, sem greint varð, var Garov sem togaði grimmdarlega í beizli sitt og málmkennt skrjáfið í beykigreinunum við vinstra horn húss- ins — sá ókunni hafði laumazt burt út í nóttipa. Morguninn eftir, þegar synir kaft- einsins tveir ráku kýrnar á beit, höfðu þeir leitað kringum húsið, í hlíðunum, á enginu og í skóginum og í troðnu grasinu fundu þeir vindlingastúfa og mylsnu af osti og maísbrauði, sem maur arnir voru ekki búnir að bera í burtu. Þar höfðu launsátursmennirnir dvalið um daginn í þeirri von að kafteinninn myndi koma út til að líta eftir bý- flugnabúunum. En það sem mesta furðu vakti var látbragð bændanna, einkum þeirra er grunaðir voru um að halda hlífiskildi yfir útlögum. Þeir tóku kafteininum með þögn og ólund og, að því er honum virtist með dulinni en þó augljósri undrun yfirþví að sjá hann og að hann skyldi enn vera uppréttur og ofanjarðar. Og bai- raktarinn (fánaberinn), orðhvatur krypplingur, sem reyndi ekki einu sinni að leyna samúð sinni með útlög- unum, en var þakklátur kafteininum fyrir að hafa bjargað lífi sínu og eignum í byltingunni, varaði hann við, sem hetju og þorpsbróður: Farðu með ailri gát — nú er tími úlfanna og það grænkar í hiíðum“. Kafteinninn gat ekki gert sér vonir um vernd lögreglumannanna í næsta þorpi, því enda þótt hann hefði á sín- um tíma hundelt útlagana var hann nú sjálfur orðinn hálfgerður vandræða- gripur: hið nýja skipulag hafði ekki samsvarað hugsjónum hans og vonum. Vegna óánægju sinnar hafði hann fyrst verið fluttur úr sínu eigin umdæmi og síðan settur á eftirlaun með orðu og tignargráðu í sárabætur. Þegar hann kom aftur til umdæmis síns reyndist honum ómögulegt að setjast um kyrrt: hann átti enn í blóðugum ófriði við útlagana, sem ekki hafði verið með öllu útrýmt og ráðandi flokkur bar ekki traust til hans. Hann gat aðeins reitt sig á eigin klókindi og fyrirhyggju. Enda þótt hann hefði oft komizt í hann krappan, var hann enn aðeins á fimmt- ugsaldri með lipurð og sveigjanleik æskumannsins. Hann gat engum treyst til fullnustu nema konu sinni þótt hann væri eng- anveginn utangarðs og ætti bæði bræð ur og frændur í grenndinni. Hann treysti jafnvel ekki næsta og eina ná- granna sínum, malaranum, og þeim mun síður sem hann vissi frá fornu fari að hann var handgenginn lögreglunni. Því sá sem svíkur annan mun einnig svíkja hinn. Ennfremur hafði malarinn horft ágirndaraugum til engja kafteinsins við ána og ef til vill grunaði hann daður kafteinsins við hina laglegu og fjörugu ljóshærðu konu sína. Það hefði verið litlum vanda bundið fyir kafteininn að halda sér óhultum, að loka sig inni í sterka virkishúsinu sínu, hefði hann ekki óttazt að sér yrði brugðið um bleyðiskap og hefði hann ekki þurft að fara til þorpsins og ná- grannabæjarins að sækja eftirlaun sín og ýmsar aðrar nauðsynjar. Áhyggjulaus að sjá lagði hann riddara- byssuna yfrum lierðar sér. Engu að síður yfirsteig hann alla erf iðleika og forðaðist allar gildrur sem lagðar voru fyrir hann, þannig að eng- inn varð neins var nema kona hans. Á meðan bjart var hélt hann sig mestmegnis innivið og ef hann þurfti að fara út fyrir sneiddi hann hjá opn- um svæðum — túninu og engjunum. Að kvöldi til fór hann því aðeins út að Garov svæfi vært í húsi sínu. Hann hagaði gerðum sínum eftir atferli út- laganna og þar sem hann grunaði að þeir myndu ætla honum sömu hegðun og sjálfum sér, fór hann aðeins til þorpsins þegar enginn átti von á hon- um, með riddarabýssuna um öxl og gekk rólega. En um leið og hann kom inní skóginn fór hann útaf götunni og læddist gegnum kjarrið, með augu og eyru vakandi og vopn sitt mundað og reiðubúið. Hann hélt ávallt heimleiðis að nóttu til, nálgaðist hús sitt hljóð- lega og fór ekki inn í það fyrr en eiginkonan hafði svarað merkjum hans. Daginn áður hafði hann fengið stefnu með malaranum um að mæta á næsta bæjarþingi og þennan morgun varð kafteinninn að leggja af stað. í fylgd með konu sinni, sem eins og óviljandi skýldi baki hans með líkama sínum, hraðaði hann sér yfir garðinn og nam staðár neðst í brekkunni. Um hundrað metrum fyrir neðan þau freyddi áin, sem steyptist út úr dimmu gilinu yfir tvö til þrjú hundruð metra svæði vax- ið þéttu skógarkjarri en lyppaðist síð- an gegnum grænt elri— og víðiþykkn- ið og flúði aftur undir skriðuna eins og snákur undir stein. Frá þessum stað á hægri bakka árinnar breiddust ný- slegnar engjar kafteinsins og hinumeg- in stóð litla íbúðarhúsið malarans og bar hvítt við bláa kartöflugeymsluna hans. Tuttugu metrum fyrir ofan litla mal- arahúsið siútti vatnsmyllan yfir ána eins og þyrstur, grár fugl. Hann gat séð malarann framanvið hús sitt sýsla með eitthvað hvítleitt, hann var að telgja tréskál eins og hann gerði oft og tíðum. Kafteinninn skimaði um dal- inn: jú, elriviðurinn milli engjanna og árinnar var þéttur, torfær, hann yrði að fara þá leið. Hann afréð í skyndi að fara ekki stíginn fram með ánni heldur gegnum elriþykknið í engja- jaðrinum þar til hann kæmi að litlu brúnni hundrað metrum fyrir ofan mylluna. Þar hefði hann jafnstöðu við launsátursmennina í þykkninu, rækist beint framan að þeim svo þeir gætu ekki tekið öruggt mið. „Vertu blessuð," kallaði hann til konu sinnar og lagði af stað. En hún sat kyrr á hækjum sínum neðarlega í brekkunni. Þarna sem hún sat í keng, svartklædd frá hvirfli til ilja, minnti hún bónda sinn er hann leit um öxl, á einhvern ólánsfugl, . óheillakráku, ”Af hverju ferðu ekki? Eftir hverju ertu að bíða?“ sagði hann í hálfgerðum skammatón. „Engu, engu,“ svaraði kona hans án þess að þykkjast. „Ég er að líta eftir þér að þú komist óhultur til þorpsins",. Kafteinninn brosti og sagði við sjálf- an sig: „Trygg er hún!“ Og eins og venjulega áhyggjuiaus að sjá, lagði hann riddarabyssuna yfrum herðar sér, hélt annarri hendinni um hlaupið en hinni um skeftið. En kona hans vissi að kæruleysið var uppgerð. Hún sá hvernig hann greip byssuna óðara og hann kom inn í þykknið og héit henni á undan sér eins og glampandi spjóti, og beygði í sífellu til hægri eða vinstri þegar hann þræddi gegnum kiarrið. Er kafteinninn var á heimleið úr þorpinu birtist hann fyrir framan mal- alahúsið eins og hann hefði átt sam- leið með tunglskininu. Bláleitt Ijósið hafði í sömu svifum flætt yfir garð mal arans og jafnvel þakið á myllunni, þótt larid kafteinsins hinum megin við ána væri eins og kolsvart gímald.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.