Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 3
Ilann dró hana til hliðar inn í þykknið. þykknið, svo félagar hans tveir í laun- sátrinu gætu ekki séð til þeirra. „Ég kom með mat handa þér“, sagði hún þegar hann nam staðar. „Það var ágætt,“ tók útlaginn frammí fyrir henni „En hvað varð af honum?“ „Hann kom við hjá okkur fyrir skammri stundu og hélt svo áfram eitt hvað. Við hlustuðum og hlustuðum en heyrðum engin skot svo ég kom til að segja þér að vera ekki að eyða tíman- um í að bíða lengur." „En ekki er nein önnur brú yfir ána? „Svo sem brú yfir svo sem á!“ sagði konan með fyrirlitningu. „Nú er hægt að fara yfir hana hvar sem er með því að stikla milli steina". Utlaginn, sem mátti heita illa að sér um flest nema manndráp, tvísteig óró- legur. „Satt er það. Og hann er slæg- ari refur en nokkur, sem við höfum áður átt við.“ Þau þögðu. Malarakonan vissi að útlaginn treysti henni ekki fullkomlega og manni hennar enn síður, En hún vissi einnig að útlaganum voru allar kring- umstæður ljósar og að maður hennar yrði, að minnsta kosti hvað kaftein- inn áhrærði, að halda sér saman og hjálpa þeim, annaðhvort af ótta eða vegna eigin hagsmuna. Það var nú bersýnilegt að útlaginn var að velta fyrir sér grunsemdum sínum og hún hafði þegar hugsað sér hvernig ætti að leiða hann í gildru: henni væri nóg að segja honum að fara ekki til þorpsins eða til kafteinsins, því á þeim slóðum hefðu fjáithirðam- ir komið auga á eftirlitsflokka í dag. Útlagarnir hefðu ekki um annað að velja en fara niður með ánni. Útlaginn, sem enn hélt um úlflið hennar, dró hana nú skyndilega að sér. Skikkjulöf hans vöfðust um hana,litla, seiga og óviðbúna og hún fann lyktina af svita og gras- og moldarilminn af breiðu brjósti hans. Jú — hann var það. A hinum strjálu samfundum þeirra hafði hún elskað hann, og hún þekkti hinn hrjúfa, skyndilega ofsa hans. Hún gat ekki séð augu hans en skynjaði •að græni hörkuglampinn í þeim hafði mýkzt og mildast af ástríðu. Ástríðan ein var þess umkomin að leggja bönd á villimennsku hans, bæla ofbeldis- kennda árásarhneigð karlmannsins, að minnsta kosti um stund, og gera hann undirgefinn, bljúgan eins og barn. Hún elskaði jafnvel niðurbældan hrottaskap inn og augnablikin þegar hann gleymdi sjálfum sér og gaf sig á vald veik- byggðum líkama hennar. En öllu óaf- máanlegri var þó nálaagð dauðans, sem ávallt fylgdi honum: allt héraðið óttað- ist hann og hann gat verið drepinn hvenær sem vera skyldi. Sérhvert stefnumót við hann var hræðileg hinzta skilnaðarstund. Einnig nú yfirbugaði hann hana í ófullnægðri og vaxandi ástríðu: hann kreisti hana í sterkum faðminum og kyssti hana hvar sem hann náði til, á hálsinn, andlitið, augun, með þykk- um heitum og þurrum vörunum, sem voru hálfhuldar unglingslegu yfirskegg inu. „Hættu, brjálæðingurinn þinn! Hafðu stjórn á þér!“ andmælti hún með uppgerðar reiði. „Félagar þínir eru hér og svo er líka maðurinn minn.“ En hann sefaðist ekki að heldur svo hún lét körfuna frá sér, lagði vinstri handlegginn um háls hans og stakk hægri hendinni innundir skyrtuna og gældi við stælta hárlausa bringu hans. Slík blíðuhót vöktu alltaf viðkvæmni og auðmýkt hjá honum. Hann beygði sig niður og reyndi að koma hendinni undir hné hennar til að lyfta henni upp og bera hana á brott. En það var eins og hún hefði búizt við þessu og hún hvíslaði að honum, varðist slóttug lega, ofsalaust en með festu: „Óði mað- ur. Veiztu ekki að ég gæti misst þig, og það jafnvel í kvöld? Farðu ekki niður með ánni! Heyrirðu það, heyr- irðu það, farðu ekki niður með ánni!“ „Hversvegna ekki?“ spurði hann og kom til sjálfs sín, herti takið um mitti hennar. „Spurðu einskis! En farðu ekki!“ „Hversvegna? Hversvegna?“ Hrjúft eðli hans kom aftur upp á yfirborðið og þoldi enga mótspyrnu. Hún notfærði sér augnabliks ringl- un hans, tók upp matinn lagði hann í dökkan klút og fékk honum síðan, til þess að óstýrilátar hendur hans hefðu eitthvað að fást við, svo sveiflaði hún körfunni uppá handlegg sér. „Ég sé að ég verð að segja þér allt! Bændurnir sáu þar lögreglúliðsmenn núna undir kvöldið," og áður en hann hafði gert sér grein fyrir þessu, var hún horfin hægt og hljóðalaust inn í kjarrið. Eiginmaður hennar kom framundan húshorninu og stöðvaði hana úrillur: „Ertu búin að koma þessu í kring?“ „Það er ég ekki,“ svaraði hún kulda- lega og ótvírætt. „Gerðirðu það ekki, hrópaði hann og elti hana uppað húsinu. „Þú ert þá farin að draga þig eftir útlögunum! Gerðir það ekki, svo já. Um hvað sömdum við?“ „Jæja, ég gerði það ekki, “ sagði malarakonan og gekk inn í húsið. Svo sagði hún til skýringar, er hún hafði lagt körfuna frá sér á hillu í stofunni, sem þau notuðu einnig sem eldhús: „Þeir vildu ekki fara þá leið. Þeir vilja ná sér niðri á kafteininum." Hún var komin að þeirri niðurstöðu að útlagarnir myndu ekki fara til þorps ins nú þegar þeir hefðu frétt af lög- regluflokknum, og stígurinn upp með ánni var allavega ófær í myrkri. „Á kafteininum? Þeir eru óðir. Vita þeir ekki hverskonar fjallaúlfur hann er og að húsið hans er óvinnandi virki? Jæja — látum þá súpa seyðið af því. Og hvað þig snertir, letibikkjan þín — ég er búinn að ganga frá öllu og ég hef dálítinn höfuðverk — farðu og segðu lögregluforingjanaum frá þessu, svo hann sé ekki að hanga þarna i alla nótt. Og bjóddu þeim til kvöld- verðar. En vertu ekki að vingsa þetta utaní lögregluforingjanum eins og þú gerir venjulega — megi hundarnir naga hræ hans, í Guðs nafni!“ „Ég gef honum bara eitthvað að drekka," sagði konan friðsamlega og þurrkaði sér um ennið á skýluhorninu. „Af hverju ertu sveitt?" spurði mað- ur hennar, nærri illkvittnislega. „Hví ætti ég ekki að vera sveitt,“ svaraði konan, aftur vör um sig. „Hlaupandi úr einum stað í annan — og svo getur einhver maður látið lífið á hverri stundu." „Já en svona er það. Hvað getum við gert í því? Að hjálpa kafteininum kostar illindi við útlagana: að hjálpa útlögunum kostar útistöður við lög- regluna." „Ég veit það,“ samsinnti konan, en var strax aftur komin í mótsögn: „En við ættum ekki að láta okkur það vel líka.“ „Mér líkar það heldur ekkert vel. En illindin steðja að á allar hliðar — maður lifir ekki án illinda.“ Á þennan hátt var malarinn vanur að réttlæta sig ef eitthvað fór ekki eins og til var ætlazt eða hann vissi á sig eitthvert ódæði. Malarakonan þurrkaði gremjulega af skeggi hans og vörum, sem svitinn draup úr, meðhorn- inu á skýluklút sínum og hvarf síðan hröðum, berum fótum út í bjart tungls- ljósið. Á meðan þessu fór fram læddist kaft- einninn gegnum kjarrið og komst auð- veldlega út á bersvæði og að húsi sínu. Svo sem vandi hans var, nálgaðist hann húsið með varfærni. Fyrst fór hann til hundsins, sem fagnaði honum með glaðlegu gelti og flaðri, ofsakátur af að sjá hann. Síðan kallaði hannlágt fyrir hornið á konu sína. Hún svaraði strax og opnaði dyrnar eins og hún hefði staðið bakvið þær. Er hann var kominn inn, tvílæsti hún hurðinni og fylgdi honum inn í stofuna þar sem þau borðuðu og sváfu þegar engir gestir voru. Synir kafteinsins voru þeg- ar sofnaðir á dýnum, sem lagðar voru á gólfið. Venjulega svaf kona hans einnig á dýnu á gólfinu, en kafteinn- inn svaf undir fiðursæng í rúmi með háum höfðagafli, sem á voru málaðir fjóluvendir — slíkt rúm var virðingar og veldistákn kafteinsins í vanþróuðu og siðlausu landi. Hann settist niður á beykistól, óbrot- inn og harðan, en með örmum og baki ólíkt því sem gerðist í þorpinu, og teygði fram vinstri fótinn, en kona hans sem sneri í hann bakinu, skrefaði yfir fótinn og greip höndunum um sóla og h'æl stígvélsins. Kafteinninn ýtti með hinu stígvélinu glettnislega í bakhlut- ann á konu sinni — þannig hafði hann farið að við skósvein sinn í hernum — og konan og stígvélið runnu af fætin- um í einu. Hægri fóturinn var síðan af- greiddur á sama hátt. Loks teygði kaft- einninn úr sér, án þess að fara úr gráum baðmullarsokkunum, og skipaði konu sinni að bera fram kvöldverð. Úr eldhúsinu færði konan honum skál með þykkri kjötsúpu, barmafulla af kjötbitum, en það var einn eftir- lætisréttur kafteinsins, og síðan, er hann var byrjaður að borða, spurði hún hæglátlega, þar eð hún þekkti skrafhreifni hans við máltíðir: „Hvers vegna eru stígvélin þín blaut?“ Kafteinninn svaraði ekki undireins og þóttist vera önnum kafinn við bein- in, en tautaði síðan eins hirðuleysis- lega og honum var unnt: „Þeir lágu fyrir mér“. „Hverjir? Hvar? Hvernig vissirðu - það?“ spurði kona hans með ákefð. Kafteinninn sagði reiðilega: „Eins og þú vitir það ekki? Útlagarnir! Hjá brúnni!" Hann varð aftur þögull, sötr- aði í sig súpuna og tuggði kjöttægiur- nar af beinunum með velþóknun. Kona hans fór út og kom aftur með disk af súrmjólk og rjóma. „Þú minntist ekki á hvernig þú hefð- ir vitað það,“ sagði hún og lét disk- inn á borðið. Kafteinninn tók sér munnfylli til þess að þurfa ekki að svara strax. Síð- Framhald á bls. 7 Nína Björk Árnadóftir: LJÓÐ Næturblóm og feimið regn hafa setzt að á glugga mínum Hver varnar mér svefns ert það þú sem leiddir mig yfir engi fullt af óskum. 1 garðinum tjörnin sefið og undarleg fiðrildi Hver varnar mér svefns ert það þú 24. marz 1068 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.