Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 8
VR IIII JlShiH.I ÍBJARTA RORG Blaðað í heimspekisögu Anders Wedbergs Bftir Jón Hnefil Aðalsteinsson Sokrates. Heimspeki, fílósófía, er fræði- grein, sem í meira en tvö þúsund ár hefur borið hátt í menningar- sögu Vesturlanda. Hugmyndunum hefur þokað fram og einn heim- spekingur hefur tekið við af öðrum og brotið til mergjar þau vanda- mál, er áleitnust voru hverju sinni. Þessi þróun hugmyndanna, sem stundum er talað um, er orðin það mikil að vöxtum, að nær ógerlegt má teljast fyrir einn mann að hafa þar grundvallaryfirsýn yfir alla þætti. Það tíðkast því í vaxandi mæli, að einstakar greinar heim- speki séu teknar til meðferðar sér- staklega í sögulegum ritum. Oft- ast eru mörkin dregin á milli kenn- ingarlegrar og hagnýtrar heimspeki, enda eru þessar tvær greinar heim- speki víða kenndar sem sérstakar námsgreinar við háskóla. Á undanförnum árum hefur komið út í Stokkfhólmi mikið rit í þremur bind- um um sögu kenningarlegrar heimspeki. Höfundur þessarar heimspekisögu er Anders Wedberg, prófessor í Stokk- hólmi.Er hann löngu viðurkenndur sem einhver allra fremsti heimspekingur sam tímans í kenningarlegri og rökfræði- legri heimspeki. Wedberg stundaði fyrst nám í Uppsölum og naut þar hand- leiðslu manna eins og Hágerströms og Phaléns. Hann varð dósent í heimspeki við Stockholms högskola árið 1937 að- eins 24 ára að aldri. Frá 1939 til 1943 dvaldist hann við nám og kennslu við háskóla í Bandaríkjunum, en frá 1949 hefur hann verið prófessor í kenningar- iegri heimspeki við háskólann í Stokk- hólmi. Framan af ævi var Wedberg u'nd- ir áhrifum Uppsalaheimspekinnar, en hefur fjarlægzt hana og hailast nú hvorki að kerfi eða skóla í heimspeki, sem hann rannsakar af öruggri gagn- rýni og næmum skilningi. Sagt hefur verið, að yfirsýn og skilningur séu rík- ari eiginleikar í fari hans en skáp- andi hugmyndaflug. í fyrsta , bindi verks síns, Filosofins historia, Antiken och medeltiden.Bonn- iers 1958, tekur Wedberg til meðferðár heimspeki fornaldar og miðalda. Fjall- ai þar fyrst um tímaskeið pg stefnur í i heimspeki fornaldai-, en víkur því næst að heimsmynd elztu heimspek'ing- £nna grísku eins og hún birtist í þeim brotum.sem varðveitzt hafa af verkum 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þeirra. Trú og stærðfræði nefnist kafli, sem greinir frá heimspeki Pýtagórasar- sinna, Eleata og einnig Sókratesar og Platóns, en fyrir öllum þessum mönn- um var tilveran gerð úr tveimur and- stæðum. Pýtagórasarsinnar gerðu langa lista af slíkum andstæðum, sem þeir töldu nauðsynlegt fyrir menn að átta sig á til að geta skilið heiminn. Eru þar andstæður eins og jafnt—ójafnt, hægri—vinstri, karlkyn—kvenkyn, ljós —myrkur, gott—vont o.s.frv. Telur Wed berg, að þessar runur andstæðna séu lykill til skilnings á hræringum innan heimspekisögu, sem um þessar mundir bar yfir. Eleatarnir lögðust djúpt í hug- leiðingum sínum um það sem er og það sem ekki er og eru ýmis dæmi sem þeirdrógu fram fræg eins og t.d.kapp- hlaup spretthlauparans Akillesar og skj aldbökunnar. Sókrates og Platón eru teknir til meðferðar saman, enda getur oft verið erfitt að kveða á um, hvað eigna skuli hvorum þeirra af þeim heimspekikenn- ingum, sem varðveizt hafa í ritum Plat- óns. Jafnvel það sem Platón leggur Sókratesi í munn kann að vera runn- ið frá honum sjálfum að einhverju leyti. Þau atriði í kenningum Platóns, sem Wedberg ræðir sérstaklega, eru hugmyndakenning hans, vísindakenning og sálarhugtak. Auk þess ræðir hann hugtakaskilgreiningu Platóns, Sókrates- ar og Aristótelesar í einu lagi. Hugmyndakenning Platóns er einna frægust af kennirigum hans, en sam- kvæmt henni á hver hlutur sér hug- mynd áður en hann verður sjálfur til. Hér brýtur Wedberg þessa kenningu gerr til mergjar en áður hefur verið gert. Ræðir hann hugmyndakenninguna •fyrst sem rökfræðilega kenningu og seg ir í því sambandi að Platón setji með henni fram fyrsta vísi síðari tíma rökr fræði. Þá fjallar hann næst um hug- myndakenninguna merkingarfræðilega, síðan sálfræðilega og þekkingarfræði- lega og loks háspekilega. Gefur þessi efnismeöferð glögga hugmynd um vís- indalega aðferð Wedbergs og sýnir hverjum tökum hann tekur verk gömlu heimspekinganna. Aristoteles var lærisveinn i Akadem- íu Platóns og mun framan af ævi hafa hallazt mjög eindregið að skoðunum hans. Síðar verður þó heimspeki Aristó- telesar frábrugðin heimspeki Platóns og hefur stundum verið talað um andstæð- i ur í því sambandi. Wedberg gerir ítar- lega grein fyrir heimspekikenningum beggja og sýnir fram á, að andstæð- urnar éru ekki eins miklar og oft hef- ur 'verið talið. Það sem helzt skilúr er inunur á viðfangsefnum og á'huga- . efnum. Platóh fyrirleit veröld raun-' n skyrijkna og taldi' rarinsóknir hlutlægra fyrirbæra lítilsverðar. Aristóteles gekk hinsvegar að rannsókn náttúrufræði- legra staðreynda með áhuga aífræð- ingsins. Næst rekur Wedberg gagnrýni Ari- stótelesar á hugmyndakenningu Platóns og sýnir fram á, að hann viðurkenn- ir í meginatriðum rökfræðilega og merk ingarfræðilega hlið hugmyndakenning- arinnar. Hér hefur það nokkuð villt um fyrir mönnum á liðnum öldum, að grísk orð, sem bæði geta táknað hug- mynd og form eru þýdd með hugmynd þegar þau koma fyrir í textum Plat- óns, en með form þegar þau koma fyr- ir í textum Arístótelesar. Þessi þýðing- arhefð hefur valdið því, að mönnum virtist meira bil á milli kenninga Plat- óns og Aristótelesar, en raunverulega er, Ágústínska hefðin heitir fyrsti kafl- inn um miðaldaheimspeki, þar sem gerð er grein fyrir brautryðjandastarfi Á- gústínusar og áhrifum hans á þá kristi- legu heimspekihefð, sem hámarki náði á 13. öld. Viðfangsefni kristnu heimspek- inganna var m.a. að sanna ýmsar trúar- setningar. Einkum voru það þrjár trú- arsetningar, sem nauðsynlegt var talið að sanna: að guð væri til, að guð hefði skapað heiminn og í þriðja lagi, að maðurinn hefði ódauðlega sál. Wedberg víkur fyrst að sönnun Á- gústínusar fyrir tilveru guðs og brýt- ur rök hans til mergjar. Kemur þá í ljós, að sannanirnar eru ekki nógu traust uppbyggðar og möguleikar opn ir að hnekkja þeim með rökum. Sama niðurstaðá kemur ,í Ijós þegar hugað er rökfræðilega að öðrum sönnunum miðaldaheimspeki fyrir tilveru guðs. Þá íer höfundur nokkrum orðum um mik- ilvægi Ágústínusar í heimspekisögunni og sýnir fram á hvern þátt hann hefur átt í því að móta guðfræðileg viðhorf síðari tíma. Einnig gerir hann grein fyr- ir áhrifum hans á heimspeki manna eins og Bonaventura, Albertus Magnus, Thomas ab Aquino og John Duns Scotus. Annað bindi heimspekisögu Wed- bergs, Filosofins historia. Nyare tiden till romantiken. Bonniers 1959, hefst á kafla um stefnur og viðfangsefni í heim- speki 15. og 16. aldar og lýkur með ýtarlegri könnun á heimspeki Kants. í aðfararorðum þessa bindis segir höfund- ur, að hann hafi leitazt við að taka aðeins með þau atriði í heimspeki þess- ara alda, sem að einhverju leyti mörk- uðu skref^fram á við í sögu manns- andans. I framhaldi af þessu seg- ir hann, að verk ýmissa ágætra heim- spekinga, sem að sínum dómi uppfylli ekki þessi skilyrði, séu þyí aðeins Iaus lega nefnd. Vélræn heimsmynd 17., og 18. aldar heitir annar kafli þessa bindis, þar sem gerð er grein fyrir, eðlisfræði þessara alda og hutgjnymdum og þekkingu um irúm og tíma. Þá er fjallað úm eridur- vakningu vísindahugsióriar, Platóns og Aristótelésar, en síðan vikið að helztu heimspekikenningum síðari alda. René Descartes er venjulega talinn forgöngumaður heimspeki síðari alda og þá vitnað til rits hans „RitgerS um að- ferðina", sem kom út 1637. En fræg- asta atríði í heimspeki Descartes er þó yrðing hans: Cogito ergo sum, ég hugsa, þessvegna er ég til, en þessa yrðingu taldi Descartes grundvallarsetningu í heimspekikerfi sínu. Röksemdafærsla hans fyrir haldi þessarar yrðingar er í stuttu máli á þessa leið: Hann segist geta hugsað sér, að fjandsam- legur andi villi honum svo gersamlega Bernard Bolzano. Anders Wedberg:. —----------- 24. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.