Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 13
kl. iz—1,30, og lienr £>á tntielSsIutlm- inn haldizt hinn sami hjá lærisvein- um Nichirens í sex aldir. — En dag- blöðin eru líka full af trúarlegu efni, svo sem sagt var áður. Einnig eru aðrir tímar og önnur form tilbeiðslu. Útvarp og sjónvarp virðist engin áhrif hafa á aðsóknina. Við mið- næturtilbeiðsluna er notuð gohonzou bænin — og er þá úrvalslið safnaðarins saman komið. Örfáir vestrænir menn hafa hlýtt á miðnæturbænina, en einn þeirra segir að hún minni á brimgný við úthafsströnd í sterkum stormi. Fimm þúsund talnabönd renna á milli fingra hinna viðstöddu, tíu þúsund hendur lyftast í senn til himins í á- köllun hins eilífa, og allir sem einn varpa sér flötum á gólfið i senn, og ákalla sinn guð. Þessir fáu drættir gefa þó aðeins daufa hugmynd um það, sem gerist í miðnæturbæninni. Kraftaverk, einkum læknir.gar, fylgja átrúnaði þessum, en talsverð mistök urðu framan af sökum rangra sjúkdóms- greininga, og aðgerða, sem fremur sæma djöflum en mönnum, svo sem að hoppa á kviðarholi sjúklinga o.s.frv. En Soka gakkai kunna vel að meta vís- indin og hafa snúið sér að skynsam- legum rekstri sjúkrahúsa, sem sagt er að séu jafn vel rekin og ör.nur. Aðferðir til boðunar trúarinnar eru fyrst og fremst samræður, mjög þolin- móðar og rökfastar, með ríkulegum fyrirheitum til þeirra, sem við vilja taka, en aðvörunum til vantrúaðra, ekki aðeins um illa vist annars heims, heldur alls konar ógæfu í þessu lífi. Reyndir menn segja líka að æskulýð- urinn beiti hnúum og hnefum, slái menn í rot, og ræði svo við þá, þegar þeir rakna við. Þó mun þetta ekki vera algeng aðferð, því lögreglunni er ekki um hana gefið, og ónáðar þá, sem beita henni. En samræður á götum úti eru mjög algengar. Þeir sem í flokkinn ganga verða að heita blindri hlýðni og vinna eið að stefnu flokksins. Um fórnfýsi Soka gakkai ganga hin- ar furðulegustu sögur, meðal annars segir í blaðafréttum að það hafi ekki tekið flokksmenn nema þrjá daga að safna sem svarar þrjú hundruð og sjö- tíu milljónum íslenzkra króna til að byggja einn af helgidómum sínum. Þótt hér mætti draga nokkuð' frá, þá er all- ur hugsanagangurinn gjörólíkur vorum, sem vel getum unað því að heil borgar- hverfi séu kirkjulaus í hálfan manns- aldur. Þegar að verkum kemur, er munurinn á sofandi mönnum og vak- andi afar mikill. Framandi trúarbrögð þekkja þeir, enda verður ekki hjá því komizt í landi, sem telur á þriðja hundrað trú- arflokka, nýja og gamla. Þeir kunna að riota einstaka ritningarstaði, og ekki sízt ýms siðferðileg frumatriði úr kristni, en þeir líta á kristindóm og öll önnur trúarbrögð reginvillur, er aðeins leiði til glötunar. Því ber að forða mönn um frá þeim og vinna gegn þeim á allan hátt.. Nú hafa tugir þúsunda Vest- urheimsbúa tekið þessa trú á allra síð- ustu árum, og verður fróðlegt að sjá hvað út úr því kemur. Hin harða af- staða Soka gakkai hindrar ekki út- breiðslu þeirra í nútímanum, því þeir hafa, sem kunnugt er, farið fram úr öllum hinum nýju samblöndunarflokk- um. En ef að líkum lætur, líða ekki mörg ár unz þeir knýja dyra hjá oss. Verður þá fróðlegt að sjá þau fagnaðar- læti, sem hljóta að verða hjá vorum frjáíslyndu bræðrum hér á landi. Jóhann Hannesson. MANNÚÐIN Framhald af bls. 11 Mundi þá lögunum verða beitt! Varla. Mundi ekki frekar sá verða uppi, að þeir krefðust fjárhagsaðstoðar af hendi ríkisins — þ.e. allra íslenzkra gjaldenda — og að hún yrði þeim veitt í krafti atkvæða þeirra?!! Þannig er þá ástandið í hinu kristna menningar- og velferðarríki íslandi það herrans ár 1967 eftir burð Krists, sem lagði áherzlu á, að faðir hans á himnum bæri umhyggju fyrir hverjum fugli loftsiris, og forn biblíuhandrit herma, að sagt hafi, að dýrin megni að bera sig upp við skapara sinn. Það var og hann, sem sagði: „Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.“. . . . Hvað svo um hina? Ef til vill mundu sumir sannir vinir dýranna segja, að til lítils komi að minnast á allt þetta. En ég vil ekki láta það liggja ósagt, — ég vil, að Dýraverndarinn sé raunhæf heim- ild í framtíðinni um þá ævarandi for- smán, hvert misræmi er á milli laga- setningar um dýravernd og krist- inna játninga annars vegar og sið- ræns þroska og mannúðar hins vegar nú á þessum dögum velsældar og bí- lífis hjá þeirri þjóð, sem aðeins fyrir fáum mannsöldrum lifði við öryggis- leysi um alla sína hagi og þoldi hungur, kúgun og kvöl um aldir. LAUNSÁTIN Framhald af bls. 9 var allstaðar — þessi höfugi, þungi r>g áfengi ilmur. Og himinninn sjálfur nálg- aðist gegnum fíngert laufnetið, sem gældi við vanga hennar og augnalok, flæktist í röknuðum fléttunum og kast- aði skugga yfir augun, varð nærri, skilj anlegri, annað fegurra tjald bak við grasblæjuna. Þetta var þyrnitréð þar sem þau höfðu hitzt mörg önnur kvöld. Jafnvel þótt ekki hefði verið ilmurinn af bæld- um burknunum og tælandi angan villi- jurtanna, hefði það vakið hjá henni minningar, æstar og ástríðukenndar. En nú var hún treg til og reyndi að finna leið til að losa sig. Því hún hafði neitað kafteininum og útlaganum og nú fannst henni sem hún myndi vera að svíkja þá ef hún gæfi sig á vald liðþjálfanum. Þetta var ekki nótt ásta eða fórna, en það hafði enginn þeirra og ekki heldur maður hennar skilið. „Það var illt að heyra! Hver veit hvenær við fáum annað eins tækifæri," nöldraði liðþjálfinn á leiðinni. Er þau komu að þyrnitrénu, réðst lið- þjálfinn að henni með stóra holduga vömbina, kyssti hana bak við eyrun, framstæðum rökum vörum með stuttu, stríðu yfirskeggi, sem kitlaði hana, Hún hörfaði undan, en hann kreisti hana svo fast upp að kvistóttum trjábolnum, að henni fannst hún myndi ekki ná and- anum. „Nei, hættu! Menn þínir eru þarna niðurfrá og maðurinn minn gæti komið,“ andmælti hún. En liðþjálfinn vildi ekki hætta, „Hvers konar leikur er þetta hjá þér?“ spurði hann reiður og reyndi enn að þvinga hana niður á bakið. Þannig fór hann alltaf að, án forleiks eða fínna bragða, og þó án þess að beita illu, naut hennar með grófu og klúru orðbragði, sem hann neyddi hana til að nota líka, af æ meiri ofsa þar til ástríðan hafði algerlega gagntekið hann. Á slíkum augnablikum tóku þessi orð á sig annan blæ og skilning. Allt gróft og blygðunarkennt hvarf af þeim og eftir varð aðeins ómenguð girnd. Henni var jafnvel ánægja að opin- skáu blygðunarleysi hans. Þegar þau voru einsömul eða ef hann leit á hana að öðrum viðstöddum, fann hún greini- lega hina óseðjandi kynferðislöngun hans. Hann var reyndur, veraldarvan- ur í því að finna upp örvandi og æs- andi tilbrigði: bóndinn í honum, grófur og durgslegur hafði óþrjótandi kynorku. Vald hans í mörgum þorpum og karl- mannlegur ofsi hans höfðu runnið sam- an og orðið hluti af honum og þessi samsteypa hafði óumflýjanlega heillað malarakonuna. En í þetta skipti tók hún að streitast á móti, allt að því harkalega. „Gerðu svo vel að hætta — ég er öll á nálum í kvöld.“ En þar sem liðþjálfinn hélt áfram eins og hann hefði ekki heyrt til hennar, beygði hún sig áfram líkt og hún ætlaði að falla á kné eða leggjast niður, vatt sig úr holdugum mjúkum höndum hans, þaut af stað yfir burknana og kallaði: „Kvöldverðurinn bíður — við fáum pita — pita! Maðurinn minn bíður eftirykk ur!“ Liðþjálfinn hraðaði sér á eftir henni og traðkaði niður burknana. „Bíddu, bíddu! Ertu gengin af vitinu?“ Hún var þegar að komast í hvarf nið- ur stíginn. Hún heyrði hann koma más- andi og blásandi á eftir sér, bölvandi. Svo nam hann staðar og blés í hljóð- pípu sína. Hún linnti.á sprettinum og brátt heyrði hún að baki sér glamur í vopnum og skelli í trésóluðum skóm. Liðþjálfinn og lögreglumennirnir gerðu sér gott af pitanu og plómu- brennivíninu, sem malarakonan bar þeim Þeir minntust ekki á útlagana, þar sem liðþjálfinn hafði haldið því leyndu fyrir lögregluliðunum að malarinn og kona hans væru viðriðin fyrirætlanir hans, enda þótt þeir kynnu að hafa getið sér þess til. Þeir fóru allir eftir þeirrireglu að stundum er ýmislegt gert, sem allir vita um en enginn talar um. Þessvegna ræddu þeir um daglega viðburði, upp- skeruna og veðrið. Engu að síðum mættust oft dökk og áköf augu liðþjálfans og blítt og auð- nijúkt augnaráð malarakonunnar og henni var ljóst að hann hafði fyrirgefið henni þrákelknina um kvöldið en hann skildi aftur á móti að hún myndi taka fúslega á móti honum einhvern tíma síð ar. Liðþjálfinn hafði staðið upp frá borð- um og var að bursta brauðmola af bux- um sínum, þegar skothvellirnir heyrðust frá húsi kafteinsins. Þá rifjaðist það upp að hundur kafteinsins hafði gelt af sí- vaxandi ákefð fyrir nokkurri stundu, en enginn hafði veitt því athygli. „Kafteinninn er byrjaður aftur,“ sagði malarinn. „Ah, já, kafteinninn,“ svaraði liðþjálf- inn, eins og hann væri að samsinna ein- hverju, sem malarinn hafði ekki sagt og hafði ef til vill ekki óskað eftir eða get- að sagt. „Einkennilegur maður: stór menni og gáfaður en svo þverúðarfull- ur og einþykkur.“ Framkv.stj.: Stgíús Jónsson Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6 Símí 22480. Útgefandi: H f Arvakur, Reykjavik skak Hvítur leikur og mátar Hvtur mátar í 2 leikjum Hvtur mátar í 2 leikjum Hvtur mátar í 2 leikjum Að þessu sinni birtum við fjögur skák- dæmi og veröur lausn á >eim í næsta blaði. 24. marz 1968 LEoBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.