Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 15
SOUL - SOUL - í Ameríku og Evrópu og þó einkum í Bandaríkjunum hefur nú á síðustu árum mjög rutt sér til rúms tónlist sem köll- uð er „soul—musik“ eða „Tamla Motown“. Tónlist þessi er þó ekki alveg ný af nál- inni þar sem hún hefur verið í mótun meðal amerískra blökkumanna allt frá því að fyrst fór að heyrast í Ray Charles eða jafnvel lengur. Tamla Motown, eins og það hef ur nú þróazt upp í, einkennist af föstum og ákveðnum takti sem hrífur flesta með sér þannig að mjög auðvelt á að vera að fylgja tónlistinni - SOUL eftir í dansi og verkar hún þannig á menn að þeir sem á annað borð gefa sig að því að dansa eftir soul—musik eiga auðvelt með að stíga dansinn af inniifun og tilfinningu. Negr ar eiga yfirleitt betur með að tjá sig í þessari tegund tón- listar þar sem að þeir eru til- finninganæmari heldur en aðr- ir kynstofnar enda eru flestir þeirra sem hafa gefið sig að tónlistinni blökkumenn. Hér á íslandi hefur lítið bor- ið á soul—musik og í óskalaga- þáttum ríkisútvarpsins heyrist hún ekki, en til allrar ham- ingju fyrir souiaðdáendur er hægt að fylgjast með tónlist- inni í gegnum útvarp varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli þar sem hún er mjög áberandi. íslenzkar pop—hljómsveitir hafa lítið sem ekkert gefið sig að tónlistinni nema ef vera skyldi HLJÓMAR og DÚMBÓ, sem ekki hafa þó gert það nema að mjög takmörkuðu leyti, og ný hljómsveit ROOF TOPS en sú hljómsveit hefur öðrum frem ur gefið sig að Tamla Motown þó að þar sé ekki um algjöra Soul-—hljómsveit að ræða enn sem komið er. OTIS REDDING, sem nú er nýlátinn var á meðan hann lifði hinn ókrýndi konungur soul—söngvara. Hann hefur samið mörg af hinum þekktari lögum í þessum stíl, sum fyrir sjáifan sig, önnur fyrir aðrar þekktar soul stjörnur. Hann varð nr. 1. í Melody Maker kosningunum s.l. haust sem bezti söngvari heims og ætti það eitt að sýna hversu mik- ils álits hann naut. Af öðrum sem mikið hafa látið að sér HLJÓMAR (Thors Hammer fóru til Stokkhóims s.l. þriðju- dag með Loftleiðum. Þar er haldið samnorrænt „Pop Festi- val“ Hljómum var boðin þátt- taka, eftir að Skemmtikrafta- þjónustan (Þráinn Kristjáns- son og Karnabær (Guðlaugur Bergmann), en þessir aðilar hafa tekið að sér að koma þeim á erlandan markað, höfðu haft samiband við þá aðila sem ráða þessari hátíð. Fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum taka þátt í þessari hátíð, ásamt einni af þekktustu hljómsveit Breta. Þessi hátíð er mikill atburður í Svíþjóð og fylgist „pressan“ útvarp og sjónvarp vel með henni. Einnig mæta þarna flest ir þekktustu umboðsmenn í pop heiminum, svo tækifærin eru stór ef vel tekst. Hljómar gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera fulltrúar íslands á er- lendri grund og hafa búið sig sérstaklega undir spurningar sem hugsanlegt er að fyrir þá yrðu lagðar varðandi land og þjóð. kveða í soul—heiminum eru fólk eins og Wilson Picket, Sam og Dave, Four Tops, Aretha Franklin, Percy Sledge, Joe Tex o.fl. að ógleymdum SU- PREMES, GENO WASHING- TON og STEVIE WONDER, sem nú er á góðri leið með að setjast í hásæti Reddings en hann hefur þegar þótt ungur sé vakið á sér gífurlega athygli með góðum og skemmtilegum söng. Þess má geta að Stevie Wonder hefur verið blindur frá fæðingu, en sá baggi virðist þó ekki vera honum þung byrði á leið hans upp á topp stjörnu- himinsins. Öll áróðursvinna sem unnin hefur verið og verður unnin er miðuð við að sameina þjóð legt íslenzkt og popheiminn. Hljómar verða allir klæddir í Isérstök gæruskinneivesti. Rang an snýr fram á þeim og á hana hafa tveir ungir íslenzkir nem endur í Handíðaskólanum, þeir Hilmar Stefánsson og Hjálmtýr Heiðdal, málað sérstakt tákn fyrir enskt nafn Hljóma, en í hring að neðan er ritað hamar Þórs með rúnarletri. Vestin eru úr litaðri pelsgæru og hafa þau sitt hvorn lit. Paul Hansen hef- ur annazt tilbúning þessara vesta í sami-áði við Karnabæ. Einnig verður einn meðlimur hljómsv. í gæruslái. Útprjónað- ir sokkaskór, húfur o.m.fl. verð ur með í ferðinni. Auðvitað eru þeir að öðru leyti klæddir eftir allra nýjustu tízku. Okkar á- hugi er að kynna eitthvað af íslenzkum vörum í gegn um kynningu Hljóma. Hljómar hafa einnig sett ís- lenzkt rímnastef inn í poplög og í undirbúningi er að nota langspilið. Geno Washington 24. mai'z 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.