Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Qupperneq 1
« Jónas St. Lúðvíksson: ÍFANGBRÖGDUM VIÐ STÓRVIÐRI HAFRÓT OG BLINDBYL Hrakningssaga vélbáts á skírdag 1933 Það var hinn 13. apríl árið 1933 að Ægir konungur hjó enn eitt skarðið í fiskiflota landsmanna. En þann dag hreif hann í djúp sitt vélbátinn „Fræg“ VE 177 vestur af Vestmannaeyjum, eftir langa og stranga örvæntingarbaráttu áhafnarinnar við að halda bátnum ofan sjávar og fá lífi sínu borgið. Vélbáturinn „Frægur" kom til Vest- mannaeyja í ársbyrjun árið 1915 og lióf fljótlega göngu sína á vertíð. Þegar hann kom til Eyja hét hann „Mýrdæl- ingur“ og bar sömu einkennisstafi. Hann var smíðaður úr eik og furu í Freder- ikssund í Danmörku, var súðbyrtur, 9,13 smálestir að stærð og var knúinn 12 hestafla Dan-vél. Milligöngu um smíði bátsins hafði Gísli J. Johnsen kaupmaður og útgerðarmaður, síðar stór kaupmaður í Reykjavík, en hann hafði miliigöngu um smíði fjölmargra báta Eyjamanna, allt frá upphafi vélbátatím- abilsins, sem segja má að hafi raun- verulega hafizt árið 1904 með komu vélbátsins „Eros“ í maí það ár. Sá bátur var tæpar fjórar smálestir að stærð með sex hestafla Möllerup-vél, tveggja strokka. Atti Gísli J. Johnsen einnig írumkvæðið að tilkomu þess báts. Bátar þeir sem Gísli sá um smíði á voru yfirleitt byggðir í skipasmíðastöð Andersens í Frederikssundi og þar var „Mýrdælingur“ smíðaður. Hann var sið- asti báturinn sem fluttur var með skipi til Eyja erlendis frá og var 78. vél- báturinn sem Eyjamenn eignuðust. Eigendur „Mýrdælings" voru fjórir og áttu þeir hver um sig einn fjórða hluta i bátnum. Það voru þeir Friðrik Jóns- son í Látrum, Árni Jónsson í Görðum, Olafur Jónsson i Landamótum og Guð- jón Hafliðason í Brekku, síðar í Skafta- felli. Var Guðjón formaður með bátinn frá upphafi og samfellt i 14 ár. Var hann gætinn og dugmikill sjómaður og aflamaður með ágætum. Haustið 1929 urðu eigendaskipti að bátnum og hann skírður upp og nefnd- ur „Frægur“. Kaupandinn var Eiður Jónsson formaður í Holti. Keypti hann bátinn af Guðjóni Hafliðasyni, sem þá var einn orðin eigandi hans, en Guðjón fékk sér nýjan og stærri bát, sem hann nefndi einnig „Mýrdæling“. Eiður Jónsson hafði komizt í hann krappan, ásamt bátsfélögum sínum, vestan í Ofanleitishamri árið áður. Hann var þá formaður með bát Vigfúsar Jónssonar í Holti, sem „Sigríður II.“ VE 240 hét. Strandaði báturinn við Hamarinn hinn 13. febrúar 1928 í ofsa- veðri, stórsjó og glórulausum byl. Björg uðust bátsverjar af „Sigríði II.“ á þann hátt að vélstjóranum, Jóni Vigfússyni í Holti, tókst á yfirnáttúrulegan hátt að klífa Hamarinn, við að því er virð- ist næstum óvinnandi aðstæður, — upp eftir snjófylltum syllum, sprungum og snösum, sennilega við einhverjar allra snjóþyngstu aðstæður, sem nokkru sinni hafa orðið í Eyjum. Hélt hann síðan gangandi heim í bæ og sótti mann- hjálp. Fyrir þetta einstæða afrek sitt var Jón heiðraður af hetjusjóði Car- negies. En lítum nú til ársins 1933. Vertíð- in í Vestmannaeyjum var í fullum gangi og það var komið fram í dymbil- viku. Einn þeirra báta sem réru til miða í Eyjum aðfaranótt skírdags, sem bar upp á 13. apríl var vélbáturinn „Frægur“ VE 177. Áhöfn bátsins var þessir menn: Formaður og eigandi Eið- ur Jónsson í Holti. Hásetar voru þeir Óskar Bjarnason frá Stokkseyri, Ágúst Guðjónsson frá Vestmannaeyjum, Jóel Einarsson frá Stíflu í Vestur-Land- eyjum, Andrés Gestsson frá Stokkseyri og Jóhann Baldvinsson frá Súluholts- hjáleigu í Flóa. Vélstjóri á „Fræg“ var Árni Valdason í Sandgerði í Eyjum, en sérstakra ástæðna vegna var hann ekki með í þessari síðustu sjóferð bátsins. Allt voru þetta afburða góðir sjómenn og harðfrískir dugnaðarforkar, sem létu engan bilbug á sér finna á hverju sem gekk í baráttu við ofsaveður og ham- farir hafsins. Línuvertíðin var fyrir skömmu afstað in hjá bátum yfirleitt. Hún hafði gengið fremur vel hjá „Fræg“, eins og flestum öðrum bátum, enda hafði tíðarfar verið ágætt til sjósóknar það sem liðið var vertíðar og fiskisæld mikil og aflabrögð 'góð. Að sama skapi var nýting veiðar- færa ágæt. Þann tíma sem af var vertíð- ar var aflinn sem „Frægur“ hafði fengið orðinn snöggtum meiri en alla vertíðina árið áður. Það voru því góðar horfur með aflahlut óhafnarinnar á þessari yf- irstandandi vertíð og menn eygðu góða útkomu í vertíðarlok, sem voru klukk- an 12 á hádegi þann 11. maí, en um áratuga skeið voru lok hverrar vertíð- ar bundin þeim tíma og kom engum til hugar að hætta störfum fyrr. Því var það að bátsverjarnir litu björtum augum, varðandi fiskirí, þann mánuð sem eftir var til hins forna lokadags, og kannske eitthvað lengur, ef fiskur héldist á miðunum. Og þá ekki sízt Eiður formaður og eigandi bátsins, sem af kjarki og áræðni hafði lagt út í hin áhættusömu og kostnaðarmiklu báts kaup og útgerð, fyrir aðeins nokkrum árum síðan, en útgerð á árum heims- kreppunnar gat trauðla talizt örugg né arðvænleg, svo sem mýmörg dæmi sanna enda þótt menn yrðu að reyna einhverj ar leiðir sér og þjóð sinni til lífsfram- færslu og bjargar. Það var þriðjudaginn 11. apríl að Eiður formaður ákvað að breyta til um veiðarfæri á „Fræg“. Menn álitu almennt að netafiskur væri kominn á miðin og studdust þar við áralanga reynslu af átu í sjónum, hegðun fisksins, aflabrögð og tímann sem liðinn var af vertíðinni. Þeir á „Fræg“ ‘ settu því línuna í land, þar sem hún var stokkuð upp, óku netunum niður á bryggju, greiddu þau niður í bátinn svo sem venja er til og sigldu með þau til miða, þar sem þau voru lögð í sjó. Var því þessi eftir- minnilegi skírdagsróður „Frægs“ þriðji róður bátsins á netavertíðinni. Flestir, ef ekki allir Eyjabátar, fóru í róður aðfaranótt þessa skírdags, 13. apríl 1933. „Frægur" var einn meðal þeirra. Hann lagði úr höfn milli klukk- an fjögur til fimm um morguninn og keyrði á fullri ferð út fyrir hafnargarð- ana og beygði vestur með Heimakletti. Tók hann stefnu vestur á svonefnda Hryggi, þar sem hann átti net sín í sjó, en þar hafa löngum verið fengsæl fiskimið. Þá var veður fremur þung- búið og útlitið þvi engan veginn gott. Talsverður strekkingsvindur stóð af austri og fór svo að hann reyndist vax- andi, þegar líða tók á daginn. Siglingin vestur á Hryggi gekk vel, enda var bæði undan vindi og sjó að sækja. Þegar komið var á miðin var strax tekið til við að draga netin. Voru bátsverjar einhuga um að hraða drætt- inum svo sem kostur var, bæði vegna þess hve veðurútlitið var ískyggilegt og gera mátti ráð fyrir bunkuðum net- um, svo og líka hins að næsti dagur var föstudagurinn langi og hvíldardag- ur, enda ekki ætlunin að vitja netanna þann dag svo sem siður er í Eyjum. Hugðu menn því gott til hvíldar og svefns í landi á föstudaginn langa. En margt fer öðru vísi en ætlað er, ekki sízt á sjó að vetrarlagi. Þeir á ,,Fræg“ voru að ljúka við að draga fimmta netið í fyrstu trossunni þegar örlögin gripu í taumana. Taktfastir skellir Dan-vélarinnar þögnuðu skyndi lega og ískrið og marrið í vindunni og netarúllunni hljóðnaði. Vél bátsins hafði stöðvazt allt í einu. Horfði nú illa með áætlun þeirra fé- laga, því töf hlaut að verða af því að koma vélinni í gang aftur, ef það þá tækist. Gengu þeir „Frægs“- menn snar- lega til verks og gerðu hverja tilraun- ina eftir aðra til að gangsetja vélina, en allt kom fyrir ekki. Hún var ófáan- Brimrót og fuglager við marbrött i'jöll Vestmannaeyja. *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.