Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 5
ferðinni. Hann missir alla greiningu rúms og tíma. Frá handtaki hennar streymir um hann ókenndur friður. Við hötum heyrt rithöfunda, sem náð hafa mikilli frægð fyrir skáldverk sín, lýsa þeirri hrifningu, sem þeir urðu fyrir við lestur Fornra ásta Sjálfurleit Sigurður Nordal á bókina sem „við- skilnað“. Hann fórnaði tíma sínum fræðigrein sinni, en ekki blandast þeim mönnum hugur um sem dómbærir eru, að fræði hans hafa notið skáldhneigð- arinnar, þar hafi. runnið í eitt tveir mikilvægir eðliskostir og skilið eftir sig varanleg merkL Aftur á móti er rétt að hafa í huga, að Sigurður sagði ekki algjörlega skil- ið við skáldskapinn með Fornum ástum. Árið 1950 var prentað sem handrit í fimmtíu og fjórum eintökum snyrtilegt kver, 39 blaðsíður með ljóðum eftir Sig urð Nordal. f þessu kveri, Skottið á skugganum, eru tækifærisljóð og vísur, einnig þýðingar á ljóðum eftir Anakre- on, Fröding og Verlaine. Flest ber svip þess manns, sem yrkir af íþrótt sér til gamans. En þarna eru líka hin minnisstæðu Tvö ástarkvæði, ort 1910 og 1917. Sólarlag heitir hið fyTra: „Einni unni eg meyjunni, meðan það var;“ hið síðara Ást: „Sólin brennir nóttina;“ o.s.frv. Með' þessum kvæðum sannar Sigurður Nordal, að hann er vel hlutgengur sem skáld hins hefð- bundna forms. Sigurður Nordal sendi frá sér leik- rit, 1946, Uppstigning, og vakti það mikla athygli, ekki síst fyrir nýjung sína; með öðrum hætti er Á Þingvelli 984, leikrit gefið úr 1961. Mig langar að lokum, að geta lítil- lega smásögunnar Lognöldur, í Fom- um ástum; þar segir frá lækni nokkrum með gamla skáldadrauma, sem í geðs- hræringu sest niður við skrifborð sitt til að losna við þær órólegu hugsanir, sem ásækja hann: „Fyrst fæddust nokkr ar hálfstuðlaðar línur, síðan rufu hugs- animar allt form og brutust fram í einhverri mynd:“ Á niðdimmum nóttum undir tárvotum trjám, með einstök ormétin hlöð á kolsvörtum, kræklóttum greinum, hef eg reikað með sólina brennandi í brjósti, dimmrauða haustsól---------- hjarta mitt var eins og rúbinbikar fylltur ilmandi og áfengu víni. Eg hef vaknað til lífsins, og lífið var dimmrauður draumur kuldans og þokunnar, — sjúkur og seiðandi draumur. Eg stóð eins og hnúkur, með frosinn fannblett að norðan og gróandi grastó að sunnan. Anars urð og möl. Og mér var sagt, að þetta væri að lifa. En eg átti djúpar rœtur í jörðu, og innan úr hjarta mér kom eldurinn, gjósandi eldur, sem bræddi snjóinn og brenndi grasið og drekkti grjótinu í glóðum. Síðan hef eg gengið sömu vegi, vor og sumar, vetur og haust. En sólin var horfin. — — Mánans frostkalda, fölva sigð hefur saxað hjarta mitt í hundrað parta, og eg fann dofa í sárunum, en engan sviða. Kulnaður gígur! Grasið vex aftur að sunnan, og snjórinn leggst í slakkann að norðan. Söguhetjan Agnar, sem raunverulega óttast hið nýja, það, „sem átti örðugt með að finna búning, sem stamaði og fálmaði og varð óljóst og torskilið“, en | Framhald á bls. 13. Jón Óskar: TVÖ LJÓÐ RADDIR Ég hlýði engu kalli lengur að utan því inni er raddir sterkari, betri. Ég sem þreyttur kem frá Iiðnum vetri ég hlýði þessum röddum, sumum frá sumri sumum frá liðnum vetri. TIL MORCUNDACSINS Ég legg mitt lóð á vogarskál dagsins í dag. Ég veit ekki hvort það er mér í hag. En ef þú sæir vogarskál mína síga þá vildirðu ef til vill gefa mér auðlegð þína morgundagur sem verður skínandi fagur, — ef þú verður dagur. Krístján Albertsson: Peijaa* Kamban var að byrja Vegna þess að svo vill til, að ég las fyrstur manna Vér marðingjar, í handriti höfundar, og þetta barst í tal milli Þjóðleikhússtjóra og mín, hefur hann beð- ið mig að fylgja nýrri sýningu verksins úr hlaði með fáeinum minningum frá þeim tímum, þegar Kamban var að hefja feril sinn sem leikskáld. Á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina þótti byrlega blása fyrir tveim ungum islenzkum leikskáldum í Danmörku, og þó fremur um viðurkenningu, en að hinu væri til að dreifa, að tekjur af verkum þeirra hrykkju til að tryggja þeim æskileg vinnuskilyrði og viðunandi hag. Jóhann Sigurjónsson sagði við Kamban: „Mér er farið að skiljast, að frægðin kemur löngu á undan peningunum." Þó lifðu báðir í þeirri von, á blómatímum evrópskra leikhúsa fyrir 1914, að ein- hverntíma tækju peningarnir að streyma til þeirra — svo um munaði. Kamban kom til Danmerkur 1910, 22 ára, hafði orðið stúdent þá um vorið. Þegar stríðið skall á 1914 hafði hann skrifað sína fyrstu tvo leiki og báðir strax verið „antaget til opförelse", eins og það heitir á leikhúsmáli Dana, af Konunglega leikhúsinu í Kaupmaimahöfn. Það þótti bráður og mikill frami byrjandi leikskáldi. Báðir leikir komu strax út á prenti og hlutu mjög loflega blaðadóma. Annar þeirra, Konungsglíman, var þó ekki sýndur fyrr en mörgum árum síðar, en Hadda Fadda var leikin 1914, við mikinn orðstír, og Georg Brandes lauk lofsorði á verkið í tímaritsgrein. Árið eftir fór Kamban vestur um haf og dvaldist tvö ár í New York, en án þess að Ijúka nýju skáldverki. Hann kvæntist þar 1916 unnustu sinni, dönsku leikkonunm Agnete Egeberg, sem hafði m.a. leikið í Höddu Pöddu á Konung- lega leikhúsinu. Haustið 1917 komu þau hjón aftur til Kaupmannahafnar. Ég settist þar að sama haust, nýbakaður stúdent, og nú hefjast náin kynni með okkur Kamban. Þau hjónin búa hjá tengdaforeldrum hans. Hann skrifar í blöð, flytur fyrirlestra. En nú ríður á að ljúka nýjum sjónleik, sem hann hefur byrjað á í Ameríku — en vefst fyrir honum. Það er ekki fyrr en í apríl 1918 að hann segir mér frá því, á langri sunnudagsgöngu, að hann vinni nú kappsamlega að leikriti sínu, átta tíma á dag — og bindi miklar vonir við þetta verk- Hann lýkur því um sumarið. Það er sjónleikurinn Marmari. Hann býður verk sitt Dagmarleikhúsinu, sem nú er annað af fremstu leikhúsum Hafnar, eft- ir að Thorkild Koose hafði gerzt forstjóri þess og auk sjálfs sín tekið þangað með sér tvo af beztu kröftum Konunglega leikhússins, Poul Reumert og Bodil Ibsen. Roose ákveður strax að sýna leikinn. Ég sé að ég hefi skrlfað í dagbók 19. september. 1918: „Hjá Kamban. Það á að fara að byrja að æfa Marmara á Dagmarleikhúsinu.“ En á síðustu stundu þykir Roose leikurinn of langur, og sjálf leiksagan byrja of hægt, fyrsti þáttur viðburðalaus, aðeins langt samkvæmis-samtal. Hon- um finnst að þættinum megi sleppa án þesss viðburðarrás leiksins haggist. Harm leggur til að það sé gert, en Kamban þverneitar. Þá er hætt við að sýna verkið. Og það var aldrei leikið í Danmörku, en löngu síðar í Þýzkalandi og í Reykja- vík. Kamban tók þessu áfalli nokkuð þunglega, að vonum, og var sem drægi úr honum mátt til að byrja á nýju verki næstu misseri. Þó var mjög loflega skrifað um Marmara, þegar hann kom út á prenti, í desember sama ár, og ekki þótti Kamban síður vænt um bréf frá Georg Brandes. Ég man enn að Brandes skrifaði: „Andinn í verki yðar er alstaðar góður og kröftugur, og andi hvers verks skiptir mestu (er det væsentlige)“. Brandes skrifaði næsta sumar stutta tímarítsgrein um Marmara og harmaði og svo hæfileikamikið ungt leikskáld skyldi ekki fá leiki sina sýnda. Þegar til stóð að leika Marmara sagði Kamban mér að hann ætlaði að skrifa nýtt leikrit á komandi vetri. En af því varð ekki. Það er ekki fyrr en seint á ári 1919 að hann ræðst aftur í að setja saman nýjan sjónleik. Þau hjónin búa enn hjá tengdaforeldrum Kambans, en nú leigir hann sér hérbergi úti í bæ, til að geta unnið þar í fullu næði. Hann gengur þangað til vinnu sinnar á hverjum morgni, situr við meginhluta dags, og eftir þrjá mánuði er verkið full- samið. Þá gerir hann mér orð, rétt eftir nýár 1920, að koma til sín í vinnuher- bergið á Blegdamsvej, og lesa verk sitt, sem heitir Vér morðingjar. Ég kem klukkan tvö, frú Kamban er þar líka, og þau hjónin ætla út, en koma aftur um fimmleytið, þegar ég ætti að hafa lokið lestrinum. Verkið var enn ekki til nema á íslenzku, hana gat frú Kamban ekki lesið og tók af mér loforð um að segja sér skoðun mína undanbragðalaust, aldrei öruggt hvert mark mætti taka á höfundinum. Ennfremur yrði ég að sjá um að ekki slökknaði eldurinn í ofninum, muna að bæta í hann einni og einni kolaskóflu. f kvöld ætlaði Mundi (eins og hún kallaði alltaf mann sinn) að byrja á dönsku þýð- ingunni. Handritið var kladdi í stóru broti, nálega engar útstrikanir né leiðréttingar. Svona voru öll handrit Kambans. Hver hugsun mótuð til hlítar áður en setn- ingin kom á pappírinn — og meðalafköst á dag sem svaraði einni prentaðri blaðsíðu. Framhald á bls. 13. 21. apríl 1968. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.