Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 7
í eftirfarandi grein mun leitast við að útskýra gildi fingrafara, til ann- arra nota en uppljóstrunar afbrota, og þörfina á því að fingraför séu til af öllum landsmönnum. Átján ár eru liðin síðan fingraför fyrst sönnuðu gildi sitt, hér á landi, í öðru en að hafa upp á afbrotamanni: Clam. Um klukkan átta þriðjudagsmorgun- in 28 febrúar 1950, strandaði brezka olíuskipið Clam við Reykjanes, um það bil miðja vegu milli gamla og nýja Reykjanesvitans og því sem næstfremst á nesinu. Clam, sem hafði rekið á land við Köllunarklett, hér við Reykjavík, og laskazt nokkuð 21. febrúar, var í togi og á leið til Cardiff í Énglandi til viðgerðar er það slitnaði frá dráttar- bátnum með fyrrgreindum afleiðingum. Á skipinu var 50 manna áhöfn, yfir- menn allir enskir en undirmenn flest- ir af kínversku bergi brotnir. Við strandið greip mikil skelfing um sig meðal kínversku áhafnarmeðlim- anna og þustu allmargir eða 31 maður, þar af 5 Englendingar, til og reyndu að bjargast á land í tveimur björg- unarbátum, afleiðingarnar urðu sorgleg endalok 27 manna, sem fórust er bát- unum hvolfdi, aðeins fjórurn var bjarg- að á land. Þeim 19 mönnum, sem eftir urðu í Clam var bjargað nokkru síðar án teljandi erfiðleika. Viku síðar fundu menn níu lík rek- in, um það bil km leið frá sjálfum strandstaðnum, voru þau flutt til Reykjavíkur og komið fyrir í Fossvogs- kapellu. Þar sem líkin voru það illa farin að þau þekktust ekki var tækni- deild rannsóknarlögreglunnar beðin um aðstoð, ef vera kynni að hægt yrði að ná fingraförum af líkunum, en fingraför voru til af allri áhöfninni í spjaldskrám skipafélagsins. Rannsókn þeirra tæknideildarmanna varð til þess að fimm líkanna þekktust aftur og þurfti því ekki að jarðsetja þá í nafn- lausum gröfum. Líkfundur í Reykjavíkurliöfn. í júnímánuði 1966, fannst lík á floti í Réykjavíkurhöfn, líkið var af karl- manni á aldrinum 30—40 ára. Engin skilríki voru á líkinu og ekkert sem gat sagt til um af hverjum það væri. Við rannsókn kom í ljós áð ekki hafði verið tilkynnt um hvarf neins manns í um það bil tvo mánuði, en á útliti þess látna piátti ætla að hann hefði legið að minnsta kosti, um mánaðT ar tíma í sjó. Daginn eftir líkfundinn voru tekin fingraför af hinu óþekkta líki og síðan leitað samstæðu, við þau för, í fingra- farasafni rannsóknarlögreglunnar, en án árangurs. Hver var þessi maður og hvaðan var hann? Svör við þessum spurningum fengust loks á þriðja degi rannsóknarinnar, er Eettingi mannsins gaf sig fram. Mikil vinna og fyrir- höfn hefði sparazt, ef fingraför hins látna hefðu verið til í fingrafarasafni rannsóknarlögreglunnar. Hvert er notagildi fingrafara? All—oft eru rannsóknarlögreglumenn um það spurðir hvort ekki séu til fingraför af öllum landsmönnum eða hvernig standi á því að slíkt safn sé ekki fyrir hendi. Því miður hefur orðið að svara fyrri spurningunni neit- andi því að til þess að slíkt safn gæti orðið að veruleika yrði að setja lög þess efnis. "'í 'Z-Zý, T-:b** * Fingraför þriggja manna, frá vinstri til hægri: Fingrafar átta ára drengs, þái fingrafar fjórtán ára drengs og loks fingrafar þrítugs manns. Öll eru fingra-| íörin tekin af vísifingri hægri handar og eru þau prentuð beint. **<w*»* Sömu fingraför stækkuð. 9TAGILDI FINGRA FARA OG ÞÖRFIN Á ÞJÓÐ- FIIGRAFARASKRÁ Eftir Sœvar Þ. Jóhannesson, fingrafara- sérfrœbing rannsóknarlögreglunnar Aðeins tvö lönd í heiminum hafa gért það að skyldu að fingraför skuli • tekin af öllum landsbúum, en það eru Chile og Mexíkó. I Argentínu eru tekin fingraför af öllum þeim er koma tíl landsins. í Bandaríkjunum eru tekin fingraför af öllum þeim, sem kvaddir eru til herþjónustu einnig þeim seni eru í þjónustu þjóðvarðliðsins og strandgæzlunnar eða gegna öðrum op- inberum störfum. Fingrafarasafni yfir almenna borgara er haldið aðskildu frá afbrotamanná- skránni og ekki gripið til þesS nema í sérstökum tilfellum t.d. ef þekkja þarf mann, sem hefur týnzt og misst minnið, ef þekkja þarf eitthvert ó- þekkt lík og ef einhver þarf að sanna tilveru sína eða einfaldlega ef sanna þarf sakleysi einhvérs.. Það er vel kunn staðreynd að skoð- un mikils meirihluta fólks á fingra- faratöku, er sú, að það sé skerðing á persónufrelsi. Á hverju ári eru tekin fingraför af fólki svo tugum skiptir, fólki sem fúslega lætur för sín í té til þess að auðvelda rannsókn á afbrot- um, sem framin hafa verið á heimilum eða vinnustöðum þess. Hugmyndir fólks um notkun slíks fingrafarasafns virðast eingöngu bein- ast að þeirri hliðinni er snýr að upp- ljóstrun afbrota, en það gerir sér ekki fyllilega grein fyrir hinu víðtæka nota- gildi slíks safns. Það ér satt að fingra- för eru mikilvæg til þess að upplýsa afbrot en það er einnig hægt að nota þau til að upplýsa önnur og ekki síð- ur mikilvæg mál og til frekari glöggv- unar á því sem áður er getið eru hér nokkur dæmi: Kona nokkur fannst illa til reika á flækingi um götur Glasgowborgar. Þar sem hún hafði misst minnið og vissi ekki hver hún var, var hún lögð á sjúkrahús. Á meðan hún lá í sjúkra- húsinu ól hún barn, en það var ekki fyrr en sex mánuðum seinna að vitað var hver konan var en allan þann tíma hafði hún legið í sjúkrahúsinu. Þeir sem þekkjast og komast heim til fjölskyldna sinna heilu og höldnu eru lánsamir, en hvað þá um hina, sem aidrei þekkjast? Talið er að í dag séu, í Englandi, að minnsta kosti 9000 manns á hælum, sjúkrahúsum og öðrum stofn- unum, sem misst hafa minnið og týnzt og ekki hefur reynzt unnt að koma í hendur fjölskyldna sinna. Rétt fyrir hádegi 1. nóvember 1949, er DC—4 flugvél frá Eastern Airlines var í áætlunarflugi frá Boston til Wash ington, D C., rakst herflugvél, P—38 á hana. Þessi stóra farþegaflugvél, sem var að koma inn til lendingar á al- þjóðaflugvellinum í Washington, D.C., hrapaði til jarðar og lenti á bökkum Potomacárinnar. Allir, sem í flugvél- inni voru, 55 manns, létu lífið. 35 lík, fullorðinna, reyndust óþekkj- anleg, voru því tekin fingraför af þeim og síðan leitað að samstæðum í fingra- farasafni Washington—lögreglunnar. Gildi fingrafarasafnsins kom fljótlega í Ijós, því að af þessum 35 óþekktu lík- um þekktust tuttugu og tvö af fingra- förum. Þau 13, lík, sem eftir voru þekktust eftir öðrum og seinvirkari aðferðum. Fyrir nokkru síðan var brotizt inn í stórt fyrirtæki hér í borg og miklu fé stolið. Ekki stóð á getgátum ým- issa „söguglaðra“ (slúðurbera) meðal borgaranna um það hver mundi vera valdur að innbrotinu og peninga- hvarfinu, það hlaut að vera einhver kunnugur. Starfsfólk fyrirtækisins, um 90 manns, gaf fúslega fingraför sín til þess að auðvelda rannsóknina, enda kom í ljós nokkru síðar að sá er brauzt inn vann ekki við fyrirtækið, svo segja má að þeir sem héldu slúðrinu á lofti hafi misst þar spón úr aski og var það vel. Hvað hefði skeð ef ínálið hefði ekki upplýstst? Er ekki eins víst að einhver saklaus hefði leg- ið undir grun, hjá almenningi, honum og ættingjum hans til tjóns. Það getur enginn sagt um það fyrir- fram hvenær þarf að nota fingraför í tilfellum eins og að framan getur, en atvik þessi ættu að teljast nægileg rök fyrir því að hér yrði komið upp fingra- farasafni fyrir alla þjóðina eða „þjóð- fingrafaraskrá". Þjóðin telur ekki meira en rétt 200 þús. manns og væri því betra að hefja undirbúning fyrim uppbyggingu slíks fingrafarasafns og þjálfun starfsliðs til þess, fyrr en seinna eða á meðan verkið er vel við- ráðanlegt. Hvernig skal þá öflun fingrafara liagað? Og þá er það spurningin, á hvaða aldursflokki á að hefja fingrafaratök- una og hverjir eiga að annast hana? f fylkinu Maine, í Bandaríkjunum, sem telur um eina milljón íbúa, eru tekin fingraför af öllum börnum, sem hefja skólagöngu. Má telja að þar sé byrjað full snemma á fingrafaratökunni, þar sem átt er við börn í 7 ára ald- ursflokki. Fingraförin eru ekki búin að ná fullri stærð fyrr en um 15—16 ára aldur og væri því heppilegt að miða fingrafaratökuna við þann tíma, sem unglingar ljúka skyldunámi, og gætu sérþjálfaðir kennarar annazt þá hlið er lýtur að fingrafaratökunni. Einnig væri rétt að unglingar fengju ekki nafn- skírteini fyrr en að lokinni skólaskyldu og það yrði þá útbúið með mynd, fingra- fari og fingrafaraflokkun viðkomandi unglings, og síðan steypt í plast. Fram að þeim tima gætu börnin notazt við sérstök skólaskírteini. Telji þeir, sem þessum málum ráða, þetta ekki framkvæmanlegt (það er vel framkvæmanlegt) í þessari mynd, væri hægt að takmarka „fingrafaratöku- skylduna" við opinbera starfsmenn, sjó- 'menn, þá sem taka bílpróf og út- lendinga, sem koma til landsins og dveljast einhvern tíma- Það er engin skömm að því að láta taka af sér fingraför, það tekur stuttan tíma og er sársaukalaust. Er það ekki einkennilegt að móðir Ináttúra hefur séð þér fyrir sérein- kenni, sem enginn annar hefur, að það skuli engir tveir vera með eins fingra- för? 21. apríl 1968. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.