Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 10
Fiskaðgerð á Bakka í Arnarfirði. Sr. Císli Birynjótfsson IÍR DJÚPI OG DDLUM Síðari hluti Böðvar Pálsson hafði ekki hug á að gera kennsluna að ævistarfi Haustið 1911 steig hann á skip, sigldi til Kaup- mannahafnar og settist þar í verzlunar- skóla. Að loknu eins vetrar námi kom hann heim settist að á Bíldudal og gekk í þjónustu stærsta! fyrirtækisins á landinu. Milljónafélagsins. Tveim árum síðar leið það undir lok. Mágur Böð- vars, Hannes B. Stephensen frá Reyk- hólum, stofnaði þá hlutafélag, sem tók við rekstri Milljónafélagsins þar vestra og hjá því vann Böðvar næstu sex ár- in, 1914-20 Bíldudalur lifði á þessum árum á fornri frægð sem mikill athafnastaður í útgerð og verzlun. M.a. gengu þaðan margar skútur. Staðurinn var kunnur um mörg þjóðlönd fyrir „Bíldudals- klipfisk“, sem seldist hærra verði en annað fiskmeti þeirrar tegundar. Og nú þegar svo er komið, að jafnvel trosið á að geta létt undir með rekstri frysti- húsanna, þá er ekki úr vegi að rifja það upp, hvernig þessir arnfirzku salt- fisks-ekspertar stóðu að verkun aflans þegar frægð Bíldudals stóð hvað hæst: Fiskurinn blóðgaður strax upp úr sjón- um, þegar í land kom hausaður og slægður, slegið í hann sjó eða vatni, svo hann væri hreinn undir flatningu, flattur út, allur hryggurinn, dálkurinn sniðtekinn svo að liðirnir mynduðu töl- una 8, þess vandlega gætt, að sinn aft- urugginn fylgdi hvorum helming, fisk- urinn þveginn vel, tekið ur honum allt blóð og himna, að lokum saltaður jafnt og vel. (Frá ystu nesjum). Við fyrirtæki Hannesar B. Stephen- sen var all-umfangsmikill rekstur, 5-6 fastir menn við verzlunina og fjöldi jfólks við útgerð og fiskverkun. En nú fóru í hönd breyttir tímar. Stríðið, fyrra stríðið 1914-18, kom með öllum sínum afleiðingum, umturnaði verðlagi og verzlunarárferði. Skútunum fór fækkandi — en annar veiðifloti kom ekki til Bíldudals í þeirra stað til að fylla skarðið. Vegur Bíldudals fór dvín andi. Það er eins og á svo mörgum öðrum sviðum í þjóðlífinú. Staðirnir eiga sín blómaskeið og sína hnignunar- tíma. Þær breytingar eiga bæði sínar y tri og innri orsakir. Faðir Bíldudals, stóratvinnurekand- inn Pétur J. Thorsteinsson var orðinn aldraður maður og bjó í elli sinni í dúkkuhúsi suður við Hafnarfjarðarlæk, en nýir straumar í útgerðar- og athafna lífi landsmanna lágu fram hjá staðnum, sem hann hafði byggt upp og gert að stórborg við Arnarfjörð á sínum tíma. Þegar þú hættir á Bíldudal, Böðvar, komstu þá hingað suður? Nei, ekki aldeilis. Þá var ég giftur. Hafði gegnið í hjónaband 9. apríl 1917 Kona mín var Lilja Arnadóttir frá Tjaldanesi við Arnarfjörð. Faðir minn gaf okkur saman heima í Vatnsfirði. Við eignuðumst 3 börn, einn son og tvær dætur. Það var mesta gæfa lífs míns að eign- ast hana að lífsförunaut. Árið 1920 keyptum við jörðina Bakka í Bakkadal í Ketildalahreppi af Jóni Hallgrímssyni. Þar gerðist ég útvegs- bóndi eins og allir bændur í Ketildöl- um voru þá. Það ár hófst verðfallið eftir fyrra striðið Það reyndist þungt í skauti fyrir þá, sem stofnað höfðu til atvinnureksturs með lántökum. Bú- skapurinn var nú aðallega til heimilis- þarfa þó höfðum við um 100 fjár þegar fæst var. en aðalbjörgin kom úr sjón- um. Fyrsta árið gerði ég út fjóra báta, réð skipshafnir af Suðurnesjum og víð- ar að, og róðrar voru stundaðir af kappi meðan fiskur gekk í fjörðinn frá því í maí og þangað til á haustin. Þá var talsvert athafnalíf í Ketildölum, í- búar og um yfir 200, búið á hverjum bæ og nokkur smábýli við sjóinn þar sem afkoman var að öllu leyti komin undir sjávarafla. Þetta gat gengið með- an sæmilega fiskaðist, því að stutt var að róa á fengsæl mið, í firðinum og fyrir utan hann. En þegar fiskurinn fjarlægðist, varð sjórinn ekki sóttur nema á stórum skipum. Það kostaði betri og fullkomnari aðstöðu í landi, sem ekki var hægt að veita nema í sæmilegri höfn. Þar með var útgerðin komin í þorpin, sjósókn Dalabændanna úr sögunni og þá líka hálf lífsbjörg þeirra og meira en það. Landbúnaður- inn einn var ekki nógur til að fram- fleyta þeim rúmlega 200 manns á um það bil 30 heimilum, sem voru í Dala- hreppi þegar þessar breytingar fóru i hönd. Þú hefur fylgzt vel me'ð þessum breyt- ingum Böðvar? Já, það kom nú eiginlega af sjálfu sér. Þegar verzlunin fór að dragast sam an á Bíldudal, bundumst við Dalabænd- ur samtökum um okkar eigin verzlun. Árið 1931 stofnuðum við Kaupfélag — Samvinnufélag Ketildalahrepps, kölluð uð við það. í það gengu allir bændur sveitarinnar og nokkrir lausamenn, um 30 manns. Við byrjuðum með tvær hend ur tómar, fengum smálán, 3 eða 4 þús- und króna víxil í sparisjóðnum, sem mágur minn Þorbjörn læknir stjórn- aði. Fyrir það keyptum við fyrsta vöru- slattann. Þá voru tímarnir mjög erfiðir, kreppan í aðsigi með hríðlækkandi prísum á öllum afurðum. Við fengum 45 aura fyrir kjötkílóið, svo að dilkur- inn hefur gert 8-10 krónur. Annað var eftir því. En félagið varð að eignast þak yfir höfuðið. Og það tókst. Við Úr Ketildölum. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. apríl 1968.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.