Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 11
Bakki í Arnarfirði. byggðum bæði verzlunarhús og slátur- hús á Bakka. Það var allt gert í sjálf- boðavinnu, svo að við þurftum ekki að borga annað ef efnið- Þetta fór allt vel, því að fólkið var samhent og hafði ein lægan vilja á að bjarga sér og vera ekki upp á aðra komið. Á Bakka var slátráð 10-15 hundruð fjár þegar flest var, minnir mig. Kjötið var saltað og flutt út til Noregs, það sem ekki var selt innanlands. Skipin lögðust úti fyrir Bakka, Fossarnir og fleiri skip, leiguskip, sem fluttu vörur fyrir S.Í.S. Þau tóku afurðir og færðu okkur það sem við þurftum og gátum keypt — forða til hálfs ársins eða hátt í það, vor og haust. Hafði kaupfélagið opna sölubúð á Bakka? Ja, hún var opnuð þegar einhverkom að verzla. Þetta var vitanlega hvorki mikil drift né margbreytilegt vöruval. Þetta var stakkur sniðinn eftir vexti fámennrar sveitar. Og þetta gekk furð- anlega. Nægjusemi, sparsemi og nýtni var innihaldið í öllum greinum í reglu- gerð lífsins. Fólkið þekkti ekki annað, fannst þetta sjálfsagt og það lagði hart að sér til að komast af þegar syrti í álinn af völdum heimskreppunnar. En Böðvar Pálsson var fleira heldur en kaupfélagsstjóri eftir að hann kom í Ketildali. Hann er samt furðu fáorð- ur um önnur störf sín þar. En íslenzkir Samtíðarmenn segja, að hann hafiver- ið oddviti hreppsins og fulltrúi hans í sýslunefnd alla þá tíð, sem hann átti heima í hreppnum 1921-42. Ennfremur póstafgreiðslumaður og símstjóri, í skattanefnd og stjórn búnaðarfélagsins o.s.frv. Sýnir þetta nokkuð hvers trún- aðar hainn hefur notið hjá sveitungum sínum. Eins og fyrr er sagt, fóru afkomu- möguleilkar fólksins mjög þverrandi í Ketildölum eftir að sjósóknin lagðist niður. Búin voru lítil og takmarkaðir möguleikar fólksins mjög þverrandi í eftirspurnin óx eftir vinnuaflinu í heimsstyrjöldinni síðari fór fólkið að flytjast burt til staða þéttbýlisins þar sem Bretavinnan bauðst og allt sem henni fylgdi. Nokkarar tölur sýna þróun þessa byggðalags, ef þróun skyldi kalla: Árið 1920 37 heimili með 246 manns Árið 1930 32 heimili með 204 manns Árið 1940 190 manns Árið 1950 85 manns Árið 1960 58 manns Og 1. desember síðastl. voru taldir 5 menn, sem áttu lögheimili í Ketil- aölum, svo að mjög er nú að gerast fólksfátt í þessu sérkennilega byggðar lagi. Árið 1943 lá leið Böðvars Pálssonar aftur til Bíldudals. Þá tók hann við forstöðu Kaupfélags Arnfirðinga. Því félagi sameinaðist hans gamla kaup- félag á Bakka og stýrði Böðvar því í jpratug unz hann yfirgaf Arnarfjörð og fluttist hingað til höfuðstaðarins árið 1953. Báðir staðirnir, sem við höfðum lítils- háttar kynnzt í þessu rabbi við Böðvar Pálsson: Vatnsfjörður við ísafjarðar- djúp og Bakki í Ketildölum, þeir geta gefið okkur allglögga mynd af þeim breytingum, sem átt hafa sér stað í at- vinnuháttum og þjóðlífi íslendinga und anfarna hálfa öld. Fjölmennu sveita- heimilin, bæði prestssetur og bænda- býli, sem voru sterkustu stoðir dreif- býlisins — þau hurfu með vinnuhjúun- um Og útvegsbændurnir, þeir heyra lika til líðinni tíð. Aðstaða þeirra krafðist fjölhæfni, útsjónasemi og árvekni til að nýta margvísleg landgæði og hlunn indi. Til þess þurfti líka mikinn vinnu- kraft og þess var engin von að „út- vegsbúskapur" á gamla vísu gæti stað- izt samkeppnina um vinnuaflið í nú- tímaþjóðfélagi sérhæfingar og stétta- skiptingar. Leiðrétting: í stað Sigurðar Högnasonar, sem nefndur var í fyrri hluta þessa viðtals átti að standa Sigurjón Högnason. 1 Nú fyrir skömmu, nánar tiltekið 2. febrúar síðast- iðinn, var fluttur í útvarp þáttur eftir Kristján Jónsson borgardómara, sem nefnist „Bátstapi á Þorska firði“. Þáttur þessi er prentaður í bókinni„Því gleymi ég aldrei“ þriðja bindi og er því áður kunnur. Fjallar hann um það er Gísli sonur Ólafs bónda Bergsveinssonar í Hvallátrum fórst einn á báti á Þorskafirði 2. október 1925. Þáttur þessi er á margan hátt skemmtilega skrifað- ur, þó margt sé þar að finna, sem ekki er rétt með farið. En það er annað, sem er orsök þess að ég skrifa þessar línur og það er tilraun Kristjáns til þess að flétta slys þetta, og önnur sem orðið hafa í Hvallátrum, inn í þjóðsögu þá um huldufólk í Hval látrum, sem Sigurður Nordal hefur skrásett og gefið ú tí Gráskinnu, en að mínum dómi hefur saga þessi við lítil rök að styðjast. En þar sem Daníel Jónsson afi menn er þar í raun og veru gerður ábyrgur fyrir öllum þessum slysum og óhöppum, vil ég ekki láta hjá líða að skrifa hér nokkuð um. Því ég veit að Ólafi er einnig lítill greiði gerður með þessum frásögnum eins og þær eru skráðar. Ég mun nú fyrst segja frá ferð Ólafs í land um- ræddan haustdag, og er hún hér eins og menn þeir, sem voru með Ólafi í ferðinni, svo og annað heima- fólk í Hvallátrum hefur sagt mér frá, og fer nú hér á eftir. „Föstudaginn 2. október 1925 ætlaði Ólafur bóndi í Látrum til lands að sækja seinnileitarfé, svo sem venja er til á þeim tíma. Veður var slæmt, útsynn- ingur með hvössum krapahryðjum. Ólafur fór fyrst yfir í Sel um morguninn og sótti Theódór Daníelsson fósturson sinn, því hann vantaði liðsmann í landferðina, en á þessum árum hafði Ólafur jafnan menn í seli haust og vor við fjár- gæzlu. Á heimleiðinni gerði hryðju og hvessti þá mjög, svo að rokveður var um tíma, en það er oft þannig á Breiðafirði í vestanátt að veðrið er verst um flæðina. Var veðrið það mikið og áttin svo norðvestlæg, að þeir náðu ekki upp í lendinguna í Látrum er heim kom, en urðu að lenda nokkru innar við eyjuna. Ólaf ur ákvað þá að hætta við landferðina að sinni, en með útfallinu fór veður heldur batnandi, og varð hann þá mjög á báðum áttum, því að alltaf reyna eyjamenn að ná fé sínu undireins og tök eru á, því geymsla fjárins veldur erfiðleikum í landi. Það vtu-ð því úr að lokum að Ólafur fór í land, áður en skipið fjaraði og með honum fóru: Arnfinnur Þórðarson, Sig urður Níelsson, Jón Kristinn sonur Ólafs og Theódór Daníelsson, sem áður er nefndur. Daníel Jónsson frá Hvallátrum: BÁTSTAPI Á PORSKAFIRÐI Missagnir leiðréttar 2 Ekkert bar til tíðinda í ferð þeirra í fyrstu. Fengu þeir góðan byr að Skálanesi, en þar átti að sleppa farþegum, sem með voru. Á Skálanesi komu til móts við þá Sveinn Péturs- son og Jón Jónsson bóndi þar og sögðu frá kindum úr Látrum, sem þar voru í haldi. Er þeir gengu heim að sækja féð, sem geymt var í húsi nokkuð fyrir austan bæinn, spyr Sveinn hvort þeir viti um bátstapa þar úti í eyjunum. Kvaðst hann hafa séð leiðinlega sjón fyrr um daginn, er bát á hvolfi rak inn fjörðinn, þar suðaustur af nesinu. Ekki vissu þeir eyjamenn um neitt slíkt og var það ekki frekar rætt að sinni. Var nú tekið til við að koma fénu til sjávar. Ærn- ar voru styggar er þær komu út og fór langur tími í að ná þeim í bátinn og dróst því að komast af stað aftur. Að þessu loknu var siglt yfir að Stað á Reykja nesi og komilð þar í myrkri. Er þangað kom frétti Ólafur um ferð Gísla sonar síns, þá um morguninn, og varð honum þá hugsað til orða Sveins á Skála- nesi. Kom hann þá að máli við menn sína og kvaðst hafa hug á að sigla til Gróuness og vita vissu sína um ferðir Gísla. Við nánari athugun var þó horfið frá því ráði, þar sem náttmyrkur var komið og veð- ur slæmt. Einnig var vitað mál að ef eitthvað hafði komið fyrir Gísla, þá hafði það gerzt strax um morg- uninn og því engar líkur til að honum yrði komið til hjálpar. Voru þeir því á Stað um nóttina, en undir morguninn sendi Ólafur menn sína inn að Hallsteins- nesi, og áttu þeir að ganga fram að Djúpadal og smala saman fé hans, reka það til Hallsteinsness og taka þar í bát. Þeir Arnfinnur og Sigurður voru um kyrrt á Hall- steinsnesi, en Theódór og Jón fóru til Djúpadals. Þeir komu við í Barmi og fengu þær fréttir þar, að Aðalsteinn í Barmi hefði verið við slátrun ó Gróu- nesi daginn áður og hafði Gísli aldrei komið þangað. Er þeir félagar komu að Djúpadal varð að ráði að Jón fór út að Gróunesi, en heimamenn fóru að ná saman fénu. Þóttust menn þess nú fullvissir að Gísli hefði far- izt í óveðrinu morguninn áður. Víkur nú sögunni til Ólafs. Hann fór landveg að Laugalandi og fékk með sér mann frá Stað, Garðar að nafni. Hugðist hann fá bát þar og sigla til Gróu- ness. Ekki varð þó úr þeirri ferð. Þótti Ólafi útbún- aður bátsins ekki nógu góður, því enn var veður misjafnt, og ekki er ólíklegt að hann hafi veigrað sér við að mæta því sem hann þóttist fullviss um að frétta er þangað komi. Bað hann því Garðar að fara kringum fjörðinn og fá fréttir. Framíhald á bls. 12 21. apríl 1968. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.