Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 13
Nú er ákveSið hverjir verSa þátttak- endur í Alþjóðlega stórmótinu íReykja vík af hálfu Sovétríkjanna, en það verða þeir Taimanov og Vasjúkov. Áð- ur er vibað um Uhlmann frá Austur- þýzkalandi ogSzabo frá UngverjalandL Gheorgiu frá Rúmeníu bað um viku frest á mótinu vegna landskeppni við Sovétríkin, sem fram fer á sama tíma, en því varð því miður ekki komið við. Þeir Taimanov og Vasjúkov hafa báðir teflt hér áður, en í bæði skiptin orðið að lúta í lægra haldi fyrir Friðriki Ólafs- syni. Taimanov var hér 1954, en Vasj- úkov tefldi hér 1966. Taimanov var Sovétmeistari er hann kom hingað og hefur æ síðan verið í fremstu röð landa sinna. í keppninnni 1967 deildi hann 3-5 sæti með þeim Kortsnoj og Gipslis, en þá réðu úr3lit einnig þáttöku í Millisvæðamótinu en fjórir efstu skyldu hljóta rétt. Þeir tefldu um sætin og urðu allir jafnir aftur en Taimanov tap- aði á stigum. Þess má einnig geta að örlög Uhlmanns urðu þau sömu, er hann háði einvígi við Matulovic frá Júgóslavíu um sama rétt og tapaði. Eftirfarandi skák var tefld á Al- þjóðlegu skákmóti í Leningrad á síðasta ári, en þar hlaut Taimanov, einsogsvo oft áður, 3-4 sæti, ásamt Barza frá Ungverjalandi. Sigurvegari varð Korts- noj og annar varð Holmov frá Sovét- ríkjununu Hvítt: Taimanov Svart: Doda (Póllandi) Kóngsindversk vörn ieika þessu peði til b5 e£ þess hefði verið kostur. 12. Rg-e2 Kf8? Þessi tilraun svarts til að koma kóngn um í öruggt skjól er dæmd til að mis- takast. Vænlegra var að reyna, enn sem fyrr 12. — h5 ,þó svo hvítur hafi að sönnu betri stöðu eftir 13. g5 Rh7 14. Hbl og næst c5. 13. Rg3 h5 14. g5 Rh7 15. h4 f6? 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e5 4. Rc3 d6 5. e4 g6?í Algengari leikur í þessari uppbygg- ingu svarts er 5. — Be7 6. h3 Bg7 7. g4 Ra6 Hvítur hefur blásið heldur hvatskeyt lega til sóknar og hefði svarti verið ráðlegra að taka á móti í tæka tíð og svara með 7. -- h.5 og svara t.d. 8. g5 með Rh7. 8. Bd3 Rc7 9. Be3 Bd7 10. a3! Hb8 11. b4 b6 Hvítur hefur nú tögl og hagldir á báðum vængjum og gerir svarti erfitt um mótspil, sem hefði frekar kosið að Svartur er of óþolinmóður í vörn- inni. Öruggari leikur var 15. — Kg8 og bíða með peðsleikinn sem einungis léttir sóknina hjá honum því opnar lín- ur verða honum í hag. 16. Dd2 fxg5 17. hxg5 Kg8 18. Hbl Bf8 19. Hgl Be7 20. Be2 Ra6 21. f4! exf4 22. Bxf4 Bf8 23. Rxh5! Þessa fórn hefur hvítur lengi haft í bígerð: svartur á ekki um annað að velja en taka fórninni. 23. — gxh5 24. g6 Rg5 Hvítur hótaði einnig 25. g7. 25. Bxg5 Bxg5 26. Dxg5 Dg7 27. Kd2 cxd4 28. axb4 b5 29. e5! bxc4 30. Re4! c3f 31. Kxc3 Bd5 32. Bxd5 og svartur gafst upp stuttu seinna. Lausnir á síðustu skákþrautum. Að ofan til vinstri: 1. Kd6!. Ef t.d. 1. — d2 2. Kc7 dlD 3. Ha6 bxa6 4. b6 Ka8 5. b7 Ka7 6. b8D mát. Að ofan til hægri: 1. Hd2. Ef t.d. BxHh2 2. Da7 mát Ef 1. — Kc5 2. Dd4 mát. Að neðan til vinstri: 1. Hh5. Ef t.d. 1. — Hb7 2. Da3 mát. Ef — 1. — HxBa7 2. Dd5 mát. Að neðan til hægri: 1. Db8. Ef t.d. 1. h5 2. Dd8 mát. Ef 1. — Kh5 2. Bg4 mát. Hvítur mátar í 3. leik. Lausn: 1. Rf5! d4 2. Re7! d3 3. Db4 mát. Hvítur leikur og vinnur. Lausn: 1. h8D aD 2. Dg8! Da2 3. De8! Da4 4. De5f Ka8 5. Dh8! og mátar nú auðveldlega hverju, sem svartur leikur. Hvítur mátar í 4. leik. Lausn: A) 1. Bc6 Kf5 2. Bd7f Ke5 3. Bg4 e? 4. He6 mát. B) 1. Bc6 Kh5 2. Bd7 f3 3. Bf2 g4 4. Be8 mát. C) 1. Bc6 Kxh3 2. Bf3 Kh2 3. Hh7 Kgl 4. Hhl mát í FANCBRÖGÐUM Framhald af bls. 2 lagzt var undir Kambinn var sjór það mikið sléttari þar í varinu, að fært þótti að koma bátsverjum af „Fræg“ um borð í „Fortuna“. Var báturinn þá yfirgefinn og urðu mennirnir að fara upp í togarann á tveim sjóum þar eð þeim tókst ekki öllum að komast upp í hann á sama sjó. Sökk báturinn um það bil tíu til fimmtán mínútum eftir að mennirnir voru komnir um borð í togarann. Skall þar hurð nærri hælum og mátti varla tæpara standa að tækist að bjarga mönnunum úr hinu sökkvandi flaki. Eiður formaður hafði þá staðið sleitulaust við stýrið og ekki vikið fót- mál frá því allan tímann frá því lagt var úr höfn morguninn áður, enda var hann karlmenni hið mesta og afburða sjómaður. Um borð í „Fortuna" var tekið mjög vel á móti skipbrotsmönnum. Var þeim gefið nóg að borða og drekka, enda ekki vanþörf á, því þeir höfðu lítið sem ekkert nærzt allan tímann. Síðan voru þeir dúðaðir niður í kojur og föt þeirra þurkuð yfir vél togarans. „Fortuna" var fremur lítill og gamall togari og var frá Grimsby, eins og áður er sagt. Ekki var íburðinum fyrir að fara í hinu aldna fiskiskipi. Til dæmis voru engin rafmagnsljós í togaranum heldur aðeins gasljós. „Fortuna" hafði heldur ekki neina sendistöð og gat því ekki komið fregninni um björgun mann- anna þá um kvöldið. Það var ekki fyrr en morgunin eftir að togarinn náði sam- bandi við annan brezkan togara, sem einnig lá í vari undir Kambinum og sendi sá fogari síðan fregnina til lands Var fólk á landi þá mjög farið að ótt- ast um afdrif „Frægs“, enda ekki að ástæðulausu þar sem veðurofsinn og brimið var svo mikið sem raun bar vitni og ekkert hafði af bátnum frétzt og enginn orðið hans var á sjó daginn áður. Skömmu fyrir hádegi þessa dags, föstu dagsins langa, voru bátsverjar af Fræg“ fluttir um borð í varðskipið „Þór“, sem einnig lá þarna í vari. Dvaldist áhöfnin þar í góðu yfirlæti meðan læknisskoðun fór fram um borð í „Fortuna". Að þeirri skoðun lokinni voru skipbrotsmennirnir fluttir í árabát upp á Eiðið. Var þar þá margt manna saman komið til að taka á móti þeim og fagna þeim heim- komnum úr þessari svaðilför, þar sem svo skammt virtist milli lífs og dauða, eins og svo algengt er meðal þeirra sem sjómennskustörfum gegna. KAMBAN Framhald af bls. 5 Þegar þau hjónin komu aftur hafði ég lesið nálega allt verkið tvívegis. Frú Kamban var vart komin inn úr gátt- inni þegar hún horfði á mig forviða og sagði: „Hefurðu gleymt að bæta í ofn- inn?“ Ég varð að játa að því hafði ég steingleymt. „Og tókst ekki eftir því að hér er orðið ískalt?“ Nei, ég hafði ekki tekið eftir neinu nema verkinu sem ég var að lesa. Þá hlógu hjónin og tóku mig í sátt. „Þetta hlýtur að vita á gott“, sagði frú Kamban. Tveim mánuðum síðar, 3. marz 1920, var frumsýning leiksins á Dagmarleik- húsinu, undir leikforustu Kambans sjálfs. Roose og Clara Pontoppidan léku höfuðhlutverkin, af mikilli snilld. Leiknum var tekið af fádæma fögnuði. Daginn eftir skrifaði Julius Clausen í Berlingske Tidende: „Þetta kvöld varð jafnmikill heiður skáldi sem stefnir hátt og leikhúsi sem ætlar sér mikið hlut- verk“. Síðan var leikurinn sýndur víða um Norðurlönd, en við mesta aðsókn í norska Þjóðleikhúsinu, þar sem mesta leikkona Noregs, Johanne Dybvad, lék Normu. Eftir langvarandi örðugleika var Kamb an nú ríkmannlega fjáður — og gat, eftir meir en fjögurra ára hjónaband, eignast fyrsta eigið heimili, í skemmti- legri, bjartri íbúð á rishæð í miðri Kaupmannahöfn. Nú fór í hönd einn áhyggjuminnsti og hamingjumesti tími í ævi hans. Þeg- ar ég í júní 1921 var gestur hans í sumarbústað sem hann hafði leigt á norðurströnd Sjálands las hann mér nýtt verk, gamanleikinn Arabisku tjöld in (sem hann seinna endursamdi og kallaði Þess vegna skiljum við). Nú þurfti hann ekki að vera í óvissu um hvort leikur hans yrði sýndur. Dagmar leikhúsið hafði þegar tryggt sér sýn- ingarréttinn og leikforustu höfundar. En enginn annar leikur átti eftir að færa Kamban gull í greipar eins ríku- lega og Vér morðingjar. Vonbrigði í þeim efnum urðu þess valdandi, að hann sneri sér á næstu árum jöfnum böndum að skáldsagnagerð. En allt það er önnur saga. SVIPMYND Framhald af bls. 6 hans höfðinglegar og flestir aðstoðar- manna hans vinna fyrir hann af ein- skærum áhuga, 11—18 klukkustundir á dag. Starfsliðið hefur ekki einu sinni tíma til að fara í mat: flestir gleypa í sig á hlaupum og ekki er Robert sjálfur nein undantekning. Þegar mikið er um að vera neytir hann einskis eða fær sér í mesta lagi tebolla í hádeg- inu. En þegar ekkert sérstakt kallar að, lætur hann færa sér súpudisk á skrifborðið. Forsetinn sálugi, bróðir hans, var meiri heimspekingur: Robert er prakt- iskari og gengur beint framan að hlut- unum. Þeir voru saman á örlagaþrungn- ustu augnablikimum í valdatíð John Fitzgeralds: Eftir hina misheppnUðu Svinaflóainnrás og síðar haustið 1962, þegar Rússum höfðu verið settir úr- slitakostir vegna Kúbumálsins. Robert sagði síðar: „Við vorum sammála um, að ætluðu Rússar sér í kjarnorkustríð vegna Kúbu málsins, þá ætluðu þeir sér það hvort sem væri og það væri þá eins gott að gera út um hlutina strax eins og til dæmis sex mánuðum seinna". Því hafði verið spáð, að Robert, sem nú er 42 ára, mundi ekki gefa kost á sér núna, heldur bíða enn í 4 ár og stefna að markinu 1972. En á það hafði líka verið bent, að slík bið gæti reynzt vafasöm og örlagarík: það væri hreint og beint hugsanlegt að hinn almenni kjósandi yrði orðinn leiður á manni, sem í svo langan tíma hefði reynt að standa í sviðsljósi bandarískra stjórnmála. Robert Kennedy virðist hafa haft grun um, að þessi kenning gæti reynzt rétt: það væri annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Hvort stökkið mikla heppnast veit enginn, en sama liðið, sem skipu- lagði kosningabaráttu John Fitzgeralds, er nú önnum kafið í annað sinn. Kenn- edy the second: Kennedy annar eins og sumir kalla hann, leggur nótt við dag. Hann flýgur með einkaþotu milli staða: það er fundur hér, samkvæmi þar eða þessar ógnarlegu fjöldaheils- anir með handabandi á götum úti. Oft er Ethel, kona hans, með honum. Hún er ótrúlega kraftmikil kona og það sér ekki mikið á henni, að hún hefur eign- azt tíu börn. N útímaljóðlist Framhald af bls. 5 ann aftur á móti bókmenntum Grikkja „af því að þær heimtuðu svo lítið af honum, af því að nú á dögum eru þær hæfastur lestur fyrir unga sveina, — gamlar og margendurteknar hugsan- ir“: bregst þannig við að Ijóðinu ortu: „Hann gekk að borðinu og leit yfir það, sem hann hafði skrifað. Vitleysa! — tautaði hann — og þetta „kulnaður gígur“ hef ég víst einhvers staðar les- ið. — Hann leit hornauga til pappírs- körfunnar, en opnaði samt skrifborðs- skúffuna og renndi blaðinu niður: Ég kann að geta notað eitthvað úr því seinna.“ Ef til vill hefur Sigurði Nordal ein- hvern tíma verið svipað innanbrjósts og Agnari lækni. Kannski þegar hann var að ganga frá útgáfu Fornra ásta, þessara „göm'lu synda“ sinna; nafn bók- arinnar táknar þá liðnu tíma, þegar „hugurinn viidi hneigjast meira en góðu hófi gengdi frá skyldustörfum að skáldskap og draumórum.“ Sigurður Nordal skrifaði frumdrög Lognaldna í Reykjavík veturinn 1909- 10. Það er vert að hafa í huga með til- liti til þess nýstárlega ljóðs, sem í sögunni birtist. Er það alltof fjarstæðu kennt að geta sér þess til, að sagan hafi verið skrifuð utan um ljóðið, eða ljóðinu komið fyrir í sögunni til þess að réttlæta nýbreytni þess? Því verður látið ósvarað. En skáldskapur Sigurð- ar Nordals vekur margar spurningar, bæði um sjálfan hann og áhrif hans á innlendan skáldskap yfirleitt. 21. apríl 1968. LESBÓK MOHGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.