Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 15
um. En þeir urðu allir að fara sömu leiðina. Við gátum enga björg þeim veijtt. Einn komst þó lífs af. Hann hafði verið einskonar félagi áhafnarinnar, er hún dvaldist í útlegðiríni. Hann fékk að halda lífi og átti að fylgja leiðangrinum niður af jökli. Ekki var þó sett á hann band, því talið var að hann myndi elta. Þetta brást þó sem kunnugt er, því schafer- hundurinn fallegi snéri aftur að flakinu og þar fannst hann nær soltinn til ólífis, er björg- unarleiðangur að sunnan kom að flakinu löngu síðar. En nú var ekki til setu boð- ið lengur. Þórarinn Björnsson hafði stigið á einhvern kassa í snjónum, er hann var á gangi nokkuð frá vélinni. í kassa þessum reyndust vera 24 úr af svissneskri gerð. í samráði við Magnús flugstjóra varð það að ráði að þeim skyldi deilt með leiðangursmönnum tilminjaum þessa för og mun það síðar hafa verð samþykkt af ráða- mönnum. Margir leiðangurs manna eiga þessi úr enn í dag og svo er um mig. Ég ber það daglega á handleggnum og vona að það fari aldrei úr eigu minni. Klukkan var orðin fjögur síð ari hluta dagsins, er við hinir síðustu, lögðum af stað. Áhöfn in hafði búizt til farar og gat ég orðið einhverjum þeirra að liði með sokkaplögg mín, því þau skorti algerlega. Allir gengu á skíðum, nema Ingi- gerður flugfreyja. Hún fór af og til fótgangandi, er kulda setti að henni, annars sat hún á sleða, sem við drógum fjórir í senn. Sleðanum hafði verið varpað niður til þeirra á jök- ulinn. Var á honum eitthvað af farangri áhafnarinnar. Við vor um 6 sem fylgdum sleðanum, Tryggvi Þorsteinsson, Jón Sig urgeirsson, ólafur Jónsson Þorsteinn Svanlaugsson, Þór- arinn Björnsson og ég. En sleðinn reyndist þyngri í drætti en við höfðum vonað. Urðum við allir að vera samtaka og taka þéttfast á, er hann fór af stað, jafnvel þótt hallaði und- an fæti. Þetta stafaði af því að meiðar sleðans voru klædd- ir áli, sem var einkar stamt í frostinu. Við ætluðum að reyna að freista þess að rífa það und- an, en reyndist ómögulegt sak- ir áhaldaskorts. Við drógumst því brátt aftur úr og þeir síð- ustu, sem kvöddu okkur og héldu á undan, voru þeir Magn ús flugstjóri og Þráinn Þór- hailsson. Er við höfðum gengið svo sem klukkustund kom flugvél fljúgandi yfir okkur og varp- aði niður til okkar böggli. Þarna vonuðumst við til að fá hinn langþráða svaladrykk. En í pakkanum voru aðeins tæki til að hreinsa sjó til drykkjar Jökulganga Akureyringanna. Frá vinstri: Vignir Guðmundsson, Jón Sigurgeirsson, Ólafur Jónsson (þessir meS streng á milli sín), Tryggvi Þorsteinsson, Þorsteinn Svanlaugsson, Sig urður Steindórsson, Þráinn Þórhallsson og Þórarinn Björnssson. Eðvarð Sigurðsson tók myndina. og þorstatöflur fyrir þá sem hrekjast á björgunarbáti á sjó. Þetta voru því hin mestu von- brigði, þótt töflurnar bættu nokkuð úr. En um þeta var ekki að fást. Orðsending okkar sem við sendum gegnum tal- stöðina á jöklinum, hafði ekki verið rétt skilin og hér höfð- um við ekkert nema snjó til að vinna úr, en hitatæki ekkert Það var því ekki um annað að ræða en halda áfram og reyna að hætta að hugsa um þorst- ann. Framundan sáum við að þokuslæðingur læddist upp jökulinn frá Kistufellinu. Það tók að gola lítið eitt, en þó aldrei svo að algerlaga fyki í slóðirnar. Rétt í þann mund er við vorum að hverfa inn i þokubakkann flaug yfir okkur flugvel með orðsendingu og bað okkur að sækja Banda- ríkjamennina. Þegar var ákveð ið að þeir Þorsteinn Svan- laugsson og Þórarinn Björns- son héldu til baka, en þeir gengu þá stundina ekki fyrir sleðanum. Vorum við nú fjórir eftir með flugfreyjuna og sleð- ann. Þáttur Ingigerðar Karlsdótt- ur flugfreyju verður okkur ó- gleymanlegur sem lengst dvöld umst með henni. Hún var illa meidd í baki og skilur enginn enn þann dag í dag hvernig hún náðist út úr flakinu um örlítið gat, sem var yfir klefa þeim sem hún var í. Þrátt fyr- ir meiðslin kvartaði hún aldrei og ávalt var hún létt í skapi, glöð og uppörvandi. Er líða tók að kvöldi herti frostið upp í 15 stig. Var reynt að hlú að henni eftir föngum í teppi og gæruúlpur á sleðanum. En það er nístingskalt í ísþoku og 15 stiga frosti. Mér tók að kólna á fótunum. Skórnir mínir höfðu orðið rakir í sólbráðinni um daginn og hitanum innanfrá. Ég hafði heldur ekki getað skipt um sokka. Þegar við áð- um á leiðinni, og alla langaði sáran til að setjast niður og kasta mæðinni, fór ég af skíð unum og hljóp um í snjónum til að liðka fæturna og reyna að koma í þá hita, en auðvitað stokkfrusu skórnir á skíðunum Nú tók að skyggja og það varð æ erfiðara að rekjaslóð- irnar. Þeir, sem á undan okkur fóru, höfðu ekki farið allir í sömu slóð, svo við lentum í villuslóðum. Af og til fundum við samt hvannastengur með sauðsvörtum ullarlopa. Meðan svo hélzt vorum við á réttri leið. Þó kom svo, að við treyst- um okkur ekki að rata lengur. Skafrenningsfjúkið gerði erf- itt fyrir að finna slóðina svo og þokan og náttmyrkrið. Við bjuggumst því til að grafa okk ur snjóhús og láta fyrir berast á jöklinum þar til birti, eða einhverjir kæmu með ljós á móti okku. Við Tryggvi tókum að grafa snjóhúsið en Ólafur og Jón héldu áfram að leita að slóð og hóuðu sig saman og voru í kallfæri við okkur. Þar kom, að hóað var frá Kistu- felli og björtum flugeldum var skotið þar á loft. Þar voru komnir menn á móti okkur. Meðal þeirra var Haukur Snorrason ritstjóri, Jóhann Helgason og Gísli Eiríksson. Var nú hætt við snjóhúsgerð- ina. í sama mund kom Þor- steinn Svanlaugsson ofan af jökli og var einn. Hafði hann runnið á hljóðin í okkur síð- asta spölinn. Hann sagði þau tíðindi að Bandaríkjamennir- nir hefðu ekki fengið skíðabún að og hefði þeim verið erfitt um gang og væri einn þeirra lagztur fyrir. Þeir Jóhann og Gísli fengu nú skíðin okkar Þorsteins Svanlaugssonar og héldu inn á jökulinn með eina vasaljósið, sem við höfðum. Þór arinn Björnsson hafði orðið eftir hjá Bandaríkjamönnun- um. Einnig fengu þeir sleðann hjá okkur. Síðar fréttum við að Gísli hafði orðið að vera nokkuð harðhnjóskalegur við einn Bandaríkjamannanna, sem lagztur var fyrir og vildi ekki fara lengra. Mun hann ekki hafa verið beittur neinum blíðu hótum, en daginn eftir þakkaði hann Gísla lífgjöfina. Þeir Ól- afur og Jón fóru á undan til að finna leiðina upp á Kistu- fell. Við Þorsteinn fórum á eft- ir með Ingigerði og sóttist okk ur að vonum hægt. Var okkur þar auðskilið að ekki mundi flugmönnunum útlendu hafa gengið vel að kjaga á flug- stígvélum sínum, sem voru miklu hálli í snjónum en skíða skórnir okkar. Hinsvegar tók nú líf að færast í lappirnar á mér. Við höfðum haft okkur ýmis legt til gamans á hinni löngu jökulgöngu, m.a. kveðið vísur og var sá skáldskapur ekki all ur í miklu bókmenntalegu gildi, enda allur gleymdur. En það var hægt að brosa að hon- um meðan á stóð og það dreifði huganum að spreyta sig á að setja saman vísu. Niður síðustu brekkurnar að tjaldstað gekk fremur greitt. Við renndum okkur á rassin- um og reyndum eftir föngum að sýna flugfreyjunni okkar riddaramennsku. Allir voru léttir í lund og mun þessi för okkur niður Kistufellsbrekk- urnar hafa verið nokkuð spaugileg á köflum. Auðvitað vorum við þreytt og í fullri þörf fyrir hressingu og hvíld þegar í tjaldborgina kom. Fé- lagar okkar höfðu ekið bílum sínum að brekkurótum og fór- um við síðasta spölinn í bjartri Ijósadýrð. Var okkur tekið með miklum ágætum, fengum bæði mat hjá okkar ágætu félögum úr Reykja vík og flóaða mjólk sem iljaði vel a. m. k. þeim sem gátu drukkið hana. Klukkan var nú farin að ganga þrjú um nóttina. Ég ætlaði að skríða í pokann minn, en þar var þá einhver gestanna okkar fyrir. Var þá ekki um það að fást. Ég skreið inn í tjald farar- stjórans og fór úr frosnum skónum. Þá fyrst fann ég hve kalt mér var á löppunum. Þar var Ingigerður í pokanum, sem hún hafði saumað á jökli. Lét hún í alla staði vel yfir eigin líðan, en kenndi sáran í brjósti um mig. Verður mér sú hlýja ógleymanleg. Tryggvi Þor- steinsson nuddaði lífi í lapp- irnar á mér og fékk ég eitt- hvert teppi yfir mig, en síðan lögðumst við þrjú fyrir. Man ég að mér var kalt og tók flug freyjan okkar þá hendur mín ar og höfuð og stakk ofan í pokann hjá sér og þar með steinsofnaði ég. Á sjöunda tímanum um morg uninn vaknaði ég við það að Þorsteinn Þorsteinsson tók í lappirnar á mér og dró mig út úr tjaldinu, sagði mér að drífa mig á fætur og halda af stað og finna slóðina okkar yfir Urðarhálsinn. Við Grímur Vald emarsson héldum þá af stað og var einn af áhöfninni með okk ur. Nú var vitað að flugvélar myndu koma og lenda á sönd- unum norðan Vatnajökuls. Þeg ar allir voru komnir austur fyr ir Urðarháls og farangrinum hafði verið hlaðið á trukkinn, var haldið austur sandana. Var á stundum ekið greitt, því milli lækjarfarvega var þarna eggsléttur sandur. Þó er því eklci að neita að stundum varð aksturinn nokkuð stórkallaleg ur og hossuðust jepparnir illa þar sem óslétt var. Á tíunda tímanum sáum við flugvélarnar og þar varð skilnaður okkar og hrakningsfólksins af jökli. Sú stund var okkur ógleyman leg og hlýja þeirra og þakk- læti mun aldrei líða okkur úr minni. Við vorum nokkuð kvíðnir er við sáum flugvél- arnar hefia sig til flugs í átt að karsprungnum jöklinum, en þegar þær liðu yfir hann og við sáum þær hverfa í fjarska létti okkur. Við vorum inniiega glaðir og fundum að við höfðum orðið til nokkurs gagns. Ferðin heim gekk að óskum Við námum staðar skammt norð an Vaðöldu og þar ávarpaði Þorsteinn Þorsteinsson okkur og þakkaði vasklega fram- göngu og giftudrjúga ferð Einu sinni enn flaug flugvél yfir okkur og kastaði til okk- ar orðsendingu. Það voru þakk ir frá Loftleiðum, hugulsemi, sem hlýjaði okkur um hjarta- rætur. Oft var ekið rösklega á leiðinni heim og í Reynihlíð snæddum við fyrirtaks kvöld- verð. Þaðan var haldið um kl. 10 um kvöldið og var brott- farartíminn nokkuð misjafn. á- kveðið hafði verið að hafa sam flot niður Vaðlaheiði. Við Ásgeir Jónsson, hjáKol og Salt, ókum saman úr Mý- vatnssveit. I bílunum hjá okk- ur voru svefndrukknir menn, sem ekki þýddi að yrða á. Til þess að halda okkur vakandi fórum við í kappakstur og er svefninn var alveg að gera út af við okkur fórum við út og flugumst á. Við bárum okkur einkar mannalega þegar við ókum inn í Akureyrarbæ á öðrum tímanum um nóttina, en auð- vitað vorum við prýðilega þreyttir. Gifturík ferð var á enda. Ég leiði ekki hugann að því hvernig hefði getað farið, ef veðurguðirnir hefðu ekki verið okkur hliðhollir. Þá hefði okkar vanmáttugi leiðangur orðið til lítils gagns. 21. apríl 1968. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.