Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Page 1
MaftSiáias Johannessen: FJAHLÆGM TSLAS , Sffi&AST A Hisgleiðingar í tilefni sextugsafmœlis dr. Bjarna Benedsktssonar n.k. þriðjudag „Ég hef alltaf haft gaman af að lesa sagnfræði og las í bernsku minni mik- ið af gömlum Skírni, þar sem skráð var stjórnmálasaga 19. aldar í Evrópu, ár frá ári. Þessi lestur vakti m.a. á- huga minn á utanríkismálum. Bæði fað- ir minn og skoðanabræður hans, eins og Bjarni frá Vogi, voru mjög þýzk—sinn- aðir. Faðir minn hafði að vísu aldrei til Þýzkalands komið, en e.t.v. hefur andstaðan við Dani haft einhver áhrif í þessa átt. Helzta ástæðan til þessarar aðdáunar gömlu sjálfstæðismannanna á Þýzka- landi og þýzkri menningu var þó sú, að þýzkir fræðimenn höfðu meiri á- huga á íslenzkum málum en aðrir, t.d. Konrad Maurer, sem hvatti íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni og upp úr alda- mótum voru nokkrir þýzkir mennta- menn, sem unnu markvert starf að því að kynna íslenzkar bókmenntir erlend- is ... “ Svo segir Bjarni Benediktsson í sam- tali, sem ég átti við hann skömmu fyrir síðustu kosningar og Morgunblaðið birti 9. júní s.l. I samtalinu er ekki minnzt á stjórnmálaskörung Þjóðverja, Bismarck — eða járnkanslarann eins og hann hefur verið nefndur, en mér er nær að halda að Bjarni Benedikts- son meti hann umfram aðra stjórnmála- menn, a.m.k. þá, sem á síðustu öld höfðu drýgst áhrif á söguþróun okkar tima. I bókaherbergi Bjarna Benediktsson- ar að heimili hans í Háuhlíð er stór mynd af Bismarck, ásamt mynd af Jóni Sigurðssyni. Og þegar Bjarni Bene- diktsson var ásamt Sigríði, konu sinni, boðinn til Vestur—Þýzkalands ekki alls fyrir löngu, var það ein af óskum hans að koma á búgarð Bismarcks, sem enn er setinn niðjum hans. Þar var þeim hjónum tekið með kostum og kynjum, enda fremur sjaldgæft nú á dögum að Bismarck sé ofarlega í hugum mikilla stjórnmálamanna, sem nú sækja Vest- ur—Þýzkaland heim. En hvað s»m um það er, hef ég heyrt Bjarna Benedikts- son lýsa á ógleymanlegan hátt viðtök- unum í þessu gamla setri hins mikla þýzka stjórnmálamanns. í ræðu sem Bjarni Benediktsson flutti 19. marz 1940 hjá Vöku, félagi iýðr'æðissinnaðra stúdenta, segir hann m.a: „Til þess að taka að sér forsjá í málum annarra, að stjórna þeim, þarf ætíð mikla þekkingu. Stjórnmálamaður- inn verður m.a. að þekkja land sitt, gæði þess og torfærur, þjóð sína, kosti hennar og galla, viðskipti hennar við aðrar þjóðir og geta gert sér grein fyrir, hver áhrif atburðir með þeim muni hafa á hag hennar. Svo verður hann að þekkja sjálfan sig, mannlegt eðli, veilur þess og styrkleik. En þetta er ekki nóg. Einn fremsti stjórnmálamaður allra alda, Bismarck, sagði, að stjórnmálin væru ekki vís- indi, heldur list, sem sé listin til að sjá, hvað væri mögulegt á hverjum tíma, og framkvæma það. Hið þriðja verður og að bætast við. Ekki er nóg að gera sér grein fyrir möguleikunum og iiafa skyn á að velja þann rétta. Til viðbótar verður að hafa kjark til að standa með því, sem maður telur rétt, og þora að framkvæma það, hvað sem tautar." Engum þarf að koma á óvart dá- læti Bjarna Benediktssonar á þessum þýzka stjórnmálamanni, sem á síðustu öld tókst að sameina þýzku þjóðina í eitt ríki. Enda þótt Bismarck væri barn síns tíma, beitti hann sér fyrir stór- felldum umbótum á aðstöðu efnalítils fólks í Þýzkalandi, og söguleg stað- reynd er það að hann verður fyrstur stjórnmálamanna til að lögfesta al- mannatryggingar, 1880. Undir hans stjórn er því sáð til þeirrar uppskeru, sem nú sést í velferðarþjóðfélögunum, en stjórnarform þeirra er, þrátt fyrir marga agnúa, hið mannúðlegasta og traustasta sem heimurinn enn þekkir, enda eru undirstöður þess gerðar úr beztu þáttum tveggja ólíkra stefna, kapitalismanum og kenningum Karis Marx. Vonandi hrekkur enginn við, þó að sá sannleikur sé sagður umbúða- laust. Bjarni Benediktsson hefur ávallt ver- ið öruggur talsmaður þessarar stefnu, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn frá upphafi byggt á hugsjónum hennar. Ekki þarf lengi að leita til að finna rótgróna samúð Bjarna Benediktssonar með þeim, sem af ýmsum ástæðum hafa þurft að berjast í bökkum í lífinu. Þet.ta gæti verið næg ástæða til þess að athygli hans beindist snemma að járnkanslaranum. En þar kemur fleira til en réttsýni. Festa Bismarcks og stjórnvizka hefur ekki sízt átt þar hlut að máli. Bismarck vann að því öllum árum að tryggja framtíð þjóðar sinnar og sameina hið þýzka ríki, sem löngum átti erfitt uppdráttar, eins og kunnugt er. En honum tókst að tryggja fram- tíð þess, þótt ekki yrði það árekstra- eða sársaukalaust. Þó að Bismarck væri barn síns tíma, var framsýni hans með ólíkindum, og þrátt fyrir festuna þorði hann að skipta um skoðun. Hann var raunar pragmatískur stjórnmálamaður, eins og oft má sjá, ekki sízt á Berlínarfund- inum, þegar hann átti hvað mestan hlut að því að tryggja frið í Evrópu og hafði þá á hendi einskonar sáttasemjara störf. Þó hann væri „ein Mensch mit seinem Widerspruch“, þ.e. maður með mótsetningum sínum eins og Njáll gamli á Bergþórshvoli, og lægi allsæmi- lega við pólitískum freistingum, keypti hann ekki vinsældir hvaða verði sem var, og réyndist andstæðingum sínum alla tíð óþægur ljár í þúfu. En ekki vildi hann auðmýkja þá sem hann sigr- aði, eins og t.d. Austurríkismenn eftir ófarir þeirra í styrjöldinni við Prússa. Bismarck var ekki lýðræðissinni. Sú þróun, að þjóðirnar sjálfar kjósi fulltrúa, sem fari á þingi með málefni þeirra, á rætur að rekja til Bretlands 18. og 19. aldar, síður en svo til Þýzkalands. En þó að Biarni Benedikts- son sé eins og einhve- sagði við mig ekki alls fyrir löngu navlamen+arian af fyrstu gráðu“, hefur hann víðari sjónhring en svo, að það hindri hann í að koma auga á koqli stjórnskörunga eins og Bismarcks. Bjarni Benediktsson hefur notið þeirrar gæfu — og aldrei brugðizt hamingjudís sinni — að tryggia fram- tíð okkar iitia og fámenna ríkis. í því skyni hefur hann gripið til þeirra ráða, sem honum hafa þótt bezt duga hverju sinni og hann trúað sterkast á. f þeirri viðleitni hefur hann aldrei sýnt á sér bilbug né óttazt upphlaup eða undirróðursstarfsemi andstæðinga sinna,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.