Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 3
Með Kiesinger í opinberri lieimsókn i V-Þýzkalandi. þjóð sinni óþægilega hluti, ef hann hef- ur talið það nauðsynlegt, eins og þeg- ar samningurinn var gerður um dvöl varnarliðsins 1951. Hann hefur aldrei verið hikandi, aldrei brugðizt þeirri skyldu sinni að taka ákvarðanir, ef sjálfstæði landsins krafðist þess. Raun- ar hefur allt starf hans beinzt að því að tryggja sjálfstæði Islands á tímum kalds stríðs og órólegs ástands. Eins og hann hugsaði um framtíð ís- lenzku þjóðarinnar og barðist ótrauður fyrir því á Þingvöllum, sem hann trúði að væri henni fyrir beztu, þannig hefur hann ávallt haldið áfram — að knýja á, tryggja sjálfstæði íslands. Auðvitað má deila um ýmsar aðgerðir hans eða viðbrögð við knýjandi vanda, eins og alltaf er — en hvaða lýðræðissinni ís- lenzkur mundi neita því að sú utan- ríkisstefna, sem mörkuð hefur verið, hafi orðið landi okkar og þjóð til heilla og blessunar. Og enn þurfum við að standa á verðinum, þótt tíminn breyti bæði okk- ur og atburðarás allri að eigin geð- þótta, og án þess við séum spurð eða getum ávallt haft hönd í bagga með þróun mála. En gleymum aldrei því, sem mestu máli skiptir: að tryggja ör- yggi íslands, að slá skjaldborg um sjálfstæði þess. Og ef með þarf — að knýja á. Ég sagði áðan að það hlyti að vera ungu fólki fróðleg lesning að kynn- ast skoðunum svo áhrifamikils stjórn- málaforingja sent Bjarni Benediktsson hefur verið. Þær verður hver að vega og meta, eins og honum sýnist sjálf- umi Ég ætla mér ekki þá dul að rekja efni í ræðum hans og rituðu orði, enda er þar af engu minna að taka en sögu íslands síðasta aldarfjórðunginn. Aftur á móti langar mig, vegna þess sem að framan getur, að staðreyna þá full- yrðingu mína, að Bjarni Benediktsson hafi ætíð verið óhræddur við að endur- skoða afstöðu sína og breyta um stefnu og skoðanir, ef honum hefur þótt það nauðsynlegt vegna hagsmuna Islands. Varla þarf að segja nokkrum íslend- ingi, að enginn maður hefur átt meiri þátt í að móta utanríkisstefnu Islands frá styrjaldarlokum en Bjarni Bene- diktsson. Án afskipta hans hefðum við að öllum líkindum aldrei tekið þátt í Atlantshafsbandalaginu, sem hefur verið Evrópu — og raunar öllunt heim- inum, þá ekki sízt íslandi — það sverð og sá skjöldur, sem bezt hefur dugað í róstusamri • veröld. Fram að stofnun Atlantshafsbandalagsins var hvert Ev- rópulandið á fætur öðru heimsveldis- draumum kommúnismans að bráð.Þetta gerðist jafnvel í skjóli S. Þ., þótt ekki vilji ég gera lítið úr viðleitni þeirra til að tryggja frið í heiminum, stundum með árangri. En vá var nú fyrir dyrum. Og bolmagn S.Þ. lítið sem ekkert. Við stofnun Atlantshafsbandalags- ins skipti sköpum. Enn heldur Bjarni Benediktsson merka ræðu. Nú um öryggismál íslend- inga. Hann er að sannfærast um að hlutleysið dugi okkur ekki lengur, né aðild okkar að S.Þ. Það er Stalín og útþenslustefna kömmúnista, sem er að sannfæra hann. Hann hefur legið und- ir feldi. Hann fer hægt í sakirnar, er að gera upp hug sinn. Hann segir í ræðu sem hann flytur 14. febr. 1949: „Fljótt á litið virtist saga íslands styðja þá skoðun, að slíkur vilji til hlutleysis og þvílík yfirlýsing um það væri fullnægjandi trygging fyrir öryggi landsins“. Og nokkru síðar: ,,Um hlut- leysi er það svo, að viljinn til þess er ekki einn nægur. Góðum vilja verð- ur einnig að fylgja máttur til að halda hlutleysinu uppi — til þess að verja það, ef á reynir, eða slík ytri skil- yrði, einkum hnattstaða, að ekki þyk- ir taka að brjóta gegn því. Ef aflið til varnar er ekki fyrir hendi, hefur reynslan kennt þjóðunum, að hlutleysið stoðar lítt, ef voldugir ná- grannar líta þær girndaraugum.“ Hann er að sannfærast. Raunar höfð- um við i reynd horfið frá hlutleysis- stefnunni á stríðsárunum og með aðild að S.Þ. í nóvember 1946, enda eru það ein helztu rökin fyrir aðild okkar af hálfu fulltrúa Bandaríkjanna að hann „hafi lagt áherzlu á það, hve ís- land hefðí lagt drjúgan skerf til varna á Noi'ður—Atlantshafi", eins og Morg- unblaðið kemst að orði í fi'étt 28. ágúst þetta ár. Og samkvæmt frásögn Morg- unblaðsins af inngöngu íslands í S.Þ. leggur fulltrúi íslands, Thor Thors, mikla áherzlu á þetta „styrjaldarfram- lag Islendinga“ eins og sagt er. „Auk þessa, sagði sendiherrann, hefðu bæki- stöðvar Bandamanna á Islandi verið þeim ákaflega mikilsverðar, enda hefði Island jafnan talið sig eitt hinna sam- einuðu þjóða, með því að lána þeim af- not af landi sinu“ (Mbl. 20. nóv. 1946). En „sameinuðu þjóðirnar" voru ekki lengi sameinaðar. Kaldastríðið hefst. Og það eru hvorki Bandarlkjamenn né áhrifamiklir stjórnmálamenn Vestur- velda, sem sannfæra Bjarna Benedikts- son um haldleysi hlutleysis, heldur Jan- usai’höfuðin tvö, Hitler og Stalín. ís- lendingar gátu ekki varið land sitt með vopnum eins og Svíar og Svisslend- ingar, og þegar hlutleysi þjóða eins og Dana, Noiðmanna og Belga var fótum ti-oðið, hvað þá um okkur, vopnlausa þjóð í hernaðarlega mikilvægu landi, sem hafði verið likt við skammbyssu, sem beint væii að vestrænum lýðræðis- þjóðum. í ræðustól ií Alþingi íslendinga En Bjarni Benediktsson finnur að á- byrgðin hvílir á honum sem utanríkis- ráðherra öðrum frernur að tryggja sjálfstæði landsins — og hún er þung. Á hann að halda í þær skoðanir um lilutleysi, sem hann er alinn upp við og, honum hafa áreiðanlega verið inn- rættar á Skólavörðustígnum, enda trúðu íslendingar þá á þetta marg- nefnda hlutleysi næst guði almáttugum. Tiiluðu jafnvel um „ævarandi hlut- leysi“ eins og það væri lausnin á lífs- gátunni. Og í grein í Morgunblaðinu 11. apríl 1940, eða tveimur dögum eftir hernám Danmerkur, ritar Bjaini Bene- diktsson gi-ein um framtíð íslands. Hann er eins og aðrir, kvíðinn og uggandi um hag þjóðarinnar. Og hann kann engin betri ráð en arfinn frá æskuár- unum — hlutleysið. Hann segir: „Stefn- an, sem eftir verður að fara, er hins vegar ótvíræð. Hiklaust verðum við að halda fast við hlutleysisyfirlýsinguna frá 1918. Hún er sverð okkar og skjöld- ur á þessari skálmöld. Ef frá henni er vikið, er okkar eina stoð úr sögunni." Hitler hafði kennt mönnum — og þá ekki sízt Bjarna Benediktssyni — að hlutleysi dugði ekki. en Stalín sann- færði hann að lokum. í ræðu, sem birt- ist hér í blaðinu 17. apríl 1957, ræðir Bjarni Benediktsson öryggismál íslands og minnir á þessar staðreyndir: „Mörg okkar munu minnast þess, að þegar dró að síðari heimsstyrjöldinni 1939, eftir að Hitler hafði rofið samningana, sem gerðir voru í Munchen haustið 1938, og lagt undir sig það, sem eftir var af Tékkóslóvakíu, fyrri hluta árs 1939, þá sendi Roosevélt, foxseti Banda- ríkjanna honum orðsendingu 19. apríl 1939. þar sem Roosevelt bar fram þá tillögu, að sérstakar ráðstafanir væru gerðar til öryggis ýmsum ríkjum í Ev- rópu gegn ólögmætri árás. Hitler svar- aði þessari tillögu Bandaríkjaforsetans um aðgerðir gegn árás með því að spyýja: „Hvaða ríki er það, sem óttast, að Þýzkaland ráðist á það?“ Það fór svo að ekkert ríki í Evrópu þorði að segja til um, að það óttaðist árás frá Hitler . . . Nokkrum mánuðum síðai' hóf Hitler árásarstyrjöld sína og réðst að tilefnislausu einmitt á þau ríki, hvert á fætur öðru, sem hann nokkrum mán- uðum áður hafði beint hinni sakleysis- legu spurningu til: „Ert það þú, ert það þú — sem óttast að ég ráðist á Mg með herskara mína?“ 28. apríl 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.