Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 4
I Washington. — Bjarni Benediktsson undirritar Atlantshafssáttmálann fyrir Island. Tæpum áratug síðar, eða 1948, varð Tékkóslóvakía að nýju fyrir barði ein- valds, að þessu sinni Stalíns. Forsjón- in forðaði okkur frá því að menn eins og Roosevelt, sem virðist hafa haft mikinn beyg af Stalín, hefðu úrslita- áhrif. Nýir menn voru komnir í for- ustusveit lýðræðisþjóðanna, mér liggur við að segja meiri fullhugar — a.m.k. brugðust þeir öðruvísi við: „Sáttmáli þessi var undirritaður 4. apríl 1949“, segir Bjarni Benediktsson um Atlants- hafssáttmálann í síðastnefndri ræðu, „og ég hygg það sannmæli, sem Truman Bandaríkjaforseti sagði við undirskrift þessa samnings, að ef slíkt bandalag hefði verið til 1914 og 1939, þá hefði hvorug heimstyrjöldin, hvorki styrjöld- in 1914 né styrjöldin 1939, brotizt út. Vegna þess að þá hefði hinn frjálsi heimur verið búinn svo sterkum vörn- um, að enginn árásaraðili hefði vogað til atlögu við hann.“ Ég hygg að flestir fslendingar séu sammála þessari skoðun, en hún er að- eins önnur hlið málsins. Það sem Bjarni Benediktsson er a ð leggja á- herzlu á — og það sem skiptir okkur höfuðmáli — er sú sögulega staðreynd, að ástandið í Evrópu gjörbreyttist við stofnun NATO: ekkert land hefur glatað sjálfstæði sínu í álfunni vegna yfirgangs nágrannaríkja frá stofnun bandalagsins, friður hefur haldizt. Að vísu friður sem styðst við spjótsodda — en friður samt. Mundum við geta hætt á að eiga þátt í að snúa þessari þróun við með því að breyta um stefnu? Er ástandið í heiminum svo öruggt? Ég varpa fram þessum aktúelu spurningum milli sviga — um leið og ég reyni að sýna fram á, í ljósi sögulegrar þróunar, að stefna Bjarna Benediktssonar í utanríkismálum hefur reynzt þjóð okkar vel og tryggt henni það, sem okkur öllum er dýr- mætast: Frelsi, lýðræði, sjálfstæði. Jafnvel frelsi til að kollvarpa lýð- ræðinu, eins og sumum íslendingum virðist efst í huga, ef marka má dá- læti þeirra á erlendri einveldis- og flokksræðisstefnu. Ekki hefur þessi utanríkisstefna alltaf staðið hjarta Bjarna Benediktssonar næst. En hann hafði á örlagastund, ekki síður en á Þingvöllum fyrir fjórð- ungi aldar, kjark til að horfast blá- kalt í augu við sögulega þróun og láta ekki gamlar skoðanir úr foreldrahús- um, blandnar þjóðernislegum tilfinning- um sem áttu ekki við rök að styðjast vegna breyttra aðstæðna í heiminum, villa um fyrir sér. Hann hafði vanizt því að herða skoðun sína í eldi sögu- legra staðreynda, nú kom það að góðu gagni — hann sá rétt. Til að efla þjóð- ernið og tryggja framtíð landsins varð að fórna nokkru af þeirri rómantík, sem hann hafði alizt upp við. Vafalaust hefur það ekki verið með öllu sársauka- laiin ákvörðun, ekki sízt með tilliti til þess, að nokkra áhættu varð að taka. En hann hikaði ekki. Nú var það ís- land sem knúði á. Og gæfan brást ekki á þeirri stund. Vel get ég skilið- þá menn, sem treystu ekki fyllilega forsjá Bjarna Benediktssonar og fylgismanna hans á þeim örlagatímum, þegar við vörpuðum hlutleysinu endanlega fyrir borð og tókum upp nýja, áður óreynda stefnu hér á landi. Einhvern tíma var ég sjálfur, ungur og til- finningasamur menntskælingur, í hópi þeirra, sem sannfærðust ekki í einu vetfangi. Við höfðum ekki öll aðstæður til að sjá eins vel og Bjarni Bene- diktsson, og forystumenn lýðræðisflokk- anna. En — nú skil ég síður það fólk, sem enn ber höfðinu við steininn og norfir fram hjá öllum staðreyndum sögulegrar þróunar síðasta aldarfjórð- unginn, þorir ekki að sýna þann manndóm, sem þarf til þess að tryggja sjálfstæði íslands í nánu samstarfi við aðrar vestrænar þjóðir. En sem betur fer hefur fækkað í þessum hópi. Ekki vegna neinna annarra aðgerða en þeirra, sem for- sjónin sjálf hefur ofið í sögu líðandi stundar: Friður hefur haldizt. fsland hefur ekki hlotið örlög smá- ríkja eins og Eystrasaltslandanna. Þvert á móti hefur öryggi þess verið tryggt. Það er sjálfstætt ríki, virt af öðrum þjóðum, ekki sízt bræðraþjóðum okkar á Norðurlöndum. Og jafnhliða tengslunum við Atlantshafsbandalagið bindumst við enn sterkari böndum við Norðurlandaþjóðirnar. Slík þróun er í senn æskileg og í samræmi við sögu- lega hefð. III. í Þingvallaræðunni birtist draumur þjóðarinnar, þúsund ára draumur henn- ar. En þar voru einnig lögð fram rök fyrir því að veruleikinn væri í nánd, að unnt ætti að vera að breyta góðum draumi í veruleika. Nú birtist okkur þessi veruleiki hvert sem við lítum, þó að sums staðar séu ský eða blikur á lofti. En það sem kannski skiptir mestu máli er, að í veruleikanum höfum við ekki gleymt draumnum, hann hefur fylgt okkur. Draumurinn um enn betra ísland. Draumurinn um ofbeldialausa þróun. Draumurinn um þá stund, þegar fslendingar búa einir í landi sínu — án þess að það geti haft ófyrirsjáan- lega hættu í för með sér. „Auðvitað vildum við allir geta látið deilur stór- veldanna afskiptalausar. Gallinn er sá, að reynslan hefur þegar sýnt, að þau láta okkur ekki afskiptalaus. Úr því skar síðasta heimstyrjöld svo skýrt, að ekki verður um villzt“, segir Bjarni Benediktsson í ræðu á Alþingi í nóv- ember 1953. Og hann leggur áherzlu á það, — eins og oft fyrr og síðar — að afstaða íslands getur haft áhrif á það, hvað úrslitum ræður að lokum milli friðar og ófriðar. Hlutleysisstefnan hefur sungið sitt síðasta, við göngum í Atlantshafsbanda- lagið. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanrikisráðherra, leggur áherzlu á að við getum ekki haft her, né komið til mála „að _ útlendur her fengi að hafa aðsetur á íslandi á friðartímum né yrðu þar leyfðar erlendar herstöðvar“. Þetta er 1949. En skjótt skipast veð- ur í lofti. Söguleg þróun breytir skoðunum hans. Enn er knúið á. Kóreu- styrjöldin og yfirgangur einræðisafla í heiminum sannfæra hann um — ekki aðeins réttmæti þess að hafa hér vam- arlið, meðan svo er ástatt í heiminum sem verið hefur — heldur sér hann að það er lífsnauðsyn fyrir fsland og bandamenn þess. Ekki mundi sonur Benedikts Sveinssonar hafa búizt við að þurfa að kalla hingað erlent lið „á friðartímum“ til að tryggja sjálf- stæði okkar, eftir að við vorum lausir við Dani. En þegar hann sannfærist um að sú leið sé nauðsynleg, eins og þróun mála er, breytir hann samkvæmt því, en rígheldur ekki í gamlar formúlur, sem áttu rétt á sér undir öðrum kringum- stæðum. En auðvitað hefur hann þurft að taka slíka ákvörðun eftir langan umþóttunartíma. Hann vissi ekki þá að reynslan mundi sýna réttmæti þessarar ákvörðunar. Að vísu hnigu öll rök að því og þá var að taka ákvörðun. Hann hafði alizt upp í þeim anda, að ísland skyldi vera óháð og fullvalda. Annað væri ekki sæmandi. Ef nauðsyn var að tryggja þetta með aðild að hernaðar- bandalagi og síðar nærveru erlends her- liðs í landinu, þá hikaði hann ekki. Þó hefði Bjarni Benediktsson vafalaust kosið að geta trúað því, að við gætum á okkar tímum tryggt sjálfstæði lands- ins, einir og óstuddir. En kommúnistar sannfærðu hann og aðra endanlega um, að svo var ekki. Og þegar hann verður sannfærð- ur um að ekki sé lengur nauðsynlegt að tryggja öryggi okkar og frið í heim- inum með erlendu varnarliði í landinu, mun hann óhikað láta þá skoðun í ljós, ef ég þekki hann rétt: „Hitt er óbreytt, að íslendingar verða nú, eins og þá, að fylgjast glögglega með öllu því, sem gerist í heimsatburðum og hafa ekki varnarlið hér lengur en brýn þörf er á vegna öryggis fslands og tryggingar heimsfriðnum“, segir hann í ávarpi vegna 10 ára afmælis Atlants- hafsbandalagsins 1959 og hefur oft látið uppi svipaða skoðun, nú síðast í umræðum um utanríkis- og varnarmál á Alþingi 19. apríl s.l. Vonandi miðar okkur í friðarátt. Heitari ósk eigum við ekki í hjarta. Járntjaldið er að grotna niður, við þurf- um ekki að örvænta, þó að Víetnam hafi skyggt á þróun síðustu mánaða. En sagan á sína hrynjandi, hefur Toynbee sagt, þar skiptast á hæðir og lægðir. Við Bjarni Benediktsson höfum farið margar gönguferðir saman og einu sinni sagði hann við mig á stuttri göngu á Þingvöllum: Það er lærdóms- ríkt að ganga, áður en varir er mað- ur kominn að hæðum og hólum, sem virtust í órafjarlægð. Gangan kennir manni að takmarkinu verði náð, þótt hægt fari. Hólar og hæðir eru sigraðar — en við blasa nýjar fjarlægðir. Vonandi einnig til að sigrast á. ÍV. íslendingar hafa, eins og allir vita, grundvallað utanríkisstefnu sína und- ir forystu Bjarna Benediktssonar á nánum tengslum við Bandaríkin, enda hafa þau hingað til verið talin for- ysturíki lýðræðisþjóðanna. Þar hafa þeir farið að dæmi annarra lýðræðis- þjóða Evrópu. Auðvitað er smáþjóðum ekki hollt að binda um of trúss sitt við stórveldi og nauðsynlegt að vera vel á verði, ekki sízt þegar um er að ræða land eins og Bandaríkin, þar sem svo miklar og ófyrirsjáanlegar sveiflur eru í stjórnmálum. Allra sizt eiga smáþjóðir að verða vinum sínum og verndurum svo háðar, að komi að því að þær telji sér skylt að verja allar gerðir þeirra. Þess hefur verið vandlega gætt, að Bandaríkin fengju ekki slíka að- stöðu hér á landi, og frekar mætti segja að þau yrðu stundum fyrir aðkasti vegna þess eins að menn vildu auglýsa sjálfstæði sitt. Er ekki nema gott eitt um það að segja. Heilbrigt stolt er íslendingum runnið í merg og bein og án þess þjóðarmetnaðar, sem við höfum hlotið í arf væri okkur mun hættara í samstarfi við aðrar þjóðir en reynslan hefur sýnt. Mér býður í grun að traust Bjarna Benediktssonar á forystu Banda- ríkjanna eigi rætur að rekja til af- skipta þeirra af vömum íslands og sjálfstæðismálum í stríðinu, þegar her- verndarsamningurinn var gerður 1941 og þeir tóku að sér að tryggja öryggi íslands gegn herskörum nasista, annars vegar þegar forseti Bandaríkjanna tók þá afstöðu, að hann gæti „ekki farið þessa leið (að senda herlið til varnar íslands), nema samkvæmt tilmælum ís- lenzku ríkisstjórnarinnar," eins og kom- izt er að orði í frásögn Morgunblaðs- ins af herverndarsamningnum, liins vegar framkoma Bandaríkjastjórnar þegar sjálfstæðisbarátta fslendinga var að komast á lokastig tveimur árum síðar. f Þingvallaræðunni rekur hann þessi afskipti stuttlega, og þó hann birtist okkur þar sem ákafur talsmaður þess þjóðernissinnaða meirihluta, sem krafð- ist tafarlauss sjálfstæðis fslands, sést hann ávallt fyrir og virðir m.a. rök- semdir Bandaríkjastjórnar um frestun málsins til 1944. Hann skilur og kann að meta þann drengskap, sem Banda- ríkjastjórn vill sýna samherjum sínum undirokuðum, Dönum. Hann segir: „Bandaríkin hafa hervarnir fslands með höndum og töldu því mögulegt, að Danir tækju bæði þeim og íslendingum óstinnt upp ógilding sambandslaga- samningsins fyrir tilskilinn tíma, þ.e. árslok 1943, hvað sem öllum réttar- skoðunum liði“. Bandaríkin vilja ekki bregðast undir- okuðum þjóðum meginlandsins á ör- lagatímum, þeir eru ekki reiðubúnir að kaupa vináttu íslenzku þjóðarinniar hvaða verði sem er. Auk þess vilja Bandaríkjamenn „ekki gefa andstæð- ingum sínum færi á að rógbera sig fyrir, að í þeirra skjóli séu gerðar ráðstafanir, sem undirokuðu þjóðirnar af einhverjum ástæðum taka óstinnt upp“. Eftir 1943 töldu Bandaríkin enga á- stæðu til að ætla að Danir gætu orðið íslendingum sárir, ef_ þeir slitu sam- bandinu við þá. Er íslendingar höfðu ákveðið að fresta málinu um óákveðinn tíma, tilkynnti Bandaríkjastjórn, að hún mundi ekkert hafa á móti því að ísland yrði gert að lýðveldi 1944. Þessi málalok kallar Bjarni Bene- diktsson í Þingvallaræðunni „stórfelld- an ávinning í sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar". Síðan hygg ég að honum hafi aldrei þótt samstarfið við Bandaríkin byggt á sandi, heldur geti lítil þjóð eins og íslendingar treyst orðum þessa voldug- asta lýðræðisríkis heims, enda greinir saga okkar síðasta aldarfjórðunginn ekki frá öðru en ástæða sé til að treysta því, að Bandaríkin bregðist ekki þessari fámennu bandalagsþjóð sinni, ef á reynir, þótt sitt sýnisthverj- um um ýmis atriði í framkvæmd varn- arsamningsins, eins og sjónvarpsmálið á sínum tíma svo að dæmi sé tekið. V. Ég minntist hér að framan á arfinn, sem Bjarni Benediktsson hlaut í for- eldrahúsum. Þar var hugur hans ag- aður við lestur fornra og nýrra bók- mennta, en einkum beindist áhugi hans að sagnfræði, enda_ var andrúmsloftið allt þrungið sögu íslands og stílbrigð- um fornrar sagnalistar. Ég efast um að nokkuð hafi orðið stjórnmálamanninum Bjarna Benediktssyni jafngott vega- nesti og að hafa ungur stælt hug sinn við lestur fornmennta. Árangurinn leyn ir sér ekki í Þingvallaræðunni, þar sem tekin eru dæmi úr sögu okkar og annarra þjóða — og þá hefur Snorri einnig komið til hjálpar meira að segja varpað skæru ljósi á skurðgoðadýrkun komm- únista! f ræðu á fullveldishátíð há- skólastúdenta 1. des. 1961 bendirBjarni Benediktsson á þetta dæmi til að skýra ýmislegt í þróun okkar tíma, en sem kunnugt er brast skurðgoð heiðingj- anna sundur er þeir hittu Ólaf helga „og hlupu þar út mýs svo stórar sem kettir væru, og eðlur og ormar. En bændur urðu svo hræddir að þeir flýðu.“ Eftir þóf nokkurt stóð upp Dala— Guðbrandur er þar var fyrir öðrum heiðnum búendum og mælti: „Skaða mikinn höfum vér farið um 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. apríl 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.