Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 6
Áraþúsundir hafa ekki haft í för með sér neina þróun eða breytingar fyrir þetta frumskógafólk Á VORÖLD, þegar maðurinn markaði fyrstu spor sín í tímann, stunduðu Kalapalo indíánarnir fiskveiðar að vild frá grassléttunum kringum Amazon fljótið í mið-Brazilíu. Fiskimaðurinn Kaftani, sem spennir átta feta langan boga sinn til að hæfa picuda fisk, gæti vel hafa lifað á meðal þeirra, því ekkert — hvorki fjandmenn, uppgötvanir eða tímatal — aðskilur lífs- hætti þeirra og hans. Kaftani vinnur ekki meira en tvo til þrjá daga í viku í þorpi, þar sem allt er sameign — allt frá afla dagsins til eiginkonunnar — og samkomustaðurinn er ekki ráðhús heldur tágakofi. Kalapalo-arnir lifa í sátt og samlyndi, ekki einu sinni nógu grimmir til að eltast við veiðidýrin, sem lifa góðu lífi allt í kringum þá. En á jörðinni eru aðeins 106 Kalapaloar eftirlifandi og þeir virðast ekki vita eða láta sér títt um að land þeirra er nú friðað svæði þar sem þeir eru verndaðir fyrir óviðkomandi aðilum, eins og hjörð antilópa eða trönuflokkur. Engin eiginKona er otru i Aira. po kunna jafnvel yngstu börnin klúrar slúðursögurnar úr manioc görðunum, þar sem eiginkonurnar ræða um elsk- huga sína. Enginn maður er þjófur í Aifa. Þó var það svo að vikurnar, sem ljósmyndari LIFE, Stan Wyman, bjó hjá Kalapalo indíánunum, hurfu daglega vatnsbirgðir hans, eldiviður hans og annað það, sem ekki var læst niður. Að kvarta undan þjófnaði eða gruna náungann eða yfirleitt að bera fram nokkra beina ásökun er álitið verra en sökin sjálf á meðal Kalapalo- indíánanna, ógnun við þorpslífið og öllum hvimleitt. Þessvegna eru engir þjófar eða ótrúar konur í Aifa. í Aifa er dekrað óspart við börnin, þeim hampað og leikið við þau af öllum í samfélaginu. Mæður þeirra hafa þau á brjósti þar til þorpið tek- ur þau að sér að meira eða minna leyti. Upp frá því borða þau hvenær sem er og hvar sem er. slíta sér bita af soðnum fiski eða pönnuköku úr manioc-rót, sem er aðalfæða Kalapalo- indíánanna. Úr kartöflulaga manioc- rótinni eru framleidd 80% af fæðu- tegundum þjóðflokksins — manioc- hveiti, manioc-súpa, manioc-brauð. Aifa, Kalapalo-þorpið, er ekki annað en hring- ur af sjö kofum og liggja götuslóðar frá þeim til hinna yztu endimarka lífs þeirra: vatns- ins. fljótsins og manioc garðsins. Þetta er rólegur staður; bæði fuglar og villdýr halda sig í hæfilegri fjarlægð og láta Kalapalo- indíánana um að framleiða sín eigin hljóð, eins og höfðingjasonurinn hérna, sem leikur á leikfangaflautu, skorna úr bambusstöng. Indíáninn syngur og masar frá því liann fær sér morgunbað og þar til nóttin færist yfir, stundum kallar hann aðeins „hú-ú-ú“ út I kyrrðina til hvers þess er hlusta vill: Hér er ég. Ég er maður. Eins- og öll hús 1 Aifa, verður þetta bustaður margra fjölskyldna, sem hver á sér horn fyrir hengirúm og matseld. Það hefur þegar tekið marga mánuði að sveigja þessi ungtré í boga, sem festur er við risastaura. En ekkert liggur á að Ijúka verkinu svo maðurinn hvílir sig bara og nýtur sólarinnar á ófullgerðu þakinu. Með hárið vott og gljáandi af blöndu úr urucuberja- safa og piquia trjáolfu og dýrmæta skeljafestl sfna um hálsinn, bíður þessi Kalapalo-indíáni eftir að dansinn hefjist. í Aifa eru engir siðir kallaðir ósiðir. Lýs-. sem tíndar eru úr hári eða af húð, eru bruddar og gleyptar; menn veiða hnefafyili af fiðrildum, afvængja þau og éta eins og hnetur; matur sem fellur á jörðina er tíndur upp og étinn með skít og öllu saman. Ilengirúmið er mið- stöð fjölskyldulífsins. Foreldrarnir eiga hvort sitt hengirúm og er rúm konunnar strengt undir rúm eiginmannsins, börnin sofa skammt frá í minni rúmum. Þegar gert er ráð fyrir 12 klukkustunda meðalsvefni að viðbættum mörg- um dúrum, má sjá að Kalapalo-indíáninn eyðir meiri tíma í hengirúmi sínu en nokkurstaðar annarsstaðar. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. apríl 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.