Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 8
Horft um öxl Gís/f Sigurðsson: og deilurnar, sem af henni spruttu Það er ekki ný bóla, hvorki hér né annars staðar, að deilt sé um listir og stefnur. Meiri- hluti listnjótenda er íhaldssam- ur og fellir sig miklu betur við list dagsins í gær en það, sem listamennirnir eru að kljást við í dag. Þeir eru hins vegar ekki aðeins afhuga því, sem heyrir til liðnum árum, heldur meira og minna niðursokknir í það heillandi verkefni að finna list morgundagsins stað. Af þessu hefur leitt gagn- kvæmt skilningsleysi og harð- vítugar deilur, sem rifjast upp meðal annars þegar Morgun- blaðinu frá síðustu áratugum er flett. Þá verður það ljóst, eins og oft áður, að listin er löng en lífið stutt, og þróun- inni verður ekki snúið við. Ekki veit yngri kynslóðin sjálfsagt mikið um þær harð- vítugu deilur sem hér urðu um myndlist fyrir 26 árum, nánar tiltekið vorið 1942. Og þeir sem voru vitni að atburðunum og áttu jafnvel hlut í máli, eru nú farnir að gleyma því, hvað þeim varð heitt í hamsi. Þetta var á stríðsárunum miðjum. Nokkrir af ágætustu myndlist- armönnum okkar voru að nema hér á landi, ef svo mætti segja; þeir voru sumir nýlega komnir heim frá námi og allir skyldu þeir að listin var og hlaut að verða meira en dauð náttúru- stæling. Þá var málum þannig háttað af hálfu ríkisins, að menntamálaráð var um leið innkaupanefnd ríkisins á list verkum handa listasafni ríkis ins. Formaður menntamálaráðs um þessar mundir var, og hafði verið um langt skeið, valdamik ill maður með þjóðinni, Jónas Jónsson frá Hriflu, fyrrverandi ráðherra. Hann var því van- astur að taka engum vettlinga tökum á hlutunum: Hann hafði sínar bjargföstu sannfæringar og þrátt fyrir það, að hann væri einlæglega velviljaður fögrum listum gekk honum illa að sjá og skilja, hvað hinir ungu myndlistarmenn voru að fara. Hann nefndi þá einu nafni klessumálara til aðgrein ingar frá natúralistum 19. ald- innar, sem höfðu málað næfur- þunnt. Ágreiningur með for- manni menntamálaráðs og meg inþorra listamanna magnaðist og þar kom, að ávarp frá þeim barst Alþingi og birtist jafn- framt í dagblöðunum 16. apríl 1942. Þar sagði m.a.: „Sá beygur virffist hafa sótt meir og meir aff formanninum aff menn geti ekki veriff honum ósammála um neitt, né gert neitt, sem honum er ekki aff skapi, nema þeir séu kommún- istar effa verkfæri i höndum kommúnista. Kveffur svo rammt að þessu, aff þegar einn skrif- stofustjóri í stjórnarráffinu svarar fyrirspurn varðandi em bættissvið hans, er kommúnist- um kennt um. Vér sem ritum hér undir, erum af ýmsum ólík um stjórnmálaflokkum og telj- um þær skoðanir alveg óviff- komandi listastefnum, starfsemi menntamálaráffs og öðrum and legum hlutum. Siík bardagaað- ferð er ekki annað en marg- þvælt áróffursbragff og yfir- leitt hyggjum vér, aff þessi bar dagahugur formanns mennta- málaráðs samrýmist illa stöffu hans. Hann ætti að vera upp- yfir slikt framferði hafinn. Hann er nú dómstjóri í eins- konar hæstarétti í íslenzkum listamálum. Til dómsstarfa þyk ir sérstök þörf á hlutlausri at- hugun og rólegu skaplyndi og vér hyggjum aff dómgreind hans á listum sé ekki meiri en svo, aff hann þurfi hennar viff allr- ar og óskertrar í starfi sínu. Þaff væri tvímælalaust ávinn- ingur fyrir íslenzka listastarf- semi og traust almennings á menntamálaráði ef hiff háa Al- þingi sæi einhver ráff til þess aff vitsmunir og stilling nefnds formanns yrffi fyrir sem minnst um truflunum framvegs". Jónas leit þó svo á, að hér væri um- að ræða einskonar prí vat orrustu við framvindu myndlistarinnar og um þessar mundir átti það sér stað, að fé- lagar hans í menntamálaráði festu kaup á nokkrum „klessu- málverkum“ án þess að formað urinn kæmi þar nærri. Var þá styrjöld hafin, ekki einungis við myndlistarmennina, heldur einnig við samstarfsmenn í menntamálaráði. í Morgunblaðinu 27. apríl er þessi fyrirsögn: Einstæff listsýning er for- maður menntamálaráffs gengst fyrir. Undir fyrirsögninni er mynd af Þorgeirsbola Jóns Stefáns- sonar og síðan segir svo: „Formaffur menntamálaráffs, Jónas Jónsson, hefur um nokk urt skeiff, sem kunnugt er, átt í deilum viff velflesta listamenn landsins út af ráffsmennsku hans í menntamálaráffi, einkum viffvíkjandi myndlist og mynd- listarmönnum. Verffur þaff mál ekki rakið hér að þessu sinni. Síffasta uppátæki hans i þeirri viffleitni aff niffra íslenzkum listamönnum almennt, en eink- um þeim, er sízt vilja hlíta yfir ráðum hans í menningarmálum er aff hann hefur efnt til sýn- ingar á sex málverkum í búðar glugga í Affalstræti, þar sem klæffaverksmiffjan Gefjun hef- ur sölubúff. í málgagni sínu, Tímanum, hefur hann sagt frá þessari sýningu er hann segir til þess gerffa aff ófrægja þá fimm listamenn, sem myndir þessar hafa gert. Mun það vera einsdæmi hér á landi, aff efnt sé til listsýn- ingar í hreinum ófrægingartil- gangi, enda verffur slíkur hugs unarháttur sem þeim athöfnum stjórnar, ekki dæmdur nema á einn veg. En eins og menn sjá er virffa fyrir sér myndir þess- ar, verffur aðstaða formanns menntamálaráffs harla hláleg, þegar það kemur í ljós, aff hann ber svo lítiff skynbragð á myndlist aff hann hefur val- iff i þessa sýningu sína myndir, sem enginn höfundanna þarf aff bera kinnroffa fyrir. Þvert á móti. Þær eru allar ótvíræð listaverk. Meðal þessara mynda er t.d. Þorgeirsbolamynd Jóns Stefánssonar, sem er áreiffan- lega ein mikilúfflegasta og merkasta mynd, sem gerff hef- ur veriff úr efni íslenzkra þjóff sagna. Þarna er andlitsmynd sem Gunnlaugur Scheving hef- ur gert af Hirti Snorrasyni skólastjóra, og getur hún staffizt samanburff viff flest þau mál- verk, sem gerð hafa verið af íslenzkum merkismönnum tvær myndir eftir Þorvald Skúlason, nokkurra ára gamlar, önnur þeirra lítil stofumynd, einkar vel til þess fallin að sýna hvernig liægt er að gera vel samræmt listaverk úr einföld- ustu hlutum húsbúnaðar, konu mynd eftir Jóhann Briem og mynd úr sjávarþorpi eftir Jén Engilberts. Hver sem hefur list rænt auga og almenna athyglis gáfu, getur séff bæffi fegurð og listrænt gildi allra þessara mynda. Á öffrum stað hér í blaffinu í dag er vikiff meff nokkrum orffum að þessari einstæffu sýn ingu, sem er listamönnunum á engan hátt til vansa en sýn- andanum, formanni mennta- málaráðs til háborinnar minnk unar, vegna þess í hvaffa til- gangi til hennar er stofnaff. En meðal annarra orffa. Vera Málverk Gunnlaugs Schevings af Ilirti Snorrasyni. má að menntamálaráð í heild sinni, allir fimm mefflimir þess standi aff sýningu þessari og verffur því aff skipta meff sér Þorgeirsboli. Málverk Jóns Stefánssonar. öll málv írkin, sem hér eru myndir af, voru á ófrægingar sýningu Jónasar 1942. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. apríl 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.