Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 9
Konumynd eftir Jóhann Briem. Málverk eftir Þorvald Skúlason. skömminni af þessu misheppn- aða tilræði við listamannsheið- ur fimm mætra myndlistar manna vorra. Eigi þeir fjórir menntamálaráðsmenn sem hafa ekki enn verið orðaðir við sýn ingu þessa, enga sök á henni, þá ættu þeir að segja til um það, heldur fyrr en síðar. Með þögninni leggja þeir samþykki sitt á gerðir formanns“. Morgunblaðið ræðir um þessa ófrægingarsýningu í leið ara þann sama dag og þar seg- ir svo: „Á engu sviði nútímamenning ar þola íslendingar eins vel samanburð við stórþjóðir eins og í myndlistinni. Sú leiftur- sókn í íslenzkri menningu hef- ur að nokkru leyti enn sem komið er farið fyrir ofan garð og neðan hjá islenzkum almenn ingi sem eðlilegt er, meðan ekkert almiennt listasafn er hér til, og gagnrýni á list reikul og af skornum skammti. Til- tæki ráðsformannsins með gluggasýningu þessari, og önn ur asnaspörk hans í garð lista- manna mun að því leyti koma að gagni að hann fær makleg- an dóm þjóðarinnar um fáfræði sína og fruntaskap, en meira verður rætt og ritað um þá ný- tízku list, sem með tímanum verður almenningseign þjóðar- innar á þroskabraut hennar. Ýmislegt varðandi myndlist, er áður var látið liggja í þagnar- gildi verður nú rakið og rætt. Þeim mun meira, sem sagt er af viti um þessi mál, þeim mun minna mark verður tekið á formanni menntamálaráðs og þeim afturhaldsöflum, er hann kann að hafa í þjónustu sinni.“ Síðan eru liðin 26 ár. Mynd- listcumennirnir, sem þarna var deilt um, heyra nú til hinni eldri kynslóð íslenzkra lista- manna. Um verk þeirra deilir enginn nú orðið og allra sízt það hvort þeir kunna að smyrja . litnrm þykkt á, þegar svo ber undir. Það er jafnvel vafamál, að klessumálverk sé það skammaryrði, sem því var ætl- að að verða. En í látlausu og virðulegu húsi við Hávallagötu situr Jón as Jónsson, fyrrverandi ráð- herra og formaður menntamála ráðs á friðstóli og getur nú lit- ið : fir farinn veg og séð úr nokkurri fjarlægð allar þær orrustur, sem hann háði á valdaferli sínum. Einu sinni mátU segja að skipta mætti þjóðinni í tvennt: annað hvort voru menn Jónasarmenn eða ekki Jnnasarmenn. Og jafnvel þeir sem ekki voru Jónasarmenn viðurkenndu þó, að hann væri einn snjallasti áróðursmaður íslenzkra stjórnmála og ein- hver beittasti penni og ádeilu- maður í gervöllu landinu eins og langar greinar hans í Tím- anum sönnuðu. Þá var líka að nokkru leyti öldin önnur en nú: menn gáfu s^r tíma til að lesa vel skrifaða langhunda í dagblöðunum; ekki sízt þegar Jónas átti í hlut, því þar var ævinlega verið að ýta einhverju peðinu fram á skákborðið, eða þá að gera tilraun til að koma einhverju öðru peði út af borð- inu. „Bolsarnir voru alls staðar*. En þegar Jónas lítur yfir far inn veg, hverjum augum lítur hann nú á ófrægingarsýning- una fyrir 26 árum. Ég snéri mér til hans, innti hann eftir áliti og Jónas sagði: — Jú, sjáðu til, bolsarnir voru alls staðar að smeygja sér inn. Það voru margir á móti bolsunum og reyndu að hefta þá eftir mætti, en þeir voru sniðugir eins og þeir eru enn- þá og mörgum gekk illa að sjá við þeim. í menntamálaráði voru auk mín, ef ég man rétt, Ingibjörg H. Bjarnason, Ragn ar Ásgeirsson, Guðmundur Finnbogason og Barði Guð- mundsson. Allt borgarafólk og það var mest keypt af okkar gömlu og grónu málurum Ás- grími, Kjarval, Jóni Stefánssyni Finni Jónssyni og Magnúsi Á. Árnasyni. En upp úr 1940 fór nýr móður að gera vart við sig hjá myndlistarmönnum og ég vildi sýna þjóðinni fram á, að „Klessan" væri ómöguleg. Fólk var gert að afskræmi eins og sívalir fatabögglar og svo framvegis. Allur glæsileiki var horfinn. Það voru Bolsarnir, sem innleiddu klessulistina og ungu listamennirnair aðhylllt- ust hana. — En nú var Þorgeirsboli Jóns Stefánssonar á þessari ó- frægingarsýningu þinni og ekki mundir þú hafa talið Jón Stefánsson meðal klessumálar- anna? — Jú, sjáðu til, ég taldi Jón ekki klessumálara almennt, en myndin af Þorgeirsbola var ó- frambærileg. Hún var í ætt við hitt; óviðurkvæmileg mynd. Nautið er með sinina úti og konan horfir eins og dáleidd á tólin. Það er í þessu kyn- villa. Ég vildi fyrir mitt leyti mótmæla því að menntamála- ráð festi kaup á þessari mynd. — Var mikil aðsókn að sýn- ingunni? — Ég man það nú ekki svo nákvæmlega. Þessi sýning var í glugga byggingar við Austur- stræti, nálægt því sem Hótel ísland var. Þetta var baráttu- sýning, líkt og kosningaslag- ur, bragð sem gripið var til í hita leiksins. — Heldurðu að sýningin hafi verð gott áróðursbragð? — Nei, það hugsa ég nú ekki. Aldan var gengin yfir og þetta hafði engin áhrif úr því sem komið var. Þetta var meira gert til að stríða andstæðingunum, bæði meðal myndlistarmann- anna og eins samstarfsmönnum í menntamálráði. — Og hvernig finnst þér svo hafa rætzt úr myndlistinni á þessum 26 árum, sem síðan eru liðin? — Alveg eins og efni stóðu til. Það örlar auðvitað ekki á neinu, sem vit er í, allsstaðar er sama niðurlægingin í beinu framhaldi af því, sem sjámátti fyrir 26 árum, og þetta gildir ekki bara um myndlistina, held ur allar listgreinar, nema þá helzt leiklistina, sem stendur alveg upp úr að þessu leyti“ Og annað hafði Jónas Jónsson frá Hriflu, fyrrum ráðherra og formaður menntamálaráðs ekki um málið að segja. Samtök um að selja ríkinu ekki myndir. Aðspurður um ófrægingarsýn inguna 1942 sagði Jón Engil- berts: — Hvort ég man eftir þess- ari sýningu: það var nú ekki svo lítill hitinn í manni í þá daga. Þannig var, að mennta- málaráð hafði keypt af mér málverk, sem ég kallaði „Kvöld í sjávarþorpi“ og á málverk- inu var meðal annars kona með hyrnu. Jónas sagði, að þetta væri kona með horn. Hann sagði við Guðmund Finnboga- son landsbókavörð, sem líka átti sæti í menntamálaráði: Get ur þú orðið skotinn í konu með horn, Guðmundur?" Guðmund- ur brosti að því. Annars var ekki hátt á þeim risið í þá daga fremur en endranær. Þeg ar menntamálaráð keypti þessa mynd af mér, höfðu þeir prútt- að henni úr 2 þúsund krónum og niður í 14 hundruð krónur. Annars vorum við Þorvaldur Skúlason einna nýtízkulegast- ir af málurum þessa tíma og vafalaust í mestri ónáð. Fyrst höfðu þessar myndir verið sýndar á Alþingi, en það er eins og mig minni að forseti Sameinaðs þings, Gísli Sveins- son hafi fengið því framgengt, að þær voru fjarlægðar þaðan. Þá efndi Jónas til sýningarinn ar frægu og við urðum auðvit- að öskuvondir, sem þarna átt- um hlut að máli. Ég hafði kom-1 ið hingað frá Danmörku sem flóttamaður með Petsamóförun um 1940. Þá var ég búinn að koma ár minni vel fyrir borð í Danmörku, hafði sýnt með Kammeraterne í Den Frie en varð nú að hlaupa frá því öllu saman og svo átti að fara að svelta okkur „klessumálarana" til hlýðni hér heima á íslandi. — Manstu til þess að þið gerðuð nokkrar gagnráðstafan ir málarararnir? — Jú, það gerðum við reynd ar? Við komum saman í félagi íslenzkra myndlistarmanna og samþykktum bann á að selja menntamálaráði myndir, meðan Jónas væri þar við völd. En sumir reyndist ekki samtökun- um hollari en svo, að þeir brutu þetta bann. Ég man, að við vor um mjög harðir í þessu máli, við Gunnlaugur Scheving, en sumir af eldri málurunum, sem ekki voru í ónáð, eins og Ás- grímur, Jón Stefánsson og Kristín Jónsdóttir, stóðu með okkur og menntamálaráð fékk ekkert hjá þeim. Ég held líka að fólk sem fylgdist með og hafði gaman af myndlist hafi yfirleitt staðið með okkur, en almenningur skildi þó ekki nýjabrumið í listinni fremur en nú. Við áttum góðan liðsmann þar sem var Morgunblaðið og Valtýr Stefánsson, en hann lét málið til sín taka og stóð með okkur. Svar Jónasar við þessu banni okkar var það, að hann leitaðist við að kaupa málverk af ýmsu fólki, sem eitthvað hafði safnað myndum og var það gert til þess að sýna mál- urunum, að menntamálaráð þyrfti ekkert að vera upp á þá komið. Við vorum allir stimplaðir kommúnistar, sem að þessu stóðu, jafnvel Páll ísólfs son, því hann var með okkur; allir voru bolsar. í krítik um mig í Samvinnunni sagði Jónas það ólán mitt að vera fæddur of seint: það er „eftir að ljót- leikinn kom í heiminn." Ég hafði verið hjá Jónasi í Sam- vinnuskólanum áður fyrr og alltaf haft miklar mætur á honum. Hann er einhver áhrifa mesti maður þessarar aldar. Ef hann hefði haft skilning á nútímalistinni og beitt sér fyr- ir henni á sama hátt og hann beitti sér á móti, hefði hann getað komið miklu til leiðar. Klessulist og tjörumálverk. Ég spurði Gunnlaug Schev- ing hvernig honum hefði þótt, að mynd eftir hann var hengd upp í Austurstræti í ófræging- arskyni. Hann sagði: — Það er nú orðið svo langt síðan þetta var, að ég man ekki viðbrögðin greinilega. Ég hafði málað mynd af Hirti Torfasyni skólastjóra en ættingjunum hafði ekki líkað árangurinn og myndin hafnaði hjá ríkinu með því að menntamálaráð keypti hana. Þessi mynd mín var með- al þess, sem Jónas Jónsson kall aði einu nafni „klessulist. Fleiri niðurlægingarheiti voru fund- in upp, svo sem, tjöru- málverk, sem Tíminn kall- aði svo, en það var þegar mál- arar mörkuðu kröftugar útlín- ur með svörtum strikum. En í sambandi við þessa sýningu í Austurstræti, man ég að við mál ararnir vorum mjög reiðir yfir þessu gerræðislega tilræði Jón asar. — Deilur Jónasar og Nordals. ófrægingarsýningin í Gefj- unarglugganum við Austur- stræti var aðeins hluti af deil- um um listir og menningu, sem átti sér stað á þessum tíma. Snarpasta orrustan átti sér þó stað milli þeirra Jónasar Jóns- sonar og Sigurðar Nordals; þeir sendu hvor öðrum hárbeitt skeyti og skrifuðust á, Sigurð- ur í Morgunblaðinu og Jónas í Tímanum. Þegar 66 félagar í Bandalagi íslenzkra listamanna sendu Alþingi ávarp það sem áður er getið um og birt var í blaðinu 16. apríl 1942, var Jónas ekki í miklum vafa hvað an það væri sprottið: „Það er Sigurður Nordal, sem samdi skjalið“, segir í stórri fyrir- sögn í Tímanum 26. apríl sama ár. Þar segir ennfremur: „Fyrir fáum dögum birtu öll fjögur dagblöð bæjarins árás- argrein á menntamálaráð undir ritaða af 66 mönnum. Það hafði gengið ilía að smala nöfnum undir skjalið, en þegar tregða kom í ljós, sagði sá, sem bar það milli manna: „Ykkur er óhætt að skrifa undir. Það er Sigurður Nordal, sem samdi skjalið.“..... „En það, sem skiptir mestu máli, er, að Sigurður Nordal ber ábyrgð á þessu skjali og þar sem skjalið er að mestu leyti ósannindi og fjarstaðaum mig persónulega, og um nefnd sem ég hef stofnsett, endurreist eftir að Nordal hafði lagt starf hennar í rústir, og að lokum starfaði þessi nefnd að fjöl- mörgum þjóðþrifamálum síðan 1934, þá mun tæplega talið óvið eigandi þó ég gefi þessum and- stæðingi tækifæri til að skýra og afsaka gerðir sínar ef mál- staður hans og þróttur nægir til þess“. Og síðar í sömu grein: „Hernaður Nordals gagnvart Alþingi og menntamálaráði stendur í beinu sambandi við þátttöku hans í útgáfustarfsemi kommúnista. Þeir höfðu hafið bókaútgáfu, vafalaustu með stuðningi vina sinna erlendis. Með „Máli og menningu" voru kommúnistar á góðum vegi með að læða eitri byltingaráróðurs- ins inn á þúsundir heimila. Sam hliða útgáfu hlutlausra bóka læddu þeir „Rauðum pennum" og fleiri þess háttar ritlingum í hendur fólks, sem aldrei hafði áður verið beitt þess háttar læ vísi. Hér var um að ræða ein- hverja háskalegustu mold- vörpustarfsemi gagnvart ís- lenzkri menning og sjálfstæði íslenzkra heimila.“ Myndir af hinum háskalegu verkum í Tímanum. Styrjöldin heldur áfram og í Tímanum sunnudaginn 3. maí 1942 eru birtar myndir af hin- um umdeildu málverkum Þor- valdar Skúlasonar, Jóns Engil- berts, Jóhanns Briems og Gunn laugs Schevings. Undir mynd- unum stendur: „Myndirnar hér að ofan eru af málverkum, sem sýnd voru nýlega í sýningar- glugga Gefjunar og vakið hafa mikið umtal. Tildrögin til þeirr ar sýningar eru lesendum blaðsins kunn. Þar sem margir landsmenn hafa ekki átt þess kost að sjá málverk þessi, þyk- ir Tímanum rétt að birta hér myndir, sem gefa nokkra hug mynd um málverkin og þá lista stefnu sem Valtýr Stefánsson og Steinn Steinar kalla „ís- lenzka nútímalist" Niðurlag í næsta blaði. 28. ap Í1 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.