Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 13
Eftirfarandi endataflstaða gæti hæglega hafa komið upp í tefldri skák, svo eðli- leg sem hún er, en svo er þó ekki. Hún birtist fyrst árið 1895 og er tileink- uð félögum, G.E. Barbier og F.Saavedra Barbier hafði upphaflega samið þessa þraut og svartur átti að halda jafn- tefli. En þá kom Saavedra til sögunnar, og uppgötvaði að það fólst vinning- ur í stöðunni fyrir hvítan. Hann er þessvegna talinn eiga vissan heiður af þrautinni og má það vissulega til sanns vegar færa. Hvítur byrjar að sjálfsögðu með 1. c7 og þar sem drottning á móti hrók er ávallt talið fræðilega unnið, burtséð frá nokkrum undantekningartilvikum, verð ur svartur að reyna eitthvað árangurs- rikt. Reyni svartur 1. — Hd2 í þeim tilgangi að ná þráskák, leikur hvítur 2. c8D Hb2 3. Ka5 Ha2 4. Kb4 Hb2 5. Kc3 og vinnur. Svartur reynir því 1. — Hd6 . Nú má hv. ekki leika 2. Kb7? vegna 2. —Hd7 og vinnur peðið. fckki gengur heldur 2. Kc5? vegna 2. — Hdl og næst Hcl. Hvítur verður því að svara 2. Kb5 Hd5 3. Kb4 Hd4 Nú áræðir hvítur loks að færa sig yfir á c-línuna. 4. Kc3 Hdl 5. Kc2 Og þá er sá möguleiki svarts úr sögunni, en hann finnur þá upp á öðru. 5. -- Hd4!. Leiki hvítur nú 6. c8D svarar svartur með 6. — Hc4 1 7. Dxc4 og svartur er patt. Þetta var þá hugmynd hr. Barbier, en þá hefst þáttur Saavedra. Hann vakt ekki upp drottningu í 6. leik, heldur lék óvænt 6. c8H! Fljótt á litið virðist hvítur hafa gefið upp vonina um að vinna skákina, því hrók- ur á móti hrók virðist að sjálfsögðu einungus vera jafntefli. En hvítur hót- ar nú máti í 2. leik með 7. Ha8 og við því á svartur ekkert svar nema 6. Ha4 En þá leikur hvítur 7. Kb30 hótar þá bvorutveggja máti á cl og hróknum á A4. Við þessu á svartur ekkert svar og tapar. Hvítt: Gunnar Gunnarsson Svart: Guðmundur Sigurjónsson Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3t 6. bxc3 Re7 7. Dg4 Dc7 8. Dxg7 Hg8 9. Dxh7 cxd4 10. Kdl Rb-c6 11. Rf3 Rxe5 12. Bf4 Dxc3 13. Rxe5 Dxal 14. Bcl Hfg Báðir tefla samkvæmt nýjustu leið- um í þessu fflókna en skemimtilega afbrigði í Franskri vörn. Hvítur fórn- ar skiptamun fyrir sóknarfæri, en varla má á millum sjá hvor hefur bet ur. 15. Bd3 Bd7 16. Ke2! o-o-o Svartur er tilneyddur að gefa aftur skiptamuninn, því hvítur hótaði 17. Bh6. 17. Bxf7 Hxf7 18. Dxf7 Rc6 19. Hel ! Dc3 Ef 19. — Re5 20. Df6 Rxd3 21. Dxd8f Kxd8 22. Bg5f og vinnur. 20. Kfl Dc5 21. h4 e5 22. Bf5 Bxf5 23. Dxf5 Kb8 24. Bh6 e4 25. Hxe4 Dxc2 26. Df4 Ka8 27. Hel Dd3 28. Kgl Dxa3 29. Bg7 d3 30. h5 Db3 ! 31. h6 ? Dc2 Betra var 31 Hcl. 32. Df3 d2 33. Hdl He8 34. Bc3 Rd4 35. Dh5 Re2f 36. Kh2 De4 37. Bxd2 ? ? d4 37. 'h7 var vinninigsleikur. 38. Bg5 ? De5f 39. g3 Hf8 40. Kg2 De4f 41. f3 Rf4t 42. Bxf4 De2t 43. Kh3 Dxdl 44. Dd5 ? d3 45. Kg4 Dc2 46. Kh5 Hc8 Jafntefli. Stutt skák, tefld í Kiel 1965, Hvítt: Humburg Svart: Mandel Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 Bg7 4. Rc3 cxd4 5. Rxd4 Rc6 6. Be3 Rf6 7. Bc4 0-0 8. Bb3 Ra5? 9. e5 Re8 10. Bxf7 Hfx7 11. Re6 GefiS. Sigurvegari í Haustmóti Taflfélags Reýkjavíkur 1967 varð' Guðmundur Sigurjónsson. f því tóku þátt flest- ir okíkar beztu skákmianna enda til mikiis að vinna. Fyrir utan verð- laun, sem eru ferðastyrkur á eitthvert erlent skákmót, þá hlaut sigurveg- arinn réttindi til keppni í Alþjóð- lega skákmótinu, sem haldið verð- ur í Reykjavík í maí á þessu ári. Guðmundur teflir við Gunnar Gunn arsson í síðustu umferð. en þá hafði Guðmundur þegar tryggt sér sigur í mótinu. í Barninu á götunni, sem kom út á Akureyri 1943, er langur samnefndur ljóðaflokkur í óbundnu máli. Sigurjón hefur, þótt undarlegt megi virðast, náð töluverðu valdi á þessu ljóðformi; hin rímlausu ljóð hans eru bæði efnislega athyglisverð, og hrynjandi þeirra og málsmeðferð oftast áleitin og samfelld: Snjór. Eilijur vetrarsnjór. Alhvítt jrá tindi til hafs. Nema hamrabeltin, sem snjórinn hrynur af. Og laugin, sem brœðir hann við eigin hita. Eilífur snjór. Hvítur. Og kaldur. — Eins og eigingirni mannanna. Eins og vanþakklœti þeirra. Eins og sjálfsblekkingin, er smœkkar eigin yfirsjónir. Eins og tilhneigingin til að færa gjörðir náungans til verri vegar. Eilífur snjór. Eilifur vetrarsnjór. (Úr Snjór). „Sýnir gróa fram í aálu minni“, segir skáldið, og lýsir þar einkennum ljóðs síns á effirminnilegan hátt. Það er yfir því harmur, sár lífsreynsla. Aftur á móti er það ólíkt Sigurjóni Friðjóns- syni að gefa sig örvæntingu á vald: Eg váknaði í næturmyrkri. Á augum mínum var blinda. Og hlustír mínar tóku ekki við neinu veraldarhljóði. En þó var söngur í sálu minni. Og hver taug í líkama mínum tók við geislum, sem ég vissi ekki hvaðan voru. Einhversstaðar nœrri mér, eða fjarri, var til lind, sem unaður streymdi frá. Einhversstaðar nærri mér, eða fjarri, var til stjarna, sem geislaði til mín mildu Ijósi. Einhversstaðar nœrri mér, eða fjarri, var til vor, er grœddi hverja sorg. Einhversstaðar nœrri mér var það, sem gefur lífið. Það, sem enginn kann að lýsa. Algleymiskyrrðin, sem sýnd er spekingum austurlanda. Greitt hann fór í góðu fötin glæst silgja spent. Hann var nógu hermannlegur hvert skyldi vent? Ekki skal nú dvelja. Hann efndi heit í gær, fór að Helga Harðbeinssyni helfregnir þær. Gleðja hana Guðrúnu gjöld sín fær hann nú, ástina hennar eftirsóttu ó sú glæsta frú. En í gegnum undirferlin aðeins vitur sér. Hölluson í helvíti hátalaður er. Hið viðkvœma vor, sem sýnt var meistaranum frá Nasaret. ( Stjörnunótt) Mönnum hættir til að einblína á hin hefðbundnu ljóð Sigurjóns Friðjónsson ar, og er það skiljanlegt, því af nógu er þar að taka. Bn hitt má ekki gleym- ast, að margt í skáldskap hans bendir til þess nýja tíma í íslenskum bókmennt um, sem orðinn var veruleiki þegar hann lést 1950 kominn á níræðisaldur. Hann var bæði vitringur og unglingur í senn. Upp skal rifja æskustundir. Fór ég fjall leið og fegurðar naut. Lagði ég leið hjá Lambafelli, heiðblárri tjörn, húsi og tanga. Kom ég að Grímsstöðum, kvöld var um haust. Sá ég þar morgun í mildu skini. Blasti við Snæfells bláhvíti jökull og hillti glæst upp í himininn. Heyrði ég ræða og rökstyðja Hallgrím og Helga hugðarvini, skeggjaða skörunga, skapið hreint. Leiðrétting Herra ritstjóri. í hrakningafrásögn af vélbátnum „Fræg“ VE 177 á skírdag árið 1933, sem ég birti 1 Lesbók Morgunblaðsins hinn 21. apríl s.l. 13. tbl. 43. árg. eru ékki færri en 27 prent villur og ritháttarvillur sem gjörsamlega ganga í berhögg við handritið, en engin blaðamaður, prófarkalesari né nokkur ann ar hefir leyfi til að breyta þar nokkru um. Vil ég nú gera leiðréttingar á villum þessum: í texta undir mynd á forsíðu stend ur marbrött, en á að vera snarbrött. Og í texta undir mynd í 3. dálki á 2. bls stendur „Frogur“ Á að vera „Frægur“ Aðrar lciðréttingar eru: í fyrsta dálki til vinstri 14. og 15. línu Frederikssund, Les: Frederikseundi. Saima dálki 24 l.a.o. háfizt Les: haifist Sama dálki 21 l.a.n komizt Les: komist. í þriðja dálki 5. l.a.n. sízt Les: síst Fjórði dálkur: Önnur l.a.o. talizt Les talist. Sami dálkur 15. l.a.n. sízt Les: sist. Sami dálkur 8 l.a.n. stöðvazt les stöðv- ast. Á blaðslðu 2: Fyrsti dálkur: 16 la.o. ifa Les: veifa Annar dálkur: 5. l.a.o. helzt Les helst 21. l.a.o. brezkur Les breskur 24. l.a.o. Lógð Les lögð Þriðji dálkur ð.l.a.o. fundizt Les fundist 16. l.a.o. kelf- ann Les: Kefonn 23. l.a.o. Stúðu Les: stóðu 27 l.a.o. tuninunum Les: stunmunum. 32. l.a.o. aðgæzlu Les: aðgæslu. Fjórði dálk- ur: 5. l.a.o. sézt Les: sést 16. l.a.n. skipzt Les skipst. Á blaðsíðu 13: Fyrsti dálkur: 2.1.a.olagzt Les lagst 22. l.a.o. skipbrotsmönnum Les: skipbrotsmönmunum. 25. l.a.o. nærzt Les: nærst 19. l.a.n morgunin Les: morguninn 18. l.a.n. brezkan Les: breskan 11. l.a.o. frétzt Les: frést 7. La.n. Fræg“ Les: „Fræg“ Varðandi leiðréttingar mínar á z skal þetta tekið fram: í öllum bókum mín ritgerðum, frásögnum og útvarpserindum er það föst regla að nota aldrei þaim staf, enda tel ég að z sé skrípistafur sem ekki samrýmist íslensku fremur en td. n með homklofa og vægðarlaust eigi að útrýma honum úr íslenzku máli, hva, svo sem ein hverjir „spekingar“ hafa mikið dálæti á honum. Með þökk fyrir birtinguna. Jónas St. Lúðvíksson Tvö Ijóð eftir Kristján Helgason Þorgils Hölluson Langavatnsdalur 28. apríl 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.