Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 16
mmú mm Lausn á síðustu krossgátu \U H ;••• H s \ 3 - • y X 3 I = 5 \ JO 73 < (P 33* o' Í£ r < <- 3? 70 -U <— 70 c- r r- o’ !il? D •2: ■n c i’lg 73 33 X O' i X 2 - 73 c o o' J3 r 3 73 t> H | X 3) < & 3 33 T! 73 Oi' 3 r- D V* u r ■<5 X 31 73 3' X 3 r c 70 ■H c 2; V> ■33 70 o* X X - *n 3 1 -i c- •l|| 70 c ■H 3 3 73 c u "2, - -i 73 V-* - 73 3 í> X - II Æ X X C- 3 3 3 Þ - ■i V-» r 3' •2 s|s| o' H í> |!j ; 1* v. 1 s 7r - 73 o Sí 3> ;•* ? 3 73 3 r 70 33 73 X 3' < Vn 3) 5 1 -1 - f*l r o' 3 'r 3 73 - -) 33 3 X •M - 3 73 33 V> w ■ 3 3) 73 ■3: |fn ‘ro'JZ * - * c, -I1 n' H -i s 73 •33 <£> 3' X V í * 'ö - c 3 "2 1 73 73 r 2. r- 3 X ■z D z o' I;i - 23 U\ s- 3 S’c B' -n r 3 7 y í 3 < 7 iS 3 E Alþingi liejur nú samþykkt lœkk- un kosningaaldurs niður í 20 ár svo sem kunnugt er. Rifjast þá upp samþykkt sú sem menntaskólanem- ar gerðu á ráðstefnu sinni á síðast- liðnum vetri þar sem mælt var gegn þessari ráðstöfun. Sú sam- þykkt vakti að vonum athygli og hefur hún áður verið gerð að um- talsefni i blöðum, m.a. í grein eftir K. B. í Alþýðublaðinu, sem þótti samþykktin sýna að unglingarnir vildu raunverulega ekki verða full- orðnir. Þessi ályktun K.B. virðist mér ekki út í hött þótt bágt sé að horfast í I augu við þá | staðreynd, að unga fólkið virðist hér vera að hliðra sér hjá þeirri ábyrgð sem því er œtl- ■ | m 1 uð. Fréttir ut- an úr heimi * J bera með sér síaukna við- leitni œskufólks til áhrifa í þjóðfé- lagsmálum og heimsmálum, en sam tímis lýsir íslenzkur œskulýður yf- ir vantrausti á sjálfan sig, gerir sig í rauninni ómyndugan og óábyrgan gagnvart verkefnum þess þjóðfélags sem hefur mótað það og fóstrað. Unglingar ná nú kynþroska mun fyrr en áður og er það alkunn stað reynd. Hins vegar held ég að eng- um sérfróðum cibyrgum mönnum detti í hug að halda því fram að andlegur þroski haldist endilega i hendur við kynþroska mannsins. Þó hefur hér sem annars staðar mjög fœrzt i vöxt að fólk stofni til hjóna- bands miklum mun fyrr en áður tíðkaðist. Oft hefur þessi staðreynd verið skilin svo að ungt fólk sé sjálfstœðara i hugsun, óhrœddara við að leggja út í lífsbaráttuna en kynslóðirnar á undan. í þessu sam- bandi langar mig að vitna í kafla úr bók sem" heitir á frummálinu The Feminine Mystique og er eftir Betty Friedan, amerískan sálfræð- ing og félagsfrœðing. Hefur bók þessi verið þýdd á aðrar tungur, m. a. Norðurlandamál. í þessum kafla vitnar höfundur í niðurstöð- ur ráðstefnu sem haldin var 1962 á vegum Ttie Child Study Association í Bandaríkjunum. Fjallaði ráðstefn an m.a. um hjónabönd unglinga. Segir svo í framhaldi af þessu: ,,Áð ur litu menn svo á að hjónabönd unglinga og fjölskyldustofnun sýndi „aukinn tilfinningaþroska“ yngri kynslóðarinnar. Nú var það loks viðurkennt sem afleiðing vaxandi barnaskapar. Sérfrœðingar á sviði fjölskyldumála voru sammála um að allar þær mörgu milljónir œsku- fólks sem á árunum fyrir 1960 gift ust innan við tvítugt sýndu ein- kenni sem bentu til að þau væru tilfinningalega ósjálfstœð og skorti andlegan þroska. Hjónabandið var þeim flótti og gagnvegur í hóp full orðinna, nokkurs konar yfirnáttúru leg lausn á þeim vandamálum, sem þau treystu sér ekki til að mœta upp á eigin spýtur“. Ekki skal hér fjölyrt um þœr á- stœður er Betty Friedan telur hefta sjálfsagðan þroska œskufólks í Bandaríkjunum enda ekki á mínu valdi að meta hvort þœr ástœður kunni að vega jafnþungt á metaskál unum i okkar eigin þjóðfélagi. En vestrœn þjóðfélög byggja á svipuð- um menningararfi og búa við svip- uð kjör. Mér virðist því ekki svo fráleitt að við gefum þessum mál- um gaum hér og þá ekki sízt með tilliti til áðurnefndrar samþykktar menntaskólanema. Það mœttí kann ski a. m. k. spyrja við hvers kon- ar kraftaverki þetta unga fólk býst á þessu eina ári milli tvítugs og tuttugu-og-eins, þegar það hefði náð lögmœtum kosningaaldri, ef það telur sig skorta nægilegan þroska til að kjósa þegar það stend- ur á tvítugu. Á hitt er einnig vert að leggja áherzlu að samþykkt þessi var gerð af skólafóllki. Mér vitanlega hefur ekki heyrzt álit um breyttan kosn- ingaaldur frá ungu fólki, sem þeg- ar er komið i starf og út í lífs- baráttuna. Hefði slíkt þó verið fróð- legt. Með tvennu móti má œtla að ungt fólk fái skapað sér sjálfstœð- ar skoðanir á þjóðmálum: annars vegar með skírskotun til eigin ytri kjara og aðstæðna þess starfshóps sem það sjálft heyrir til; starfandi œskufólk mundi hér eiga auðveld- ara með að taka áttirnar, öðlast fót- festu í raunhœfri tilveru daglegrar lifsbaráttu. Hins vegar má lœra á bókina, öðlast þekk'.ngu á stjórn- málum sem vísindum og fræðigrein. Slík hugmyndafrœðileg kennsla á vitaskuld heima innan ramma skól- anna og á að sjálfsögðu að vera hlut lœg; ungt fólk á ekki að þurfa fyrst aö taka afstöðu í stjórnmál- um áður en það fœr nokkra nasa- sjón af því hvað þau eru í raun og veru. Það skyldi þó ekki vera að samþykkt menntaskólanema feli einnig í sér yfrlýsingu um að þeim finnist þau skorta þekkingu? Að minnsta kosti þarf engan að undra þótt fögur vígorð kosningaáróðurs séu ónógur grundvöllur sjálfstæðr- ar skoðanamyndunar í stjórnmál- um. Svava Jakobsdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.