Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 7
ILMURINN ÚR PLÓGFARINU NOKKUR ORÐ í TILEFNI SÝNINGAR VALTÝS PÉTURSSONAR í LISTAMANNASKÁLA ar verzlunarferðir séu teknar ut með I sældinni. Að jafnaði þarf maður að fara í þrjá staði á dag og þá er maður að frá klukkan níu á morgnana til sex á kvöldin að skoða og velja. Við höfum eignazt umboð fyrir fyrirtæki sem mjög gott er að skipta við og með tíman- um verða þetta persónuleg kynni og mikilvæg- Englendingar eru einstaklega traustir og tryggir — þetta verða stór- vinir manns með tímanum og vilja allt fyrir mann gera. Og margt í þessu starfi er mjög skemmtilegt. Ég minnist t.d. tízkusýningar sem var haldin á Tate Gallery í London í fyrra. Enska ríkisstjórnin hafði heiðrað fyrirtæki sem höfðu selt mikið magn af fatnaði til Bandaríkjanna og þessi fyrirtæki höfðu fatasýningu þarna á málverka- safninu. Það var gaman að sjá sýn- ingardömurnar svífa um í glæsilegum fötum innan um Rembrandt og Buff- et. Stjórnandi var yfirballetmeistarinn hjá Covent Garden. Sýningin var sett upp með sviðsljósum og ýmsum ljósatilbrigðum — þetta var alveg eins og ævintýri. — Mundirðu álíta að við hefðum tök á að kveikja áhuga erlendis á nokkru íslenzku í fataiðnaði? • — Útlendingar hafa sýnt mikinn á- huga á handofnu íslenzku kjólunum. Efnið er ofið á ísafirði og hér í Reykja- vík en við saumum þá hér og selj- um. Til gamans get ég nefnt að sviss- neska sendiherrafrúin sem á búsetu í Oslo, kemur hingað í verzlunina á hverju ári og fær sér handofna íslenzka kjóla — reyndar var hún áður stað- sett á Kyrrahafssvæði og er víst allt- af kalt hér á norðurslóðum, kannski er hún svona hrifin af þeim þess vegna. En þessir kjólar voru sýndir í sjón- varpsþætti á vegum Expó ’67 og vöktu gífurlega hrifningu: Við fengum skeyti frá Elínu Pálmadóttur, deildarstjóra ís- lenzku deildarinnar: Eigum að koma fram í sjónvarpsþætti. Sendu okkur eitthvað til að vera í strax. Og mér skilst á öllu að það hafi verið rétt vai að senda handofnu kjólana. En því miður hefur ekki enn tekizt að vinna þeim erlendan markað svo að gagni komi. En það væri gaman ef það væri hægt. — Eru ekki verzlunarferðir fólks til útlanda ykkur þyrnir í augum? — Öll samkeppni er manni vissu- lega holl og hún skapar aðhald en það sjá allir að eitthvað meira en lítið er að, þegar það borgar sig fyrir fólk að skreppa út bara til að kaupa fatn- að- Tollurinn á tilbúnum fatnaði hefur að vísn núna verið laekkaður úr 90% nið ur 65% og það er strax munur, en betur þarf að gera. Til samanburðar má geta þess að tollur á innfluttum fatnaði á hinum Norðurlöndunum er aðeins 9% — Eru nokkrar nýjungar á prjónun- um hjá ykkur? — Við höfum nýlega fengið umboð fyrir sænsku Katjakjólana sem frægir eru orðnir víðs vegar. Við ætlum að g:ra tiiraun með ullarkjólana — þeir eru mjög skommtilegir, sterkir litir og stórmunstraðii margir. Það verður gam- an að sjá hvort íslenzkum konum falla j :ir í g:ð. - - Og hvað vinna hér margir alls? — AIIs vinna hér átta manns, þrjár í verz'uninni og fimm á saumastofunni. Flest þetta fólk hafði unnið með okk- ur áður en við stofns:ttum fyrirtækið og það er ekki sízt því að þakka hvað verzlunin hefur gengið vel. Og svo má ekki gleyma Ásgerði Höskuldsdi tt- ur sem skreytir gluggana þegar mi^ ð liggur við. Hún hefur lært í DanmörVy t og er sérlega smekkleg. Oft geri ég líka gluggana sjálf eða teikningar að því hvernig ég vil að þar líti út. Það cr ekki síður mikilvægt atriði en margt annað, að glugginn sé smekklega og faHega skreyttur. —S— „Að sýna, það er eins og að berhátta sig á Lækjartorgi“, sagði einn af mál- urunum nýlega í blaðaviðtali. Sumum finnst það kannski ekki alveg svo bölv- að, en játa fúslega, að sýningar séu eitthvað í ætt við illa nauðsyn. Maður vaknar upp við það að eiga stafla af myndum og finnst, að málið sé tæpast afgreitt fyrr en búið er að hengja þetta upp á almannafæri. Jú, það er á vissan hátt verið að hátta sig: afhjúpa sig að minnsta kosti. Hvernig svo sem viðtök- urnar verða og hvort svo sem allt selst eða ekkert, þá er sýning taugastríð. Og á eftir gerist lítið. Kannske verður ekki ein einasta mynd til mánuðum saman. Ég leit inn í Listamannaskálann og Valtýr Pétursson var að Ijúka við að hengja upp. Úti var jökulköld norðan- áttin að vinna bug á því litla, sem manni fannst að komið væri af vorinu. Það var líka kalt í skálanum. Að sjálf- sögðu. En þar var vorið í loftinu engu að síður. Norðangjósturinn vinnur ekki á því. Það var eins og að heyra í lóunni og hrossagauknum:- finna ilminn úr plógfarinu, það var eitthvað sem greip mig þarna inni. Hvað gat það verið, er ekki stöðnun í myndlistinni? Svo hefur verið sagt. Aftur á móti sannfærðist ég um það, að vaxtarbroddurinn er ekkert vesæld- arlegur. Hann hefur kannske verið í ætt við íslenzka birkið, sem lætur ekki plata sig; lætur ekki blíðlátar sólskins- stundir tæla sig í ógöngur til að missa lífið í einhverju páskahretinu. Það má kannski segja, að við höfum þraukað langan vetur og stundum hefur okkur þótt full lítið gerast eða þá að málararn- ir væru búnir að glata sál sinni við að „analísera“ formin. En ég er viss um, að vorið er á ferðinni í Lista- mannaská’anum og þeim hlýtur að hitna ögn um hjartaræturnar, sem á annað borð unna íslenzkri list. Einhverntíma hef ég líklega minnst á það áður hér í Lesbókinni, að nú- tíma myndlist á í sínum fórum margvís- legar afstöður; ættum við ef til vill að segja mörg andlit. Það er blessunarlegt tjáningarfrelsi ríkjandi, sem ég fagna eins vori eftir harðan vetur. Ég hef megnustu ótrú á formúlum og bannorð- um. Málarar geta jafnvel leyft sér að rokka á milli hins fígúratíva og ab- strakta og hefði það ekki verið óhugs- andi fyrir fáeinum árum? Ég sé ekki betur en að Valtýr geri þetta með góð- um árangri, enda er hann eldri en tvæ- vetur og veit hvað hann er að gera. Hinsvegar held ég, að það skipti hann engu höfuðmáli, hvort mynd sýnir ber- lega skyldleika við eitthvert náttúru- legt fyrirbrigði, eða hvort hún byggir einungis á því lífi, sem eigin litir og form ljá henni. Væri betur, að fleiri yrðu Valtý samferða í að koma auga á það sjónarmið. Valtýr vinnur í aðalatriðum með þrennskonar „tema" eftir því sem mér sýndist: í fyrsta lagi myndbyggingu út frá einskonar kjarna í miðju mynd- arinnar. í öðru lagi með skarplega að- greindum miðfleti, bekk eða belti; sumt af því prýðilega byggðar myndir, sýn- ist mér, og fyrirmyndin sótt í landslag að því er ætla mætti. Stundum er það raunar augljóst. Gegnt þessum kröftuga miðMuta, sem gæti til dæmis gefið hug- mvnd um hamrabelti eða urð, spilar TTaltýr á mildari strengi, stundum fram- 'rskarandi kunnáttusamlega unna lita- tóna. Þriðja , t?mað“ er nýjast í list Valtýs og kemur kannski dálítið á óvart; það er sólin við hafsbrún, sólin í allskon- ar skapi, eða ef til vill er þetta ekki sól heldur einungis form, segir Valtýr. Samt er hann ekkert feiminn við að meðganga, að þetta geti fullt eins ver- ið sólin og hann hefur skírt þessar myndir samkvæmt því. Það fer ekki hjá því, að manni dett- ur í hug ýmislegt, sem af hrifningu hefur verið ort á íslandi um þá sól, sem stundum var helsti lágt. Þetta sólar- ljóð Valtýs verður líkt og stef á sýn- ingu hans; stef sem hann endurtekur. „Sólin klár á hveli heiða — hvarma gljár við baugunum11: Það eru grænar sólir og fölbrúnar sólir. Það er mátt- vana sól skammdegisins móti gráleitu, lífvana umhverfi. Og sól haustsins. „Sól stattu kyrr þó að kalli þig sær“ sagði skáldið og sólin í myndum Valtýs verður við þeirri ósk, en ég er ekki viss um að hún sé að setjast. Fyrir mér var það sólarupprás; nýtt líf í fæð- ingu í samræmi við gróandann- Valtýr er búinn að halda tólf einka- sýningar; þá fyrstu úti í París 1949, en hinar hér heima. Og samsýningarn- ar, þær eru fleiri en svo að hann muni. Kannski alltof margar, segir hann. Það kynni að vera, að það hefði ekki mikla þýðingu að senda myndir á samsýn- ingar út um allar jarðir, en þetta er eitt af því sem menn gera, þegar þeir eru ungir. Mætti ég einnig skjóta því hér inn, að Valtýr hélt sýningu á Ak- ureyri — en hann ætlar ekki að gera það aftúr. Hann vildi ekki segja mér hversvegna. Ekki trúi ég að Akureyr- ingar hafi ekki tekið honum opnum örmum, fullir skilnings. Á sýningunni í Listamannaskálanum eru verk frá síðustu þrem árunum og aðallega þó frá tveim síðustu árunum. Stundum hefur Valtýr sýnt mósaík, en ekki núna. Aftur á móti er einskonar sýning innan sýningarinnar: litlar myndir, sem Valtýr hefur hengt upp saman og eiga fullan rétt á sér. Fyrir miðjum gafli hefur Valtýrkom- ið fyrir stórri mynd, sem mér þykir eflirminnileg. Hún er tveggja áratuga verk, segir málarinn og ber með sér, að hún er mikið unnin. Það kennimark hafa raunar flestar myndir Valtýs; þær bera það vissulega með sér að vera hugsaðar og vandlega unnar. Samt hefur Valtýr oftast þann háttinn á, að hann gerir e’kki „skyssur“, en gengur beint að málverkinu og vinnur sig áfram markvisst. Hann hugsar málverkið fyrst og fremst sem lit: leggur áherzlu á hann framar forminu, og reynir að segja b-ð m-ð litnum. S“m honum býr í brjósti. Sólarmyndirnar voru undantekning að því leyti, að þar teiknaði hann formið og var raunar búinn að fikra sig áfram m^ð þetta form í teikningum tveggja ára. Það voru ígrip; hann greip í það meðan hann saup teið sitt á morgnana Framhald á bls. 14 Valtýr Pétursson og tvær myndir á sýningunni. 5. maí 196® LESBÓK MORGUNBLAÐSlNS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.