Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 9
Þor i'dur Skúlason: Frá höfninn Sigurður Nordal. Jónas Jónsson frá Hrifiu lis' em er ekki gerð eftirel'hi ko' kabókum, eð ólík því, sem ha’-n fyrir löngu hefur lært að meta....................Um Jf'” Stefánsson befur alla tíð s^aðið styrr í Jónasi milli hans betri og verri manns. Það er varla af tómum smekkskorti sem hann befur átt svo bágt með að sætta sig við myndir þessa stórgáfaða málara, sem stundað hefur list sína af fá- gætri alvöru og einlægni. Eða myndi Jónasi hafa komið í hug að kalla Ríkarð Jónsson, ”lista mann af guðs náð“ eins og hann gerði í Tímanum í vetur, ef persónuleg vinátta hefði ekki stjórnað penna hans? Ríkarður er bæði gáfaður maður og dug- legur listamaður, en þessi lýs- ing gefur alranga hugmynd um hvers eðlis verk hans eru. Hvorki honum né guði er neinn greiði gerðpr með því að ben-Ila þá hvorn við annan á þennan hátt“. En nú er röðin komin að Jón asi og honum er vissulega orð- ið mikið niðri fyrir eftir þess- ar átölur. Sunnudaginn 10 maí birtir Jónas langa grein í Tímanum undir fyrirsögninni „Aldagaml ir brennuneistar“. Þar segir hann meðal annars svo: „í átökum þeim, sem nú ger- ast í landinu um það, hvort listir og bókmenntir eigi frem- ur að beinast að leit eftir því sem er ljótt, eða fegurð, hefur Sigurður Nordal af illri tilvilj- un orðið höfuðsmaður í liðs- afla úrkynjunarstefnunnar. Þegar Björn Ólsen féll frá, var það sannmæli manna, að Sig- urður Nordal væri sjálfsagður eftirmaður hans, sem kennari í íslenzkum bókmenntum við hinn nýstofnaða og vanmáttuga Háskóla í Reykjavík. Sigurður var efnilegur maður. Hann hafði verið eftirlætisbarn á heimili sinu, í sveitinni, í menntaskólanum og í hópi is- lenzkra námsmanna erlendis. . . Sigurður Nordal var eftir- lætisbarn í æsku og langt fram á manndómsár. Það átti vel við hann að njóta aðdáunar ann- arra án þess að reyna veru- lega á krafta sína. Hann lang- aði að sitja í gullstól og vera borinn í gullstól. Og hann varð meira en lítið hissa sjálf- ur, þegar hann komst að raun um, að gullstóll er eitthvert ó- þægilegasta áhald, sem nokkur maður getur eignast. Þeir sem setjast í gullstól halda að þeir þurfa ekki að vinna, og að lif þeirra eigi að vera samfeld gleðiblandin fagnaðarvíma. Dvölin í gullstól, einkanlega ef hann er að mestu leyti verk ímyndunarinnar, gerir mann- inn lingerðan, vægan í kröf- um við sjálfan sig en harðan í kröfum til annarra...... í nokkrum greinarköflum í Morgunblaðinu sem Nordal rit ar fyrir útgáfutæki kommún- ista, hefur hann varið allmikl- um tima til að lýsa því hve ófullkomin manneskja ég væri. Þykir honum þar fara saman uppeldi og alveg fráleit notk- un á þessum litla persónulega höfuðstól. Ég mun ef til vill síðar í vor gera einhverjar at- hugasemdir við þennan kafla í ritsmíð hans, en að þessu sinni er það efni ekki til um- ræðu. Hér skal aðeins bent á, að atvikin hafa hagað því svo til, að þrátt fyrir hið stórfellda getuleysi mitt, sem Nordal lýs- ir með sterkum orðum, hef ég svo sem af tilviljun orðið til þess að skapa Sigurði Nordal örlög, þar sem hann stóð ráð- villtur og einskis megnandi. Sennilega hefur mér auðnast að gera þetta átak, því ég hef aldrei setið í gullstól og aldrei óskað eftir því..... .......Þegar litið er yfir þroskaár Nordals er það aug- ljóst, að hann er maður hinna ónotuðu tækifæra. Hann gat, sökum meðfæddra eiginleika, orðið þýðingarmikill bók- menntafræðingur, þó að honum væri ekki lánuð sú náðargáfa að vera skáld. En litla bók- menntasagan hefur aldrei verið rituð og enn síður stórverk um það efni. Hann átti að geta leiðbeint kynslóð fálmandi höf unda, sem komu fram á ritvöll- inn eftir umrót hinnar fyrri styrjaldar. í stað þess gerðist hann þjónustumaður giftulausr ar hnignunarstefnu.“ Sigurður á leik næst og ekki þarf hans lengi að bíða. Sú grein ber yfirskriftina „Verk- in anga“ og birtist í Morgun- blaðinu 13. maí sama vor. Jafn framt því sem deila Sigurðar og Jónasar hefur dregizt fram á vorið hefur ágreiningurinn um myndlistina verið ræddur í nokkrum Reykjavíkurbréfum í Morgunblaðinu, leiðurum og auk þess skrifaði Jón Þor- leifsson listmálari harðsnúinn pistil til Jónasar, en svo hefur verið sagt, að Jón Þorleifsson hafi haft yndi af deilum. í greininni „Verkin anga“, segir Sigurður Nordal svo: „Jónas Jónsson hefur sagt það með óvenjulegri hrein- skilni, að núverandi mennta- málaráð hafi verið falið af Al- þingi að úthluta launum til skálda eftir pólitískum skoð- unum þeirra. (og þá auðvitað ekki eftir bókmenntagildi rita þeirra): „Kommúnistar voru nú byrjaðir að nota fjárlaga- skáld sín til að eyða mannfé- laginu. - - Nú var Alþingis- mönnum nóg boðið. Þeir vildu ekki hafa dáta-kommúnista á lífstíðarlaunum o. s. frv. (Tíminn, 27. apríl) Jónas tók að sér niðurskurðinn. En hann túlkaði þennan þingvilja, sem mun fremur hafa verið látinn í ljós með hvíslingum en opin- berri ályktun samkvæmt lífs- skoðun sinni. Hann leit á all- an skoðanamun við sig sem uppreisn gegn mannfélaginu. (Þar sem „þeir sterkustu" eiga að ráða) og smellti með skemmri skírn kommúnista- nafni á hvern þann mann, sem honum var í nöp við. „Það er ég, sem ræð því hverjir eru Gyðingar“ — er haft eftir ein um af leiðtogum nazista í Þýzka landi. Með þessari aðferð eru því engin takmörk sett hvar gerræði Jónasar getur komið niður.“ Sigurður tilgreinir því næst mörg skrif Jónasar úr Timan- um, þar sem bent er á að lista- menn hafi margt gott þegið úr lófa formanns menntamálaráðs; menn eins og Einar Benedikts- son Ásmundur Sveinsson, Jón Þorleifsson, Kjarval og Gunn ar Gunnarsson. Sigurður Nor- dal heldur áfram: „Jónas Jónsson ætlar sjer með þessu framtali góðverka sinna að sannfæra samtið sina um vanþakklæti listamanna, búa ævisögu sína í hendur framtíðinni, helzt sveigja lista- mennina sjáHa til betra hugar- fars. Vera má, að það fyrst talda lánist við lithsigldustu lesendur hans. Annað atriðið fer alveg í handskolum. Sagn- fræðingar framtíðarinnar munu vera fullir tortryggni, er þeir lesa Tímann. Þeir munu finna að það er broslegt grobb að J.J. hafi „tekizt“ að útvega Einari Benediktssyni skálda- laun. Þeir munu skilja að Gunn ar Gunnarsson er enginn ó- reiðumaður sem þarf að svindla út lán til handa „fyr- ir heppilega málafylgju“. Þeir munu athuga, hverjum mönn- um hefur verið veitt sama stig fálkaorðunnar og Gunnari, og telja það mikinn þegnskap af þessum mikla rithöfundi að vilja hækka gengi orðunnar með því að þiggja hana. Þeir munu rannsaka sögu 120 krón anna, sem Jónas „gaf“ Jóni Þorleifssyni, eftir að hann hafði gleymt að borga honum mál- verk, sem hann hafði keypt.“ Jónas heldur orrustunni áfram í Tímanum sunnudaginn 31. maí 1942, og þar hljóðar fyrir sögnin svo: „Þegar Nordal missti af sínum strætisvagni.“ Þar er minna rætt um sjálft deilumálið en þeim mun meira af persónulegum vígaferlum. Jónas segir meðal annars svo: „Ef ádeila Nordals á mig er færð í almenn rök, er hún á þessa leið: íslenzka þjóðin er skipt í tvo hópa. Sumt fólk er menntað. Það hefur gengið svipaða námsbraut og Nordal. Allt annað fólk er ómenntað, af því að það hefur litla eða jafnvel enga skólagöngu. Stétt Nordals myndar í hans augum nokkurs konar samfélag heil- agra. Hitt fólkið er undirheima verur. En þó að Nordal og sálu félagar hans tali á þessa leið, þá vantar þá allt öryggi í trú sína. Ef ég hefði fundið til öfund- ar gagnvart stétt Nordals eins og hann gerir ráð fyrir, mundi ég vafalaust ekki hafa skipt mér af þessum málum. Ég hefði ekki hirt um að skapa sam- keppni milli tveggja mennta- skóla. Ég mundi hafa látið mér í léttu rúmi liggja þó að menn, sem eru búsettir utan Reykja- víkur, væri útilokaðir frá em- bættisnámi. Ég myndi ekki hafa hirt um þó börn Morg- unblaðsmanna í Reykjavík hrindu niður úr berklum í hinni vanræktu menntaskólabyggingu. Nordal gerir Alexander Jó- hannesson að upphafsmanni há skólabyggingarinnar. Nú veit Nordal mjög vel að Alexand- er er frægur fyrir vöntun á hæfileikum, með þunna dokt- orsgráðu frá Þýzkalandi, þunna frammistöðu á málfræðifundum ytra, þunnan smekk í bók- menntum, svo sem ljóð hans sýna, og almenna þynnku á öllum sviðum sálarlífsins, nema helzt að því er snertir fjár- brask svo sem aðgerðir hans í Dungalsliðinu sínu. . . Nordal er búinn að rita út af frumhlaupi sínu á hendur menntamálaráði allmargar greinar í Morgunblaðið. Þær hafa allar verið viðvaningslega skrifaðar og nálega eingöngu lausalopa vefur um þá mörgu galla og ávantanair sem hon- um þykja vera í fari mínu. Þetta er að vissu leyti erfitt verk. í aldarfjórðung hefur fjöldi manna unnið á föstu kaupi við að leita að ávirð- ingum mínum. Þetta starf hef- ur orðið einskonar atvinnubót fyrir þá sem vinna við blöðin. Fyrir mig hafa þessar árásir orðið arðsamar eins og löggilt happdrætti. Öll þau kynstur ósanninda, sem borin hafa verið á borð fyrir þjóðina, hafa í framkvæmdinni orðið mér til hins mesta léttis við störf mín“. Þrátt fyrir Alþingiskosning- arnar og margar langar grein- ar um frambjóðendur og fleira gefur Jónas sér tíma til þess að skrifa eina greinina enn um deilumálin við listamennina og Nordal. Sú grein heitir: Raunaleg lierferðarlok og birt- ist sunnudaginn 21. júni 1942. Ég enda með því að grípa niður í þessa grein, vegna þess að þar gerir Jónas grein fyrir málinu í heild frá hans bæjar- dyrum séð. „Hernaðiarsaga klessulistar- innar hér á landi er nokkurra ára gömul. Eftir fyrra stríðið flaut alda úrkynjunarlistar yf- ir Danmörku. Þá komu hingað til lands fáeinar manneskjur frá Danmörku, sem voru gegn- sýrðar af lífsstefnu aldaloka- þreytunnar. Þetta fólk myndaði klíku, sem bjó um sig í skjóli við eitt af blöðum bæjarins. Þetta nýstárlega fólk leit með afbrýðisamri gremju á list Ein- ars Jónssonar, Ásgríms, Kjar- vals og Ríkharðar. Allir þess- ir menn höfðu að vísu numið í Danmörku og viðar, en héldu í fyllsta máta þjóðareinkenn- um sínum. Hin dansklundaða klíka þoldi ekki þetta þjóð- lega sjálfstæði, enda höfðu danskir úrkynjunarmenn alltaf andað kalt að list Einars Jóns- sonar..... Hér var í fyrstu um opin- bera mótstöðu að ræða gegn stefnu klessumálara í mynda- gerð og höfunda, sem störfuðu í anda Rússa. En meðfæddur smekkur fólksins bjargaði þjóð inni furðanlega gagnvart báð- um þessum hættum. Fáir menn vildu eiga klessulist í heimil- um sínum og fáir kaupa níð um land og þjóð, þó það væri fram reitt í austrænan búning..... Það varð hnignunarstefnunni til happs að ómenntaður fjár- brallsmaður taldi sér hag í að gera liðsmenn úrkynjunarinn- ar að þjónustumönnum sínum til hjálpar í margskonar fjár- aflastarfsemi. Upp úr því réð- ist það að Sigurður Nordal, kennari í íslenzkri bókmennta- sögu, gerðist fyrir ríflega auka borgun, fastur áróðursleiðtogi fyrir þessa nýstárlegu hreyf- ingu...... Úr því Nordal og lið hans vildi ekki þreyta rök um mál- stað sinn, afréð ég að láta verkin tala. I páskavikunni hafði ég sýningu fyrir þing- menn á klessumálverkum eftir hina ungu liðsmenn kommún- ista. Auk þess var Þorgeirs- boli þar, sem talandi tákn um afleiðingu þess að láta lista- menn velja sjálfir myndir. Enginn þingmanna mælti bót fyrir stefnu, sem fram kom í myndum þessum. Fékk ég nokkurt ámæli hjá sumum þeirra að sýna svo ljóta og leiðinlega hluti í virðulegu húsi. Eftir nokkra daga var sýning- in flutt í sýningarglugga á fjölförnum stað í bænum. Þús- undir manna flykktust að sýn- ingunni á öllum tímum dags. Voru dómar manna, nema kommúnista og nokkra persónu legra kunningja Nordals, svo sem annars af ritstjórum Morg unblaðsins, mjög á sömu lund Framhald á bls. 12. 5. maí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.