Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 12
HORFT UM ÖXL Framhald af bls. 9. eins og þingmannanna. Flestir sögðust ekki vilja hafa þess konar skrípamyndir í sínum húsum. Sumir fullyrtu jafn- vel að kolakjallarar þeirra væru of virðuleg heimkynni fyrir þessa furðulegu gripi. Ég vildi ekki skilja við sýningar- gesti með óbragð í munninum og lét þess vegna sýna á sama stað nokkrar af beztu myndun um, sem landið á. Var þessari sýningu mjög fagnað. Skyldu menn nú fullkomlega að hér var barizt um tvö mjög ólík stefnumörk í listinni. Annars vegar var ljótleikinn tignaður en hins vegar sjálf fegurðin. Engin listsýning í höfuðstaðn- um hefur hlotið jafn mikla að- sókn og umtal og enginn gert jafnmikið gagn. Bölsýnisstefn- an hefur aldrei orðið fyrir öðru eins áfalli eins og þegar feg- urð og ljótleiki töluðu til skipt ist úr glugga Gefjunnar til það mál verður ekki fjallað hér. Síðari bréfaskipti þeirra Sig urðar Nordals og Jónasar snú ast meir um háskólann, eftir að Jónas skrifaði grein í Tímann: „Dungal lýgur í blýhólk." Um það mál verður ekki fjallað hér Brautryðjendur í nútímalist gátu ekki fengið sterkari for- svarsmann en Sigurð Nordal. Bréfaskipti þeirra Jónasar eru rif juð hér upp vegna þess að þau vöktu mikla athygli á sínum tíma, og danskur maður, sem hér var á ferðinni þetta árið, varð forviða þegar hann sá eina af Morgunblaðsgrein- um Nordals festa upp á vegg á bæ fyrir norðan. Jónas var lengi búinn að vera hinn mikli vígamaður með pennann að vopni og það var vitaskuld nýjung að hann ætti við mann, sem stóð honum fyllilega á sporði og gaf honum ekkert eftir. Greinar Jónasar eru bitrari og miskunnarlausari. Aftur á móti hefur Sigurður ákveðna samúð með andstæðingi sínum, vegna þess að honum hafði fundizt hann vera viðfelldinn og gáfaður ungur maður, enda þótt leiðir skildu síðar. Hitt er svo annað mál að þótt þeir Sigurður og Jónas hefðu báðir lagzt á eitt um að kveða „kíessumaiverKnr* og aðra nútímalist í kútinn, hefðu þeir tæplega haft erindi sem erfiði. Þeir Þorvaldur Skúlason, Jón Engilberts, Gunnlaugur Scheving og Jóhann Briem hefðu ekki látið það á sig fá, hversu snjallar sem slíkar mara þonræður hefðu orðið bók- menntalega séð. Þær hefðu naumast breytt neinu um fram- rás myndlistarinnar. Sú fram- rás lítur sérstökum lögmálum, sem fæðast í fyllingu tímans, og mótmæli eða ófrægingarvið- leitni valdhafa fá engu breytt þar um. G. S. LANDSPRÓF Framhald af bls. 2. við erum hér. Með þessa staðreynd fyrir augum virðist skynsamlegt að af- nema ekki prófin algerlega, nema að undangenginni vísindalegri tilraun með hæfilega stóran og fjölbreyttan nem" endahóp, enda leiddi sú rannsókn þá skýrt í ljós yfirburði hins próflausa skipulags. En meðan prófum er haldið í ein- hverri mynd, þarf að vanda til þeirra eins og nútíma þekking veitir framast tök á, svo að hvert ungmenni fái að njóta hæfileika sinna í viðeigandi námi og starfi. í því skyni virðist mér æski- legt, að námsáfanginn undir inngöngu- próf í menntaskóla, í því formi, sem stungið var upp á hér að framan, hefj- ist ári fyrr en nú er og taki tvö ár. Það nám á að vera rúmt inngöngu og unglingunum veitt tóm til að átta sig á námskröfum og kennsluskipan, sem eru aðrar en þeir vöndust í barnaskóla. Með þessu lagi yrði vinnuálaginu und- ir prófið dreift á lengri tíma, en eins og nú horfir ofbýður áreynslan í lands- prófsbekk þreki sumra nemanda, sem þó eru góðum gáfum gæddir. Lenging undirbúningstímans hefði ýmsa kosti í för með sér. í fyrsta lagi myndu kennarar kynn- ast betur námsgetu og ástundun ungl- inganna en almennt gerist í námi und- ir unglingapróf, því að björgulega gefna nemendur kostar það próf litla áreynslu Fyrra árið yrði hópurinn nokkru sund urleitari en nú tíðkast í landsprófs- bekkjum, en um leið gefst aukið svig- rúm til að uppgötva unglinga, semhafa ágætar gáfur án þess að vita um það sjálfir. Hins vegar hlyti lika ósjaldan að koma í Ijós seinfærir unglingar, sem ekki réðu við námið. Þeir nytu þó nokkurrar örvunar, sem verður í sameig inlegu námsstarfi með greindari ungl- ingum, en eftir fyrra árið þyrfti að beina þeim inn á námsbrautir, sem þeim hentuðu betur. Skipanin öll á að miða að því, að sem flestum þeirra ung- menna, sem virðast vonlaus með öllu að ná landsprófi, sé í tíma opnuð fær leið til áframhaldandi náms á öðru sviði. Enginn má þó banna að freista próf- gæfunnar. í öðru lagi. Með lengingu kynningar- tímans fá kennarar betra ráðrúm til að veita þá handleiðslu, sem unglingar þarfnast í námi. Tómt mál er að tala um handleiðslu, þegar kennarinn þreyt- ir kapphlaup við tímann um að komast einhvern veginn yfir námsefnið. Ungl- ingar hafa margvíslega þörf fyrir hand- leiðslu, m.a. vegna persónulegra vanda- mála, sem tengd eru þróun þeirra sjálfra heimilisástæðum eða framtíðarhorfum. Þessi þjónusta varðar miklu fyrir náms gengið. Persónulegur vandi nemandans liggur ekki hlutlaus utan við námið, heldur grípur truflandi inn í áhuga, einbeitningarhæfni, námsþrek og fram- tíðarhorf. Á hinn bóginn er svo náms- vinnan sjálf. Margur unglingur kann ekki góð tök á henni, þó að ekki skorti gáfur. Greindur unglingur spillir stund um námi sínu með óhagkvæmum vinnu- brögðum. Lipur kennari á að geta leið- rétt þetta, áður en í fullt óefni er komið, en hann þarf til þess tóm og hentugar aðstæður. f þriðja lagi má nefna, þótt það fel- ist raunar í handleiðsluhugtakinu, að sú lenging tímans, sem ynnist með því að byrja landsprófsundirbúninginn ári fyrr en nú er gert, veitir tök á nákvæmari skipan námsstarfsins en nú tíðkast almennt — bæði að því er snert- ir skiptingu námsefnisins í hæfilega Istarfsáfanga eða annir og jafnframt innskot stuttra skyndianna, eftir því sem í ljós kemur, að nemendur þarfn- ast þeirra. Slíkir nemendur kunna að vera aðeins fáeinir og upprifjunartím- inn þarf ekki að vera langur, en hann má alls ekki vanta. Ég kalla þessa inn- skotskennslu lelkniönn. Henni er ekki ætlað að koma í veg, fyrir, að óhæfir nemendur falli á prófi, en hún á að varna því að gáfaðir unglingar falli vegna misjafns undirbúnings undir landsprófsáfangann, stundar mistaka eða veikindafrátaka. Eins og málum er skipað nú, kostar viðaukanámið heilt ár, eftir að nemanda hefir mistekizt á prófi, og samkvæmt könnun minni á landsprófinu verða ófáir unglingar í annað sinn undir hinu tilskilda ein- kunnamarki. Þessi tímasóun er svo ó- hagkvæm, að erfitt er að nefna ástæð- ur, sem réttlæti hana. Virkari hand- leiðsla og hugkvæmari námsstjórn gætu dregið verulega úr slíkum mistökum. Hvar hefir það eiginlega verið sann- að, að allir nemendur ættu að komast af með nákvæmlega sama kennslustunda fjölda? Að mínum dómi ber skólanum að veita nauðsynlegustu viðaukakennslu í stuttri upprifjun eða leikniönn, sem efnt yrði til samhliða almenna náminu, þegar þörfin segði til sín, en þó helzt í tengslum við greinileg áfangaskil í námi. Leikniönn er ætlað að tryggja það, að mikilvæg atriði, sem nauðsyn- leg eru til áframhaldandi þátttöku í námi, fari ekki alveg fram hjá skiln- ingi neins af nemendunum. Ef kennari verður þess var, að 2—3 af nemendum hans hafa misst af mikilvægum atrið- um í námsgreininni, þá mun honum varla verða rótt að kenna þeim áfram eins og ekkert hafi í skorizt. Eftir því Framhald á bls. 14 Leitin að höfundi Njálu Framhald af bls. 4. á Keldum tengdamóður sinnar, eignir og goðorð Þórðar kakala í Eyjafirði. Hefir þar á meðal verið Laufæsinga- goðorð." Skoðun Barða er þarna sú, og hefur hún ekki enn svo vitað sé, verið fræðilega véfengd, að með kenn- ingu sinni um uppruna nefndra goð- orða tvöfaldi Njáluhöfundur gildi þeirra við úthlutun sýsluvalda. Og athyglis- vert sé það, að Þorvarður Þórarins- son og nánustu venzlamenn hans hafi átt goðorðin og keppt við aðra höfð- ingja um völd bæði í Eyjafirði og Rang- árþingi. Og er þá hér komin fram fyrsta ástæðan fyrir því að Barði Guð- mundsson hugði Þorvarð Þórarinsson höfund Njálssögu. Þess skal þá geta hér að komið hefur fram mótbára gegn Þorvarði sem höf- undi sögunnar vegna þess að hann hljóti að hafa verið meiri lagamaður, eða betur að sér í hinum fornu lögum en Njáluhöfundur hafi verið, Hve mikill lagamaður Þorvarður hafi verið er kannski örðugt að segja með nokkurri vissu. Geta má þó þess, að hann og þeir bræður Þórarinssynir tóku ungir við mannaforræði að föður sínum látnum, Þorvarður um tvítugt. Það var árið 1248 og viku þeir bræður, segir sagan, öllum sínum málum undir Þórð kakala á alþingi, en voru honum annars í engu bundnir. Um það leyti, hafði Grágás (Konungsbók hennar) enn ekki verið í letur færð. Telja má þvi, að nokkurn tima muni Þorvarður hafa þurft svo ungur að árum, til þess að kynna sér eða komast niður í lögum þeim sem þá giltu. Ætla má þó að undir lok þjóð veldisins hafi hann verið orðinn með beztu lagamönnum, þó tæpast sem Sturla Þórðarson, hvort sem hann muni hafa byggt þekkingu sína á Grágás eða öðrum lagabókum sem ekki eru nú kunnar. Því hefur verið haldið fram og það sjálfsagt með réttu, að mjög gæti á- hrifa norskra laga á lögfræðileg efnis- atriði Njálu. Árið 1271 lét Magnús kon- ungur lagabætir semja lögbók fyrir ísland sem nefnd var Járnsíða og er enn til. Annálar geta þess að konung- ur hafi sent íslendingana Sturlu Þórð- arson og Þorvarð Þórarinsson upp með lögbókina. En ætla má þó með miklum líkindum, að þeir hafi beinlínis verið kvaddir utan á konungsfund til þess að taka þátt í samningu bókarinnar fyrir hönd íslands. Ólafur prófessor Lárus- son segir í riti sínu „Lög og saga“ að efni hennar hafi að mestum hluta ver- ið tekið eftir norskri lögbók samdri um sama leyti fyrir Noreg. En þó sé sú bók ekki eina heimild Járnsíðu, þar hafi Grágás einnig verið notuð og tek- ur það af allan efa um það, að íslenzkir menn hafa um bókina fjallað. Einar Ó. Sveinsson segir líka í formála Njálu— útgáfu sinnar að sr. Arngrímur lærði segi það berum orðum í riti að Sturla og Þorvarður hafi samið Járnsíðu og hafi hann þá þekkt heimildir fyrir því sem nú eru glataðar líklega Magnús- sögu lagabætis. Ekki þarf að draga það í efa, að Sturla Þórðarson hafi verið einhver allra bezt andlega menntaður maður sinnar samtíðar á fslandi um sína daga. Það þarf því enga undrun að vekja þótt jafn gagnmerkur maður og Magnús konungur veldi hann til þessa starfs. Það þarf því heldur ekki að efa það, að hinn aðilinn Þorvarður Þórar- insson, sem fyrir valinu varð hefur einnig verið þekktur að yfirburða hæfileikum, þótt heimildir um það séu nú ekki þekktar. Árið 1276 skrifaði Þorvarður Þórarinsson, sem valdsmaður konungs á fslandi Magnúsi konungi embættisbréf, sem stuttir kaflar eru varðveittir úr í Árna sögu biskups. Um það segir Dr. Björn Þórðarson í bók sinni „Síðasti goðinn“ „Það hefur reynzt að vera á 20. öld elzta sönnunargagn fyrir ríkisréttindum íslands yfir Gamla sáttmála." Það er ekki um að villast, að það er islenzka ríkið, sem um er rætt í bréfinu. Þetta ríki er hin sam- einuðu goðaríki í hendi konungs. Eng- inn íslendingur var bærari um að skilja til hlítar hvað gerzt hafði en Þorvarð- ur Þórarinsson. Orð síðasta goðans 13 árum seinna vitna það, að íslenzka rík- ið stóð, þótt stjórnskipulaginu væri breytt.“ Allar bækur munu að miklu leyti vera samdar fyrir samtíð höfunda þeirra. Þar er Njálssaga ekki undanskilin. Miklar likur benda til þess að skoðun Barða Guðmundssonar sé rétt, að lögfræðin og lagaformálar allir séu þangað komnir með hliðsjón af valdastreitu höfðingj- anna á síðari hluta 13. aldar. Um 1271 er Staðarhólsbók Grágásar talin færð í letur. Um sama leyti komu sendimenn Magnúsar konungs til landsins með Járnsíðu og tók hún gildi upp úr því. Upp úr 1280 er Njálssaga talin skrifuð. Hverskonar ástand var þá ríkjandi í landinu um lög og rétt er bezt að vitna til orða Dr. Björns Þórðarsonar þar sem hann segir varðandi bréf Þorvarðar ár- ið 1276. „Þjóðveldislögin eru úr gildi gengin og ný lögbók næsta ófullkom- in er komin í þeirra stað fyrir fáum ár- um. Við hliðina á þessari nýju löggjöf konungs og alþingis er hinsvegar rutt inn í landið með kynngikrafti kirkju- legri löggjöf á mörgum sviðum, sem kölluð eru guðslög, er standi í öllum greinum ofar hinni ef ágreiningur er.“ Slíkur var þá sá lagagrundvöllur sem þjóðskipulagið hvildi á fyrir og um það leyti sem Njálssaga var skráð. Verður nú með sanni sagt, að nokkur hafi haft meiri yfirsýn um tímabilið frá 1262 en sjálfur Járnsíðuhöfundurinn, höfðinginn Þorvarður Þórarinsson. Og hver var líklegri til að hafa ritað söguna við þær aðstæður sem nú hefur verið lýst. Að hann hafi vantað til þess andlega mennt er algerlega órökstutt og stað- lausir stafir. Niðurstaðan af því sem fram hefur verið fært í grein þessari verður því sú, að það sem hér hefur verið fjallað um lagameðferð Njálu virki jákvætt varðandi þá eggjandi spurningu hvort Þorvarður Þórarinsson sé höfundur sögunnar. Sigurður Sigurmundsson. Hvítárholti. Framkv.stJ.: Sigfús Jónsson, Ritstjórar: SlgurSur Bjamason frá Vlgur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísll Sigurösson. Auglýsingar: Árnf GarSar Kristinsson. Ritstjórn: ASalstræti 6. Simi 22480. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík 5. imiai 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.