Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 14
LANDSPRÓFIÐ Framhald af bls. 12. sem tök eru framast á, verður hann að reyna að sinna þörf þeirra. En kennsla hans fyrir hópinn í heild leyfir honum aðeins lítið frávik vegna einstakra nem- enda. Þeir eiga samt ekki að missa rétt sinn til þeirrar fræðslu, sem þeim er nauðsynleg til skilnings á því námsefni, sem verið er að kenna í svipinn eða framundan er, ekki heldur þó að hún hafi verið veitt bekknum í heild mán- uði fyrr. Fyrir tilviljunarkennd atvik, m.a. veikindafjarveru, getur fullvel gef- inn unglingur misst af samhenginu í örðugri námsgrein, svo að hann megni ekki að vinna það upp á eigin spýtur, viti jafnvel ekki sjálfur, hvað hann vantar. Mér er kunnugt um mjög gáf- aða nemendur, sem orðið hafa fyrir þessu í landsprófsbekk. Slík mistök eru til þess fallin að raska heilbrigðu sjálfs trausti unglingsins. Skólinn verður að sýna nauðsynlegan sveigjanleika til þess að vernda unglinga frá slíkum óverð- skulduðum skakkaföllum. Leikniönnin, fáeinir upprifjunartímar innan skólans fyrir litla hópa væri markverð viðleitni í þessa átt, en hún er þó aðeins einn þáttur í innri námsstjórn skólans, sem allir nemendur þarfnast. Þetta eru aðeins örfá dæmi um atriði, sem falla undir handleiðslu og innri námsstjórn, ef upp yrði tekin í tengsl- um við þá kennsluaðferð, sem mest tíðkast hér á landi, hópkennsluna. Ýms- ar aðrar náms- og kennsluaðferðir kref j ast miklu víðtækari handleiðslu, en það mál verður ekki rakið hér. Innan þess- ara marka væri handleiðsla vel fram- kvæmanleg og án verulegs kostnaðar- auka, ef undirbúningur að landsprófi hæfist ári fyrr en nú er og tvö árin notuð til kennslu og rækilegrar athug- unar á hæfni unglinganna til áfram- haldandi náms. Eitt ár markar af þröngt svigrúm, bæði fyrir nemendur og kenn- ara. Af því leiðir ofhlaðna stunda- skrá, pressu og hraða, sem unglingur á mótunarskeiði þolir illa, þó að hann sé góðum gáfum gæddur. Lengri tími veit- ir meira tóm til íhugunar og tryggir betur rétta prófniðurstöðu. En vel þarf að varast að einangra landsprófshópinn um of frá öðrum nemendum. Það á að standa sem flest- um opið að reyna þar hæfni sína. Ef fyrra árið virðist skera til fulls úr um það að ákveðinn unglingur reynist ekki fallinn til æðra náms, fær hann að hverfa úr landsprófsbekk um vorið, en þá með sitt fullgilda ungiingapróf. Á sama hátt á nemendum með unglinga- próf bóknámsdeildar að vera heimil inn- ganga í hóp seinna landsprófsársins, ef undirbúningur virðist nægur. Þetta frjálsræði gagnvart sérstöðu og mögu- leikum einstaklingsins má raunar aldrei hverfa úr íslenzkri skólahefð. Inngöngupróf í æðri menntastofnun markar örlagarík tímamót í lífi margs ungmennis. Menntun, sem á að vera meira en nafnið tómt, krefst jafnframt allmikilla námshæfileika. Vandi ungl- inga mun ekki leysast, heldur aukast ef menn loka augum fyrir þessu. Hitt ber vitanlega að varast að leggja of þröngan skilning í hæfileikahugtakið, að öðrum kosti verður prófið blint á fíngerðar gáfur og frjóar. Einstakling- urinn á óskoraðan rétt til að öðlast þá menntun, sem bezt hæfir gáfum hans, og þjóðfélagið sjálft á velferð sína að miklu leyti undir því, að þeim rétti sé fullnægt. Þess vegna ber að vanda svo sem framast má verða til þess úrskurð- ar, sem kveðinn er upp um hæfni ungl- inga til æðra náms. Fyllilega óskeikull verður sá úrskurður ekki, til þess er manneðiið of margbrotið. En ef við neytum við uppkvaðningu hans allrar þekkingar, sem nútíminn ræður yfir og að haldi má koma, þá ættum við að geta beint hverju einstaklingstilbrigði hæfileikanna inn á viðeigandi mennta- braut. A erlendum bókamarkaði The Last Years of a Rebel. A Memoir of Edith Sitwell. Elizabeth Slater. The Bodley Head 1967. 30- Edith Sitwell var 69 ára gömul, þeg- ar hún bauð Elizabeth Slater starfa hjá sér sem einkaritari. Starf hennar varð mun viðameira þau næstu átta ár, sem þær unnu saman, allt til láts Edilhar. Elizabeth varð náin vinkona hennar, trúnaðarvinkona og stuðningskona í hvívetna. Myndin sem höfundurinn dregur upp af vinkonu sinni er per- sónuleg og óformleg, það er mynd þeirr- ar Edith Sitwell, sem hún þekkti. Sit- well var mjög í sviðsljósinu, svo að ýmsir fjandmenn hennar töldu, að frægð hennar myndi vara svo lengi sem aug- lýsingaljósin lifðu, aðrir töldu hana til beztu skálda sinnar tíðar. Edith naut þess að koma upp á sviðið og leika og fhún gerði það mjög vel. Höfundur lýsir líka annari hlið hennar, öryggis- leysi og vanmati á eigin verkum. Þetta er hlý og geðsleg persónulýsing og einnig mjög skemmtileg. Mörg skáld og listamenn koma hér við sögu og sam- skiptum skáldkonunnar við þá er lýst á lifandi og ferskan hátt. ILMURINN ÚR Framhald af bls. 7 til þess að nýta tímann. Ekki svo að skilja að hann standi alltaf við. Mál- verk er erfiðara verk en margur hygg- ur að óreyndu. Flestir eru búnir að fá nóg eftir þrjá tíma í lotu- En það er misjafnt, hvenær menn vinna bezt. Val- týr notar morguninn, en krítiserar verk sitt gjarnan seinnipartinn. Hann ætti að hafa æfinguna í því. í viðtali í Morg- unblaðinu fyrr á árum, kvaðst hann vera bullsveittur við að afla sér óvin- sælda. Með krítikinni auðvitað. Ætli hann sé ekki búinn að skrifa krítik um flesta þá málara, sem sýnt hafa uppá síðkastið. Það er öðrum störfum vanþakklátara og ósjálfrátt býst ég við, að hinn almenni sýningargestur geri meiri kröfur til þess málara, sem jafnframt skrifar gagnrýni í blöð. Valtýr Pétursson er löngu kominn á þá skoðun, að listin sé vinna: hann veit að það hrekkur skammt að ganga skringilega til fara og safna alskeggi. Hann bíður ekki eftir „inspírasjón": hún kemur af sjálfu sér í heimsókn, en því aðeins að maður vinni og vinni. Það er ástæða til að fagna þessari vorsýningu Valtýs; þetta er heilsteypt og sterk sýning og þó eru þar furðu- lega ólí'k verk. En einmitt það gerir myndlist Valtýs forvitnilegri: hann stendur, gæti ég trúað, sterkari eftir þessa sýningu en áður. Gísli Sigurffsson. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. mtai 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.