Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 16
L “^^4^ SP UPP' Hflf- 1Ð KVeT yHFU H<zey- KNI ned- tSUR. ^Tfí „aM ■ '•pTr' y/ £dpm<i / Hod~ Uhú' RP- 0^ . IHd untfí- TEÐUÍt N / Klúk lMt* uÁrit MIÍK- UMNHR V LJÚKfl 01? rtqfi k> '*?k f 1 IV <£ T-fl ' , • í \reie>m? FX. Rl rr \f 1 ri- :pa- fíFICO- taeuD- MR r% ú t íKfll/S 7Z ö U i±, FIK.LI- EiFiutt 'MHTR fPjL \/ Fi rtfl sf i £> Fe- L- £4 mm TEMPi uiic,- dft ífí L ff- w fisy V, K£L Mót>n FvlZ- UfíFN 2 m rREíifi SPöTt P'fr- MMRíR Kecn mw K»eu- 1>ÝK. OR- KVEWfí KEIUA/ 5rR- flUM- JHh I/ÍUORD KhíETr- 1R CkUKU' méti Suttp Höf- «£> - FfíT KlPPS HoRF*- IR H !m'r- o ÍU-uM WeítiR V RUK Hm th mca 'Wi'ri Föt- RHUfí MýRI RöQV- /Kfi ÍKtLfí- -B rS Lfíti 0 ÍLtp. isr, tfíftm- HHFtt ' Kl/eic- /Mfl J>l6uR IOKBÐ flSF®- i w<; — Lfíll o/cöae • Yt ER- ÖLO- \ N RUW Ci/ÍT • - í |etíKfl •+ ■ ki-i m- B ovR) VELT1 LtClLfí C\UQ 2eins lft7pP- PIR m ; L Vestur S. D-6-4 H. D-7-3 T. Á-K-7-5 L.7-4-3 Norfcur S. G-10-8-3 H. 8-6-2 T. G-6-3 L. Á-9-8 Austur S. 5 H. K-5-4 T. D-10-9-8-2 L. 10-6-5-2 Su'ð'ur S. Á-K-9-7-2 H. Á-G-10-9 T. 4 L. K-D-G Hér fer á eftir skemmtilegt en mjög venjulegt spil, sem margt má læra af. Suður er sagnhafi í 4 spöðum, Vestur lætur út ás og kóng í tígli- Hvernig á sagnhafi að spila spilið? Spilið á að spilast þannig: Sagnhafi trompar tígul Wbng, tekur spaða ás og þar sem spaða-drottning fell ur ekki í lætur hann út spaða 7 og ætl- ar þannig að gefa strax slag á spaða en fá í staðinn innkomu í borðið. Vestur drepur með spaða-drottningu lætur enn út tígul, sem sagnhafi tromp- ar heima með spaða kóngi. Sagnhafi læt ur næst út spaða 9, drepur í borði með gosa, og lætur út hjarta, drepur heima með gosa og Vestur fær slaginn á drottn inguna. Nú er sama hvað Vestur lætur út, sagn hafi kemst alltaf inn í borð, og lætur út hjarta og svínar heima. Ef það heppn- ast þá vinnst spiiið. ra Á forsíðu þessa blaðs er gagn- merk grein eftir dr. Matthías Jón- asson um landsprófið. Allsnarpar umræður hafa átt sér stað að und- anförnu um landsprófið og frœðslu kerfið. Slíkar umrœður eru mjög gagnlegar og sýna, að við eigum menn, sem hafa dirfsku til að horfa frarn á við. 1 þessum umrœðum hefur verið bent á, að harðasta íhaldið í þessum efnum muni í skólunum sjálfum og sé það rétt, þá er alvarleg meinsemd þar sem sízt skyldi. Frá gamalli tíð hefur sú skoðun verið rótföst hjá okkur, að offjölg- un geti orðið í hópum mennta- manna. Þess vegna þurfti að koma upp þröskuldum á menntavegin- um. Hér á Islandi áttu menn að draga þorsk I úr sjó, eða gera eitthvað, sem almennt var talið gagn legt í anda I þeirrar kenn- ■ ingar, að bók- vitið verði |1 ekki látið í I askana. III Á fáeinum áratugum hef ur veröldin gerbreytzt svo, að eng- in fjárfesting jafnast á við þá, sem lögð er í menntun. Forustuþjóðir heimsins leggja allt kapp á, að sem flestir hljóti œðri menntun, en Rúss ar og Bandaríkjamenn munu þó vera í sérflokki hvað þetta snertir; hjá þeim leggja 40% allra ung- menna stund á einhverskonar fram haldsmenntun. í erindi, sem Jónas Haralz hélt nýlega og birtist í Morgunblaðinu, vakti hann athygli á því, að aukn- um hagvexti mundi fylgja, að lœgri tiltala fólks ynni við frum- atvinnuvegina, landbúnað og sjáv- arútveg. Þeim mun fleiri mundu þess í stað vinna við ýmiskonar úrvinnslu og iðnað. En til þess að svo geti orðið þarf gagngeran undirbúning og her- skara af sérmenntuðu fólki. Og kannski kreppir skór frœðslukerfis- ins hvergi óþyrmilegar að en ein- mitt þarna. Það er fyrirsjáanleg vöntun á tœknimenntuðu fólki nú á þessari miklu tœkniöld. Það er tal- að um, að sama sé uppi á teningn- um í gamalgrónum menningarlönd- um eins og Bretlandi og Þýzka- landi. 1 þessum löndum og raunar víðast í Vestur-Evrópu sjá menn, hvernig Bandaríkjamenn leggja undir sig markaðina í krafti háþró- aðs iðnaðar, sem byggir á þrawt- þjálfuðum starfskröftum. Þessi gömlu iðnaðarlönd tala um tœkni- skarðið, „The technical gap“, sem þarna hefur myndazt og það hef- ur verið sagt í gamni, sem auðvit- að fylgir talsverð alvara, að menn byrji daginn á því að raka sig með Gillette rakblaði, bursti í sér tenn- urnar með Colgate tannkremi, aki í vinnuna á Opel eða Taunus eða Vauxhall, sem General Motors og Ford eiga. Og þannig gengur sagan áfram: Bíllinn gengur fyrir Esso benzíni og á skrifstofunni er unn- ið með Remington ritvélum eða rafeindaheilum frá IBM. Heima fyrir ryksugar frúin með Hoover ryksugu og saumar á Singer saumavél svo eitthvað sé nefnt. Fyrir utan kapphlaupið um eyð- ingarmátt hergagna, er á fáum sviðum kostað eins miklu til og hjá flugvélaverksmiðjunum, sem bjóða sífellt hraðfleygari farþegavélar. Það vill svo til að Bretar og Frakk- ar ná með sameinuðu átaki forust- unni í nokkra mánuði. En Con- cordan þeirra verður í mesta lagi búin að fljúga með farþega um loftin blá á tvöföldum hraða hljóðs- ins, þegar amerísku verksmiðjurn- ar Boeing og Lockheed geta boðið mikllu hraðfleygari og fullkomnari þotur. í Bretlandi er mikið rœtt um „The brain drain“; það er, að tœknimenn og hverskonar sér- menntaðir menn flytja vestur um haf, þar sem betri aðstaða og hærri laun eru boðin. Bandaríkjamenn verja tifalt meira fjármagni á íbúa til rannsókna en gert er víðast hvar í Evrópu, en rannsóknir eru ásamt menntuninni, undirstaða þess, sem. síðar verður byggt á. Til dœmis má geta þess, að útvarpsfyr- irtœkið RCA varði 130 milljónum dollara í tilraunir með litsjónvarp, en sá kostnaður skilar sér nú marg- faldlega. Ef þjóðir eins og Bretar, Frakk- ar og Vestur-Þjóðverjar telja sig standa höllum fæti gagnvart tœkni- byltingu nútímans, hvað mœtti þá segja um okkur íslendinga. Vera má, að hér sé svo alvarlegt mál á ferðinni, að það verði nýtt „sjálf- stæðismál“ ef svo mœtti segja. Tœkniskólinn okkar er mjög ungur að árum og enn er hann ekki þess umkominn að útskrifa tœknifrœðinga. Það má segja að tœknimenntunin sé á frumstigi og mig grunar, að þar sé sá spotti, sem hvað rösklegast þarf að kippa í, ef ekki á illa að fara. Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.