Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Síða 1
 Andleg hreyfing frá Indlandi ryður sér til rúms í hinum vestrœnc heimi og magnast um allan helming þegar Bítlarnir og fleiri stjörnur ganga henni CYRIL DUNN: á hönd Einn af lærisveinum Maharishans í hugleiðslustöðu Nýr andlegur leiðtogi er kominn fram á sjónarsviðið í hinum vestræna heimi. Hann er frá Austurlöndum — Hindúa- munkur frá einsetuhellum Himalaya- fjalla. Hann nefnist Maharishi Mah- esh Yogi og að áliti einlægs, brezks fylgismanns lítur hann út eins og „lít- ill, indverskur Jesús Kristur“. Vitað er að hann kom fyrst til Bret- lands fyrir sjö árum, í upphafi margra ferða sinna um heiminn. í janúar 1962 stofnaði hann í London brezka deild hinnar Andlegu Endursköpunarhreyf- ingar sinnar. En þótt hann drægi þá þegar að sér þó nokkurn fjölda fylgis- manna, vakti hann enga almenna at- hygli um margra ára bil. Tilboð hans um frelsun var auglýst á smámiðum í neðanjarðar brautarstöðvum í London. Hjá flestum munu þessir miðar ekki hafa vakið annað en snögga hugmynd um einhvern nöturlegan samkomusal og fyrirlestur um dulspeki haldinn yfir dreifðum áheyrendahópi, aðallega gam- alærum kerlingum, sem mættar væru til að bera fram spurningar um Opinber- unina. En þá lyftist Maharishinn allt í einu upp á frægðarhimininn svo um munaði. Bítlarnir lýstu hann ,,guru“ eða and- legan leiðbeinanda sinn og létu taka af sér myndir með honum í Bangor, við lótusfætur Guðs. Maharishinn vakti samstundis alheimsathygli, yfirleitt fjandsamlega. Mikilhæfir gamanleikarar gerðu gys að honum í brezka sjónvarpinu. Mr. Quintin Hogg kallaði hann í háði „fliss—fakírinn" og fordæmdi það sem hann áleit ranglega vera kenningar Mah arishans, sem „draugadýrkun", og hélt uppi hetjulegri vörn í dálkum Sunday Express fyrir fagnaðarboðskap Jesú og vestrænni snilli gegn andlegri vesöld Hindúa—dulspekinnar. Malcolm Mugg- eridge, sem átti hálftíma ruglingslegt sjónvarpsviðtal við Guru-inn sjálfan, virtist einnig hneigjast til að grafa und- an áli'ti hans. En þrátt fyrir allt vakti þessi múr háðs og vantrúar fólk til vitundar um tilveru Maharishans og trúar hans og það tók að streyma til hans hvaðan- æva úr hinum vestræna heimi. Því jafn- vel þau dagblöð sem verstar bifur l;öfðu á honum gátu ekki skorazt und- an að birta boðskap hans í hinum ein- földustu megindráttum. Og í stað þess að vekja almennan aðhlátur leiddi hann í ljós þúsundir manna, sem óðfúsir voru til samstarfs nærri eins og þeir hefðu beðið eftir þessu. Hugleiðsluiðkun Maharishans hefur náð geysilegum vinsældum í Vestur- Evrópu. Uppá síðkastið hefur hún átt vaxandi gengi að fagna á Kaliforníu- ströndinni, en hún náði fyrst verulegum ítökum í gamla heiminum, einkanlega í Vestur-Þýzkalandi, þar sem nú hefur verið stofnuð um hana akademía í hafn- arborginni Bremen og meira en 200 stöðvar um gervallt landið. í Svíþjóð eru 2000 manns í Stokkhólmi og Gauta- borg eingöngu — þar af rúmlega helm- ingurinn ungmenni — sem stunda hugleiðslu. I Noregi, þar sem heildar íbúatalan er þrjár og hálf miljón, eru flokksmenn Maharishans 7000 að tölu, flest ráðsett fólk. Hjá Dönum eru eitt þúsund hugleiðsluiðkendur. f Bret- landi hafa átta eða níu þúsund manns verið vígðir. Og enda þótt hreyfing Maharishans sé nú langmest áberandi á hinum alþjóðlega vettvangi og sé starfandi í 35 löndum, eru fleiri „skól- ar“ víðsvegar um England og telur einn þeirra meðlimafjölda sinn ekki færri en 5000. Maharishinn á marga virðulega áhang endur. Eru þeir svo margvíslegir að mestu furðu gegnir. Flestum mun ef til vill finnast eðlilegt að bítlarnir hug- leiði. En hver skyldi búast við að finna forstjóra eins stærsta olíufélags okk- ar á meðal trúbræðra þeirra? Eða efna- fræðing? Og jafnvel bankastjóra? Sumir þessara framámanna eru feimn- ir við að láta bendla nafn sitt við hug- leiðsluiðkanir eða vinnuveitendur þeirra krefjast þess að þeir fari leynt með þær. En aðrir lýsa fúslega yfir fylgi sínu. Leikkonan Anna Massey hef- ur iðkað hugleiðslu árum saman. Sama er að segja um J. M. Cohen, gagnrýn- andann og þýðandann og Elizabeth Jane Harris, rithöfund, sem skrifað hefur m.a. bókina „The Beautiful Visit“ og er gift rithöfundinum Kingsley Amis. Kvikmyndaframleiðandinn Brian Tay- lor og kona hans, sem áður var prima- ballerina hjá Rambert ballettinum, iðka bæði hugleiðslu. Sömuleiðis Norbert Brainin, stjórnandi Amadeus strengja kvartettsins. Og — ef leita á inn í tízkuheim Lundúna — má telja eig- endur hinnar vinsælu veitingastofu Nick’s Diner og hárgreiðslumeistarann fræga, Vidal Sassoon. Megnið af hug- leiðslusöfnuðinum er greinilega milli- stéttarfólk. En þó er þar að finna að minnsta kosti einn ræstingamann, einn bréfbera og burðarmann á Covent Gard en — þótt þeir séu ekki í hinum eigin- lega flokki Maharishans. Hans heilagleiki Maharishinn á sér enga fortíð. Aðspurður um fyrri daga í hinu venjulega lífi, svaraði hann: ,,Sem munki ber mér ekki að hugsa eða tala um sjálfan mig eða líf mitt.“ Af ýmsum rómantízkum útgáfum, sem miðað hafa að því að fylla í þessa eyðu, má fá fram örfáar staðreyndir. Svo virðist sem hann sé 56 ára gamall og fæddur í Jubbulpore, borg í Mið- Indlandi. Á unga aldri starfaði hann annaðhvort sem skrifstofumaður í verk- smiðju einni í borginni eða stundaði nám við Allahabad háskólann, þar sem hann náði BSc. gráðu. En það er að íninnsta kosti ljóst að hann hefur snemma fengið trúarlega köllun og vitnisburður um andlega starfsemi hans er óaðfinnanlegur. í þrettán ár var hann eftirlætis læri- sveinn Shankaracharya Brahmanand í Jyotimath í Himalayafjöllunum, eins af fjórum æðstu prestum indverskra Hind- úa og verndara Kedarnath musterisins sem er einn af helgustu stöðum þeirra. Maharishi Mahesh, yogi, hinn andlegi „Guru“ Bítlanna og fleiri frægra manna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.