Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 5
Nokkur orð í tilefni sýningar ^ Kristjáns Davíðssonar í Bogasal Kristján Davíðsson ÞAR SEM LITIRNIR GLÓA Stundum skilur maður ekki, hvað það hefur verið, sem kom ungum drengjum til þess að byrja á myndlistarviðleitni hér á fyrri tugum aldarinnar. Hvað hef- ur það verið til dsemis vestur á Pat- reksfirði, sem kveikti þessa löngun í brjósti Kristjáns Kavíðssonar. Hann fæddist þar, þegar fyrri heimstyrjöld- in var liðlega hálfnuð, og það er erfitt að ímynda sér núna að 50 árum liðnum, hvað ísland þessara á_ra var ólíkt því, sem við þekkjum nú. Ég hef ekki heyrt Kristján rifja neitt upp um áhrif af dulmögnuðum litmyndum utan af niður- suðudósum ellegar úr myndablöðum. Og það er vafasamt, að málverk hafi yfir höfuð verið til þar í plássinu, á þeim árum, er hann byrjaði að skynja um- hverfið. En þar var ýmislegt annað til að skynja og njóta: ýmislegt, sem sjálf- sagt hefur haft sín áhrif síðar meir. Fjöllin til dæmis, þessi snarbröttu, vest firzku fjöll. Svo hrein í forminu og oft- ast umleikin svölum bláma. Handanfjarð arins Örlygshöfnin: núparnir raða sér þverhníptir út í sjóinn, fjörðurinn op- inn til vesturs. Og plássið. Bárujárns- húsin og garðarnir. Líka bátar og hryggjur, fólk og líf. Kristján Daviðsson var ekki einn af þessum viðkvæmu unglingum, sem ekki geta difið hendi í kalt vatn eða þolað tilhugsunina um óhreinindi á höndum sér. Hann var sterkur strákur og rauð- birkinn, átakamaður til hvers sem var. >að yndi, sem hann alia tíð hefur haft af músik var þá þegar byrjað að segja til sín: eitthvað lærði hann á fiðlu í æsku undir handleiðslu Sigtryggs á Núpi. En það vantaði organista í plássinu og hvað var eðlilegra en þessi listfengni unglingur með fiðluna væri hvattur til náms í orgelspili. Hann hefði getað átt gullna framtið á Patreksfirði sem kirkju organleikari: mundi vafalaust halda þeirri stöðu með mikilli virðingu enn þann dag í dag, og hefði auk þess með tíð og tíma komizt í hreppsnefnd. Kristján Davíðsson hélt suður til Reykjavíkur ungur að árum til náms í organleik hjá Sigurði ísólfssyni. En org anistinn tilvonandi var jafnframt við myndlistarnám í skóla þeim, sem þeir ráku þá saman, Finnur Jónsson og Jó- hann Briem. Og framhaldið þekkja all- ir: Kristján Davíðsson sneri sér aðmynd listinni óskiptur og missti í staðinn af þvx gullna tækifæri að verða kirkju- organisti og hreppsnefndarmaður á Patreksfirði Eftir þá kennslu, sem Kristján naut hjá Jóhanni og Finni, taldi hann sig hafa fengið nóg af þeirri fræðslu um myndlist, sem byggir á akamemískri kennsluaðferð. Af frekara námi varð ekki hjá Krist- jáni fyrr en stríðinu lauk. Hann var í Bretavinnunni á stríðsárunum, þessu ævintýri, sem kom upp í hendur manna hér á norðurhjara heims, eftir langvar- andi kreppu, meðan aðrar þjóðir úti í Evrópu urðu að þöla böl stríðsins. Bretavinnan markaði efnahagsleg tíma- mót fyrir marga um þær mundir. Krist- ján var samt alltaf með hugann við mál- verkið, en vann til þess að lifa. Það var erfiðast að fá húsnæði til að mála í segir Kristján, en nálægt stríðslokunum hafnaði hann í bragga uppi á Skóla- vörðuholti, en í aðra bragga þar í kring flutti fátækt barnafólk, því marg- ir fluttu í bæinn og það var húsnæðis- skortur ríkjandi. Allt í einu var stríðið búið og menn gátu farið frjálsir ferða sinna, svo að segja hvert í heim sem þeir vildu, en Evrópa var í sárum og ungir menn fóru gjarnan til Ameríku um þetta leyti. Kristján Davíðsson var einn af þeim. Hann fékk skólavist hjá merkri stofn- un í Fíladelfíu: hún heitir Barnes Foundation. Þar er mikið safn ágætra listaverka úr öllum heiminum: hvergi er annað eins að sjá af Soutine, en þar er líka gnótt mynda eftir málara eins og Reonir, Cézanne, og Matisse. Barnes Foundation er ekki akademí kennslan fer fram í fyrirlestrum, en Kristján Davíðsson hafði að sj ölf- sögðu vinnustofu og málaði jafnframt. í rauninni átti þetta alls ekki að verða ævisaga Kristjáns Davíðssonar, né heldur afmælisgrein um hann fimmt- ugan. Aðeins áttu þessi orð að vera til að vekja athygli á því, að nú er gullið tfkifæri að sjá myndor hans á sýningu í Bogasalnum. Það hefurmargt gerzt í listferl Krstjáns. Eftor Ameríku ferðina brá hann sér utan til Parísar og kom þar i þann mund, er París átti aðeins eftir að halda forustuhlutverki sínu í myndlistinni fáein ár í viðbót. Samt voru heilir herskarar af stórmeist- urum í París á þessum árum oggeómetr iska abstraktlistin var að byrja að leggja undir sig heiminn. En Kristján hreifst aldrei af henni: hann fann að hún átti ekki við skaplyndi hans og hann var maður til að láta hana eiga sig. Það verður eyða í listferli Kristjáns Davíðssonar á þeim árum, þegar geo- metrían herjað hvað ákafast hér á ís- lando. Það er sennilega alltof mikið skáld í Kristjáni til þess að hann gæti orðið ástfanginn af geómetrisku list- inni. En þegar líríska tímabilið kom, sem andsvar við stífni geómetiíannar gat Kristján verið með á notunum og á því sviði, sem hann markaði sér þá, hefur hann staðið meira og minna síðan. Það er langt síðan Krstján hætti að mála sýnileg mótíf: líklega hafa hausar nir hans verið með því síðasta, sem hann gerði á fígúratífan hátt. Þeir þóttu afar einkennilegir þessir hausar hans Kristjáns, og þeir minntu á myndir eftir börn: það voru einhverjir óákveðnir menn, eins og þegar börn teikna. Nú eru þessar myndir Kristjáns eftirsóttar, því að þær heyra til liðnum tíma. Síðar sneri Kristján sér að vinnubrögðum í anda abstrakt expressjónismans, en þó er mér ekki fyllilega Ijóst, hvort mynd- ir hans mundi flokkast undir þá list- stefnú. Það skiptir raunar ekki • öllu máli. En á þessum árum hefur Kristján Daviðsson verið hinn mikli meistari litarins. Ég hika ekki við að segja, að bann leggur höfðuáherzluna á notkun litar: hann er stemningsmaður augna- bliksins, skáldið, sem bíður þess að and inn komi yfir hann og fer þá á kostum. Kirstján Davíðsson er einn þeirra mál ara, sem ekki gera frumteikningar eða skyssur að verkum sínum. Ekki svo að skilja, að hann hafi ekki neina hug- mynd áður en hann gengur til verks. En oftast er það hugmynd um lit, segir Kristján. Og myndin verður meira og minna til í meðförunum. Allir kannast við hina glóandi liti Kristjáns: en það er ekki fyrir alla að takast á við svona liti og halda þeim innan ramm- ans. Það kemur oft fyrir þjá þeim, sem síðri tök hafa á þessu, að sterku litir- nir vilja hoppa hver í sína áttina. En Kristján hefur eitthvert brjóstvit með- ferðis vestan af fjörðum, sem segir honum ásamt strangri æfingu hvernig á að binda þetta allt saman svo vel fari. Hann er áhlaupamaður til starfa. Það liggur í eðli fslendingsins að vera þann ig: í átökum við náttúruna, veðurfarið, sjóinn og landið, urðu menn í skorpum að taka á öllu sem þeir áttu. Flestir fslendingar eru skorpumenn í eðli sínu og lætur illa stanzlaust puð. Á milli þess sem Kristján tekur skorpur í málverk- inu hlustar hann á sígilda músik, verk gömlu meistarana og annað sem nýrra er af nálinni. Stundum finnst manni að ákveðin náttúrumótív séu fyrir hendi, þegar horft er á myndir Kristjáns. En þó er ekki víst að svo sé. Sjálfur kveðsthann ekki nota ákveðnar fyrirmyndir: mynd efnið er huglægt, en vitaskuld eru það allt saman áhrif frá umhverfinu á ein- hvern hátt. Ekki sízt áhrif Ijóssins. Ég minntist á þessa nýju stefnu við hann, að málararnir ættu að leitast við að gefa einhverja mynd af samtíðinni, segja bæði samtíð og hinum óbornu frá því lífi, sem við lifum og frá þeim vanda- málum sem þjá okkur. Kristján kvaðst hinsvegar álíta, að myndlistin væri alltaf á einhvern hátt annáll um samtíðina. Honum finnst að geómetrían segi frá þeim tíma, þegar hún var í blóma, og honum finnst jafnvel að hann sé skrá- setjari samtíðarinnar á einhvern hátt. Hins vegar hef ég, segir hann, mestu vantrú á því, að menn vinni með það takmark fyrir augum að lýsa samtíð- inni og geri það að megintilgangi listar sinnar. Nú er Kristján að byggja eins og margir í þessu þjóðfélagi. Manfreð Vil- Framhald á bls. 13 Ein af myndum Kristjáns í Bogasalnum. 12. maí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.