Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 7
er löng og ljót saga, sem ekki verður ftekar rakin hér. Menn gætu nú haldið að landslýður- inn hafi verið beygður og niðurbrotinn eftir þennan grimmharða vetur, en seigla Islendingsins virðist vera ódrepandi. Svo sem ártalið segir til um - 1874 - voru þúsund ár liðin frá því er byggð hófst á íslandi- Aðalhátíðahöldin fóru fram á Þing- völlum eftir nokkurt þref og þóf, einn- ig víða um land allt. Meðal annars er sagt frá því, að tvö þúsund Norðlend- ingar hafi haldið þjóðhátíð 2. júlí á Oddeyri. Þá var sól og sumar og ilmur í lofti. Veturinn 1881-1882. Þessi hörmulegi vetur var og er kall- aður almennt á Norður- og Austurlandi — Frostaveturinn mikli — Hér sunnan lands hef ég -heyrt hann kallaðan „Klaka“. Sennilegt þykir mér að eng- inn vetur annar á seinni tímum hafi veitt íslendingum aðrar eins búsifjar sem hann ásamt sumrinu sem á eftir kom, sem kom reyndar aldrei, því svo sagði mér merkur bóndi, sem lifði þetta ár, að slíkt hafi tíðarfarið verið sumarið 1882, að frost hafi aldrei farið úr jörðu það sumar og svo hafi taðan á túninu ver ið smávaxin, að bera hefði þurft hana inn í hlöðu í pokum, vegna þess að hún var svo smá að hún toldi ekki í reipunum. (Bóndi þessi átti heima á Norðausturlandi) Þessi merki bóndi sagði mér langa sögu af þessu fellis ári (1882) Þessi saga hefur lifað óbrengl uð í minni mínu síðan, og enn í dag stendur mér stuggur af henni. En slepp um því, tökum heldur hitt sem skráð hefur verið um þetta fellis ár. Nokkrir púntar frá því hörmungarnarári 1882 8. febrúar. Norðan fárviðri geng- ur yfir allt land. Veðráttan hefur verið mjög ill síðan á nýári. Hinn 9. jan. gerði norðan stór- hríð um allt Norðurland og Vesturland. Með hríð þessari fyllti hafísinn hvern fjörð og hverja vík og fraus saman í einahellu, því frostin voru áköf. Dög- um saman linnti ekki á rofalausum bylj um og stórhríðum með 18-24 stiga frosti, en 12-18 stig syðra. Um miðjan síðasta mánuð var Faxa- flói orðinn lagður langt út fyrir eyjar. Var þá gengið á ísi frá Akranesi til Reykjavíkur. Þá var og gengið tillands úr Flatey á Breiðafirði. 29. jan. gerði voðalegt aftakaveður á norðaustan er hélzt til þess 31. Frost var þá daga 27-30 stig um allt land. Ofsalegast varð veðrið á Vestfjörðum, enda urðu þar miklir skaðar: Talið er að 26 för eða bátar hafi brotnað eða horfið í kringum ísfjarðardjúp. Sagt er að þetta veður hafi gengið yfir eins og byssuskot. f þessu veðri fauk nýbyggð kirkja á Núpi i Dýrafirði og brotnaði í spón. Mörg útihús og hjallar fuku hér og þar. Slíkt grjótflug varð í Arnarfirði, að jarðirhafa borið stórskaða af. Veður þetta er talið eitt hið mesta er komið hefur um margra ára skeið. í þessu voðaveðri fórst póst- skipið „Phönix“ við Snæfellsnes, en mannbjörg varð, einn skipverja dó af kalsárum, kokkurinn, en margir hinna voru illa kaldh-. 24.febrúar. Reykjavíkurtjörn flóir yfir bakka. Göt ur i miðbænum eins og fljót yfir að líta. Veturinn hefur verið harður og snjóa samur, og einn hinn frostmesti í manna minnum. Um miðjan janúar var t.d. geng ið frá Akranesi til Reykjavíkur, og Reykjavíkurhöfn var einsamfelld ís- breiða langt út fyrir eyjar. Um miðjan þennan mánuð kom asahláka, sem stóð í nokkra daga. f hinum stórfelldu leys- ingum stíflaðist lækurinn sem rennur úr Reykjavíkurtjörn sem flæddi þá yfir bakka sína og olli þvílíku flóði í mið- bænum, að víða mátti fara á báti um þær, líkt og í Feneyjum væri. En svo kom hann enn á norðan með nístingsköld él—. Fjárfellir og harðindi valda slíkum bjargræðisvandræðum, að hallæri ríkir um allt land. Fannkoma og nístings- kuldi um hásumar. Stutt lýsing á vorinu og sumrinu 1882 Svo má heita að tíminn frá 10. apríl til 15. júní væri einn samfelldur stór- hríðarbálkur, sem aldrei linnti nema fáa daga í maí. Syðra var vorið ekki eins snjóasamt, en þar voru sífelldir norðannæðingar, sem spilltu öllum gróðri. Hafís lá frá Straumnesi við Aðal vík alt austur með Norðurlandi, sam- frosta upp í hverja á og hvern lækjar- ós og suður með landinu að austan allt vestur undir Dyrhólaey. Hafísinn fór ekki fyrr en um höfðudag frá Norður- landi, enda var gróðurinn eftir því.Sum staðar greri aldrei t.d. við utanverðan Hrútaf jörð í Strandasýslu og víðar. Tald ist mönnum svo til að tíu sinnum hefði alsnjóað nyrðra frá Jónsmessu til rétta Verst var hríðarkastið dagana 12-14. september. Þá var 7 stiga frost. Þá voru ár riðnar á ísi í Skagafirði, Dalasýslu og víðar, en gengið á skíðum úr Fljótum inn á Hofsós sakir ófærðar. Skepnuhöld voru að sjálfsögðu mjög bágborin. Sagt er að unglömb hafi hrun ið niður um allt land, og víða var svo að engar fráfærur voru og engin ær í kvíum. Hross týndu og mjög tölunni, einkum tryppi. Sumarið var mun hlýrra á Suðurlandi, en fádæma votviðrasamt svo hey hröktust mjög. Sé borið saman framtal manna haust ;ð 1881 og framtalið nú í haust (það er 1882) kemur í ljós, að atvinnustofn fs- lendinga hefur á einu ári minnkað stór- iega. Skýrslur liggja nú fyrir umlausa fjár tíundar í Suður og Vestur umdæm- inu. Eru þær á þessa leið: í Suðurlands umdæminu var tíundað haustið 1881 18270 lau'safjárhundruð, en haustið 1882 voru talin fram 12721 íausafjárhundruð í Vesturumdæminu voru talin fram 10969 lausafjárhundruð . 1881, en 1882 aðeins 6570, Lausafjártí- und í báðum umdæmunum hefur því lækkað úr 29239 hundruðum í 19291. Það lækkað um rúman þriðjung (34%) Þessi lækkun skiptist þannig: 40% í Skaftafellssýslu, 48.5 í Gullbringu og Kjósarsýslu, 43.5 í Dalasýslu og 32. f ísafjarðarsýslu. Ég hef ekki skýrslur yfir Norður- og Norðausturland, en eftir því sem hinn merki bóndi sagði mér, sem getið er hér að framan, þá geri ég ráð íyrir að þar hafi útkoman verið með því lakasta, þar sem margir bændur stóðu uppi að heita mátti algerlega skepnulausir með skuldabagga á bak- inu. Ekki þori ég að fara með neinar tölur yfir þær skepnur sem féllu úr ófeiti þetta harðindavor. En tala þeirra Framhald á bls. 13 12. maí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.