Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 10
Folmer Christensen: Assisi bíöur eftir vorinu Cuðmundur Daníelsson þýddi Fólk segir að veturinn hafi verið nokkuð kaldur hér í Umbríu, og jafn- vel nú í marz lætur vorið bíða óvenju- lega lengi eftir sér. Þess sjást þó örugg merki, að það er að nálgast: fyrstu vor- blómin eru sprungin út, tápmiklar snjó- klukkur, gulbleikar eröntur, rauðlijur, alpaannímónur og ósviknar marz-fjólur. Hér og þar sjást einnig möndlutré í fullum skrúða. Það er ^erið að taka til í olífuviðarlundinum, bera á og hreinsa moldina, og vínbændurnir eru önnum kafnir við að klippa og binda upp vínviðarteinunga til þess að undir- búa góða uppskeru árið 1968. „Marzo é pazzo“. „marzmánuður er kjáni“, segja ítalir, og sólskin, stormur og regn skipt- ast raunar á með jafnmiklum duttlung- um og veðrin í norrænum aprílmánuði. Tindurinn á Monte Subasios er enn hvitur af snjó, en í hlíðum fjallsins er farið að grænka, og húsveggirnir ílitlu f j allaþorpunum leiftra, þegar sólin bregð lir á þá svipulum geislastöfum sínum. En enginn staður endurvarpar him- inljósunum af meiri innileika en Assisi, sem á alla veraldarfrægð sína að þakka einum einasta manni, il poverello San Francesco, sem dó 44 ára gamall árið 1226, fyrir 742 árum, og með lífi sínu og starfi markaði óafmáanleg spor í sögu ættborgar sinnar. Þegar Jóhannes 23. fór pílagrímsferð sína til grafar dýrlingsins árið 1962, lét hinn vinsæli páfi sér um munn fara þessi orð: „ . . . hér, við San Franeesco stöndum við í raun og veru við hlið himinsins, og við spyrjum okkur sjálf: Hvers vegna gaf Guð Assisi þessa náttúrutöfra, þessa listrænu fegurð, þennan hvítagaldur heilagleikan, sem virðist svífa í loft- inu, og sem pilagrímurinn kemst ekki hjá að nema? Svarið er auðvelt: Það var til þess, að mannfólkið gæti með hjálp sameiginlegrar alheims tungu lært að játa trú á skapara sinn og um leið öðlast þann skilning, að allir menn eru bræður og systur ... O, heilaga Assisi, mættir þú skilja þessi forréttindi þín og sýna hinni kristnu erfikenningu tryggð í augsýn alls mannkyns, því að hún er einnig þér leið til sannrar og eilífrar farsældar.“ Borgin Assisi á herðum Monte Su- basios er sjálf fjall af steini gert. Hún er gerð úr milljónum smálesta af þess- ari fallegu bergtegund, sem stutt og laggott er kölluð pietra di Assisi, ljós að lit, með mjúkum gráum og rósrauð- um blæbrigðum, sem einnig má sjá á fjöðrum og fiðri tömdu dúfnanna, sem halda sig á litlum múrgirtum grafreit Franciskusar kirkjunnar. En af hvílíkri byggingarlist er þessi fjalla-bær reistur! Húsin eru efnismikil og traust jafnt hin litlu og fátæklega innréttuðu sem hin stóru og ríkmannlegu Öld eftir öld hafa þau verið umgerðin og skjólið utan um líf kynslóðanna. Mörgu höfðingjasetrinu hefur í seinni tíð verið breytt í safn, sýningarsali, menningarstofnun, eða opinbera skrif- stofu, með reisn t og prýði, sem hlýtur að geta mildað sérhvern skattborgara, sem kemur þangað til að greiða gjöld sín. Við nánari athugun greiðist þó þungt efnismagn bæjarins sundur, gerist gegn særra vegna leiftrandi ímyndunarafls og hugmyndaauðgi byggingameistaranna sem gætt hafa opinberar stofnanir smá- bæjarins alheimslegu svipmóti. Þetta kemur alls staðar fram: í hinum upp- hleyptu lágmyndum, í porthvelfingum með djúpa brunna niður til jafnhæðar næstu götu í brekkunni fyrir neðan, í brotnum, mjóskornum húsgöflum, bindi- bogum, smágerðum súlnaskreytingum, meistaralegum samtengingum húsa, í kyrrlátum búnaði garða, brunnum og gos brunnum, og í aragrúa af tröppum greyptum inn í jarðveginn. Helmingur- inn af götum Assisi eru þægilegar stein- tröppur gerðar fyrir gangandi fólk, enda voru ítalskir byggingameistarar fortiðarinnar öllum fremri í að sam- eina hagnýtt gildi hlutanna listrænu formi. Hvert sem maður rennir auga mætir því fegurð einfaldleikans. Upp að sérhverjum nöktum múrvegg, veggj- arbrún eða gafli hjúfrar sig vöxtuleg- ur gróður, og á sumrin voldugar potta- plöntur, sem vaxa án sérstakra hjálp- armeðala og oft teygja sig upp að þess- um gulu þakhellum, sem líkjast skáld- uðum framræslurörum. Eldgömul er Assisi, og þannig kemur hún einnig fyrir sjónir núna, því að til allrar hamingju hafa torg hennar, götur krókar og kimar verði látin ó- áreitt þrátt fyrir mörghundruð ára notk un. íbúarnir samlaga sig á hinn náttúru- legasta hátt þessu miðaldalega umhverfi, sem kannski orkar sterkast á mann á kvöldin eða á nóttinni, þegar bærinn virðist auður, aðeins ljóstýra hér og þar, logandi á hinum myndrænu smíðajárns- luktum. Hljóð dagsins eru dáin út, nema hvað einstaka ungur ftali svalar bíla- dellunni sinni á götunum, sem allar hafa einstefnuakstur og eru mjóar eins og klettagjár. Aftur á móti eru þar önnur hljóð sem í raun og sannleika eiga heima í þessum bæ, en þau hljóma frá hinum mörgu kirkjuklukkum. Sumar þeirra hafa dimman dómsdagshljóm, en fiestar þó þessa hröðu björtu og tíðu brynjandi, sem er einkenni Suðurlanda. Assisi er í marzmánuði hérumbil alveg laus við ferðafólk, en samt sem áður er það ósýnilega nálægt í hinum marg- víslega undirbúningi borgarbúa undir komu þess. Litlu hótelin sofa að því er virðist þyrnirósarsvefni, en það er verið að lagfæra, mála óg þvo bæði úti og inni. f minjagripaverzlunum er fólk önnum kafið við að þurrka rykið af leirmunastöflunum, koparglingri, lit- myndum og afsteypum af helgra manna líkneskjum, og öðrum heilögum táknum. Og meðan enn er hrollkalt í Franc- iscusarkirkjunni, sem minnir á kastala, sýsla ungu munkarnir við að dubba upp á hvað eina í stóru hvolfskála- sölubúðinni, þar sem á boðstólum eru heilagir minjagripir. Hreingerningaræð- Höfundur þessarar greinar, „Assisi bíSur eftir vorinu", er danskur kunningi minn, Folmer Christensen, einn af forstjórum Fremad bókaút- gáfunnar í Kaupmannahöfn. Hann er allmikill ferðalangur. Eitt sinn kom hann til íslands, 1955, til aS opna danska bókasýningu í Reykjavík, og í annaS sinn kom hann hingaS sem einn af leiSangursmönnum Lauge Kochs til Grænlands. FaSir hans bjó eitt ár á íslandi og stofnaði hér fyrstu smjörlíkisverksmiSju landsins. Frá því hann var smádrengur man hann eftir Gunnari skáldi Gunnarssyni, þegar Gunnar var nemandi á lýSháskóla einum á SuSur-Jótlandi. Allan síSastliSinn marzmánuS dvaldi Folmer Christensen í smábænum Assisi á MiS-ftalíu- ÞaSan sendi hann mér þennan pistil um borg heilags Frans. ÁSur hef ég birt viStal viS hann hér í MorgunblaSinu 1965. í þessu sambandi mætti minna á, aS til er bók á íslenzku um Frans frá Assisi, eftir FriSrik J. Rafnar: Saga hins heilaga Frans frá Assisi. Kom hún út áriS 1931 á forlagi Þorsteins M. Jónssonar Akureyri. UndirritaSur var eitt sinn svo heppinn aS geta heimsótt Assisi. Það var áriS 1948. f ferSabókinni Sumar í SuSurlöndum er frá því skýrt meS svo felldum orSum: „... Langmerkasti viSkomustaSurinn á allri leiSinni (Flórens-Róm) var Assisi, ættborg hins heilaga frans, sem Franciscanareglan er kennd viS. Assisi birtist úr lágum dal, þar sem hún gnæfði við skýjaSan himin á fjallsegg í suSaustri: ógnarháir og fornlegir múrar lykja um hana, svo manni virSist þetta óvinnanlegur kastali riddara og gerir sér enga von um aS vinna hann nokkru sinni né stiga fótum inn í þetta vígi. Þó fór nú svo aS bílstjórinn okkar fann leiS inn í þaS, aS vísu mjög bratta og krókótta, en þó færa, og allt í einu var maSur staddur í klettaborginni, þar sem heilagur Frans frá Assisi hafSi slitiS bamsskóm sínum viS leiki og störf. .... Götur Assisi vom rennvotar eftir regniS en nú var stytt upp og sá í bláar stækkandi vakir á suSur himni, og hlýr andvari blés af hæS- unum og bar meS sér angan þeirra, þunga og raka eftir vætuna, svo þaS var eins og öllum ilmvötnum heimsins hefSi allt í einu opnazt farvegur aS vitum manns ....“ G. D. ið hefur jafnvel náð alla leið inn í litla kirkjugarðinn, þar sem fjörgamall munkur er að hreinsa dritið undan klausturdúfunum, sem nota sér tækifær- ið og fljúga um frjálsar á meðan. Þegar ein þeirra, þrátt fyrir skipunarköll hins virðulega föður, hikar við að snúa til baka inn í búrið, hrópar hann til henn- ar strangri röddu: brutto! (andstyggðin þín), en blíðkar sig strax og mælir lokkandi: un bacio (Gefðu mér nú einn koss). Hrákalt getur einnig orðið utan við hina þykku múra. Góðborgararnir, sem Assisi, lítill bær og fornlegur á hárri hæð. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. maí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.