Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 11
Gata í Assisi ekkert mannlegt virðast láta sér óvið- komandi og gjarnan eyða hálfum og heilum klukkutímum í rabb og ákafar kappræður við nágranna sína og kunn- ingja, standa á gatnamótum dúðaðir í vetrarfrakka, en framhjá þeim hraða sér síðklæddir prestar, munkar í svörtum og brúnum kuflum og nunnur frá Santa Chiara og öðrum klaustrum, allir á hlaupum vegna kalsa, á sínum sterku flatbotna skóm, ásamt einstaka bróður með berar tærnar út úr ilskónum. Því að auðvitað setja þeir svip sinn á lífið í Assisi, þessir frómu bræður og systur, bæði þeir sem eru af ítölsk- um ættum og framandi reglubræður,sem hér hafa setzt að. Sérstakan flokk skipa prestar og nunnur, sem eins og far- fuglar leita til miðstöðva Franciscusar reglunnar, sjálfsagt fullir af andagt, en siundum líka með myndavél falda í pilsvasanum. Tveir ungir amerískir prest ar höfðu fengið leyfi til að lesa messu í hinu allra helgasta í kirkjunni: graf- hvelfingunni, þar sem skrínið með jarð- neskum leifum heilags Frans er geymt. Söfnuður þeirra voru þrjár konur í nunnuklæðum. í sama andartaki og þjón andi presturinn náði hápunkti messunn ar og hóf kaleikinn á loft báðum hönd- um heyrðist lágvær smellur: ein hinna þriggja krjúpandi systra hafði risið á fætur og smellt af myndavél sinni! Goethe kærði sig ekki einu sinni um að líta inn í þessa babílönsku kirkju með hvern turninn upp af öðrum þar sem heilagur Frans hvílir, hann lét hann með ógeði liggja þar sem hann lá. Aftur á móti varð hann ástfanginn í mínervu- musterinu á Piazza del Comune, hinni veraldlegu miðborg Assisi: ... svo full komið, svo fagurlega upphugsað, að það mundi alls staðar varpa frá sér ijóma“. Á eftir fylgir hin marg ívitn- aða athugasemd skáldsins um arkitekt- ískt fágæti musterisins, steintröppurnar sem eru milli súlnanna í stað þess að vera fyrir framan þær. Á tímum Goethe var þegar búið að breyta sviðinu bak við ósnerta framhliðina í litla kirkju í barrokstíl, Santa Maria sopra Min- erva, og upp eftir brekkunni á bak við hana hlykkjast ein af hæstu götum Assisi, Via Santa Maria della Rose. (Hvílíkur söngur í sérhverju nafni hér!) Það var hérna sem danski rithöfundur- inn Johannes Jörgensen átti skáldskap- arverkstæði sitt í 35 ár, og héðan sendi hann hinar frægu ævisögur sínar af heilögum Fransi, heilagri Katrínu af Siena og heilagri Birgittu af Vadstena. Enn þá er munað eftir Jóhannesi Jörg- ensen í þessum bæ, sem gerði hann að heiðursborgara, og árið 1966 — á '100 ára fæðingarafmæli hans og 10 ára dánarafmæli, var gefið út minningarrit á ítölsku um il poeta e scrittore, sem Folmer Christensen bætti Assisi á landabréfið í meðvitund margra norrænna Ítalíufara. Frá svölum húss hans er frábær út- sýn yfir borgina, þar sem kirkjur og klaustur setja svip sinn á næsta um- hverfi, en umbríska sléttan blasir við í fjarska. Á þessari nöktu árstíð er sérstakt tækifæri til að rýna í einkenni landslagsins, ávöl hæðardrögin, vanga- svip fjallanna og þjóðvegina, sem eru eins og ljósleitir borðar. Sérstök hug- hrif vekja hin eldgömlu kvistóttu og hnýttu tré, sem teygja hálfafhöggnar greinar sínar upp í loftið, eins og þær ákalli himininn í kvöld. í brekku hjá klaustrinu San Dami- ano hefur brúskur af prímúlum opnað krónur sínar í sólskininu og ögn fjær við vegarbrúnina eitthvert annað blóm. Á íþróttasvæði sparka drengirnir fót- bolta með hávaða og sköllum og að minnsta kosti 18 leikmönnum á hvort mark. Kaffihúsin við torgið hafa sett oleander-tré í potta og fáeina stóla og borð út undir bert loft. Miðstöð gisti- hússins er aðeins í gangi tvær klukku- stundir fyrir háttumál. Vorið er komið til Assisi. Og eftir stuttan tíma eins og verið hefur hvert vor öldum saman, munu pílagrímarnir, lærðir og leikir, streyma hingað, ekki aðeins frá sérhverju hér- aði Ítalíu, heldur og úr öllum löndum heims. Þeir koma til að vitja hinna sagnhelgu staða og til að taka þátt í befðbundnum fjölskrúðugum siðum páskahátíðarinnar í borg hins heilaga Frans. HUCLEIÐSLA Framhald af bls. 2 ferðileg heillaverkun á sér stað hvort sem þeir vilja eða ekki.“ Kæti Maharishans verður aldrei bæld lengi í einu og brátt er hann farinn að masa ánægjulega um reynslu sína í brezka sjónvarpinu, einkum viðureign sína við.....nei, ekki David Frost . • . þennan gamla ... já, einmitt — Mugg- eridge. Það kom ágæt lýsing á því í The Times.“ Margt fólk heyrði fyrst getið um hug- leiðslu síðastliðið haust, þegar Bítlarn- ir og annað tízkufólk lýsti yfir áhuga sínum á henni. Þetta hefur vafalaust komið þeirri trú inn hjá því, að hug- leiðsla væri eitthvað alveg nýtt, eins og hljóðhverft flug. En hugleiðsla er all- miklu eldri. Reyndar er hún nærri jafn- gömul siðmenningunni. Maharishinn heldur því fram að að- ferð hans sé ekki „dulræn" heldur „hversdagsleg". Þó eru augljós tengsl- in milli nútímahugleiðslu hans og dul- spekilegra iðkana, sem eiga rætur sín- ar í hinni fyrstu trúarþörf mannkyns- ins. Það kann að vera að þeir sem kynna sér dulspekibókmenntir skilji ekki ávallt hvað dultrúarmennirnir og túlkendur þeirra eru að tala um. En það er að minnsta kosti ljóst, að þeir — og Maharishinn — tala allir um það sama. Ekki getur verið um neinn á- greining að ræða milli einsetumannsins í helli sínum, sem notar hugleiðsluað- ferðir til að öðlast „sameiningu við Guð- dóminn“ og nútíma hugleiðandans, sem í svefnherbergi sínu leitast við að „ná sambandi við sitt innsta eðli“ með sömu grundvallaraðferðum. Prófessor A.G.Dickens, sem stýrir hinni Sögulegu Rannsóknarstofnun við Lundúnaháskóla og hefur kynnt sér sögu dultrúariðkana, segir mér að ef frá séu talin ýms sefasýkistilfelli efist hann ekki um sannleiksgildi þess sem hinir miklu hugsuðir greina frá um reynslu sína. „Augljóst er að eitthvað gerðist í raun og veru,“ segir hann, „vegna þess að enda þótt þeir væru hver í sínu landi í fjarlægum heims- hlutum og án sambandsmöguleika, lýstu þeir því allir á sama hátt“. „Einhvers- konar aðferð er til,“ segir hann, „sem getur hæglega sprottið upp“. Og hann er reiðubúinn að trúa því, að eitthvað þess- háttar hafi nú sprottið upp í hinum vestræna heimi fyrir atbeina Maharish- ans, þótt honum virðist sem nútíma hug- leiðendur séu „enn við rætur þess fjalls, sem hinir miklu dulspekingar fyrri alda hafa kannað til hlítar“. Á vesturlöndum náði dulspekin há- tindi sínum á miðöldum. Hún er enn lifandi hefð innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar, en, segir prófessorinn, „ka- þólskir vilja nú ekki kenna neinum dul- trúaraðferðir, þó þær séu enn um hönd hafðar af einstökum mönnum innan klausturmúra". Á Austurlöndum er hug leiðsla enn rammur þáttur í mörgum trúarbrögðum. En í hinum vestræna heimi hefur henni lengi farið hnign- andi vegna þess að „hún gat varla myndað grundvöll undir vinsæla trúar- játningu“ eða þjónað tilgangi skipu- lagðrar kirkju, þar sem söfnuðurinn í heild beinir máli sínu til hins ytra Guðs. Allar tilraunir til að byggja upp sam- band milli trúarlegrar dulspeki og venjulegs fólks hafa strandað á þeirri hugmynd aðallega, að hún útheimti klaustureinangrun og algeran meinlæta- lifnað. Það er þessi hugmynd, sem Mahar- ishinn hefur nú lagt til atlögu við. Hann staðhæfir ekki einungis, að hug- leiðsla sé vandalaus heldur er hann reiðubúinn að segja okkur hversvegna. Og þetta er það, segja áhangendur hans, sem gerir hann einstakan í þeirri röð helgra manna, sem starfað hafa á þessu sviði. Kenning Maharishans hefur verið skýrð fyrir mér hvað eftir annað og fullum fetum af meistaranum sjálfum í Falsterbo og aðalaðstoðarmanni hans í London, Dr. B. skilmerkilegum lækni, sem býr ásamt konu sinni — er einnig kennir hugleiðslu — og ungum börnum í tildurslausri íbúð nálægt Viktoríu- stöðinni. í einföldustu megindráttum leggja þau málið þannig fyrir: Aðferð Maharishans gerir huganum kleift að ná fínt afmörkuðu sviði, sem ekki verður að komizt á annan hátt, en nefnist hrein meðvitund. Þetta er auðsjáanlega erfitt að sanna^ Kona læknisins segir blátt áfram: „Ég veit að þetta svið meðvitundar er til, vegna þess að ég hef verið þar“. Nýlegar rannsóknir á því sem gerist í huganum þegar sofið er, benda vissulega til þess að til séu svið meðvitundar, sem við vit- um harla lítið um. Hugleiðendur sofa ekki — nema af slysni — og falla ekki í dá: þeir halda fullri .vitund um umhverfi sitt og heyra í símanum ef hann hringir. Lækn- irinn sjálfur hefur reynt að sanna að líkamlegar breytingar eigi sér stað. Hann notar sérstakt tæki og sjálfan sig í hugleiðsluástandi sem tilraunadýr og hefur náð ýmsum markverðum mæling- um. Þær sýna að um leið og hugleiðsl- an hefst, verður andardrátturinn hæg- ur — fer niður í fjóra andardrætti á mínútu — og grunnur. Þetta helzt þá hálfu klukkustund, sem hugleiðslan stendur yfir og jafnskjótt og hún er á enda verður andardrátturinn aftur eðlilegur — hugleiðandinn stendur ekki á öndinni. Lækninum er auðvitað hug- leikið að fá einhvern sjálfstæðan líf- eðlisfræðing til að kanna þessar niður- stöður sínar. Hugleiðendur af svo ólíku bergi brotn- ir eins og ungur flóttamaður frá Aust- ur-Þýzkalandi og innfluttur Yale-maður, sem kennir hér listasögu, hafa fullyrt það við mig, að þetta ástand hreinnar meðvitundar sé einkar viðkunnanlegt. Reyndar eru flestir þeir hugleiðendur sem ég hef rætt við sammála um að það sé í sjálfu sér fullnægjandi tak- mark. Og nú kemur að því sem talið er vera mikilvægasta uppgötvun Maharish ans. Hann hefur komizt að því, að það sé „eðlileg tilhneiging hugans að leita í átt til fyllri ánægju, meiri hamingju". Og vegna þess að hrein meðvitund er hið ánægjulegasta af öllu hugarástandi, er auðvelt að beina athyglinrti í þá átt. Hún leitar þangað af sjálfu sér. Hugurinn verður, að sjálfsögðu, fyrir sífelldum truflunum. Skilningarvitin ryðja á hann áhrifum allan guðslangan daginn. Og frá því maðurinn sér dags- ins Ijós er sál hans jafnhrjáð af ýmsum öflum, sem spretta upp úr undirvitund hans. Það er hin hreina meðvitund ein, sem liggur handan við allar hugsanir og er örugg fyrir hverskonar sálrænu angri. Hún er fullkomin hvíld, algert jafnvægi, alger friður. Hinir miklu hugsuðir allra tíma virð- ast sammála um að þetta hugarsvið sé til, enda þótt kristnir menn kalli það Guð og Búddatrúarmenn kalli það Tóm- ið. En þá greinir á við Maharishann þegar þeir staðhæfa að ákaflega erfitt sé að öðlast það, að enginn maður geti gert sér vonir um að komast í þetta alsælu ástand fyrr en hann hefur með öllu bælt skilningarvit sín og eytt sjálfi sínu með langvinnum og öguðum mein- lætalifnaði- Jafnvel þótt það sé eðlileg tilhneig- ing hugans að leita í átt til hinnar hreinu meðvitundar, segir Maharishinn, þá kemst hann ekki þangað sjálfkrafa. Það verður að beina honum þangað. Og auðveldasta aðferðin til að beina honum þangað er hugleiðsluaðferð hans. (Mah arishinn lætur ekki að því liggja að hugur hinna miklu hugsuða hafi aldrei náð Tóminu. En aðferð þeirra, segir hann á dæmigerðu líkingamáli — „er eins og að ferðast hingað úr Himalaya- fjöllum á reiðhjóli í stað þess að taka sér far með þotu“.) Enginn kennari fæst til að skýra innsta kjarnann í hugleiðsluaðferð Maharishans fyrir óvígðum manni. Eng- inn fær leiðbeiningar fyrr en hann hefur hlotið formlega vígslu. „Við erum ekki með neina launung,“ segir B. læknir, „það væri hreint og beint dásamlegt ef við gætum bara far- ið í sjónvarpið og kennt öllum. En það er alls engin leið að framkvæma þetta án beinnar einkaleiðbeiningar. Það er ekki hægt að læra það af bókum,- Það byggist ekki á gáfum heldur undir- hyggjulausri reynslu. Ef fólk fær ein'- hverjar rangar hugmyndir og reynir að gera þetta upp á sitt einsdæmi, þá verð- ur það ófrávíkjanlega fyrir vonbrigð- um“. Vígslan er einföld athöfn — venju- lega táknræn blóma- og ávaxtaafhend- ing í reykelsisilmandi íbúð einhvers. Við þessa athöfn er nýliðanum fengið Orð sitt eða mantra. Á Vesturlöndum er það yfirleitt eitthvert orð úr Sanskrít, ekki — eins og dönsk frú í Falsterbo hélt vegna þess að það hafði verið æft og prófað af dulspekingum Hind- úa, heldur vegna þess að flestir vest- 12 maí 1968 LEoBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.