Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 12
Jóhannes Straumland Morgunhæn 1 nýrri höll skaltu búast til brottferðar gefa silfrið á báðar hendur, því afturkoma þín er óviss. Og náttstaður þinn verður í auðnunum þar sem silfur nýtist ekki en úlfarnir væla að túnglinu. I nýrri höll skaltu búast til brottferðar og undrast. Á grænum teppum ber þú saman undarlegan farangur en þjónar þínir hinir aðkomnu krjúpa niður skríða á maganum um vettvanginn blindir froskar tína upp silfrið með næmum vörum sínum. I nýrri höll skaltu búast til brottferðar enn. Gefa silfrið á báðar hendur 180 gráður til hvorrar handar. Halda á brott. rænir menn skilja ekkert í Sanskrlt. Og hugleiðendur taka það skýrt fram, að þetta sé nauðsynlegt til að aðferð- in heppnist. („Ég veit ekki hvað yrði, ef ég rækist allt í einu á þýðingu á Orðinu mínu“)- Kennimenn Búddatrúar krefjast sér- staks herbergis — eða sérstaks staðar ef ekki vill betur — til iðkunar á hugleiðslu heimafyrir, og setja allskon- ar strangar reglur um skreytingu þess og hreinlæti. Maharishinn er jafnákveð- inn í fullyTðingum sínum um að hans hugleiðsluaðferð þurfi alls engan við- búnað. Fólk hans dvelur við hugleiðslu tvisvar sinnum í hálfa klukkustund dag hvern og hvar sem því hentar bezt, ein- samalt eða í fjölskylduhóp eins og hver kýs sér. Hugleiðandinn situr blátt áfram með lokuð augu og beinn í baki: þó ekki eins og sumir halda vegna þess að einhver mikilvæg andleg taug liggi meðfram mænunni. Er Devendra var spurður að því í Falsterbo hversvegna menn ættu ekki að hugleiða útafliggj- andi, svaraði hann: „Vegna þess að þá myndu þeir sofna“. Enda þótt enn sé allt á huldu um sjálfa hugleiðsluaðferðina, er ljóst að „mantra“ er á einhvern hátt notað til að tæma hugann af öllum venjulegum hugsunum og hugmyndum. Með einhverskonar hárfínum miðunum — einn kennarinn líkti atlögunni við að stilla karburator — er „mantra“ látið fylla hugann og síðan „dregið til baka“ eða „fleygt“. Tómið, sem þá er í höfð- inu fyllist nærri samstundis af handa- hófslegum hugsunum. Bilið milli notk- unar Orðsins og þess er hugurinn fer að reika, breikkar stöðugt við vel- heppnaða hugleiðslu, þar til að lokum að „tómið“ nær yfirhöndinni. Hugleiðendur fást ekki til að ræða um aðferðina. Þeir vilja jafnvel ekki segja frá Orði sínu — „Vegna þess að ég á það“, sagði einn: „Vegna þess að þangað til ég hef komið því til að glóa, er það ekkert nema duft og aska“, sagði annar. Um reynslu sína í hug- leiðslunni geta þeir ekki talað. Ætti þetta að vera sízt að undra, ef það sem gerist við hinar daglegu hugleiðsluæf- ingar er í raun réttri utan við allt venjulegt reynslusvið. Á byrjunarstiginu, áður en aðferðin hefur náð fullu gildi, virðist reynslan nógu veraldlegs eðlis. Flestir hugleið- endur skýra frá næmari vitund um lík- amlega tilveru sína. Sumum finnst lík- ami sinn þenjast út, aðrir dofna upp. Einn sagðist verða „einkennilega losta- fullur — ekki kynórar, heldur líkam- leg erting". Hinsvegar er mjög algengt að fullorðið fólk í ábyrgðarstöðum sofni um leið og það byrjar á hug- leiðslunni. Þar sem það er þá rétt að enda við að afhenda rífleg vikulaun gegn loforði um að hugleiðslan geri það betur vakandi, verður það oft stór- hneykslað. En málið virðist vera þannig vaxið, að fólkið hafi blátt áfram ekki gert sér Ijóst hversu dauðþreytt það var orðið, eða hvernig það hafði notað annríkið til að draga athygli sína frá sívaxandi þreytumerkjum. Hugleiðslan getur fyrst byrjað að hafa verulega bærandi áhrif þegar þessari þreytu hef- ir verið eytt. Öll þessi aðgengilegu byrjunaráhrif hverfa fljótlega og svo virðist sem í þeirra stað komi eitthvað, sem enginn hugleiðandi fær með orðum lýst — hversu_ orðheppinn sem hann kann að vera. Áheyrandinn verður þess einung- is var, að hann er að reyna að lýsa einhverju. „Á eftir“, segir einn, „veiztu að þú hefur verið lengi án þess að hugsa og án þess að nota Orðið þitt. Þú heldur að þú hafir ef til vill sofið en svo verður þér ljóst að þú hefur verið glaðvakandi allan tímann.“ „Þú veizt ekki af þér þar, en þú veizt að þú hefur verið þar,“ segir annar. Hvað er það í raun og veru, sem fær venjulegt fólk til að iðka hugleiðslu? Þó einkennilegt megi virðast er það sjaldan trúhneigð. Engu að síður er yf- irlýst markmið Maharishans sjálfs, elns og það er sett fram í trúnaðarbréfi hans, tvímælalaust trúarlegs eðlis. Hann leitar „uppfyllingar þess tilgangs kristinnar trúar að vísa fólki til guðs- rikis í sjálfu sér í samræmi við kenn- ingar Krists, og mynda með því varan- legan tengilið milli ólíkra trúarbragða". Og um leið og hugleiðslan tekur fram- förum og nær útbreiðslu, vex einnig viðurkenningin á trúarlegri þýðingu hennar. Eins og kona eins umsjónar- mannsins orðaði það: „Á grundvelli hug- leiðslunnar er ekki lengur hægt að leiða trúarlíf hjá sér. Ég veit nú miklu meira um kristindóminn. Ég skil hversvegna Jesús grét — maður sér hver vandamál hans voru“. Vantrúaðir telja víst að það sé þörf- in ein sem reki fólk til hugleiðsluiðk- ana. í mörgum tilvikum liggur það í augum uppi. Þess er gætt að útiloka alla þá, sem haldnir eru alvarlegum geðtruflunum vegna þess að við þá er aðferðin gagnslaus. En fjöldi hugleið- enda segir hana hafa bjargað sér frá þunglyndi og áhyggjum. Slíkt fólk láta kennarar og umsjónarmenn vissulega ekki synjandi frá sér fara, en sýni nýliðinn greinilega tilhneigingu til 'að vilja „styðjast“ við kennara sinn, er þess beðið að hugleiðslan nái skjótlega þeim megin tilgangi sínum, að hjálpa honum að standa á eigin fótum. Meðal ungu kynslóðarinnar er til- efnið oft annar liðurinn í þróun sem hefst með notkun deyfilyfja. Þar sem deyfilyfjanotkunin er sprottin af ævin- týraþrá fremur en veraldarflótta, er kennurunum engan veginn illa við slíka nýliða. Líkur benda einnig til þess að hugleiðsla útrými áhuga á deyfilyfja- notkun. í Falsterbo til dæmis, hitti ég glæsilega og grannvaxna unga konu, sem mér var síðar sagt að væri Búddha- trúarkona frá Málmey. Hún var með gríðarstóra mjóa gullhringi í eyrunum og fatnaður hennar var ungæðis- leg norræn eftirlíking af klæðaburði Austurlandabúa. Hún sagði mér að hún hefði verið LSD-neytandi, sér fyndist hugleiðsla „ekki nærri eins hávaðasöm og ofboðsleg“ og þegar hún reyndi LSD- ferð eftir að hún var byrjuð á hug- leiðslu, varð reyndin sú að eiturlyfið hafði engin áhrif lengur. Á hinn bóginn hefur annar, sem tók upp hugleiðslu í því augnamiði einu, að rannsaka verkanir hennar sagt frá því að hann hafi byrjað notkun örvunar- lyfja um það bil samtímis. í fyrstu höfðu örvunarlifin greinileg áhrif. Hann er því fær um að gera saman- burð á þessari tvíþættu reynslu. „Það var einkum af LSD,“ segir hann, „sem ég varð fyrir heilli holskeflu skyn- áhrifa, en þau voru á engan hátt mót- uð. Ég býzt við að þetta sé ein ástæð- an fyrir þreytunni, fyrir hinni furðu- legu þreytu. Ég hélt þá að þetta hefði allt einhverja þýðingu. Ég var vanur að segja: „Nú skil ég allt varðandi gríska höggmyndalist“ — en ég gerði það ekki. f hugleiðslu er enginn ofsi, engin afskræming. f rauninni verður maður alls ekki fyrir neinum skyná- hrifum. Það er ekki fyrr en að hug- leiðslunni lokinni sem allir hlutir verða einkennilega skýrir og þetta ástand er varanlegt. Hvað mér viðvíkur er ég orðinn næmari á liti og form en ég hef nokkru sinni áður verið ... En nú hef ég iðkað hugleiðslu i tvö ár og ef það kemur fyrir núna að ég t.d. reyki Marihuana. þá hefur það mjög lítil á- hrif á mig — engu meiri en ef ég yrði ofurlítið ör af víni — og það hef- ur ekki lengur neina þýðingu." En þótt kennarar eins og Dr. B., sem ganga upp í starfi sínu hafi eðlilegan áhuga á þessari hlið hugleiðslunnar, kysu þeir miklu fremur að vita aðferð- ina iðkaða reglulega af fólki — og þá einkum ungi fólki — sem ekki ætti við neina skapgerðargalla að stríða og væri ekki í ævintýraleit. Dr. B. er greini- lega fullur samúðar með þeim, sem í byrjun leita aðeins hælis í hug- leiðslunni. Iiann álítur að hún geti orð- ið þeim mikil fróun sem gamlir eru og einmana: í slíkum tilvikum telur hann að þegar hugleiðslan er hið ánægju- lega takmark í sjálfu sér, geti fram- lenging orðið til gagns. En það sem honum er hugleiknast er að sjá þá sem hann kallar „heilbrigt og jákvætt ungt fólk“ iðka hugleiðslu reglulega oghon- um er mikil ánægja að skýra frá þvi að undanfarið hefir þeim fjölgað all- verulega. Því að hugleiðsla ætti — eftir þvi sem Maharishinn segir — framar öllu öðru að valda stórauknum möguleikum mann- kynsins, leiða fjöldann allan af hæfi- leikum úr læðingi. Honum fellur bezt að líkja henni við boga svo spenntan að örin geti flogið mílufjórðung. í hans augum er þetta „stig hreinnar með- vitundar" fyrst og fremst uppspretta, ekki þæginda heldur afls- Maharishinn hefur dregið saman í hnotskurn þann hagnað, sem hann býð- ur uppá — aukið þrek, meiri greind, dýpri hamingja. Allir þeir sem lengi hafa stundað hugleiðslu halda því fram að þeir fylgist betur með og gangi betur í starfi sínu og að þeir geti lagt meira að sér án þess að vera úrvinda um sólsetur. „Ég fann allt í einu að verkin hættu gersamlega að íþyngja mér,“ sagði einn. „Aðalatriðið er að maður getur það allt í einu allt saman“. Á hinn bóginn virðast hugleiðendurnir sjálfir í nokkrum vafa varðandi „greindaraukninguna“. Eins og ein komst að orði: „Hún getur ekki gert venjulega stúlku eins og mig að neinum Einstein". Kennararnir eru á sama máli um það að aðferðin leyfi einfald- lega þeim gáfum að njóta sín sem fyrir hendi eru. „Það er ekki hægt að stýra henni í farveg," segja þeir. Baldurs- bráin verður ekki að rós, heldur að- eins fullkomin og lýtalaus baldursbrá.“ Og að sögn Dr. B. sjálfs er um það að velja að verða að útsprungnu blómi eða deyja sem frækorn. Allir hugleið- endur votta það að þeir séu hamingju- samari, enda þótt þeir nefni það oft- ast „innri frið“ eða „fullnægju“ og segja að þetta sé sú breyting sem vinum þeirra finnist mest til um. „Hvað hefur komið fyrir þig?“ segja vinirnir. Það er grundvallarkenning Maharish- ans að allar afleiðingar hugleiðslunn- ar mætist að lokum í einum punkti. Þetta er ástæðan fyrir því að manni með glæp- samlegar tilhneigingar þýðir ekki að reyna að gera sjálfan sig að fullkomnum glæpamanni með aðstoð hugleiðslu. „Ef aukning á gáfum og þreki ætti sér stað án þess að aukin ánægja væri þeim samfara," sagði Maharishinn við mig, „gæti hin aukna greind orðið til að leiða afvega. En aukningin er samræmd á öllum sviðum og stuðlar þannig að þróun alls persónuleikans“. Þegar sú hugmynd er einu sinni viðtekin, að til sé stig hreinnar meðvit- Framhald á bls. 14 SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 Nokkrum mínútum síðar skröngluðust þau í vagninum niður skógarstíginn í kolsvörtu myrkrinu. Lovísa starði beint fram undan skyggninu á skýluklútn- um og hugsaði sennilega um þau nýju örlög, sem henni yrðu búin á elliheimil- inu. En karlinn laumaði annarri hend- inni aftur fyrir sig og reisti upp lausu fjölina. Á svipstundu spratt kötturinn upp úr rifunni. Hann hikaði snöggvast á lok- inu, en karlinn ýtti við honum, og hvarf hann þá skjótt út í myrkrið. Síð- an ruddist einn kötturinn af öðrum upp úr rifunni, og karl tapaði fljótlega töl- unni. Sjálfsagt hafa kettirnir mjálmað þarna í myrkrinu, en skröltið í vagninum yfir- gnæfði öll önnur hljóð. í kassanum varð kyrrð og ró. Karlinn glotti ánægður i myrkrinu, en Lovísa sat þegjandi sem fyrr og niður sokkin í hugsanir sínar. Nirði á þjóðveginum var hægt að auka hraðann, og brátt voru þau komin á áfangastað. Daufa birtu lagði úr gluggum elli- heimilisins, en svo opnuðust dyrnar, og forstöðukonan kom út með Ijósker í hendinni. Ökukarlinn hafði stungið að henni hernaðaráætlun sinni, áður en hann lagði af stað. „Vertu velkomin, Lovísa“, sagði for- stöðukonan hraðmælt og vingjarnlega, eins og slíkum ber ætíð að tala. „Komdu nú inn og drekktu hjá mér heitan mót- tökusopa til þess að hlýja þér“. „Mér ber víst að þakka boðið“, svar- aði Lovísa kuldalega og háðsk, um leið og _ hún staulaðist niður úr vagn- inum. f sama bili þóttist karlinn reka augun í lausu fjölina á kassanum. „Nei, fjandinn hirði það nú!“ kallaði hann upp yfir sig. „Hafa þá ekki kett- irnir losað upp eina fjölina og smogið út!“ Hann þreif ljóskerið af forstöðukon- unni og lýsti niður í kassann. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. mai 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.