Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 14
Snorrason, flugmaður segir í viðtali er haft var við hann. Ég hef aldrei séð meiri ís milli Vest- fjarða og Grænlands síðan ég fór að fljúga þessa leið. Þéttleiki íssins er 5. 8 og síðan 7—8, en víða eru skipgengar lænur. Um þetta leyti voru taisverðar frost- hörkur, einkum fyrir norðan og snjó- þungt á Norðausturlandi. Útlitið talið slæmt. 26. marz. Mikill ís fyrir Vestur og Norðurlandi, og nú er ísinn kominn austur fyrir Langanes og er kominn langt austur fjær landi. Hann hefur sézt frá Breiðdalsvík og spöng er orðin landföst við Gerpi. Bakkafoss, sem var á leið til Norðurlandshafna, varð að snúa við út af Vopnafirði en þar kom hafísinn æðandi á móti skipinu á miklum hraða. Talið er að ísinn nái 30- 40 sjómílur til hafs. Þistilfjörður var aiþakinn ísi, þar upphófast mikð höfr- ungadráp í smá vökum sem voru í ísn- um, talið er að þeir séu 100 talsins. RABB Framh. af bls. 16. hamla gegn því að slíkt ástand skap ist hér á landi. Þetta hvorttveggja ber okkur að hafa í huga þegar rætt er um heil- brigða mótun unglinga í œðstu menntastofnunum landsins. Með hlutlœgri frœðslu í heimspeki verð- ur þeim bezt gefinn kostur á að mynda sér rökstuddar skoðanir á stefnum og hugmyndakerfum, sem fara yfir hverju sinni. Slík frœðsla gæti líka forðað unglingum frá því að verða öfgastefnum að bráð áður en þeir hafa náð fullum þroska. Jón Hnefill Aðálsteinsson. A Húsavík lá Herðubreið og komst ekki þaðan sökum íss. Út á ísnum fyrir norð- an Melrakkasléttu heyrðust bjarndýr öskra. 21. apríl. ís fyrir öllu Norðurlandi langt norður í haf. Ófært öllum skipum þangað bæði að austan og vestan. Víða er farið að ganga á heybingðir bænda, einkum á Norðausturlandi og erfitt um aðdrætti vegna snjóþyngsla. Fréttir frá Vopanfirði 1. maí. Enn liggur hafísinn á firðinum, þó hefur myndazt renna út frá Hofsárósum út eftir firðinum. Vitaskipið Árvakur brauzt gegnum ísinn í gær eftir endur- teknar tilraunir. Þokuna birti andar- tak og var þá hægt úr landi að benda honum á greiðfærustu leiðina, en síðustu 5—6 metrana var samfelldur ís, sem skipinu tókst þó að brjótasf í gegnum Áður hafði Hekla þurft að snúa frá vegna íss, en hún var með 14 farþega hingað og 80 tonn af vörum. Hér hoirf- ir til vandræða og stórtjóns ef ekki fer eitthvað að greiðast úr með skipakomur. Hér er m.a. orðið fó'ðurbætislaust. Fréttir af Norðurlandi 2. júni. Stöðug norðanátt síðari hluta maí. f Miðfirði og Hrútafirði er enn hafís og hefur hann hamlað aðflutningum. Tals- verður ís er hér og þar allt austur á Vopnafjörð, en víða er hann þó farinn að gisna og sumir firðir íslausir að heita má. í Axarfirði hefur verið mjög kalt að undanförnu og tún víða kalin og svo mun víðar. Sagt er, að þrátt fyrir kuldana hafi sauðburður gengið vel. —Víðast hvar er farið að hleypa lambám út, enda hefur hlýnað til muna síðustu dagana. Hitinn komizt upp í 10 stig á Vestfjörðum, en allt upp í 18-20 stig á Norður og Austur landi. —Gróður tók fljótt við sér, þótt hita bylgjan stæði stutt.------- Að sjálfsögðu mætti skrifa, ekki að- eins stutta grein um góðæri til lands og sjávar á því tímabili, sem þessi grein spannar yfir, heldur heila bók. En hollt tel ég æskunni í dag, sem iifað hefur að heita má samfelld góðæri, að hafa það í huga að ísland hefur ekki færzt úr stað —-. Hinn forni fjandi —.er enn og verður nábúi okkar, tilbúinn til árásar á landið hvenær sem er —. Lát- ið hann aldrei koma að ykkur óviðbún- um --Verið viðbúin--. Hvað grein þessa snertir, er mér ijóst að hún er næsta ófullkomin. Ég hef reynt að taka það sem ég áleit mestu máli skipta. En þegar um samanþjappað efni er að ræða er alltaf álitamál hvað á að taka og hverju að sleppa. Ég bið því þá, sem þetta kunna að lesa og halda til haga, að taka viljann fyr- ir verkið. Þess skal getið að þegar þessi grein er prentuð 12. maí er enn mikill hafís fyrir Norður- og Austurlandi og siglingar að mestu tepptar. HUGLEIÐSLA Framhald af bls. 12 undar og hægt sé að ná því, er auð- skilið hversvegna fullfleygur hugleið- andi ætti að finna til fullnægju og ör- yggis. Um þetta atriði ber Maharish- anum saman við alla dulspekinga fyrr og síðar, kristna eða ekki kristna. Vizk- an sem þeir hafa allir öðlazt er sú að maðurinn sé ekki aðskilinn heimur, heldur hluti af alheimsheildinni, sam- ofinn gervöllu sköpunarverkinu. Og það er þessi vizka, segir Dr. B., sem sefar kvíða og taugaþenslu hjá hugleiðandan- um, sem forðar honum frá óttablöndnum fjandskap gagnvart öðrum mönnum með því að „byggja honum traustan grund- völl, sem sé hafinn yfir ógnanir“, ó- hagganlega staðfestu. Andstæðingar hugleiðslu í sérhverri mynd hafa ávallt sakað hana um sjálfs- hyggju. Líf einsetumannsins, sem afneit- ar „heimi veruleikans" og gerist honum sýnilega fráhverfur, hlýtur að virðast fullt sjálfselsku i augum þess sem ekki hefur skilning á markmiði hans, enda þótt enn séu þúsundir manna í hinum austræna heimi, sem gera sér ljósa gagn- semi þess og gildi eins og áður var gert á Vesturlöndum. En Maharishinn og áhangendur hans afneita ekki heim- inum. Hið eina takmark þeirra er að verða virkari og áhrifaríkari innan hans. Engu að síður virðast nútíma hug- leiðendur ekki vera hópsálir. Að vísu skiptast þeir í hópa víðsvegar um Bret- land, en þessir hópar voru undantekn- ingarlaust tengdir kunningjaböndum áður en þeir tóku upp hugleiðslu. Þeir hafa fréttablað sem verkar eins og grannur og óreglulegur tengiliður milli aðalstöðvanna í London og félaganna úti um landið, en það er augljóst að þessir hugleiðendur hafa ekki mikinn áhuga á að koma saman á félagsleg- um eða pólitískum grundvelli. Bræðra- lag þeirra á sér annarsstaðar rætur. Og það væri ekki úr vegi að ímynda sér að að minnsta kosti nokkur hluti hinn- ar auknu orku þeirra stafaði af því að nú eyða þeir minna af henni í staS- hæfingar og mótmæli, sem þeir álíta nú tilgangslaus. „Sá maður, sem iðkar hugleiðslu," segir Dr B., „auðgar þjóðfélagið vegna þess að hann hefur sjálfur auðgazt af þrótti og hæfileikum, hjartahlýju og um- fram allt sálarfriði." Með öðrum orðum, hann sýrir brauðdeig mannkynsins með tilveru sinni einni saman. 14 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS 12. maí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.