Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 15
THE NEW CHRISTY MINSTRELS til Islands Við eigum því láni að fagna, íslendingar, að jafnvel þótt landið okkar sé staðsett langt norður í Atlantshafi liggur það samt í þjóðbraut milli tveggja heimsálfa. Einmitt af þessari ástæðu fá- um við tækifæri til þess að sjá og hlusta á frægasta þjóð- söngvahóp Bandaríkjanna í næstu viku, en þá munu THE NEW CHRISTY MINSTRELS hafa eins dags viðdvöl í Reykja vík, og halda eina hljómleika í Austurbæj arbíói, miðvikudag- inn 15. maí kl. 11.15. Þessi sönghópur stendur á gömlum merg, þótt vitanlega hafi orðið margar breytingar á honum síðan eitthvað fór að kveða að MINSTRELS fyrir um það bil 8 árum. Á þessu tímabili hafa margir gengið í gegn um „Minstrels stjörnufa- brikkuna“ eins og grúppan hef ur stundum verið nefnd, og má þar til telja söngvarana Barry McGuire, og beathljómsveitir- nar First Edition, Associations og Jackie og Gail. THE NEW CHRISTY MINS TRELS er 9 manna hópur, sjö piltar og tvær stulkur, sem syngja bandarísk „Folk, Coun- i c ]§/hd m i (1) Wonderful World Louis Armstrong 2 (4) Simon Says .1910 Fruitgum Co 3 (2) If I Only Had Time . . John Rowles 4 (3) Congratulations 5 (9) Lazy Sunday 6 (5) Can’t Take My Eyes Off You . . . . Andy Williams 7 (6) Jennifer Eccles 8 (10) I Can’t Let Maggie Go Honeybus 9 (8) Something Here in My Heart . Paper Dolls 10 (26) A Man Without Love ... Engelbert Humperdinck 11 (7) Delilah Tom Jones 12 (12) Cry Like A Baby Box Tops 13 (22) I Don’t Want Our Loving To Die Herd 14 (18) White Ilorses Jacky 15 (13) Ain’t Notliin’ But A Houseparty . . Showstoppers 16 (20) Somewhere In The Country .. Gene Pitney 17 (15) Captain Of Your Ship Reparata and the Delrons 18 (16) Valleri .. . Monkees 19 (30) Honey Bobby Goldsboro 20 (—) Young Girl . . 21 (23) Hello How Are You . Easybeats, United 22 (11) The Dock Of The Bay ... . Otis Redding 23 (21) Little Green Apples 24 (14) Step Inside Love Cilla Black 25 (17) Lady Madonna 26 (27) Forever Came Today Diana Ross and the Supremes 27 (—) Rainbow Valley Love Affair 28 (19) If I Were A Carpenter ... Four Tops 29 (24) Cinderella Rockefella . . . Esther and Abi Ofarim 30 (25) Love Is Blue Paul Mauriat í umsjá Baldvins Jónssonar og Sveins Cuðjónssonar try og Western" lög, jafnframt því að taka fyrir beztu af topp lögum í umferð hverju sinni, og útsetja þau fyrir sinn sérstæða stíl. Þau hafa ferðazt viða um lönd sem ambassadorar fyrir land sitt, og nú síðast koma þau frá „By Royal Command" fyrir Elísabetu Bretlandsdrottn ingu og mann hennar í Lond- on Palladium á morgun en halda síðan til íslands á þriðju dagskvöld. Fyrir milligöngu Lofteiða, sem sér um ferðalag hópsins í Evrópu, komst Sjálfsbjörg í samband við umboðsmenn MIN STRELS í Kaupmannahöfn, með þeim árangri, að hægt var að fá þau til þess að tylla sér niður hér í Reykjavík nógu lengi til þess að halda einn fjöröflunarkonsert fyrir bygg- ingarframkvæmdir á vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. Þeir verða því vafalaust marg ir, sem njóta ógleymanlegrar kvöldstundar með MINSTRELS í Austurbæjarbíó á miðvikudag inn kemur, um leið og þeir styðja göfugan málstað. Nýlega voru haldnir hljóm- leikar í Royal Albert Hall í London, sem ekki væri í frá- sögu færandi nema að því leyti að þarna voru mættir BEE GEES ásamt sextíu-manna sin- fóníuhljómsveit og ekki nóg með það heldur höfðu þeir fél- agar einnig fengið sér til aðstoð ar 50 manna flokk úr lúðrasveit brezka hersins. Á hljómleikum þessum komu einnig fram Dave Dee, Dozy, Beaky, Mick og Tich‘ og ,Foundations‘ ásamt fleiri smærri stjörnum. Hljómsveitin GRAPEFRUIT opnaði hátíðina við mikinn fögn uð áhorfenda, en þessi hljóm- sveit er ný af nálinni og var þetta í fyrsta skipti sem þeir koma opinberlega fram. Að sögn þeirra er á hlýddu stóðu þeir félagar sig nokkuð vel og lofa góðu í framtíðinni. Foundations voru næstir í röðinni og munu þeir sjaldan eða aldrei hafa slegið betur í gegn ef dæma skal eftir blaða skrifum um þessa ágætu hljóm leika. Þeir byggðu lagaval sitt eingöngu á „soul“ en sér til fulltingis höfðu þeir nokkrar léttklæddar dansmeyjar sem eflaust hafa haft sín áhrif á þá stemmingu sem skapað- ist í salnum á meðan hljóm- sveitin var á sviðinu. Á eftir Foundations geystust Dave Dee og Co. inn á sviðið og allt ætlaði um koll að keyra í saln- um þegar þeir tóku lagið sem fyrst vakti á þeim athygli ,,Hold Tight“. Meðal annarra laga í efnisskrá þeirra voru gömul „hit“ eins og „Bend It“, „OK“ og „Zabadak" svo og nýjasta lag þeirra „THE LEG- END OF XANADU“. Það lag sem vakti þó hvað mesta at- hygli hjá þeim var „If I Were A Carpenter* sem að Dave þótti syngja óvenjulega vel. Hápunkt ur fagnaðarins var svo þegar Bee Gees birtust á sviðinu þó ekki væri laust við að sum- um brygði við að sjá allan viðbúnaðinn en láta mun nærri að um 120 manns hafi verið á sviðinu á þessari stundu. Hljómleikar þessir hafa vak ið nokkrar deilur í Englandi og vilja margir halda því fram að Bee Gees séu harla lítils virði án aðstoðar annara hljóð- færaleikara. Sagt er að Dave Dee hafi tautað að tjaldabaki eftir hljómleikana: „Við þurf- um þó ekki 100-manna aðstoð til að gera áhorfendur ánægða“, Sjálfur sagði Robin Gibb: „Þetta er okkar tjáningaform. Allar hugmyndir og útsetningar koma frá okkur sjálfum. Við semjum lögin og svo viljum við koma þeim á framfæri“. Segi svo einhver að hann hafi ekki töluvert til síns máls. Bee Gees á sviðinu í Royai Alb ert Hall. A myndinni sést hluti af sinfóníuhljómsveitinni. 12. maí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.