Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 5
kvæmanlegt, sjö árum eftir dauða Stalins og þremur árum eftir 20. flokksþingið, en það var ekki lengur mjög skynsamlegt. Meðan á þessum deilum stóð, safnaðist annar stór hópur nýtúskrifaðra FAMU-manna saman fyrir framan hlið Barrandov-veranna, og krafð- ist þess að fá að sýna, hvað í honum byggi. Og Barrandóv-hliðin lukust upp, um leið og „listræna ráðgjafanefndin" var afnumin, — sem þótti táknræn tímasetning. Hver fram- leiðsluhópur fékk nú aftur að velja sér eigin ráðgjafa. Valfrelsi var þannig komið á aftur, skeið hugmyndafræðilegrar kúgunar var á enda runnið, og ágóðasjónarmiðið var ekki enn tekið að gera vart við sig. Um fimmtán af okkur nýju kvikmyndaleik- stjórunum tóku fyrstu myndir sínar af fullri lengd á tímabilinu frá i962 til 1965. Þótt flestar þessara mynda séu settar í flokk þeirra, sem mesta áherzlu leggja á listrænt gildi, þá vill svo undarlega til, að ágóði af þeim varð yfir meðal- lagi af því sem gerist um kvikmyndir. Mikil- væg orsök þess hefur áreiðanlega verið afstaða tékkneskra kvikmyndagagnrýnenda, sem kom okkur mjög á óvart. Árin á undan höfðu gagn- rýnendur virzt tryggustu vikapiltar zhdanov- iskrar fagurfræði. Við áttum von á að verða þagðir í hei og neyddir til að hætta störfum. En hið gagnstæða gerðist. Gagnrýnendurnir tóku (kannski til að bæta fyrir fornar syndir) að hæla á hvert reipi kvikmyndum „nýju stefn- unnar“. Þeir tóku svo mikið upp í sig, að bæði aimenning og helztu embættismenn tékknesks kvikmyndaiðnaðar rak í rogastanz. Þessa hjálp fáum við seint fullþakkað. Mr essar nýju myndir eru einkum að einu leyti mjög frábrugðnar þeim kvikmyndum, sem framleiddar voru árin á undan. Nú hefur hug- sjónin hætt að gegna hlutverki einhvers heilags barefflis, isem hægt sé að femjia óstýrilátan veru- leika til hlýðni með. Þvert á móti hefur athygl- inni verið beint óskiptri að veirulleikainium og lit- ið á hugsjónir sem hluta af þeim veruleika. í ireynd kemur þetta þannig út, að kvikmymdiir okkar sýna ekki lengur skefjalausa og barna- lega hrifningu yfir öllu, sem vel heppnast, en slíkt var höfuðeinkenni fyrra tímabils — og við dæmum ekki hvern syndara til eilífrar glötun- ar, og við metum kímnigáfu. Ég get skilið það, .af hverju þetta er ekki að skapi þeirra manna, sem allt sitt líf hafa ekkert gert annað en að berjast fyrir því einu, að hugsjónir þeirra verði að raunveruleika. Við sáum feður okkar ekki heyja baráttuna. Við uxum upp í heimi, sem þeir höfðu búið til handa okkur. Við kunnum að meta hanp sem slíkan, en við getum ekki tekið virkain þátt í ákafa þeirna og reiði — í mesta lagi getum við þótzt gera það. Við þessar að- stæður hlýtur mönnum að vera ljóst mikilvægi þess að virða löigmál lýðræðis- Jl dag ©r því tniður verið að ráðasit á freJsi kvikmyndaframleiðslu í Tékkóslóvakíu úr óvæntri átt, — herbúðum ágóðasinna. Meira en hieilminguir okkar fimmtán, setm hófum starf á síð ustu fimm árum, hefur ekkert verkefni að vinna árið 1968. Ástæðan er sú, að mönnum virðast handrit okkar ekki lofa góðu um fjárhagslegt gengi kvikmynda okkar. Ég geri mér grein fyr- ir því, að land ofckar er nú á erfiðu skeiði í efnahagsþróun sinni, sem ég hef ekki nægilegan skilning á til að dæma um. Það sem ég hef hins vegar skilning á, er menning þjóðarinnar og hve dýrmæt eign hún er. Og með þetta í huga er ég talsvert áhyggjufullur vegna vaxandi áhrifa- valds ágóðasjónarmiðsins. Það kann að virðast fáránlegt, en endanieg uppsfcena þessaira tvegigja tegunda kúgunar, hugmyndafræðilegrar og fjár- hagslegrar, er hin sama: Barnaskapur, meðal- mennska og samlögun. Ef mælikvarði ágóðafikninnar skyldi sigra mælikvarða listarinnar í menningu lands okkar, þvert ofan í tilgang tilskipunarinnar um að þjóðnýta kvikmyndaframleiðsluna (sem reynd- ar er enn í gildi), þá yrðu afleiðingarnar fyrir tékkneska kvikmyndagerð eins hörmulegar og á skeiði zhdanovisku fagurfræðistefnunnar. Ef svo fer, þá er það hörmulegast af öllu, að tékkneska ríkið skuli hafa einokun á framleiðslu kvik- mynda í landinu. 1 kapitalistiskum löndum eru þó óraunsæir og heimskir einstaklingar, sem gera geggjuðum og einrænum listamönnum Forint>eygður krossviður ryður sér talsvert til rúms í hús- gagnaiðnaðinum og hér er kanadiskur stóll úr formbeygð- um palis«'inder-krossviði, en sgssurnar eru yfirdekktar með skinni og hnepptar á sérkennilegan hátt yfir bakið og arm- ana. Stundum getur verið hentugt að skipta sundur stofu og borð- stofu, eða einungis að mynda einskonar krók í stofuna með sjálfstæðum vegg eða hillusamstæðu, annaðhvort fyrir bækur, muni eða hvort tveggja. Pira-hillukerfið er þekktast af þesskonar samstæðum, en þar eru uppi- stöðurnar festar í loft og gólf. Hér hef- ur ítalskur teiknari gert tilraun með hilluskilvegg úr samsettum einingum. Hver eining er líkt og opinn og botnlaus kassi, efnið er þykkur krossviður, lakk- málaður hvítur, svartur eða rauður. London combination corner chair heitir liann þessi og í rauninni er hann sam- settur úr fjórum sjálfstæðum hornstól- um, sem hægt er að raða saman eftir vild, m.a. í samstæðu eins og hér, sem kannski er þó dálitið undarleg, þar sem fólkið mundi algerlega snúa bökum saman. En það mætti líka nota tvo saman, hlið við hlið og þá er með góð- um vilja hægt að sjá framan í þann, sem við hliðina situr. Þessi tegund af sætum er eins og nafnið bcndir tii frá London. Ný, dönsk hnífapör úr stálL Teiknað hefur Jens H. Quist- gaard fyrir Dansk Design, Kaupmannahöfn. Danir eru hinir miklu meistarar í kertastjaka- gerð, því ,det skal være noget hyggeligt4 f kringum Dani og kerti skapa notalegt and- rúmsloft. Kertastjakinn hér á myndinni er úr keramik og í rauninni rúmar hann samtals átta kcrti. Teketill úr silfri með handfangi úr eik. Sig- urd Person, Svíþjóð, hefur teiknað ketilinn og handsmíðað. NÝ FORM kleift að vinna og bjarga þannig heiðri þjóðmenningar sinnar. En hér heima eru engin slík bjargráð. Ekki vil ég ,að menn lesi það af þess- um skrifum mínum, að stjórn tékknesks kvikmyndaiðnaðar á undanförnum ár- um hafi verið skipuð óraunsæjum og heimskum einstaklingum, sem hafi ver- ið fúsir til að eyða peningum aðeins í þessa einrænu og geggjuðu menn, sem viidu gera einhverja nýja tegund af kvikmyndum. Það væri mjög villandi. Til þess að vera fullkomlega skilmerki- legur í lýsingu minni, yrði ég að segja, að um tveir þriðju hlutar kvikmynda- framleiðslu okkar hafi alltaf verið til þess ætlaðir að hagnast á. Það sem um er að ræða, er þá um þriðjungur tékkn- eskrar kvikmyndagerðar, sem reyna verður að vernda gegn ofríki gróða- hyggjunnar. að er erfiðara að skilja þessa nýju stefnu í stjórn kvikmyndafram- leiðslu Tékkóslóvakíu en virðast má að ókönnuðu máli. Það er mjög sjaldgæft, að tékknesk mynd nái þeim vinsæld- um heima fyrir, að nægi til að greiða Framh. á bls. 11 19. MAX 1068 LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.