Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 8
Horft um öxl Sverrir Þórðarson: 100 MANIMS Í HÆTTU Sagt frá strandi Laxfoss við Örfirsey fyrir tœpum aldarfjórðungi — Fyrri grein FYRIR liðlega 24 árum gerð ist hér við Reykjavíkurhöfn at burður sem þeir enn muna g-lögglega, er þá voru komnir til vits og ára. Kvöld eitt dimmt í janúarbyrjun strand- aði flóabáturinn Laxfoss við Örfirisey, en með skipinu sem var álíka stórt og Akraborg og var í ferðum milli Reykja- víkur- Akraness og Borgarness voru alls um 100 manns. Þó strandið ætti sér stað alveg í flæðarmáli höfuðborarinnar og veðrið væri ekki neitt ofsalegt komust skipbrotsmenn í bráða lífshættu. Minnstu munaði að skipinu hvofldi meðan beðið var björgunar úr landi. Þegar þetta gerðist var Valtýr Stef- ánsson ritstjóri Morgunblaðs- ins og hinn mikli aflgjafi þeirr ar blaðamennsku sem hæst bar hér. Sjálfum er mér atburður þessi minnisstæður því einmitt þá var ég nýlega orðinn blaða maður og hlaut þetta kvöld mína blaðamanns-eldskírn er ég fór með Valtý á strandstað og var með honum við fyrstu frásögn blaðsins af atburðinum sem segja má að öll Reykjavík hafi fylgzt með þetta kvöld, þrátt fyrir vonskuveður og hríðarbyl, en hundruðum sam- an fóru Reykvíkingar vestur í Selsvör og út í örfirisey. — En þó uggvænlega horfði um björg un skipbrotsmanna á Laxfossi tókst björgunin um síðir og enginn hlaut nein varanleg meiðsl. Morgunblaðið hefur komið að máli v}ð þrjú þeirra mörgu sem komu öll við sögu í frá- sögninni af strandinu, en þau eru frú Benta Jónsdóttir Stein- grímssonar sýslum. í Borgar- nesi. Jón Pálmason fyrrum ráð herra og Alþingisforseta og Jón Axel Pétursson banka- stjóra, en hann var þá hafn- sögumaður. Frásögn Mbl af strandinu hefst á þessa leið: „Lagarfoss strandaði í gær- kvöldi á skeri norður af Eff- ersey kl. 7.30. Farþegar, um 100 manns, náðust í land um og eft- ir miðnætti. Mikill sjór komst í skipið strax eftir strandið. Ovíst er um björgun þess.“ Síðan segir á þessa leið: „Sú fregn flaug eins og eld- ur í sinu á óttunda tímanum í gærkvöldi að Laxfoss hefði strandað norður af Effersey. Veður var mjög dimmt, hrið og hvassviðri mikið. Er skipið strandaði náði skip stjóri (Pétur Ingjaldsson) fljót- lega sambandi við Loftskeyta- stöðina og gerði hún Slysa- varnafélaginu aðvart. Gerðist nú margt í senn, og verður eigi greint hér a ná- kvæmri tímaröð. Dráttarbátur- inn Magni var sendur á strand staðinn. Ægir var kvaddur til að fara þangað, en varð af eðlilegum ástæðum síðbúnari. Leitað var aðstoðar setuliðsins um að fá hjá því báta til hjálpar. Magni kom aftur og sögðu skipverjar ógerlegt eins og þá stóð að komast nálægt skipinu. Björgunarsveit frá Slysa- varnarrfélaginu fór út í Eff- ersey til að freista að koma björgunarlínu þaðan út í skip- ið. En það reyndist ómögulegt vegna veðurofsa. Ein lína fór þó yfir skipið en festist svo ofarlega í afturmastrinu, að henni varð ekki náð. Nú leið tíminn. Unnið var að því að koma björgunarbátum út í eyna. Það reyndist sein- legt, en tókst á ellefta tíman- um. Um svipað leyti komu nokkr ir menn í skipsbátnum í land vestan við Grandagarð. Höfðu lent í volki lentu á rifi, urðu að vaða út úr bátnum, en komust síðan á honum til lands. Munu þeir hafa haft hug á að hraða björguninni. Sá sem þetta ritar, hitti menn þessa er þeir komu í lanid. Sögðu þeir farþega rólega í skipinu og biðu björg- unar. Þeir sögðu að strax hefði komið mikill leki að skip- inu að framanverðu en að aft- an væri það sigið í sjó. Litlu mátti muna Á þessum báti höfðu verið átta menn segir blaðið. Var bát urinn því næst tekinn í land ó Grandagarði og fluttur út í Effersey, þangað sem skemmst var út í Laxfoss. Það kemur ekki fram hve langt frá sjálfri eynni skipið strandaði, en at- huganir á korti benda til að fjarlægðin muni hafa verið um 150 metrar. Þá segir frá því, að um þetta leyti kvöldsins, um kl. 11, hafi verið komin björgunarsveit út í eyna und- ir stjórn Friðriks Ólafssonar skólastjóra Stýrimannaskólans og hafi verið með honum hópur nemenda hans. Þrír bátar voru komnir út í eyna, en þá um þrem og hálfri klukkustund eft ir að skipið strandaði, er enn engin skipuleg björgun hinna tæplega 100 farþega hafin og þeir í yfirvofandi hættu um borð í hinu litla skipi sem var sambandslaust við landsstöðv- ar. Það er að sjá sem þessi björgunarsveit hafi lítið að- hafzt til björgunar því: „Fljótt var horfið frá því ráði að festa línu í afturmastur skipsins og bjarga skipbrotsmönnum í land í björgunarstóli. Var óttast að skipið þyldi ekki svo mikið á- tak og myndi fara yfir (leggj- ast alveg á hliðina) Má af þess- ari stuttorðu lýsingu af ástandi hins strandaða skips sjá hve litlu hefur mátt muna að stór- sjóslys yrði þarna um kvöldið. Björgunin hefst. Segir því næst frá annarri til- raun og aðferð, til að komast í samband við hið nauðstadda fólk um borð í Laxfossi: „Hitt ráðið var tekið að senda bát frá landi um borð í Laxfoss og ná sambandi við skipið“. Blaðið nefnir nokkra þá helztu sem þá voru úti í Effersey á- samt Friðriki Ólafssyni en það voru þeir Guðbjartur Ólafsson hafnsögumaður og Ársæll Jón- asson kafari. Svo segir um síð- ustu tilraunina með að senda bát út í skipið: „Það tókst að koma bátnum út að skipinu, og er hann kom að landi aftur voru í bátnum fjórar stúlkur og stýrði Birgir Thorlacius þeim báti.“ Átti nú að reyna að bjarga öllu fólkinu á þann hátt í land í eynni. En þá kom til skjalanna til björgunar hinum nauðstöddu farþegum, sem voru búnir að bíða björgunar í myrkri hríð og sjógangi í 4 klst. allstór flatbotnaður „inn rásarprammi' eins og þeir voru kallaðir, frá setuliðinu. Voru á, bátnum amerískir sjóliðar og með þeim Jón Axel Pétursson sem þá var hafnsögumaður, en nú er bankastjóri við Lands- bankann. Var fólkinu hjálp- að um borð en sumir far- þeganna létu sig falla nið- ur í prammann enda voru farþegar almennt orðnir þreytt ir og kaldir enda búnir að bíða rúmar 4 klst. eftir björgun og flestir meira og minna votir. En strandfólkið var ekki flutt með prammanum inn á Reykja- víkurhöfn heldur var það flutt úr honum í einum lóðsbátanna um borð í Magna sem síðan silgdi inn á Reykjavíkurhöfn með allt fólkið og lagðist að bryggju um klukkan hálfeitt um nóttina, — 5 klukkustund- um eftir að skipið strandaði. Er Magni renndi upp að hafn- argarðinum voru þar fyrir her- sjúkrabílar læknar og hjúkrun arlið, en til þess kasta kom ekki því ekki munu hafa orð- ið nein meiriháttar slys en nokkrir hlutu meiðsli, — og kom það fram síðar. Morgunblaðið getur þriggja farþega sem verið hafi með skipinu í þessari örlagaríku ferð, en það eru „ung stúlka úr Borgarnesi, Benta Jónsdótt- ir.“. Þá er getið hinna gömlu þingskörunga Jóns Pálmasonar fyrrum forseta Sameinaðs Al- þingis og ráðherra og Þorsteins sýslumanns Þorsteinssonar. þess er getið í fréttinni að ekki hafi tekizt að bjarga neinu af farangri farþeganna pósti eða öðru úr lestum skips- ins. Vongóðir um björgun skipsins. Næsta dag (12. janúar) seg- ir blaðið frá því, að varðskip- ið Ægir muni eiga að gera til- raun til að ná Laxfossi út og menn geri sér nokkrar vonir um að það muni takast þrátt fyrir að miklar skemmdir hafi orðið á skipinu. Skipstjórinn Pétur Ingjaldsson og stýri- menn höfðu farið um borð en ekkert getað aðhafzt. Sjórinn var búinn að sprengja upp lestarlúgur yfir afturlest en þar hafði farangur farþega ver ið. Hafði nokkuð af honum flot ið upp úr lestinni og rekið á land vestur við Gróttuvita. í þessari sömu frásögn er birt stutt samtal við Guðbjart Ól- afsson forseta Slysavarnarfé- lagsins um björgunaraðgerðirn ar, sem hann taldi hafa verið óaðfinnanlegar eins og á stóð, en biðin hafi orðið löng hjá skipbrotsfólkinu, og hann segir m.a.: „Við björgun úr sjávar- háska er það mjög nauðsyn- legt og raunar fyrsta boðorð þeirra er að björguninni standa að haga björgunartilraununum þannig, að ekki sé hætta á að Við vissum að með útfallinu myndi skerið, sem var á bak- borðshlið Laxfoss koma upp úr sjó og draga úr kvikunni sem var við skipið, enda reynd ist það svo. Það var einmitt þess vegna sem við biðum með björgunartilraunirnar en á með an undirbjuggum við okkur sem bezt við gátum.“ Leiðarar um Laxfoss-strandið. Morgunblaðið tók líka strand Laxfoss sínum tökum og fjall- aði um það í ritstjórnargrein ’undir fyrirsögninni Laxfoss— 'strandið: „Minnstu munaði, að Reykvíkingar fengju alvarlega áminningu, svo alvarlega, að þeim hefði aldrei gleymzt !hún. Flóabáturinn Laxfoss strandar hér rétt utan við hafn 'armynnið, með 100 manns inn- 'anborðs. En það líða samt full- Það var oft þröng á þiifari Laxfoss í íerðum hans. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MAÍ 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.