Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 9
Jón Pálmason, fyrrum alþingisforseti. ‘ir fjórir tímar, þar til loks er 'búið að bjarga fólkinu. Þessi langi tími gat orðið afdrifa- ’ríkur, enda leit svo út um 'skeið, að skipið myndi þá og 'þegar velta út af skerinu (með 'útfallinu) og þá hefðu fáir lif- ’að sem um borð voru. Þá hefðu ’Reykvíkingar orðið sjónarvott- 'ar að einu stórfelldasta sjó- 'slysi sem sögur fara af hér 'við land, og það rétt í flæðar- 'máli höfuðborgarinnar." Og síðar í leiðaranum segir: Laxfoss—strandið minnir okk ur Reykvíkinga á óleyst verk- 'efni. Er það forsvaranlegt, að 'ekki sé til neinn björgunar- 'bátur í höfuðborg landsins? 'Geta Reykvíkingar dregið það 'lengur, að hefjast handa um 'fjársöfnun til kaupa á slíkum 'báti? Nú er verið að reisa sjó- 'mannaskóla hér í höfuðstaðn- 'um. Verður sú bygging ein veg 'legasta bygging í landinu. Væri ekki vel við eigandi, að Reyk- víkingar gæfu Sjómannaskól- anum fullkominn björgunar- ■bát með því skilyrði, að hann ’yrði til taks þegar til þyrfti að grípa? Er ekki vafi á því að fjölda margir Reykvíkingar myndu fúsir vilja láta fé af hendi til samskota í björgun- arbát. Að lokum segir: Slysa- 'varnarfélagið hefir margt gott 'verk unnið á undanförnum ár- 'um. En eftir Laxfoss—strand- 'ið spyrja bæjarbúar: Hvar er 'björgunarsveit Reykjavík- Fyrsta myndin sem birtist af 'Laxfossi á strandstaðnum við ’Örfirisey og jafnframt sú eina 'sem blaðið birti kom á bls. 2 '13. janúar og er þá sagt frá 'því að athuganir varðskips— manna á Ægi á aðstæðum til 'björgunar skipsins, hafi leitt í 'ljós að hæpið sé að slíkt muni takast, svo illa sé botninn far- inn. Sú mynd er nú glötuð. ' Morgunblaðið skrifar 15. jan 'úar annan leiðara í sambandi 'við Laxfoss—strandið, um '„Hvalfjarðarleiðina," eins og leiðarinn heitir. Segir þar m.a. 'að Laxfoss—strandið hafi orðið alvarleg áminning þar sem telja 'verði það sérstaka tilviljun eða mildi að ekki hlauzt af alvar- ’legt slys ... þá er ekki að furða ’þó mönnum verði ofarlega í 'huga nauðsyn þess, að breyta fólksflutningum í hagfelld- ara horf. Þetta liggur líka opið fyrir: Sjóferðir langferða- fólks milli Borgarness og Reykjavíkur verða að hætta, — feitletrar blaðið og bæt- ir við: — „Samgöngur á þessari leið eiga að vera á landi“ og til áherzluaukning- ar eru 4 síðustu orðin 'feitletruð. Síðan er gerð sú ’krafa að Hvalfjarðarveginum ’sé haldið opnum og bílfærum ’yfir vetrarmánuðina og þetta 'verður að byrja strax, segir blaðið. Víkverji fer á stúfana. í dálkum Velvakanda, sem þá ’hétu Víkverja—dálkar var mikið um Laxfoss—strandið og ’fór Víkverji hörðum orðum um það stórtjón sem sleifarlag við 'björgun farangurs farþega hafi bakað þeim. Hann segir: Far- 'þegafarangurinn var ekki vá- tryggður og útgerðarfélag Lax 'foss telur sig ekki bera neina 'ábyrgð á farangrinum. Er ekki annað að sjá segir Víkverji, en að þeir sem með skipinu voru missi allan sinn farangur sem þeir höfðu með sér án þess að bætur komi fyrir. Áður hafði Víkverji borið mikið lof á þá aðila sem mjög komu við sögu er björgunar- starfið var unnið. Vildi Vík- verji láta heiðra þessa menn innlenda og erlenda með því að veita þeim heiðurspening fyrir og nefnir hann nokkur nöfn sem til gamans skulu rifjuð upp: Björn Guðmunds- son er var skipstjóri á Magna, hafnsögumennirnir Ingólfur Möller, Einar Jónasson, Jón Axel Pétursson og ameríski bátsmaðurinn á innrásarpram anum E.L.Hause að nafni, Ár- sæll Jónasson kafari. En umræðum um björgun far- angursins úr Laxfossi var ekki lokið með skrifum Víkverja, því brátt kom til skjalanna Gísli Sveinsson sýslumaður og alþingismaður og fjallaði um málið frá lögfræðilegu sjónar- miði. í nokkra daga er svo ekkert á Laxfoss-strandið minnzt, en 22. janúar birtist allöng grein: „Þegar Laxfoss strandaði“, — grein sem send var blaðinu eft- ir Árna Jónsson frá Fossi, sem kvaðst hafa verið farþegi með skipinu er það strandaði. — Greinarhöfundur fjallar um strand Laxfoss, segir frá björg- unartilraunum og loks sjálfri björguninni og vitnar þá í blaðaskrif og frásagnir úr Reykjavíkurblöðunum af henni. Hann er ekki á sama máli og þeir sem töldu björgunina hafa verið vel skipulagða og meðal afreka sem verðlauna bæri Um síðir tókst að bjarga Lax fossi á flot aftur og var hann endurbyggður og lagfærður. En 4. árum seinna strandaði hann á ný á Kjalarnestöngum. — I janúarmánuði 1952. Mann- björg varð og er það önnur saga. Enn var honum bjargað ,af strandstað en ekki í slipp því hann sökk við þær björgunar- tilraunir út af Skaftinu norð- an Kleppsspítalans og mátti al- lengi sjá siglutréð upp úr sjón- um. — En það strand er önn- ur saga. Samtal við Jón Pálmason. Við lestur frásagnar Mbl. af Laxfossstrandinu þótti mér ljóst að fyrst skyldi ég hitta Jón Pálmason fyrrum alþingis- forseta að máli og fá hann til að segja frá atburði þessum. Heimsótti ég þennan hún- vetnska höfðingja dag nokk- urn á heimili hans á Vestur- götu 19. — Hann varð vel við bón minni og sagði: Ferðalögin hafa gengið með ýmsum hætti, allt frá upphafi íslandsbyggðar og fram á þenn an dag. Eru framfarirnar á því sviði stórkostlegar, eins og á flestum öðrum sviðum í landi voru. Fyrr á öldum og nokk- uð fram á þessa, sem nú er að líða, var ekki um marga kosti að velja. Algengasta úrræðið var: að ferðast á hestum og var það alltaf mest notað. Hið næsta var að ferðast fótgang- andi og gerðu það margir. En þriðja leiðin var að fara sjó- leiðis, en varð ekki almennt fyrr en seint á 19. öld. Urðu og nokkuð oft slys af. Ég minn- ist þess frá æskuárum mínum og það með mikilli vorkunn- semi þegar sjómenn úr Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslum lögðu upp fótgangandi á miðj- um vetri til sjóróðra á Suður- nesjum. Þeir urðu að ganga alla leiðina, og oftast höfðu þeir þunga byrgði að bera af hlífð- arfötum og matvælum. Man ég sérstaklega eftir einum afburða dugnaðarmanni úr Blöndudal, í hópi þessara manna. Hann hét Þórður Jósefsson þessi maður og var frá Eiðsstöðum síðar bóndi á Ysta Gili í Langa dal. Hann fór þetta vetur eftir vetur á fyrstu árum þessarar aldar og var þá vinnumaður hjá Páli Hannessyni á Eiðsstöðum. Alltaf var hann með byrði er nam 5—8 fjórðungum (50—80 pund). Ég dáði þennan unga af burðamann. Þá var ég barn að aldri og gat auðvitað engin á- hritf haft. — Og víkjum enn að öðru frá því í „gamla daga“, sagði Jón Pálmason: Mína fyrstu ferð til Suður- lands fór ég árið 1919. Þá 31 árs að aldri. Fór ég með nokkr- um félögum á hestum til Þing- valla og vorum, við 3 daga í þeirri ferð. Frá Þingvöllum til Reykjavíkur fór ég í bifreið og var það í fyrsta sinn er ég kom upp í það farartæki. Næst fór ég til Reykjavík- ur 10 árum síðar og var það í apríl 1929. Var sú ferð farin af mörgum saman, í bifreið að Grænumýrartungu í Hrútafirði Daginn eftir fórum við fótgang andi yfir Holtavörðuheiði og vorum allan daginn, að komast að Fornahvammi. Þriðjadaginn fengum við bifreið í Borgarnes og var þá vond færð. Fjórða daginn var svo bátsferð frá Borgarnesi til Reykjavíkur. Eft ir þetta fór ferðum stöðugt að fjölga til Reykjavíkur og heim. Gengu þær misjafnlega og ekki alltaf vel. Á bifreiðum voru þær oftast farnar að og frá Borgarnesi, en með flóabátnum til Reykjavíkur. Voru sjóferð- irnar mér hin mesta kvöl oft- ast nær, því ég var ákaflega sjóveikur. Engin slys eða stórvandræði urðu þó á þessu ferðavolki þar til að því kom að Laxfoss strandaði. Laxfoss lagði upp frá Borg- arnesi aflíðandi hádegi þenn- an dag í norðankulda veðri og ískyggilegu útliti. Með skipinu voru mjög margir farþegar. Ég minnist sérstaklega að við vor- um fimm alþingismenn á leið til þings. Frá Borgarnesi voru við: Þorsteinn sýslumaður og þingmaður Dalamanna, Þor- steinsson, Skúli Guðmundsson Kaupfélagsstjóri, þingmaður Vestur Húnvetninga, og ég, sem var þá þingmaður Austur- Húnvetninga svo og Þóroddur Guðmundsson frá Siglufirði, þá landskjörinn þingmaður. Á Akranesi bættist svo í hóp- inn Pétur Ottesen þingmaður Borgfirðinga. Aðrir farþeg ar voru sjómenn á suðurleið og alls konar ferðafólk. Ferðin frá Borgarnesi til Akraness gekk sæmilega, en alltaf var ég sjó- veikur og það voru reyndar fleiri sjóveikir. Þegar Laxfoss fór frá Akranesi hafði veðrið versnað til muna, og brátt skollin á hávaðastormur af norðaustri og nokkur dimma. Ferðin gekk seint eins og vænta mátti. Eins og gefur að skilja vissum við farþegar í skipinu ekki hvað leið, þar til allt í einu, skipið tók niðri mjög harkalega og hallaðist mikið um leið. Skipið var strandað og kom í ljós, þegar að var gætt, að það var skammt norðvest- ur af Örfirisey. Enn var dimmt yfir en þó ekki dimmara en svo, að ljósin í Reykjavík sá- ust. Um leið og skipið strandaði og fékk svo mikla slagsíðu kom mikill sjór inn í skipið. Flestir farþegar gátu þó hafst við á þurru fyrst um sinn, en marg- ir fóru þegar út á dekk. Þó skipstjóri næði fljótlega sambandi við Loftskeytastöðin til að biðja um hjálp, vissum við farþegar ekki hvað olli langri bið, því einskis urðum við varir lengi vel. Skipið á hliffina. Um kl. 10 kom skyndileg hreyfing í skipið á skerinu og lagðist mikið til alveg á hlið- ina. Var þá eigi álitlegt um að litast, sagði hinn virðulegi þing skörungur og brosti í kampinn. Ég og Þorsteinn sýslumaður vorum í farþegakáetu á þilfari. Lágu dyr hennar út á þilfars- ganginn, sem niður vissi. Er skipið snaraðist á hliðina belj- aði sjórinn inn á svipstundu var komið mittisdjúpt vatn í farþegaklefann. Ösluðum við Þorsteinn þá út úr káetunni út á ganginn, sem upp vissi. Safnaðist brátt allt fólkið þar saman Hafði nú hver nóg með sig. Við allar þær fest ur er til voru hékk fólk þang- að til björgun barst um síðir. Fólkið var blautt og kalt. Ekki bar mikið á hræðslu meðal fólksins þó útlitið væri ljótt. Töldu þeir sem vanastir voru sjóvolki, að það væri sönnun þess að ég væri ekkert hrædd- ur, að í öllum ósköpunum batn aði mér sjóveikin ekki neitt. Allir aðrir sem þarna voru undruðust mjög hvað valda mundi hinum mikla drætti á björgun, þar sem segja mátti að hið strandaða skip væri rétt upp undir fjörumörkum sjálfs höfuðstaðar landsins. Loksins. Loksins þegar klukkan var farin að ganga tólf, um nótt- ina komu svo björgunarbát- ar með mörgum mönnum á, og dráttarbáturinn Magni. Flatbotnuðum pramma var nú lagt að hinu strandaða skipi. Ofan í hann var nokkuð hátt en fólkið varð að stökkva hik- laust niður. Menn voru í bátn- um til að taka á móti einum og einum í senn. Gekk það allt slysalaust þar til kom að Þor- steini sýslumanni. En þegar hann kom hlupu björgunar- mennirnir frá eins og hræddir kálfar, rétt eins og yfir þá væri að steypast eitthvert voða legt heljartröll, sem allt mundi kremja. Hér var þó eigi um að ræða annað en venjulegan mann en í stærra lagi. En Þorsteinn sýslumaður var óneit anlega nokkuð fyrirferðarmik- ill tilsýndar í stórri kápu og hafði vafið um sig nokkuð mörgum björgunar- beltum. Þorsteinn datt þegar niður kom og meiddist á öðrum fæti. Sem betur fór varð þó eigi beinbrot, en blessaður maður- inn gekk haltur lengi á eftir. Þegar allt fólkið var komið í bátana var haldið af staðn- um inn í Reykjavíkurhöfn. Var klukkan orðin hálf eitt um nóttina, þegar fólkið komst loks í land. Ég var og er enn þeirrar skoðunnar sagði Jón Pálmarsson, að allt þetta fólk, sem var með Laxfossi þessa eft irminnilegu ferð hefði getað drukknað. Það varð okkur öll- um sem þar vorum til lífs, að skipsræfillinn brotnaði nógu mikið til að festast á skerinu. Ef það hefði eigi gerst hefði skipið oltið út af skerinu og allir drukknað samstundis, sagði Jón. Björgunarmennirnir gengu mjög vasklega fram og var allt strandfólkið þeim mjög þakklátt fyrir björgunina svo sem hver og einn getur gert sér í hugarlund. — En á þeim ógnarlega drætti sem á björg- uninni varð, hef ég aldrei feng- ið viðunandi skýringu. Eftir að þessi atburður gerð- ist 1944 hafa miklar ráðstafan- ir verið gerðar til að bæta fyrir fólkinu, sem þarf að ferð- ast milli Norður- og Suð- urlands. Er aðstaðan orðin gagnólík sem betur fer.. Sæmi- lega góður bifreiðavegur er nú orðinn alla leið og flugvellir hafa verið gerðir í Húnavatns- sýslu, Skagafirði og á Akur- eyri. Að sumrinu eru sam- göngurnar greiðar og góðar og engum ferðamanni dettur í hug það neyðarúrræði að fara með döllum frá Borgarnesi til Reykjavíkur. Að vetrinum erþó enn oftsinnis miklir örðugleik- ar á bifreiðasamgöngum milli þessara landsfjórðunga. Flug- ferðirnar eru öruggúriog ganga fljótt. Ættu þær að vera mikið meira notaðar að vetrinum en ennþá er, því hinn mikli snjó- mokstur fyrir bifreiðar er stundum óhæfilegur. En vonandi þurfa engir sem nú lifa eða síðar taka við að lenda í öðru eins og við á Lax- fo.ss 1944, sagði Jón að lokuim. í síffari greininni um Lax- foss-strandiff er samtal viff Jón Axel Pétursson bankastjóra, er var hafnsögumaður er þetta gerffist. I»á rifjar frú Benta Jónsdóttir Briem upp stuttlega endurminningar sínar af at- burffi þessum. 19. MAÍ 1968 LESBÓK MORGIJNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.