Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1968, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1968, Síða 1
Óskar Aðalsteinn: ÚTSKAGA MYNDIR I. Svartar sœkindur Það er ekki útiSkagavetur, eÆ hann hríðar efcki dögum og vifcum saman. Nú hafa langvarandi byljaveður haml- að því, að hér yrði komið á land vist- um. É-g sé ekki fram á, að neitt muni úr rætast á næstunni. En hvað skeður ekki einn daginn? Það er komið skip. Það hefur birt til landsins og dregið úr storminum. En sjá þeir ekki, að aldan gnauðar Lotulaust við landtöku- klettinn, og flandrar Mafckandi um allar fjörur? — Skip — Tii hvers? Hvað eru þeir að vilja? Er meiningin að reyna landtöku? Það er svo. Þessu trúi ég ekki — fyinr en ég sé gúmbátinn fara fyrir borð. ALlt gerist í Skjótri svipan. Þrír menn stökkva frá skipinu um borð í gúmbátinn. Utan- borðsmótorinn fer strax í gang, og nú eir haldið að landi. Lengst af leiðinni ®é ég óglöggt til þeirra fyrir öMu- gangi og særoki. Þeir nær því stöðva mótorinn sfcamimt undan landtökuiáker- iinu: virðast ætla að bíða lags. En það kemur ekkert lag. Það er sífelMur öMugangur og brimgos við klappir og stórgrýti. Þeir hljóta að snúa aftur. Nei, þeir snúa ekki aftur. Þeir bíða held/ur ekki niema stutta stund, enda öll bið tilgangslaus. Þeir koma á talsverðri ferð inn með sker- inu. Sjóirnir virðast hvolfa sér yfir þá. En báturinn fer vel í sjó, og þræðir ölduna mjú'klega. Hér verður snögg breyting á. Steinsnar frá landi fylLir bátinn af sjó. í sömu svifum stökkva bátsverjar útbyrðis: þrír bráðunigir menn, frosk- menn, líkari svörtum sjókindum en mennsfcum mönnum. Þeir svamla í krinig um bátinn, bafa allir hönd á honum, tekst að halda honium réttum, snúa allia vega í öldurótinu með tilþrifámiklum snöggum hneyfingum —, og reka upp glaðleg hlátrasköll. Vita líka hvað þeir mega sín. Koma bátnum fljótlega und- an sjó, _og hafa engu týnit af farangr- inum. Ég segi við þá, að þetta sé of mikið á sig lagt, til þess að færa mér björg í bú. — Þetta er ekki neitt, segja þeir glaðbeiittir. — Maður er alvanur svona slarki. Veirst að varan blotnaði. Það reddasit vonandi. Þeir hvolfa sjónum úr bátnum, snúa honum síðan réttum, stinga honum í ölduna, sitökkva um borð og setja á fullia ferð. Nú má láta fara sem horf- ir í geignum brimskafla og boðaföl'l. Það er enginn farangur lengur, sem þarf að hafa gát á. Þeir eru fljótir út að skipinu og fljótir um borð: skrípi- legar svartair eækindur núna, annars að sjálfsöigðu mestu myndarstrákar ... Ég horfi á eftir Skipiniu, þar til það hverfur mér sj ónum í dimman veðra- mökkinn. Svo horfi ég á sjóblautan varninginn. Ég er gliaður. Ég er þakk- Látur svörtu sækindumum, sem hafa rétt mér nauðþurftirmar upp úr öldurótinu. Þetta er engin gæðavara lengur, en þó allri gæðavöiru betri — einis og á stend- ur. 2. Heimkoman Maður fer að heiman til að komast heim, en aldrei hið gagnstæða, þótt svo virðist jafnan. Það er eiun iöngu liðinn júnídag. Um sinn hef ég dvalizt erlendiis. Nú er þassu ferðartápi að ljúka. Ég er kominn til Súgandafjarðar. Brátt kernst ég heim til sjálfs mín. En þessa stundima sit ég í bókastofu vinar míns, læknisinis á Suðureyri. Við gleymum ofckur við bókaspjall. Þó gleyrni ég því enga stund, að ég er rétt ókominn heim, að etftir tímakorn ætlar gömul sjókempa að flyfja mig út í vita á trilLunni sinni. — Nú tala ég tungum í stoáu læknisins. Hann hefur ekki roð við mér, fjandinn hafi það. Tilhlötokunin efltir að komast heim tendrar í mér glaðan eM. Og þarna er sjókeimpan komin. Árum saman hefur þessi karl stundað handfæraveiðar og aflað manna bezt. Honum verður ekki skotaistould úr því að flytja mig fljóta ferð heim. Eitthvað er hann nú samt glottaraleguir, þar sem hann stendur í dyriunum og horfir á mig og lækninn. Það er eims og hann vilji segja: Hvað vitið þið, hvað skiljið þið —, með hugann fyrir sunnan sól og austan mána? ... Það humrnar í honum, hnussar í honum. Síðan kveður hann upp þann örlagadóm, að komin sé útsynningsfýla og orðið ólendandi við vitann. Eg, og læknirinn líka, meg- um skrifa hann fyrir þessu, segir hann. Það ryiki úr honum á firðinum, þó mætti kannski ennþá takast að Skjóta mér upp á Galtarblíðina. Þetta tefcst, þótt ekki megi það tæp- ara standa. Og þarna Stend ég einn í fjörunni handan fjarðarins. Þetta er skammt frá eyðibýlinu Gelti, sem er aLlutarLega á hlíðinni. Ég er klæddur eins og þegar ég fyrir fáeinuim dögum sprangaði um erlendar sóligkims borgir, langstígur og lyfti mér hátt upp á tábergið, ósvik- inn borgarbúi í húð og hár — og vissi ekki lengur í útneisj.aheiminn. Nú skipti ég aftiur um persónuleika, þar sem ég stend í fjörugrjótinu. Kann ekki lenig- ur að hugsa og hreyfa mig einis og borgarbúi. Jafnvel þorpið fyrir handan fjörðinn er orðið mér framandlegt. Ó- svi'kinn útnesj akar linn eir hlaupimn í mig, með sitt örugga næmi fyrir ölLum veðrabrigðuim og ósnortinni náttúru, og fótaburð og aðrar líkamshræringar, sem hæfa grýttri götu. Ég þefa af útsymn- ingnum og bragða á honum. Honum er full alvara núna, svo mikið veit ég. Hann er sem óðast að herða á vind- strengjunum, og þenja út segl sín hin miklu: éljaskýin. Og það er buliandi aðfall — og sjóinnir stæfcka óðflugia. Er kanmski orðið ófært fyrir fjallið? Engair úrtölur. Nú get ég hlaupiðeims og stirákur. Er líka laus og liðugur, hef aðeins meðferðis litla handtösku og fimöttótta krukku mieð tághöldu. Rrukkan er nær því full af vatni. Þama synda fjórix sprel'ltfjörugir gull- fiskar. Eg hafði ekki brjóst í mér til að skilja krukkuna eftir á Eyrinni. Heima bíða mín, auk konunmar, þrír synir okkar, allir á drengjaaldriinum. Þeir eiga strax að fá að sjá guLlfiska- ballið. Og áfram nú . .. Fallið er upp að fytrstu sjávarhömæ- unum, sem mig ber að. En þarna má hiaupa fyrir ofan á mjóum þræðingi. Og enn herði ég á hlaupunum þegar ég kem aftur í fjöru. Stundum verð ég að bíða á milli sjóa til að komast fyrir næsta klettaneí. En mjög fljót- Lega lokast leiðin með öllu. Hér er sú torfæra, sem ekki verður unnin, hversu heimfús sem ég annars er, og mátti ég raumar vita þetta fyrir. Þarna þrurna sjóirnir á ókleifu bjarginu. Löðurtung- urnar sLeikja hátt upp eftir því, lítot og þæir vilji gleypa í sig standbergið. Ég horfi fastf í ölduna og segi róm- ste rk ur: — Djöflaistu bara, fyrst þér sýnist svo: ég fer ytfir fjallið. Við þessa heitstrengingu rennur á mig talisverður móður. Mér skilar vel áfram sömu leið til baka. Fljótlega h.ieyp óg fram hja Galtarbænum. Rétit innan til við þetta eyðikot er þröng glufa í kle-ttarið fjalisbrúnarinnar. Um þeftta sfcarð má komast upp á fjallið. Ég set mig þegar á brattann. Þá skelliuir á með svartaél. Það snögigkólnar í élinu, lákt og kom- inn sé hörtouvetur. Ég held áfram eins hratt og ég kemst, í von um að upp birti hið fynsta. Þegar sú von bregzt, leita ég skjólis undir steini í hlé við veðrið. Ekki hef ég set-ið lengi, þegar ég kenni kuldans heldur óþyrmileiga. Þá m-an ég eftir gullfiskakrukkunni. Fynsit þykist ég hólpinn, þegar ég sé, að ekki hefur skvetzt upp úr krukk- unni, þr'átt fyrir öll mín gönuhlaup. En þegar ég aðgæti betuir, bregður mér illa. Það er vairla að þeir bæri ugga: Framh. á bls. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.