Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 1
^WMHMHMHMHMHÍHlHffl Hann skín þér enn við augum dagur sá, sem öllum dögum fegri rís úr sjá. Og ennþá kemur hann á móti mér, og morgunbjört vor ættjörð færir þér sín himingnæfu fjöll — þú fylgir þeim sem fugl er snýr á nýju vori heim, þér fagnar ávallt heiðin hrjósturgrá og himnesk nótt með stjörnuaugu blá. Og fjöllin rísa björt í brjósti þér, þau benda heim svo langt sem auga sér. Og moldin vakir, mold og gróin tún — og máttug rís þín sól við f jallabrún. Þú kemur heim, þín sól við sund og vík er seiður dags og engri stjörnu lík, hún bræðir hrím og vekur vor sem er svo vængblá kyrrð og þögn í brjósti mér. ie. o Matthías Johannessen: FJÖLLIN ÞER I BRJQSTI Ávarp Fjallkonunnar 17. júní 1967 sem lýsi enn af sól er seig í mar og sefur undir f jallsins rauðu eggjum. Hans orð sem fræ í barnsins brjóst vér leggjum, að blómgist það og vaxi einnig þar — til skjóls og trausts í tímans hreggi og byl. Þá tengja gamlar rætur nýju ljóði þann draum, sem enn rís upp í voru blóði af orðum þess, er sárast finnur til. Og skáldið sat hér áður, orti mér svo yndisfagurt ljóð um þröst og spóa, hann þekkti lyngið, birki og blóm sem gróa í blárri hlíð, ó land — hans kvæði er Og vorið kemur, gistir gömul tún með gras og dögg og spor sem átti hún er tók í hönd þér, leiddi lítinn dreng — þú leitar burt úr hversdagsgráum streng þess lífs sem merkt er feigð, þú fylgir mér við förum saman hvert sem tímann ber. Enn vaknar sól á vonarhýrri brá og vorið í'yllir dalinn nýrri þrá. Og sjá. Vort land er sól við efsta tind og seitl við stein og þögn við tæra lind og kvak í mó — sá kliður dags sem er mitt kveðjuljóð, mín ást í hjarta þér. m ##########################§## t QHte et ##€ t##^#^@^^^^®^^^í i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.