Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Page 1
Matthías Johannessen Hann skín þér enn við augum dagur sá, sem öllurn dögum fegri rís úr sjá. Og ennþá kemur hann á móti mér, og morgunbjört vor ættjörð færir þér sín himingnæfu fjöll — þú fylgir þeim sem fugl er snýr á nýju vori heim, þér fagnar ávallt heiðin hrjósturgrá og himnesk nótt með stjörnuaugu blá. Ávarp Fjallkonunnar 17. júní 7967 Og fjöllin rísa björt í brjósti þér, þau benda heim svo langt sem auga sér, Og moldin vakir, mold og gróin tún — og máttug rís þín sól við fjallabrún. sem lýsi enn af sól er seig í mar og sefur undir fjallsins rauðu eggjum. Hans orð sem fræ í barnsins brjóst vér leggjum, að blómgíst það og vaxi einnig þar — Þú kemur heim, þín sól við sund og vík er seiður dags og engri stjörnu lík, hún bræðir hrím og vekur vor sem er svo vængblá kyrrð og þögn í brjósti mér, til skjóls og trausts í timans hreggi og byl. Þá tengja gamlar rætur nýju Ijóði þann draum, sem enn rís upp í voru blóði af orðum þess, er sárast finnur til. Og skáldið sat hér áður, orti mér svo yndisfagurt ljóð um þröst og spóa, hann þekkti lyngið, birki og blóm sem í blárri hlíð, ó land — hans kvæði er Og vorið kemur, gistir gömul tún með gras og dögg og spor sem átti hún er tók í hönd þér, leiddi lítinn dreng — þú leitar burt úr hversdagsgráum streng þess lífs sem merkt er feigð, þú fylgir mér við förum saman hvert sem tímann ber. Enn vaknar sól á vonarhýrri brá og vorið fyllir dalinn nýrri þrá. Og sjá. Vort land er sól við efsta tind og seitl við stein og þögn við tæra lind og kvak í mó — sá kliður dags sem er mitt kveðjuljóð, mín ást í hjarta þér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.