Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 4
E nginn þeirra sem áttu hann að vini gat borið á móti því að hann var í mörgu til fyrirmyndar. Hann var öll- um stundum eitthvað að nostra, og við leitni hans til að verða skáld var ein- stök. Þegar hann fékkst ekki við að semja ljóð og sögur var hann að lesa yfir handrit, strika yfir orð og skrifa önnur í þeirra stað, og hann átti skilið að komast áfram í lífinu. Þegar hann fékkst ekki við list sína vann hann baki brotnu að ýmsu öðru sem meir og minna átti að verða til að gera stríðið við skáldskapin auð- veldara. Þótt húsið hans hefði aldrei átt eftir að verða honum það skjól sem hann dreymdi um vann hann baki brotnu um kvöld og helgar þegar hann var ekki að störfum. Hann mundi hve hann var þreyttur og sæll þrátt fyrir það, því honum var svölun í að vinna við tilhugsunina um þá tíma þegar alit yrði klappað og klárt, og það kom fyrir að hann raulaði fyrir munni sér þegar hann vissi ekki af neinum í nánd, eink- anlega þegar hann smíðaði. Honum þótti mest gaman að smíða. Þegar hann hófst handa við bygg- inguna hafði hann gætt þess að vera vel fataður. Hann hafði svo að segja hugsað sér til óbóta um alla vinnutil- hugun vegna þessarar fyrirhuguðu byggingar, að svo miklu leyti sem hann gat að óreyndu leyft sér. Þá hafði eng- inn haft minnsta grun um hvað hann ætlaðist fyrir nema frúin, og stundum gat hann ekki sofnað fyrr en undir morgna vegna hugsana um þetta. Hún hafði ekki linnt látum fyrr en hann réðist í þessar umfangsmiklu fram kvæmdir. En ans hann sagði henni hlyti hann að leggja skáldskapinn á hilluna þar til húsið yrði að fullu reist. Fari það til fjandans ef ekki er hollt að gerast smáborgari öðru hverju, með hversdagslega hluti í kollinum, bætti hann við. Þetta var huggun hans. Hún hló og vafði hann örmum. Hon- um brá við, því hún hafði um lángan tíma ekki gert annað en barma sér og gráta ömurlega tilveru í fúlum leigu- íbúðum, og þegar hann lángaði að fara yfir um til hennar á kvöldin sneri hún sér á grúfu. En það varð ekki af henni skafið að þegar til kom vann hún af kappi við hlið manns síns. Það var hægt að af- saka við hana þótt hún brigslaði hon- um um getuleysi í þann tíð. Hann hafði aldrei verið hávaðamað- ur, oft hnipraði hann sig saman í stóln- um sínum. Hann minntist oft gömlu góðu ár- anna þegar þau voru bæði í blóma lífs- ins og það gekk honum mjög nærri þegar hún sagði honum að hún gæti ekki lengur búið við slíkt öryggisleysi sem því er samfara að búa undir annarra þökum, og um tíma átti hún einatt í einhverjum streitum við húseigendurna. Hann gat ekki annað en afsakað það, því þá gekk hún með barni. Ans maður veit eru þær vitlausar á taugum þegar þannig stendur á, hugs- aði hann og skirrðist við að valdahenni minnstu hugarángistar meðan þannig stóð á. Honum hafði að vísu oft gram- ist en hann var ekki sá ódrengur að hann fyndi ekki til með henni þegar þau þráttuðu um þessi mál því hann skildi drauma og lánganir mannsins. Ju, hún hvæsti oft á hann í þann tíma, en eftir eitt og annað slíkrakasta kom fyrir að hún kæmi til hans og leyfði honum að tala við sig í blíðu og sagði ekkert þótt hann bæri hana til rúmsins. Kvöld eitt þegar hún leyfði honum að eiga við sig gat hann ekki lengur á sér setið. Hann hafði aldrei sagt annað en það sem satt var, að þau hefðu engin ráð á að byggja, en í þetta sinn tók hann mikla ákvörðun. Jæja, ég læt þá til skarar skríða! Hvað? kjökraði hún. Hvað segirðu? Ég byggi þá. Elskan! hrópaði hún með tár í augum, og hann þurfti ekki lengur að hugsa sér að henni fyndist hann lítilmótlegur. Ef ég vinn dyggilega í sumar ætti ég að geta komið því upp fyrir næsta vet- ur._ Ég skal hjálpa þér elskan mín, sagði hún og kyssti hann á kinnina með þeim rembíngi sem hálfkynlausum konum er eiginlegur. Hvað getum við ekki gert ef við erum einhuga! Svo verðum við frjáls og þá getur þú snúið þér að skáldskapnum af krafti! Hún var næstum máttlaus eftir senn- una og grátinn, en hún vissi að hún mátti til með að gera honum einhvern dagamun. Kreistu mig elskan! sagði hún, og nú varð hann dolfallinn. Þvílík ást! Dag einn það var sunnudagur gat hann ekki lengur á sér setið. Sólin var að koma upp, og þótt hann hefði ekki þurft að taka svo snemma til starfa (hann hafði ekki ráðfært sig við bvggingameistarann eftir að hann lét mæla fyrir grunninum) gat hann ekki á sér setið. Hann fór með fyrsta strætis- vagni og hafði með sér haka og skóflu sem hann pakkaði inn í dagblöð heill- ar viku (Alþýðublaðið). Þann dag vann hann af kappi til hádegis og hann mundi hafa unnið lengur ef hann hefði ekki blotnað í skurði. Hann ákvað að kaupa stígvél og gerði rækilega áætlun um frekari fata- kaup fyrir sig og frúna eftir að hún yrði léttari. Það þýðir ekki að klæðast öðrum föt- um en almennt tíðkast við slíka vinnu, sagði frúin. Það þætti kannski leiðin- legt. . . en þú getur skipt um föt á vinnustað, góði minn. Og þegar hún dró af honum blauta sokkana og sagði hlæjandi að húnþætt ist vita að hann væri sæmilegur verk- maður, lét hann sér fátt um finnast vegna þess að enginn heyrði til þeirra, og fyrsta verk hans var að kaupa klof- há gúmmistígvél. Til alls þessa leiddi hann hugann yfir kaffinu sínu og hann var kominn í talsvert uppnám. Ég má aldrei svo um þetta hugsa að ég æsi mig ekki. Og alltaf skal ég staldra við Andra. Ef þetta er minnimáttarkennd þá er hún barnaleg. Hann kann að bera litla virð- Smásaga eftir Steinar Sigurjónsson UPPGANGUR CHURCHILL — Þetta vekur miklu víðtækari sið- fræðilega spurningu. Ég býst við að ráðgjafi Churchills í „Hermönnum", Lord Cherwell, eðlisfræðingur í Ox- ford, sem var ötulasti fylgismaður sprengiárása til að vekja ógn hjáþýzku þjóðinni, sé leikræn hliðstæða dr. Mengele í „Staðgenglinum“, mannsins sem valdi fórnarlömb í gasofnana úr hópi fanganna í Auschwitz. Báðir virð- ast tiltölulega hreinræktaðir persónu- gerfingar illmennskunnar. En mér er spurn, hvort það sé ekki næstum því huggun? Er það ekki of einfalt að ímynda sér að til sé fólk, sem er per- sónugerfingar illmennsku? Ég held að það sé fremur til að draga úr áhyggj- um manna. — Ég fellst ekki á þennan saman- burð. Það er á engan hátt mögulegt að bera saman morð gyðinga og sprengju- árásirnar. Ef þessi tvö mál eru skyld, þá er það einungis vegna þess að at- burðirnir gerðust á sama tíma sögunn- ar. Höfuðástæðan mundi vera sú að enginn sprengjuflugmaður hefur nokkru sinni gert neitt, sem hann hef- ur ekki hætt lífi sínu við, — en á hinn bóginn þurftu SS-mennirnir, sem störf- uðu í einangrunarbúðunum, ekki einu sinni að fara í stríðið, þar sem þeir myrtu Gyðinga í þess stað. Þetta er að- eins ein ástæða. — Er þetta ekki bara rökfræðileg- ur mismunur? Annað hvort slær maður því föstu að allt stríð sé illt, hvort sem sprengjuflugmaðurinn hættir lífi sínu eða ekki, — eða þá að maður játar það, að þegar út í algera styrjöld er komið, þá sé allt leyfilegt, og aðeins sé um að ræða stigmun illra verknaða. — Nei. Hér er ekki aðeins um að ræða tæknilegan mismun eða stigmun. Þetta er siðferðilegur grundvallarmun- ur. Ég skal skýra fyrir yður, hvað ég á við, með því að taka sem dæmi persón- ur Mengele og Cherwell. Og ég lít að- eins á málið frá raunhæfum sjónarhóli. Mengele gat ómögulega ímyndað sér að aftökur Gyðinga breyttu hið minnsta gangi styrjaldarinnar. Cherwell vissi hins vegar að sprengjuárásir á borg- ir myndi að minnsta kosti rjúfa stór skörð í raðir verkamanna og eyði- leggja margar verksmiðjur, sem þá myndu ekki lengur geta framleitt her- gögn. Hann vissi að Hitler hafði unn- ið að smíði atómsprengjunnar frá því vorið 1942, og fengi hann atómsprengj- una í hendur, mundi hann gereyða enskar borgir, eins og Ameríkumenn eyddu Hiroshima og Nagasaki. Ég átti fjölda samtala bæði við Karl Jaspers og Hannah Arendt, áður en ég tók að skrifa „Hermenn" og meðan ég var að skrifa verkið. Þeir hafa skilgreint mis- muninn á sprengjuárásunum og Gyð- ingamorðunum mjög ljóslega, — sprengjuárásir eru stríðsglæpur, þær tilheyra þeim þáttum stríðsins, þar sem glæpur er óumflýjanlegur, — en þjóð- armorð er hins vegar glæpur við mann- kynið, sem kemur styrjöldum ekki hið minnsta við. Ef Hitler hefði sigrað, er enginn vafi á því að hann hefði haldið kynþáttaofsóknum sinum áfram eftir sigurinn. Þegar öllum Gyðingum hefði verið útrýmt, þá hefði hann tekið til við næsta hóp fólks, t.d. alla þá sem hafa berklaveiki. Þegar styrjöld hefur unnizt, er persónuímynd manns á borð við Churchill fölsuð. Honum er breytt til að sýna fram á það að hægt hafi verið að ganga milli bols og höfuðs á Hitler án þess að flekka hendur sín- ar. Sjáið þér til, fólk vill láta bjarga sér, en það vill líka fá að gleyma því sem fyrst, hvað björgunin kostaði. — Kannski styrkur leikrits yðar sé sá að þér sýnið Churchill ekki sem sið- ferðishetju heldur sem hetju í harm- leik? — Þetta er aðeins rétt að nokkru leyti, vegna þess að eðli óvinarins renndi siðferðilegum stoðum undir að- gerðir Churchills. Þó var hann fyrst og fremst hermaður. En athafnir Hitl- ers í síðari heimsstyrjöldinni gerðu Churchill að siðferðilegri hetju. Hvers vegna er Churchill hetja í harmleik? Vegna þess að hann neyddist til að beita siðlausum meðulum í siðferðileg- um tilgangi. — Það þarf að stytta „Hermenn" ó- vægilega, áður en hægt er að sýna það á Broadway. Haldið þér að það eyði- leggi áhrif verksins? — Alls ekki. Ég stytti verkið sjálfur í samvinnu við enska þýðandann, Dav- id MacDonald, þannig að sem minnst dragi úr tilætluðum áhrifum leikrits- ins. Styttingin fyrir sýninguna í Tor- onto var mjög lík minni eigin. Texti sýningarinnar í New York verður um það bil sá sami og í Toronto. Ég hef beðið leikstjórann, Clifford Williams, að halda undantekningarlaust öllum þeim efnisþáttum, sem skírskota beint til ástandsins í heiminum í dag, þá einkum og sér í lagi til Víetnamstríðsins, og að strika ekkert út, sem átt gæti við um sprengjuárásirnar í Vietnam. Að öllu öðru leyti treysti ég Clifford Williams fullkomlega. — En hvernig er það með formálann og eftirmálann. Ég hef að vísu aðeins lesið leikritið, en mér þykja þeir miklu 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.