Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 9
fyrirfannst varla noklfur mað- ur, sem játaði sig vera Alþýðu flokksmann eins og þá var kom ið sögu, — 1938. Það er athyglisvert við þetta þing, að á milli 30 — 40 full- trúar með atkvæðisrétti frá jafnaðarmannafélögunum, þ.e. stjórnmálafélögum Alþýðu flokksins, sátu þetta þing og neyttu náttúrulega réttar síns í þessu skipulagsmáli, sem var helzta og örlagaríkasta mál þingsins. Það er rétt líka að minnast þess, að á undanförn- um tíma höfðu borizt fjölda á- skoranir frá verkalýðsfélögum utan og innan Alþýðusam- bandsins um að samþykkja það að breyta Alþýðusambandinu í hreint verkalýðssamband. 18. október, rétt fyrir Al- þýðusambandsþing, samþykkti Dagsbrún á fjölmennum fundi áskorun í þessa átt, og setti það skilyrði fyrir skatt- greiðslu til sambandsins, að skipulagsbreytingin næði fram að ganga. 80 fulltrúar, sem inn komust á þetta þing lögðu fram skriflega áskorun til þingsins um að samþykkja skipulags- breytinguna. Að sjálfsögðu voru þau ekki fá, félögin, sem reyndu að fá fulltrúa inn á þingið, en urðu frá að hverfa á þeirri forsendu, að kjör þess- ara fulltrúa fullnægðu ekki á- kvæðum hinnar frægu 14. grein ar. Á þennan hátt tókst valda- mönnum Alþýðuflokksins að hindra framgang málsins á þessu þingi. í framhaldi af þessu tóku nokkur félög sig saman um það með Dagsbrún á oddinum að mynda samtök, sem skyldu hafa það að meg- inverkefni að berjast fyrir stofnun óháðs verkamannasam- bands og, ef unnt væri, að breyta Alþýðusambandinu í verkalýðssamband. í þess- um samtökum voru mörg iðn- aðarmannafélög í Reykjavík og mörg stærstu félaganna úti á landi. Aðskilnaðurinn. Á sambandsþinginu 1940 um haustið var samþykkt að aðskilja skipulagslega Alþýðu- sambandið frá Alþýðuflokknum og breyta því þar með í verka- lýðssamband, lagalega óháð stjórnmálaflokkum. Þegar þeim áfanga var náð, hafði hið áð- urnefnda landssamband stéttar- félaga lokið sínu sögulega hlut verki að mínu áliti. Þótt þessi skipulagsbreyting hafi verið gerð, er þess þó að geta, að sambandsstjórn var ekki kjörin í samræmi við þessa lagabreytingu. Hinir gömlu for- ingjar Alþýðuflokksins tryggðu sér þar framlhaldandi völd næsta starfstímabil, eða þar til á 17. þingi Alþýðusambandsins 1942 um haustið, en þá urðu sameiningarmenn í meirihluta. Þetta þýddi þó ekki það, að Alþýðuflokksmenn væru þurrk aðir út úr forystu heildarsam- takanna, — öðru nær. Guðgeir Jónsson, alþekktur jafnaðarmaður og forystumaður í verkalýðshreyfingunni, var kjörinn korseti; kommúnistinn Björn Bjarnason, sem lengi var formaður Iðju, var kosinn rit- ari; Stefán Ögmundsson, prent- ari, einn af oss, þessum rót- tæku og einn af helztu forystu- mönnum Hins ísl. prentara- félags, var kosinn varaforseti. í miðstjórn voru menn eins og við Jón Sigurðsson, sem lengi höfðum eldað saman grátt silf- ur víðs vegar um landið. í sam- bandsstjórn voru ennfremur Hermann Guðmundsson formað ur Hlífar, sem þá var flokks- bundinn Sjálfstæðismaður, og Sigurður Guðnason, formaður Dagsbrúnar og þekktur sósía- listi. Ég tel, að þessi skipu- lagsbreyting hafi markað tíma mót til hagræðis fyrir hið vinn- andi fólk, og í kjölfar þessa sigurs hafa siglt ýmsir ágætis sigrar verkalýðnum til handa. í fyrsta lagi kom það skjót- lega í ljós, að félög og ein- staklingar, sem áður höfðu stað ið utan samtakanna af póli- tískum og skipulagslegum á- stæðum, fylktu sér inn í verka- lýðssamtökin; ýmis félög, sem áður höfðu verið klofin, frá tímabilinu ’30 til’40, sameinuð- ust í eitt innan Alþýðu- sambandsins. Þetta hafði í för með sér á skömmum tíma geysi lega aukinn mannafla innan vé banda verkalýðshreyfingarinn- ar. Það kom einnig í ljós, að þótt forusta sambandsins væri skipuð mönnum úr ýmsum stjórnmálaflokkum, tóksf þar allgóð samvinna, sem svo aftur leiddi af sér veigamikla ávinn- inga í hagsmuna- og réttinda- baráttu verkalýðsins almennt. Má þar til nefna ýmislegt, m.a. orlofslögin, sem knúin voru fram með samstilltum átökum einstakra félaga og heildarsam- takanna undir handleiðslu sam einingarmanna. Var breytingin til góðs? Vissulega hefur Jón Rafns- son margt til síns máls, og telja má víst, að flestir muni hon- um sammála í dag. En það er ef til vill vegna þess, að eng- inn hefur viljað halda sjónar- miðum hinna á lofti, — almenn- ingsálitið hefur verið búið til frá annarri Miðinni. Jón Axel Pétursson, bankastjóri, var eins og fyrr segir, í fyrstu stjórn Alþýðusambandsins eftir skipu lagsbreytinguna. Hann var einn þeirra örfáu, sem greiddu atkvæði gegn skipulagsbreyt- ingunni, og því var það, að ég ræddi við hann um þessi um- brotaár í sögu verkalýðs- 'hreyfingarinnar og Alþýðu- flokksins. Ég spurði hann í upphafi, af hverju Alþýðuflokkurinn hefði verið svona lengi að láta sig og gera Alþýðusambandið að ó- háðu verkalýðssambandi. Jón svaraði mér strax og sagði, að hann væri alls ekki viss um, að þessi skipulagsbreyt ing hefði orðið til góðs: „Það var verið að berjast fyrir brýn- ustu lífsnauðsynjum á þessum árum, og við, sem vorum í verkalýðshreyfingunni fyrir hönd Alþýðuflokksins, vorum þá að stofna verkalýðsfélög í fullum fjandskap og skilnings- leysi atvinnurekenda sums stað ar. Og sannleikurinn er nú sá, að ef Alþýðusambandið og Al- þýðuflokkurinn hefðu haldið á- fram að vera í skipulagslegum tengslum, hefði þróunin getað orðið svipuð í verkalýðsmálum hér og í Bretlandi og á Norður- löndum, — kommúnistar væru svo til áhrifalausir innan verka lýðshreyfingarinnar. Framhald á bls. 13. Ettir Ingu Birnu Jónsdóttur Mfl VERÐIIR EITTHVAfl ETTIR m ISLAHDI í Mín Bœtt v/ð Preben M. Sörensen, lektor ÚR STOFUNNI á Flókagötu 39 er útsýn yfir Miklatún með Einar Ben í hásuður, við norð- urvegg er gamalt íslenzkt skrifborð og vegg- klukka, sem greinilega á sér langa danska sögu. Húsgögnin eru í léttum stíl, laus teppi á gólfinu, tónmenntartæki á veggjum. í vest- ur sér inn í bókasafn Prebens Meulengracht Sörensen, lektors. — Preben, hvaðan af Danmörku ert þú? Ég er fæddur í Óðinsvéum, var í mennta- skóla í Svedenborg og við nám í Árósum, þó eitt ár í Kaupmannahöfn. — Hvers vegna réðist þú hingað sem sendi- kennari? — I Reykjavík var ég tvisvar við nám, fyrst veturinn 61-62, þegar ég kom sem styrkþegi, og þá gerðist það, að ég giftist íslenzkri stúlku. Árið eftir fórum við aftur til íslands og ég var hér við nám í átta mánuði. Ástæða þess, að ég sótti um sendikennarastarfið? Það var eiginlega það starf, sem mig hafði dreymt um frá því að ég var hér á styrk. Ég hef áhuga á íslenzkum fræðum og mig langað að læra meira í íslenzku og kynnast íslandi betur. — Auðvitað vildi konan mín líka gjarnan búa hér í nokkur ár. — Er ekki sjaldgæft, að danskur maður leggi stund á íslenzku? — Nei, það er ekki rétt. Forníslenzka er mik- ilvægur þáttur í dönskunáminu, og við lær- um þó nokkuð í íslenzku, þ.e.a.s. forníslenzku, málfræði, íslendingasögur, Eddukvæði, drótt- kvæði. — Þetta var sem sagt byrjunin, upp- haf þess, að ég fékk áhuga á íslenzku. — Hvernig eru svo starfsskilyrðin hér? — Mér finnst starf mitt hér mjög skemmtilegt og það er nóg að gera. Vandamálinu eru mörg í sambandi við dönskukennsluna hér á landi, ekki bara í háskólanum heldur alls- staðar þar sem dönskukennsla fer fram. En það voru vandamálin í sambandi við kennsl- una í háskólanum. Eitt þeirra er það, að stúdentar hafa ekki nógan tíma til námsins og á það fyrst og fremst við B.A.-fólk. Margir stúdentanna eru giftir og kvenstúdentar þurfa að gæta bús og barna. — Það er augljóst, að ef leysa skal vanda giftra stúdenta verður að reisa viðeigandi stofnanir fyrir þá, t.d. barna- gæzlu og kannski líka stúdentagarð fyrir hjón. íslenzk stúlka, sem er við nám í Osló sagði mér, að þar í bæ væru starfræktar svokall- aðar „barnageymslur“ þar sem „parkera" má börnunum meðan foreldrarnir hlýða á fyrir- lestur til þess svo að sækja þau að fyrirlestri loknum. — Það vantar stúdentahús, sam- komuhús, þar sem stúdentar geta setið og les- ið, fengið sér kaffi, komið börnunum fyrir, skemmt sér og dansað, haldið fundi og svo framvegis. — Háskóli íslands á þessi vanda- mál sameiginleg með öðrum háskólum, sem ég þekki til. Það er erfitt að fylgjast með vegna þess hve stúdentum fjölgaa* ört. Þá er líka erfitt að meta til fjár margt af því, sem menntun gefur þjóð. En hver mað- ur hlýtur að sjá, að þegar kerfi — t.d. mennt- unarkerfi er sett í gang, þá er hagkvæmast að nýta það sem bezt, þó að kosti kannski meiri fjárfestingu. — Við getum tekið einfalt dæmi, nærtækt dæmi í sambandi við dönsku- kennsluna. Af mörgum ástæðum er hún ekki eins góð og hún þarf að vera, eða gæti verið. Gagnfræðingar geta oft ekki gert sig skiljan- lega á dönsku, eða skilið dönsku. Nú hefja margir þeirra seinna nám í Skandinavíu. Þeir fara t.d. í tækninám í Danmörku. Skilji þeir ekki dönsku, svo mikið í dönsku, að þeir geti fylgzt með í kennslustundum og lesið kennslu- bækurnar eyða þeir hálfu eða heilu ári áður en þeir geta hafið námið og hver sem það nú er, sem borgar brúsann, hvort sem það er ríkið eða einstaklingar, þá er það víst, að það eru léleg viðskipti fyrir ísland. — — Eigum við að tala um norræna sam- vinnu? — Það getum við alveg eins. — Hverju virðist þér hún hafa áorkað? Hugmyndin um norræna samvinnu er eig- inlega jafn gömu*i Norðurlöndunum, þó að heldur væri hún ófriðleg framan af. Og reyndar er sorglegt hve árangurinn hefur ver- ið lítill á stjórnmála- og fjármálasviðunum. Betur hefur gengið í menningarmálum, og tel ég mjög mikilvægt að efla þá samvinnu. — Ætli það séu ekki fyrst og fremst Danir, sem áhuga hafa á raunhæfri norrænni samvinnu. Kannski vegna þess að við erum við útjað- arinn. Norðmönnum finnst þeir vera sjálft Norðrið, þeir eru kjarni Norðursins og Svíar eru Svíar, en við Danir höfum þörf fyrir norrænt samband. Við höfum oft þurft að verja okkur gegn áhrifum annars staðar úr Evrópu. — Ég veit ekki hvort íslendingar eru sama sinnis og Norðmenn, en ísland hefur þörf fyrir norræn sambönd vegna legu lands- ins. ísland er við útjaðarinn, sem snýr að Ameríku. — Það er ekki meira „ameríkaniser- að“ en önnur evrópsk lönd. En ísland er þó mjög háð USA, það er hluti af bandarisku áhugasvæði. — Lítum á alla þá menningu, sem ísland hefur miðlað gegn um aldir. Hún kemur Ijóst fram í menningarsögu Danmerk- ur, fyrst og fremst á bókmenntasviðinu. Ekki verður horft fram hjá þeim innblástri, sem ísland hefur veitt okkur og kann enn að veita. Þá er það einnig mjög mikils virði, að hér er kjarnnorræna lifandi tunga. — En hvað er hægt að gera til að styrkja Framhald á bls. 12. 16. júní 1968 LESBÓK MORGIJNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.