Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 11
wr ■ pessum tnsetta tlma. Slöngunum verður að ná lifandi og úr þeim er unn- ið móteitur gegn slöngubiti og slöngu- hamur er dýrmæt verzlunarvara. Ung- um mönnum finnst þetta spennandi sport. Hér í Austin veit ég ekki til að séu neinir íslendingar eða hafi verið þessi sex ár sem ég er búin að vera hér. En það eru nokkrir búsettir bæði í Huston og San Antonio: þær borgir eru ekki langt héðan. Eitt sinn frétti ég þó af íslenzkum pilti, sem mér var sagt að stundaði nám hér við háskólann. Ég hóf mikla leit að þessum unga manni og loksins tókst mér að hafa upp á honum mér til mikillar ánægju en þó vonbrigða: Ungi stúdentinn frá íslandi var nefnilega enginn annar en Kristinn sonur minn. — Hvað getur þú sagt mér um hina fyrirhuguðu heimssýningu í San Ant- onio? Þessi heimssýning verður að vísu ekki eins stór og sú sem var haldin síðasta ár í Montreal, en hún verður að minnsta kosti að einu leyti fremri. Eng- ar byggingar verða rifnar niður að sýn ingunni lokinni. Heilt hverfi hefur ris- ið upp og mun standa áfram. Þarna er búið að reisa hæsta turn, sembyggð- ur hefur verið að undanteknum Eiffel- turninum í Paris. Á efstu hæðinni verð- ur veitingasalur sem snýst, og þaðan verður útsýni í 140 km. fjarlægð. Gestir á sýningunni munu geta ferðazt Sigríður með rósina sem hún tók inn úr garðinum á aðfangadagskvöld. um sýningarsvæðið á gondolum. Allar þjóðir sem sýna þarna muna nota sams- konar sýningarskála svo minni þjóðir njóti sama réttar og þær stærri. — Hvernig kanntu svo við að vera búsett hér? — Bara vel, segir Sigríður. Ég hef eignazt hér marga góða vini og hér er oft margt um manninn, eins og venja er á íslenzkum heimilum. Margir vinir sona minna una sér hér vel og hafa jafnvel lært að borða íslenzkan mat. Ég hef haft hér gott tækifæri til að afla mér þekkingar á minni uppáhalds tómstundaiðju, ljósmyndatökum, og þeim árangri hef ég náð, að ýmsar af myndum mínum hafa fengið verð- laun og ein þeirra var tekin til sýnis í heilt ár á Louisiana Art Commission, en það þykir sérstök viðurkenning hér. Mér hefur stundum dottið í hug, að gaman væri að taka þátt í ljósmynda- sýningu heima í Reykjavík. Söngur ómar utan frá, hópur af ungu fólki stendur utandyra og syngur jóla- sólma: Þetta eru vinir og skólafélagar sona Sigríðar, sem hafa safnazt saman fyrir utan húsið og syngja jólasálma fyrir íslenzku húsmóðurina í Austin til að votta vinarhug sinn og þakka gest- risni og gleðistundir á heimili hennar. — Já, segir Sigríður, ég er þakklát fyrir það, sem mér hefur hlotnazt hér af góðhug og gengi, en margs er að minnast frá æskustöðvum. Ég var aðeins þriggja ára gömul, þegar ég fluttist heim til íslands með Helgu móður minni og kvaddi föður minn G. Sætermoen verkfræðing, sem var áfram búsettur í Oslo. Upp frá því var heimili mitt hjá ömmu minni, Kristínu Vídalín Jacob- son og móður minni í Garðastræti í Reykjavík. Seinna stofnaði ég mitt eig- ið heimili, einnig í Reykjavík, og bjó þar alla tíð síðan þar til ég fluttist til Bandaríkjanna. En engin veit sína æfina fyrr en öll er og lengra hvarflar hugur en höndin má ná. TIL BJARCAR Framhald á bls. 7. sinni. í einni slíkri tilraun til sjós voru allar upplýsingar fyrst festar á segulband, en reikningsheili átti síðan að vinna úr upplýsingum. Þegar til- rauninni var lokið, var segulbandið orð- ið 54 mílna langt. Það má því segja að meginvandamál vísindamannanna við raunveruleikatilraunir á höfum úti, sé að vinza úr þær upplýsingar um hegð- an skipsins í sjógangi, sem máli skipta, en það er auðvitað erfitt, þegar þær eru talaðar inn á um leið og athug- unin fer fram. Samfara þessum athugunum á fiski- skipum fást þessar stofnanir, en þó að- allega BSRA, við rannsókn á olíubor- unarstöðvum á hafinu. Olíufélög víðsvegar um veröldina hafa verið að leita lengra og lengra frá landi bæði að olíu og gasi. Þessu hefur vitaskuld fylgt mikið rannsóknar- starf á krafti sjávarins, þar sem erfitt er að fá þessar stöðvar til að haldast ofansjávar kyrrar á blettinum. Síðustu hrakfarirnar á þessu sviði, þegar Sea Gem fórst, og nú nýlega Ocean Prince, hafa fyllt menn efa um haldgæði þessara stáleyja, sem menn hafa verið að reisa. til þessara nota. Það skortir enn nægjanlegar upplýsing- ar til þess, að hægt sé að byggja á þeim nýja tegund stöðva. Nú hefur ver- ið komið fyrir margskonar mælitækjum um borð í olíustöðinni Sea Kuest, sem eiga að mæla allskonar krafta, sem verka á stöðina. Sea Quest er af þeirri gerð sjávar- olíuborunnarstöðva, sem kalla mætti hálfkafara. í stað þess að hvíla á súl- um, eins og Sea Gem, sem hlaut svo dapurleg örlög, hvílir Sea Quest á flot- holtum, sem laus eru við botninn, og þau liggja það djúpt, að yfirborðsöld- ur hafa ekki áhrif á þau. Venjulega eru notaðar strengjafestingar til að halda stöðinni kyrri á blettinum, en það er nauðsynlegt, vegna borsins, en stund- um eru notaðar skrúfur, sem stjórnað er af vélheila, sem bregður hart við, ef einhver hreyfing kemst á stöðina. Enda þótt þessar stöðvar, sem byggjast á lausri undirstöðu, séu taldar örugg- astar eins og nú standa sakir, eru þær ekki óforgengilegar. Ocean Prince, sem áður hefur verið nefnd var af þessari gerð, og fórst samt. Það getur hent þessar stöðvar einnig, að þær slitni upp, og það gerðist með Ocean Driller sem slitnaði laus í hvirfilbylnum Hildu 1964 og rak þvert yfir Mexico flóa. Ocean Prince sökk afturámóti vegna þess, að öldur, sem voru furðulega og aldeilis óvenjulega háar, keyrðu bortæki í gegn um dekkið á stöðina og smáliðuðu hana þannig í sundur. Nú stendur sem sé baráttan um það á þessu sviði, eins og með togarana, hvernig hægt sé að byggja stöð, sem sé algerlega örugg fyrir hverju sem á gengur. Það er svo fjölmargt, sem get- ur valdið tjóni á sjó, að hér er um ærið verkefni að ræða. Stöðugleiki skip anna er þó nærtækasta og mest að- kallandi verkefnið. Þekkingunni á verkunum hins sí- breytilega sjávar á hinar ýmsu fleytur sem á floti eru, fleygir fram, en sú starfsemi öll er of seinvirk til að bjarga þeim mannslífum, sem nú eru í hættu. Það hefur því orðið að ráði að einbeita sér að því sem brýnast er, án þess þó að láta verði á hinu al- menna vísindastarfi. Eins og nú standa sakir eru ekki til neinar lögákveðnar reglur um stöðug- leika togara. Nú hefur IMCO (the Int- ernational Maritime Consultative Org- anization) í býgerð að mynda einhvern slíka alþjóðlegan stöðugleika stuðul og í því skyni hefur nú verið hert á til- raunum og eiga slysfarirnar við ísland •ekki sízt þáttinn í því. Það er nú jafnan þannig, að það er margt, sem leggst gegn róttækum breyt- ingum, jafnvel þótt um mannslíf sé að ræða. Það er ekki hægt að leggja um- svifalaust heilum flota fiskiskipa, jafn- vel þótt vísindamenn geti sannað, að þau séu úrelt. Það er samt mikill kost- ur, þegar það liggur ljóst fyrir, eins og nú virðist vera, að hægt sé að auka stöðugleika togara með nýju byggingar- lagi. Við þessa ensku grein mætti ýmsu bæta, t.d., því að það er ótrúlegur munur á stöðugleika þýzkra og brezkra togara og hefur alla tíð verið. Af því höfum við íslendingar langa reynslu. Þó að Bretar hafi verið hér miklu meira við land á togurum en Þjóðverjar og því eðlilegt að slys séu hér tíðari á brezkum togurum, er samt ekkert eðli- legt hlutfall á milli tíðna slysa hjá þess- um tveim þjóðum á íslandsmiðum. Þó að stöðugleiki fiskiskipa sé viðfangs- efni allra, sem fiskveiðar stunda, er það þó sérstaklega brezkt vandamál, og virðist í þann mund, að verða sér-ís- lenzkt líka. Það veldur hver á heldur. Það er ekki víst að eins róttækra breyt- ingar sé þörf og greinarhöfundur legg- ur til. (Ásgeir Jakobsson þýddi og endur- sagði úr Illustrated London News). SMÁSAGAN Framhald af bls. 5. samur að maður gleymir sjálfum verk- færunum og veit svo ekki hvar maður á að gánga að þeim! Hann þaut upp stigann, og þegar hann var að leggja hallamælinn að karminum heyrði hann óm af manna- máli, en hann veitti því enga nánari at- hygli. Mæla lágrétt og lóðrétt, hugsaði hann. Sjáum nú til. Hann negldi spýtukubba inn á milli karms og veggja að neðan og beggja vegna við lóðrétta fletina. Hann var að saga af einum slíkra kubba til að stínga inn á milli karmsins að ofan og veggjarins þegar Andri kom ans þruma úr heiðskíru lofti og á hæla honum Sjana Jónsdóttir. Þau höfðu staðið á- lengdar um stund til að virða hann fyr- sér og sáu að hann var hinn áfjálg- asti og virtist hvorki vita í þennan né annan, og þau gláptu á hann dolfallin. Sjá minn mann, sagði Andri við Sjönu. Að timbra í samfestíngi.Það er ekki fyrst og fremst að hann er leirskáld, en að sjá svona hnellið leirskáld í sam- festingi. . .Nei, ekki vegna þess að hann er leirskáld, heldur vegna þess að það er hann Nonni, gamli góði strákurinn á listabrautinni! Jóni varð í fyrstu bylt við og hann starði til þeirra um stund án þess að þekkja þau. Þegar hann loksins sá hver þau voru horfði hann enn á þau eitt andartak ans hann væri rínglað- ur og sagði ekki orð. Hann var klædd- ur bláum samfestíngi, og hann var ekki mikið slitinn, en hann var ataður steihlími og mold. Hann studdi þeirri hendinni sem ekki hélt um sögina við heflaðan dyrakarminn, blómlegur, og hsndur hans höfðu þrútnað við jask- sama byggíngarvinnuna. Guð, hann er ans smiður! skrækti Sjana. Hann hafði skekið verkfærið svo að söng í öllu og bar sig fremur liðlega að verki, með tommustokk í skálmarvasan- um, og stóð allt í einu frammi fyrir þeim móður og álútur og sagði ekki orð. Hvað sér maður! sagði Andri. Er vin- urinn að byggja! Svo á það nú víst að heita, sagði Jón. Sitt eigið hús, ef maður má spyrja? Ojá. Það er naumast að maður trúi þér, gamli prakkarinn, sagði Andri. Að því búnu skálmaði hann um endilángt her- bergið. Hverju á maður að trúa! sagði Cunnlaugur Sveinsson: Tvö ástarorð fyrir eitt Ijóð Segðu við sjálfan þig að svona hafi það verið og svona muni það verða. Teygðu úr þér á bekk í garðinum. Horfðu á gamla móður hennar koma með innkaupatösku út úr húsinu. Leiktu þér við bróður hennar undir trénu og segðu honum sögur af fiðrildum og prinsessum í álögum. Láttu tímann líða í gáska dagsins. Og þegar kvöldar feldu þig einan bakvið runna 1 garðinum. Horfðu í augu glugganna opnast. Hlustaðu á kyrrðina koma upp úr grasinu. Gangtu hljóðlega yfir garðinn. Ljúktu mjúklega upp útidyrunum. Taktu af þér skóna í ganginum Taktu af þér skóna í ganginum og læðstu upp stigann. 16. júní 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.