Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 12
hann og sneri sér heilan hríng á hæl. Ég veit nú ekki hvað maður á að eegja um slíka smíði. Það vantar ekki hógværðina í gamla bragðarefinn! Eitt, tvö, þrjú. . .þrjúher bergi. . . og eldhús. . .salerni þar að auki, eða hvað? Já. Og þvottahús fyrir frúna, skrækti Sjana. Alltaf ertu jafn seigur Nonni! sagði Andri og sló í öxl honum, Hann var enn með sögina í hendi og fann þegar hönd Andra seig niður með hrygg hans og þá lángaði hann að segja: Láttu ekki svona! en sat á sér. Það eru ekki allir listamenn eins, ans ég hef alltaf sagt, sagði Sjana. Það eru ekki allir sem geta svona lagað. Ég hef nú ekki heiðurinn af að... Engin prakkarastrik! Ég segi bara ans er, að ég á ekkert lof skilið fyrir að þessi kofi. .. . Kofi! segir hann. Kof i! Þarna er honum rétt lýst! Koma manni á óvart, timbra sér í laumi! sagði Andri. Og þegar vinurinn og gamli skáldbróðirinn kemur að honum — er hann þá ekki að saga ans berserkur! Nú varð þúng vandræðaleg þögn um stund, og Jón fann að þau horfðu á hann, en hann horfði mest til fjalla. Jæja, hvað er annars að frétta? spurði hann um síðir. En þau önsuðu honum ekki. Þessu hefur hann verið að vinna síð- an í vor: raða spýtu og spýtu, negla nagla og nagla. Safnast þegar saman kemur, sagði Andri. Já, þetta gat hann. En seiglan, segðu! Hafa sig í þetta skrækti hún. Ja kona lifandi. Við hjónin höfum skroppið við og við, sagði Jón. En hvað ég vildi nú sagt hafa, hvað ég vildi nú sagt hafa.... Hann veitti því nú fyrst athygli að hann var með sögina í hendi og hann lét hana falla hranalega á gólfið. Fáðu þér sigarettu og kastaðu mæð- inni. Þakka þér fyrir. Já, sem ég lifandi, orðinn húseigandi! Þetta er nú meira atið, sagði Jón og settist á kassa án þess að vita af því. Andri rétti honum sígarettu og kveikti í hjá honum. au virtu hann fyrir sér þar sem hann sat á kassanum. Augu hans voru fremur smá, grá, og gátu naumast gert nokkurri veru mein. Þótt hann væri orðinn hnellinn var hann fremur beina ber í andliti því honum var kalt, og ljósi hýjúngurinn á kinnum hans var láberandi því hárin vissu fram. Þá hugsað Sjana um saklaust dýr: litur- inn í augum hans var svo jafngrár að engu var líkara en í þeim væri skol- vatn. Hvað ég vildi nú segja, sagði hann til að rjúfa þögnina. Já, ég ætlaði að spyrjast fyrir um gömlu félagana. Ætli þeir hafi ekki allir gefist upp? Maður getur alltaf átt von á að menn kjósi heldur að lifa en að drepa sig í skáldskap, sagði Andri og reigsaði um. Gamla sagan, konurnar koma í spilið. Já, sagði Jón, það er nú það. Minnstu ekki á það ógrátandi. Upp frá þessu sagði Jón einúngis já eða nei og talaði lágt og blíðlega ans hann sæti með konu sinni og barni við jólaljós, og allt í einu var komið á logn, fá hlýleg orð á stángli sem vissu aðal- lega til gamalla félaga sem Andri hugði að hefðu þagnað og týnst. Sjana hlust- aði á og Jón þurfti ekki að segja nema já eða nei, blíðlega en með áreynslu. Hann bjóst við eða vonaði að þau yfirgæfu hann sem fyrst. Ég held ég doki við og fari ekki heim fyrr en þau eru farin, hugsaði hann og leit allt í einu á ólánsleg stígvélin á fótum sér. Að því búnu dró hann fæturna inn í opið á kassanum og lét sem minnst á sér kræla. IV okkru síðar kvöddu þau hann. Hann sat einn eftir í gráum klefanum. Þegar hann gekk að speglinum í svefnherberginu var hann feiminn við sjálfan sig. Hann var einn og frjáls, en þegar hann horfði á sjálfan sig sáhann að hann var lotinn og hann dróst að speglinum. Þegar hann fór að tala við sjálfan sig, horfa á sjálfan sig frammi fyrir speglinum, hugsaði hann: Hvers vegna dregst ég að þessum hégómlega spegli? og horfði samt í hann. Ég er ans ans ans. . .tautaði hann, og þá fékk hann verk í magann. Hann sá að augu hans voru smá og hann starði á sjálfan sig og þvöglaði: Af hverju glápi ég á sjálfan mig! Og að því búnu réðst hann á spegilinn, fyrst með berum höndum, drap andlitið í spegilinum, hjó það síð- an og tætti með klaufjárni, sjálfan sig, eða hvað? Nei, hann lá sjálfur nokkru síðar upp við vegg með blóðugar hend- ur. Glerbrotin spegluðu mynd hans og veggsins: Maður, veggur. Veggur þarna, stór: maður að auki, lángt niðri við vegginn. niBurstBBur eru einsxis metnar. íyrir hundrað árum var Svíþjóð vanþróað land í efnahagslegu tilliti. Aukin fram- leiðsla, tæknibylting og árangursríkar endurbætur á ýmsum sviðum hafa átt þátt í því sameiginlega, að núverandi velmegun hefur náðst án þess að til blóðsúthellinga kæmi. Hvernig brýnustu vandamál þróunarlandanna verða leyst er önnur spurning. En eitt er víst — ofbeldið gerir aðeins illt verra. Nú skulum við hugsa okkur — óraun- hæft og byggt á afstrakt hugsunarhætti — að þróunarlöndin tækju sig saman og réðust fram til að ná til sín með of- beldi auðæfum velferðarríkjanna. Eng- inn gæti sagt úrslitin fyrir, en svo mik- ið getur maður sagt án nokkurrar spá- dómsgáfu, að í bezta falli leiddi þetta ekki aðeins til þess að úthellt yrði haf- sjó af blóði, svita og tárum, heldur myndi mikið af framleiðslu heimsins ónýtt um ófyrirsjáanlegan tíma, er leiða myndi af sér miklu sárari fátækt en nú er. Þetta er bezti möguleikinn — í versta falli yrðu þetta endalok á sorg- arsögu mannkynsins. SAMTAL Framhald af bls. 7. viðræður milli þessara manna fyrirfram dæmdar til að vera samtal milli heyrn- ailausra. Ég held að heimur okkar, blindaður af hatri, brennandi af þrá og haldinn af metnaðargirnd, hafi langtum meiri þörf fyrir Erasmus-manngerðina en Hutton-manngerðina. Eiginleikinn, sem Grikkir nefndu sófrósýne, og erfitt er að þýða, en stundum er nefnt hófstill- ing, sjálfsstjórn, yfirvegun og margt annað, er ekki í tízku nú. En það er einmitt þetta, sem setja þyrfti mark sitt á allar deilur, ef þær eiga ekki að verða samtal milli heyrnarlausra. Mér verður oft hugsað til þessara orða Paul Valéry: „Það fyrsta sem maður þarf að gera, sem vill kveða niður 1 stefnu, er þetta: hann verður að til- einka sér hana dálítið betur en sá sem bezt heldur uppi vörnum fyrir hana“. Hér má bæta við, að við jákvæðar hug- sjónaumræður á tilgangurinn ekki að vera sá að „kveða niður“ heldur að reyna í sameiningu að komast hænu- feti nær sannleikanum. Það er engin skömm, heldur þvert á móti heiðarlegt, að skipta um skoðun ef manni finnst þess fuil þörf í nafni sannleikans. Ef það er kallað að vera ótrúr, þá finnst mér það striða gegn almennri málnotk- un. Við skulum heldur kalla það að vera sannleikanum trúr. Amicus Plato, magis amica veritas. Stríðsrómantíkin er sem betur fer steindauð. Við síðustu aldamót mátti þó heyra jafn friðsaman mann og Fröding lofa „dýrð orrustunnar" (Gral- siank). Ekkert nútímaskáld gæti notað þessi orð. Því að við vitum, eftir blóð- ugasta aldarhelming, sem mannkynið hefur lifað, í hverju þessi dýrð er fólg- in og hvað hefur vaxið í plógfarinu. En í stað stríðsrómantíkurinnar hefur á okkar dögum komið byltingarróman- tík, sem í raun er jafn ósönn. Öll til- tæk söguleg reynsla ætti að geta sagt okkur, að byltingar — jafnvel þegar þeim er hrundið fram af hugsjóna- mönnum — hafa ætíð tekið aðra stefnu er forsprakkana dreymdi um, og þeim hefur venjulega lokið með nýrri harð- stjórn; meðan á þeim stóð hafa þær verið andstyggilegar, fyrirlitlegar og hörmulegar. Samt verður maður enn vitni að svo sjaldgæfri sviðsetningu eins og þegar róttækir kristnir friðarsinn- ar berjast fyrir blóðugum byltingum til hagsbóta fyrir vanþróuðu löndin. Það hógværasta sem um þetta verður sagt, er að það sé hugsjónastefna samfara óforbetranlegri þröngsýni. Þetta er af- leiðing hugsunarháttar, sem gerir ekki ráð fyrir öðrum möguleikum en „já“ eða „nei“, vegna þess að rökstuddar Æ lægra mat á rökstuddum niður- stöðum og tilhneiging að gera aðeins ráð fyrir öfgum, sem mér virðist einkenna veröld nútímans, stendur án efa í sam- bandi við aukið hlutverk fjölmiðlara og áróðurs, þessara „ósýnilegu áróðurs- afla“. Það er því miður eðli áróðurs að þröngva umræðum niður á frumstætt og óyfirvegað plan — unz þau verða að einföldum slagorðum, sem hrópuð eru út í talkórum götuáróðursmanna. Slík slagorð hafa tæplega áhrif á þá, sem hugleiða þau í ró heima hjá sér, en séu þau hrópuð nógu hátt og nógu oft hafa þau sín áhrif. Það er nú einu sinni eðli skynseminnar að tala lágt og stillilega. Peynið að hrópa fram gömul vísdóms- orð! Þið munið strax komast að raun um að það er ekki hægt. Hins vegar geta áróðursblekkingar fengið villandi svip- mót skynsemi, ef þær eru hróp- aðar nógu hátt og nógu lengi. Hitler var óumdeilanlega meistari í þessum svartagaldri. Hann lét heldur ekki hjá líða að opinbera heiminum þessa leynd- ardóma. Er lesaranum bent á kaflann um áróður í „Mein Kampf“. Þar eru rakin samvizkusamlega öll brögð og listir, sem gera rökræður ómögulegar. En Hitler var ekki fyrsti svartagaldurs- meistarinn á torgi heimsins og heldur ekki sá síðasti. „Veizt þú ©kki, sonur minn, með hve lítilli skynsemi heim- inum er stjórnað", skrifaði gamli sænski ríkiskanslarinn. Ef við gætum vakið hann af þrjú hundruð ára svefni mundi hann sjá að veröldin hefur breytzt. En hann þyrfti vissulega ekki að taka orð sín aftur. Hvernig eigum við þá að fara að til að hamla gegn þessu, til að vinna rök- studdum hugsunum fylgi? Þetta er auðvitað að miklu leyti uppeldislegt vandamál, vitsmunaleg þjálfun, en einnig siðferðilegt mat. í lýðræðislegu uppeldi er vissulega einn af sjálfsögðum þáttum skólun í frjálsri og sjálfstæðri hugsun, ásamt spurn og efa gagnvart ríkjandi skoðunum og viðurkenndum staðreyndum, í stuttu máli sú andstaða, sem er driffjöður allrar menningarfram- þróunar. En hér þarf einnig að koma til virðing fyrir öðrum hugsunarhgetti en sínum eigin, tillitssemi, viðleitni að gera sér grein fyrir ólíkum viðhorf- um, skilningur á afstæðum sannindum og fleira slíkt. Uppeldi í þessum skiln- ingi virðist mér jafn mikilvægt og kennsla í „þekkingu og leikni". Og við verðum að viðurkenna að hér eigum við langt í land. Tomas Masaryk, einn af fáum mikl- um þjóðarleiðtogum þessarar aldar, skil- greindi lýðræðið sem framhaldsviðræð- ur. En sé þetta rétt — hvernig getur þá lýðræðið þróast ef viðræðurnar eru samtal milli heyrnarlausra? PREBEN Framhald af bls. 9. menningartengsl — t.d. milli íslands og Danmerkur? — Danir ættu að gera meira fyrir dönskukennsluna hér, en vandamálið er, að þeir vita ekki hvað þeir geta gert. Það er aðallega auðveldasta hlið danskr- ar menningar, sem er þekkt, sú, sem lægst er metin. Má þar nefna vikublöðin og lélegustu dönsku kvikmyndirnar. Það er jú gott og blessað, að fólk les dönsk blöð og sér Dirch Passer. Það er mein- laust og styður málkunnáttuna. En eitt- hvað verður að gera fyrir betri hluta danskra bókmennta og lista, ef dönsk menning á ekki að skipa of lágan sess hér. — Gagnkvæmur áhugi er náttúrulega æskilegur og íslendingum finnst áhugi Dana á íslandi vera mjög takmarkaður t.d. er lítið um bókmenntaþýðingar úr íslenzku yfir á dönsku og íslendingar gera sjálfir lítið til að kynna þjóðmenn- ingu sina erlendis. — :Hér er um tvennt að ræða. Fyrst er það áhugi Dana á íslendingum. Hann er hreint ekki svo lítill, finnst mér. Varla finnst nokkur þjóð, sem hefur meiri áhuga á íslandi en Danir — Norð- menn kannski. Hlutur fslands í dönsk- um blöðum, útvarpi og sjónvarpi er hlutfallslega mjög mikill og margir Danir hafa persónuleg kynni af íslandi. — En það er rétt, að Danir hcifa of litla þekkingu á islenzkum bókmennt- um. Það vantar þýðendur og það er gagnkvæmt. Já, islenzkar bókmenntir eru fyrir Dani fyrst og fremst tvennt: íslendingasögur og Laxness. Já — þá auðvitað líka höfundarnir, sem sömdu á dönsku, fyrst og fremst Gunnar Gunn- arsson og Jóhann Sigurjónsson. — Martin Larsen þýddi íslenzkan aðal, en furðulegt þykir mér, að ekki er þýtt meira eftir höfund eins og Þórberg. — Fróðlegt væri að fá að vita eitt- hvað um þín kynni af íslenzkum bók- menntum, uppáhaldsskáldverk gömul og ný. — Ég þekki miðaldaskáldskapinn einna bezt, en — já, hvar á ég að byrja? — Ætli uppáhaldsskáld mitt sé ekki Jónas Hallgrímsson. — Af núlifandi höfund- um er sjálfsagt að nefna Laxness, en ég er ekki viss um nema ég meti Þórberg jafn mikils. Hann er svo frumlegur höf- undur, svo skemmtilegur, og ekki er rétt að segja, að hann sé ekki skáld þó að hann skrifi um raunverulega atburði og menn. Hann gerir það eins og ein- ungis mikil skáld gera og þegar hann segir um sjálfan sig í Bréfi til Láru, að hann sé einn mesti ritsnillingurinn, sem ritað hafi á íslenzka tungu, þá get ég vel verið sammála. — Af yngstu höfundun- um má nefna Guðberg Bergsson. Leik- föng leiðans er mjög góð bók, þessi sam- eining raunveruleika og kímni, kald- hæðni. Það er í senn lifandi raunveru- leiki og Iistræn fjarlægð í lýsingum hans. Hann er einn þeirra höfunda, sem ætti að þýða á dönsku. — Af Ijóðskáld- um, þeim yngstu, já, hér er nú um marga að ræða. Mig langar að nefna Hannes Sigfússon. Hann er mjög ljóðrænt og expressíft skáld. Hann hefur vald á hinu stóra sinfóníska og margþætta ljóðformi t.d. í Dymbilvöku og sumum Ijóðum í Sprek á eldinn. Tóninn í kvæðum hans mætti vel kalla rómantískan, en engu að síður finnst mér skáldskaparheimur hans mjög tímabær — „aktúel", ef ég má vera svo óíslenzkur. — En íslenzk leikritun? — Það er takmarkað hvað ég hef haft tækifæri til að sjá af íslenzkum leikrit- um, en ég hef séð leikrit Laxness og mér finnst Dúfnaveizlan vera athyglis- verðasti leikurinn, að undantekinni fs- landsklukkunni og það er ef til vill vegna þess, að hún var sett á svið í Iðnó. Það var eins og Prjónastofan og Stromp- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.