Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 13
leikurinn þyldu ekki hið stóra leiksvið Þjóðleikhússins, þá voru of mörg leik- tjöld, of fín leiktjöld og þótti mér það eyðileggja leikritin, þessi blöndun — eða heldur skortur á samræmi milli raunveruleika leiksins og táknanna, þessi Ibsen-stíll á köflum veldur því, að erfitt verður að heimfæra táknin. Mér finnst realisminn loka fyrir leikrit- ritið. — Jæja, mér finnst hún bezt, Dúfnaveizlan. Hún var færð upp á mjög frumstæðu leiksviði og ég held, að það sé einmitt þess vegna, sem hún varð betri. Þetta leikrit væri gaman að sjá í dönsku tilraunaleikhúsi — verksteds- teater — sem sagt í litlu leikhúsi, án tækni, nakinn leikinn. — Þegar þú ferð svo aftur heim til Danmerkur, hvað heldurðu að þú viljir helzt taka með þér af íslandi? — Það er nú svo með marga Dani, sem fara til Danmerkur, að þeir sakna fs- lands. — Mikilvægast fyrir mig mun vera það að varðveita tengslin við ís- land, við vini mína og það, sem gerist hér. Maður verður fyrir áhrifum af þeim stað, sem maður dvelur á. Það verð ur eitthvað af manni eftir og eitthvað af íslandi í mér. — Þegar ég fer heim til Danmerkur vil ég gjarnan geta kynnt ísland, íslenzkar bókmenntir og íslenzka menningu yfirleitt — sem sagt vera það áfram, sem ég er hérna, eins konar miðl- ari milli þessara tveggja þjóða. — JBJ. RABB Framh. af bls. 16 margt verið sagt og minnisstæð er mér sagan um frúna í einni skips- ferðinni í fyrra. Svo sorglega tókst til, að skipið kom til London á ein- hverskonar helgidegi, en stórverzl- un ein opnaði þó fyrir hópinn og rann þá mikið kaupaeði á þetta langt að komna fólk utan af hjara veraldar. Þegar tíminn var útrunn- inn og verzlunin lokaði, mátti sjá eina óhamingjusama frú fella tár utan dyra. Hún átti nefnilega nokkur pund eftir, sem hún hafði ekki komið í lóg. Þeir sem helzt vilja standa við laxveiðiár í sumarleyfi sínu eða rífa harðfisk í Vonarskarði, eru sumir hneykslaðir á sólarhungri þeirra, sem suðrúr leita. Sú vand- lœting er ástceðulaus. Allt er þetta gott hvað með öðru. Sumir hvílast hezt í örœfakyrrð, aðrir í iðandi kös stórborgar. Mér finnst hvort- tveggja skemmtilegt og stórkost- lega ólíkt. Hvíldin fœst oft með því einu að skipta um umhverfi. Ef einhverjum líður bezt i stöðugri sólarsterkju, þá hann um það. Hinsvegar efast ég um, að slíkur bakstur sé hollur og brúni liturinn á andlitinu hleypur stundum í flekki, sem tæplega geta talizt fegrandi. En hvað gerir það til; er ekki til vinnandi að vera dasað- ur af sól og skjóttur í framan fyrir þá tilfinningu að vera eins og hinir, tolla í tízkunni og halda, að mað- ur sé hamingjusamur. Allavega veitir ekki af einhverj- um sumarauka, ef veðurfarið tek- ur fyrir alvöru þá stefnu, að vet- urinn ríki hér átta mánuði ársins. Gísti Sigurðsson. Einn sem ekki veltur Hraðbátasiglingar eru mjög vinsælt sport, bæði hérlendis og víða um heim, þar sem velmegun einstaklinganna er á annað borð komin á það stig, að þeir geti veitt sér skemmtun á borð við báts- eign. Til eru ótrúlega margvíslegar gerð ir af hraðbátum, allt frá einföldustu plastskeljum með utanborðsmótor og upp í stórar lúxus fleytur með eldhúsi og svefnrými. Bátasport er mjög vin- sæit á Norðurlöndum og í Danmörku framleiða bræðurnir Quorning þennan lúxushraðbát, sem kostar þar í landi 40 þúsund danskar krónur. Það ersann- arlega óhætt að taka beygjur og sigla ógætilega á honum þessum; hann fer varla á hvolf. Tveir stórir hliðarbát- ar, sem festir eru við aðalbátinn með vængjum, sjá til þess. í bátnum er setustofa, eldhúskrókur og koj-ur. HORFT UM ÖXL Framhald af bls. 9. Því var mjög haldið fram gegn okkur í Alþýðuflokknum, að tengsl flokksins við Alþýðu sambandið væru óæskileg vegna líkra stjórnmálalegra skoðana verkafólks. — En hver er staðreyndin? — Ég minnist þess ekki, að í eitt einasta skipti hafi verkalýðurinn undir forystu okkar beitt valdi sínu í pólitískum tilgangi eða reynt að skipta um stjórn í landinu með verkföllum eins og lítur út fyrir, að hafi verið meiningin stundum eftir skipulagsbreyt- inguna. Ég held raunar, að það hafi frekar verið Alþýðuflokkurinn sem stjórnmálaflokkur sem hafi liðið fyrir þessi tengsli, en ekki Alþýðusambandið. Hin flokks- legu ákvæði frá 1930 breyttu þar engu um, enda var starf- semi sambandsins miklu fremur verkalýðsleg en pólitísk, — oft voru háð verkföll, sem sköð- uðu Alþýðuflokkinn sem stjórn málaflokk, sumt millistéttarfók taldi okkur fara of geyst, vera of byltingarkennda. Ég fæ því ekki séð, að það hafi verið verkalýðnum til góðs að Alþýðusambandið og Alþýðu flokkurinn voru aðskilin, enda vitað mál, að fyrir kommúnist- um vakti ekki annað en komast til valda í verkalýðsfélögunum og nota þau sem pólitísk, ef þeim þótti henta. Hið sama mátti raunverulega segja um Sjálf- stæðisflokkinn. Skorti vinnulöggjöf. Auk þessa, sem ég nefndi áð- an, háði það okkur geysimikið í upphafi okkar baráttu, að engin lög giltu um verkalýðs- málin eða baráttu þeirra og þessi skortur á lagaákvæðum háði okkur mjög í baráttunni; við þurftum að búa okkur til leikreglur til að fara eftir, stundum gætti þar dálítið of- beldiskenndar, en oftast þó ekki. Þegar út í baráttuna kom, gátu kommar Alþýðuflokksmenn og Sjálfstæðismenn staðið hlið við hlið og þá var ekkert spurt um flokkslitinn. Að lokum kom að því, að vinnulöggjöfin var sett fyrir okkar forgöngu, því að vitanlegt er, að verkafólk er löghlýðið í eðli sínu og and- stætt ofbeldi. Núv. lög eru af- skaplega ófullkomin, þótt þau hafi verið mikil framför á sín- um tíma, er þau voru sett í algjörri andstöðu kommúnista. Sem dæmi um það, sem ég nefndi áðan, um að Alþýðu- flokkurinn hafi stundum verið pólitíkst í hættu vegna verk- falla, vil ég nefna Garnaslag- .inn fræga. S.f.S. vildi ekki semja við konurnar, sem unnu við garnahreinsunina, og borga þeim eftir því taxtakaupi, sem þá gilti og var umsamið við aðra atvinnurekendur. Alþýðu flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn voru þá saman í stjórn. , Ég held, að við höfum lok- að Garnastöðinni, þar til sam- ið var, þrátt fyrir stjórnar- samstarf okkar við Framsókn, sem auðvitað réði þá öllu í Garnastöðinni eins og í S.Í.S. Ég fullyrði, að þáttaka Héðins Valdimarssonar í verkfallinu var ekki með neinum veik- leikablæ, þótt hann væri al- þingismaður og styddi stjórn, er var mynduð af Framsókn með þátttöku Alþýðuflokksins. Ástæðan til þess, að komm- únistar vildu skipulagsbreyt- ingu á Alþýðusambandinu, var þessi gerfiást þeirra á lýðræði. Ákvæði 14. greinarinnar komu í veg fyrir að þeim tækist að ná völdum í Alþýðusam- bandinu, en það var þeim mjög í mun, enda tókst þeim það fljótlega eftir skipulagsbreyt- inguna, og það fyrir atbeina Sjálfstæðisflokksins. Menntamennirnir vildn aðskilnað Það var ekki af sannfæring- arskorti, sem við gáfum eftir haustið 1940. En margt af okk- ar fólki greiddi atkvæði með breytingunni, af því að það átti ekki annarra kosta völ. Það fóru margar vökunætur og frístundir í vinnu fyrir Al- þýðusambandið, og við gerðum aldrei neina stóra hluti án þess að spyrja Alþýðusamband ið ráða. Margir okkar, aðallega þó menntamennirnir, höfðu tröllatrú á því, að Alþýðu- flokkurinn myndi græða við skilnaðinn stjórnmálalega, þeg- ar hægt væri að nota allan þennan tíma og fé eingöngu í þágu Alþýðuflokksins. Ég og mínir samherjar vorum algjör- lega á annarri skoðun, hvað þetta snerti. Þá var það hugs- anlegur klofningur í verkalýðs hreyfingunni, sem hafði sitt að segja. Okkur var það ljóst, að hugsanlegt var, að Alþýðusam- bandið klofnaði — ekki í tvennt, heldur þrennt: Alþýðu- samiband Alþýðuflokksverka- manna, Alþýðusamband Sjálf- stæðismanna og Alþýðu- samband kommúnískra verka- manna. Og verkalýðsfélögin hefðu klofnað eða sundrazt á sama hátt. , Þetta hefði orðið mikið tjón fyrir verkalýðshreyfinguna í heild og tekið mörg ár að græða þau sár, sem af því gátu myndazt. Það var kannski þetta mest, sem réði úrslitum hjá Alþýðuflokksmönnum, er þeir létu undan og feldu niður ákvæðið um, að menn skyldu vera í Alþýðuflokknum til þess að geta orðið fulltrúar á Al- þýðusambandsþingi. Ég var annarrar skoðunar — trúði ekki að kommar gætu teygt aðra flokka jafn langt í baráttunni fyrir afnámi þessa ákvæðis og þeim tókst. — Fé- lagar mínir höfffu rétt fyrir sér. Áhættan of mikil. Seinni tímar hafa sýnt, að þeir, sem samþykktu að fella niður ákvæðið, höfðu að nokkru rétt fyrir sér, áhættan var of mikil. En þar var sum- part um að kenna því, að Al- þýðusambandið hafði ekki get- að af fjárhagsörðugleikum og hreinni fátækt ástundað nægi- lega fræðslustarfsemi, sem slíkri hreyfingu var nauðsyn- leg, til þess að ekki væri hægt að togast á um hana pólitíst jafn mikið og gert hefur verið. Félagsgjöld til verkalýðsfélag- anna og gjöld félaganna tiil Al- þýðusambandsins voru allt of lág, en því varð ekki breytt; kaup verkafólksins var það lágt, að það þoldi ekki há fé- lagsgjöld. Afleiðingin var náttúrulega sú, að þetta varð allt afskap- lega laust í reipunum, og þótt menn væru sammála um það, að þeir þyrftu hærra kaup, greindi þá á um leiðir að því takmarki. Menn skildu ekki nægjanlega vel nauðsyn- ina á því að standa saman, ekki síður pólitískt en verka- lýðslega". Jón Baldvinsson Ég minntist á það við Jón Axel, að ég hefði heyrt, að Al- þýðuflokksmenn hefðu á þess- um árum notað sína aðstöðu til að hygla sínum, m.a. reynt að fá áhrif í bankakerfinu. Jón sagði, að þarna væri kominn áróðurinn gegn Jóni Baldvinssyni: „En ef ég væri spurður að því, hver hefði eytt mestum tíma og kröftum í verka lýðshreyfinguna áður en að- skilnaðurinn varð, myndi ég svara: Jón Baldvinsson. Á nóttu jafnt og degi var til hans leitað um hin ýmsu vandamál, sem uppi voru. Og það er eng- um einum manni meira að þakka en honum, hvernig verka lýðshreyfingin mótaðist lýð- ræðislega. Það fylgdi að sjálfsögðu því að vera öflugur þátttákandi og leiðtogi í verkalýðshreyfing unni, að verkalýðurinn trúði og treysti þessum mönnum til annarra starfa í þjóðfélaginu. Jón Baldvinsson var því snemma kjörinn í bankaráð Landsbankans og varð síðar bankastjóri Útvegsbankans, en þá tók Héðinn Valdimarsson við störfum í bankaráði Lands- bankans. Kommúnistar ólu á því stanzlaust, að þessir menn væru svikarar við verkalýðinn og varð talsvert ágengt í þess um rógi sínum. En eftir að menn eins og Einar Olgeirsson og Lúðvík Jósefsson voru kjörnir í bankaráð Lands- bankans og Utvegsbankans, hef ur ekki verið minnzt á svik við verkalýðinn. 16. júní 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS J3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.