Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Síða 1
22. tbl. 22. júní 1968. — 43 árg. Sú endurnýjun ljóðmáls og um leið yrkisefnis, sem Tómas Guðmundsson kom til leiðar í íslenskum bókmennt- um, var ekki nema að litlu leyti fram- hald þess, sem hæst ber í skláldskap Jóhanns Sigurjónssonar og Jóhanns Jóns sonar. Davíð Stefiánsson hafði með Svört um fjöðrum sínum hafið einfaldleika málsins og einlægni hugans til nýrrar virðingar í skáldskapnum, en ljóðagerð hans átti sér dýpri rætur í þjóðlegri hefð en ljóð Tómasar, sem fjölluðu um það, sem var að skapast: íslenskt borg- arlíf, og þann trega í ætt við fall- valtleik, sem er einkenni borgarbúa en ekki sveitamanna. Hjá Davíð nær „hefð- in“ fullkomnun sinni, en segja má að sú tegund hennar, sem hann ástundar mest, líði um leið undir lok. En Tómas, eins og mörg skiáld önnur, nýtur góðs af dirfsku Davíðs eins og hún birtist í fyrstu bókum hans. Með fullum rétti væri einnig hægt að segja, að Tómas væri lærisveinn Jónasar Hallgrímsson- ar, að minnsta kosti felldi ég mig ekki illa við þá staðhæfingu að með Tómasi hefði okkur fæðst nýr Jónas. Kristján Karlsson segir í inngangi sínum að Ljóðasafni Tómasar Guðmunds sonar: „Alltaf þegar rætt er um skáld- skap, er hollt að hafa hugfast, að hann er í verklegum skilningi iðkun máls.“ Síðan lýsir Kristján því hvernig Jónas Hallgrímsson vann „að því að innleiða daglegt mál í skáldskap", og segir í framhaldi af því það sem mér sýnist bæði rétt og viturlega mælt: „Tómas er í svipuðum skilningi einn af bylt- ingarmönnum íslenzks skiáldskaparmáls. En um leið og hann gefur skáldskap sínum einatt áferð, hrynjandi og tón talaðs orðs og hagnýtir svo eftirminni- lega ljóðræna möguleika hversdagslegra orða, þá auðnast honum með alveg sér- stökum hætti að gefa tiltekinni menning arlegri hefð í fyrsta sinn rödd í ís- lenzkum skáldskap og móta hana per- sónulegum svip“. Fyrsta ljóðabók Tómasar Guðmunds- sonar, Við sundin blá, kom út 1924, en tveimur árum áður höfðu þrír fél- agar hans gefið út eftir sig bækur: þeir Magnús Ásgeirsson. Síðkveld; Sig- urður Grímsson: Við langelda; og Jón Thoroddsen: Flugur. Allar þessar bæk- ur hlutu að vekja miklar vonir um hin ungu skáld, sem hófu feril sinn á svo geðþekkan hátt, en vonirnar, sem bundnar voru við tvö þeirra, rættust ekki nema að litlu leyti: Jón Thorodd- sen lést, eins og áður hefur verið getið af slysförum fyrir aldur fram, og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum varð ekki framhald á ljóðagerð Sigurðar Grímssonar. Ég á erfitt með að gera upp á milli þessara skálda, eins og þau koma fyrir sjónir á æskuárum sínum, að vísu þykist ég hafa fært rök að sérstöðu Jóns Thoroddsens, þeirri um- byltingu ljóðformsins, sem hann átti þátt í að hleypa af stað. Nú líða mörg ár. En 1933 gerist það, að á „miklum eymdartímum" sendir Tómas Guðmundsson frá sér Ijóðabók, sem sker úr um stöðu hans í íslenskum bókmenntum, og þessi bók heitir Fagra veröld. Við, sem höfum lært að líta á Fögru veröld Tómasar Guðmunds- sonar og önnur ljóð hans sem þátt í listrænu uppeldi okkar allt frá því við vorum í barnaskóla, eigum kannski erf- itt með að átta okkur á hve nýbreytni hennar var í raun og sannleika mikil, þeim hlýja blæ, sem hún bar með sér inn í íslenskt menningarlíf. Þess vegna verðum við líka að gera okkur ljóst, að það þurfti hugrekki til að yrkja íslensk nútímaljóðlist — 4. grein HÚSIN í i BÆIMUM Fyrri hluti greinar um TÓMAS GUÐMUNDSSON Eftir Jóhann Hjálmarsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.