Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 3
Óskar Aðalsteinn: „Tíminn leiffir í ljós hvort viff erum brennuvargar.“ M. Johannessen. I. Eitt hið fyrsta sem prentað var eftir mig mun hafa verið örstutt hugleiðing, þar sem ég leitast við að gera grein fyrir því, hvað það nú eiginlega er, að vera skáld. Ég man ennþá nokkrar setn- ingar úr þessum pistli. Þar er m.a. þetta: Hvaff er skáld? Þaff er hinn varffveit- andi kraftur lífsmyndanna. Hiff veru- lega skáld er hljófffæri, sem endurómar lífiff. Þaff er hergmál lífsins. . . Þessar skoðanir mínar standa óbreyttar enn í dag. Þegar bezt lætur er listin ekki annað en bergmál lífsins. Hvað er þaÖ þá, sem ljær góðum skáldskap slíkan þrótt, að ár og aldir fá ekki unnið á honum? Svarið getur aðeins orðið eitt: andi verksins sjálfs, sú magnan, sem listamanninum hefur tekizt að gæða það. Þegar þessi magnan nær vissu hámarki, þá ber listaverkið endurnýjunarkraft- inn í sjálfu sér, er síungt, blómgast án afláts, ef svo má að orði kveða, og lifir sínu sjáilfstæða lífi, hvað sem líður tízkusveiflum og tíðaranda í heimi list- anna. Gott listaverk er því tímalaust í vissum skilningi: með sama rétti má segja að það feli í sér alla tíma. Það höfð ar ævinlega til þess dýpsta í manneskj- unni. Lífsmagn þess er af rót æskunnar, sorg þess og gleði er ávallt ný, og kemst aldrei í snertingu við það, sem venju- lega er kallað visnun eða dvínandi lífs- kraftur. Góðu heilli má segja það með fullum sanni, að margt hefur verið frá- bærlega vel gert í nýíslenzkum bók- menntum. Á undanförnum árum höfum vi'ð eignazt nokkur skáldverk, Ijóð og sögur, sem standast þá prófraun, sem gera verður til sígildra skáldverka. Eitt af þessum verkum verður til umræðu í þessu greinarkorni. Það er ljóðabálkur- inn Sálmar á atómöld, eftir Matthías Johannessen. Þessir „nýju sálmar“ birt- ust í síðustu ljóðabók skáldsins, Fagur er dalur, sem út kom árið 1966. II. í Sálmum á atómöld gengur skáldið á einmæli við Guð sinn, meðan jörðin brennur undir iljum mannkynsins í kalda stríðinu, og ýms tákn benda ákveð ið til þess, að framtíð mannsinns á jörð- inni sé allt annað en örugg, hvað þá heldur að „öll skepnan" muni baða í rósum í náinni framtíð. Blóm góðleikans og manngöfginnar á í vök að verjast fyrir sandbyljum haturs og grimmdar. En Guð skáldsins er mildur og hlýr, sem ljúfur sunnan blærinn, og hefur gefið manninum sjálfræði jafnt til góðra sem illra Verka ... Þegar maður les þennan ljóðabálk, verður maður djúpt snortinn af þeirri kennd, að í rauninni sé enginn algjör guðleysingi til, í orðs- ins beinustu merkingu: hver maður hljóti á einhvern hátt að kenna guðs- neistans í brjósti sínu - jafnvel án þess að vita það -, að ef ekki væri þessi kveiking almættisins í innstu innum hans, væri þar skorið á sjálfan lífs- þráðinn, „og auðn og tóm ríkti yfir djúpunum." - Og samt - samt hefur maðurinn ef til vill aldrei verið fjær Guði sínum, í önn sinni og veraldar- vafstri, en einmitt í dag - við upphaf atómaldar . . . Skáldið hefur upp kvæðabálk sinn með þessari trúarjátn- ingu: Líf mitt bátur gisinn af sól og löngu sumri. Og hafið bíður. Án þess að eiga annars kost sigli ég yfir hafið í þínu nafni. Siglingin á lífshafinu er æði villu- gjörn. Þar rísa fjallháar öldur og blind sker leynast í hafrótinu. Og allt um kring læðist feigðin og dauðinn. En þegar dýpra er skyggnzt, þá eru þessar hrikamyndir og ógnir í innsta eðli sínu heimur, sem maðurinn hefur skapað sér sjálfur með breytni sinni og líferni. Enginn hefur ráðizt á manninn, nema hann sjálfur. Hann er sjálfs sín böðull. Það ber að skilja, að þegar maður ræðst gegn náunga sínum, þá ræðst maður jafnt gegn sjálfum sér. - Á vegferð sinni um jörðina hefur mannkindin skil- ið eftir sig röst af blóði, en hugað smátt að því, að rækta ilmblóm kærleikans og gagnkvæmrar vináttu. Skáldið segir: Við höfum heyrt að togarar fái enn tundurdufl í vörpuna- Þannig kemur liðinn tími sífelldlega inn í líf okkar. Þessi ljóðpex-la segir meira um mann- leg örlög en margar þykkar bækur, þótt skrifaðar séu af miklum lærkómi og mannþekkingu. - Guð horfir á manntaflið, eins og það hefur staðið um aldir og eins og það stendur enn í dag. Guð horfir á mann- taflið. Það er mildur og brosandi Guð. Það koma ekki hörkudrættir í ásýnd Guðs, þótt maðurinn leiki margan ljótan leikinn. Hann hefur vakið þá vitund með skáldinu, að gönuhlaup mannsins á taflborði lífsins, þar sem maðurinn fellur hvað eftir annað á eig- in fantabrögðum, munu ein verða þess megnug, að leiða hann út úr myrkviði böls og nauða. Það er þess vegna sem Guð horfir brosandi á manntafilið. Og það er sem maður skyggni þá skoðun skáldsins í undirstraumi kvæðisins, að Guð eigi allt vald á himni og jörðu fyrir það eitt, og einasta fyrir það eitt, að hann muni aldrei beita valdi sínu til þvingunar. Skáldið segir: Við erum börn að leik í garði þínum og þú heldur almáttugri verndarhendi þinni yfir okkur. Samt höfum vi’ð farið illa með garðinn þinn, traðkað grasið niður í dökkan svörð, tekið aldin ófrjálsri hendi af greinum trjánna og brotið greinarnar, skorið klúryrði í börkinn. En þú brosir að kenjum okkar og við finnum kærleika þinn eins og hlýjan andvara í grænu grasi. Allt vald er þér gefið í garði þínum, samt er hann okkur auðsóttur leikvöllur. í meginelfi kvæðabálksins falla nokkr- ar smákvíslir. Sumar þeirra mynda iðu- köst sérlegrar gamansemi. En hér á það sérstaklega við, að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Skáldið segir: Tíminn breytir heiminum eins og kulsvalt gráðið litar ásýnd fjallanna. Áður fyrr mældum við líf okkar með snærisspotta, nú er það miðað við fjariægðina til tunglsins. Og samt hefur þú ekki breytzt: þarft ekki einu sinni áð tala um daginn og veginn eða sýna þig í sjónvarpi. Þú einn hefur ekki breytzt. Þú gróðursetUr eilíft líf í brjósti okkar. Samt færð þú ekkert í aðra hönd frá því opinbera, ekki einu sinni styrk úr eldspýtnasjóði ríkisins. Blramih. á bls. 12 Hannes Pétursson: DÆGRAMÓT Aftur hvelfist niorgunninn ungur og skær yfir borg landsins. Blöðin, prentuð í gær í húsaskotum nú deyja með hljóðnaðar fyrirsagnir og enginn bíll með augu syfjuleg skimar lengur eftir farþega. Yfir lántökubeiðnir og víxla grúfa sig bankarnir. Gamla turnklukkan slær. Og margfingruð hönd hafnarinnar kreppist um kaupskip og báta. Kyrrðin í stórum hring kringum staka fuglsrödd. L- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 22. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.