Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 6
mm OG MENNING ÞEIRRA Eftir Þór Whitehead Þar sem áður var háþróuð menning- eru nú rústir einar Líti nútímamaður um öxl verð- ur honum oft á að vanmeta menn- ingarskerf „frumstæðra“ þjóða. Menningin er þá gjarna, frá upphafi, talin hafa takmarkazt af eigin tún- garði. En gætum að. Meðan forfeð- ur vorir í Norðurálfu stunduðu flökkulifnað í villimannlegum ættar samfélögum, skópu árdalamenn Asíu og Afríku hámenningu. Á fjórða árþúsundi fyrir Krist horfðust Indverjar í augu við stiga- ramb í margra hæða húsum sínum. Reykvískir húseigendur kynntust sama hugarangri 1850 árum eftir Krists burð. Því er einsýnt, að hvorki er menningin fædd í gær né innan borgartakmarkanna. Er Germanir tóku sig upp, með bú- pening og hafurtask, og héldu vestur yfir Rín, hafði merk menning slitið barnsskónum á óþekktum hjara jarð- flatarins. Á gróðursælum landsvæðum, nú til- heyrandi Mið Ameríkuríkjunum, Guate mala, Honduras og Mexico, hafði mynd azt þéttbýli og borgir. f skjóli borg- anna höfðu ibúarnir, Maya rauðskinn- ar, þróað menningu, sem í engu er eftirbátur þess bezta, er menn þekkja frá árdölunum. Frá Mayunum, þessum lágvöxnu, kraftalegu jarðyrkjumönnum, er maís- inn, tómatar, kakóið, vanilla og tóbak- ið komið. í stjörnufræði, stærðfræði og byggingarlist unnu þeir frábær af- rek. Letur áttu þeir og tímatal, ná- kvæmara núverandi Gregoriönsku ári. Stórmerk menning Mayanna hlaut hin hörmulegustu endalok. Spönsku sigurvegarnir útrýmdu henni með báli og brandi og hnepptu landsfólkið í ánauð. S agnfræðingar greina Mayaveldið 1 fornríkið frá árinu 317 og nýríkið frá 987 — 1697. Stjórnarfarið á báð- um tímabilunum einkenndist af sjálf- stæðum borgríkjum undir höfðingja- stjórn. Höfðingjaætt hverrar borgar var í senn andlegt og veraldlegt yfirvald. Fjölmenn prestastétt hafði daglega um- sjá hins yfirskilvitlega og naut marg- víslegra forréttinda. Neðar á þrepum þjóðfélagsins kemur almúginn og loks þrælar. Aldrei tókst að sameina Maya — borg irnar í eina ríkisheild, gagnstætt ríkj- um Azteka og Inka. Leiddi þetta auð- vitað til að kotríkin Maya stóðu ber- skjölduð fyrir erlendri yfirdrottnun þegar fram í sótti. Maya borgin er harla ólík þeirri merkingu er menn leggja í orðið borg í nútima skilningi. Borgin er fyrst og fremst kjarni ríkiseiningarinnar: stjórn arbyggingar andlegar og veraldlegar. Umhverfis opið torg gnæfðu hof og hallir, en frá þeim hrísluðust örmustu hreysi og einstakar kofaþyrpingar. A kuryrkjan var grundvöllur Maya— samfélagsins. Maísræktuninlll var hennar meginstoð— það sem allt snerist um. í frjósömum jarðveginum ræktuðu Mayarnir samhliða maísnum ýmsar nytjajurtir. Sætar kartöflur, tómata, pipar, kakó og tóbak, en það noiuðu þeir fyrir reykelsi í hofunum. Fri baðmullarræktuninni þróaðist list- rænn og fagur vefnaður. Handaflið var undirstaða framleiðsl- un íar, eins og hjá öðrum rauðskinnum. Th að mynda akranna þurftu Mayar að ryðja þéttvaxna skóga. Þeir ristu dj ipa skurði í börk trjánna til þess að þi rrka þau, en runnar og hríslur voru ri/ln upp með rótum. Þegar trjágróð- ui inn hafði þornað nægjanlega kveiktu þf ir í honum. Landbúnaðarverkfæri Mayanna voru með afbrigðum ófullkomin. Með odd- nijórri spýtu gerði bóndinn holu í jarð- veginn, sáði í og jafnaði yfir með fótunum. Hugsuðir þjóðfélagsins, prestarnir voru alltof uppteknir við háleitari á- stundan, en þá að létta ævilangt strit sauðsvarts almúgamannsins. Hjólið uppgötvuðu þeir aldrei enda þótt gang himintungla vissu þeir út í hörgul. Húsdýr til vinnu voru óþekkt. Bein afleiðing af þessu eru hinir frumstæðu atvinnuhættir. Þar kemur fram sú uppdráttarsýki, er síðar hlaut að heltaka Maya—menninguna og leiða til óhjákvæmilegrar stöðnunar. Verkfræðingar voru Mayar þó dá- góðir. Öflug virki, brýr og hellulagðir vegir, með niðurföllum, voru byggðir við erfiðar aðstæður. Engin brýn nauð- syn hefur legið til vegagerðarinnar og er tækilegast að skýra hana sem trú- arlegs eðlis. Furðu gegnir hversu verzlun virðist hafa verið umfangsmikil. Með stórum eintrjánungum, búnum árum og seglum héldu Mayar uppi umferðahöndlun á vatnaleiðum. Kakóbaunir, skeljar og fjaðrir voru gjaldmiðlar. Ekki getur um kaupfélög, en líkur benda til að samvinnuhugsjónin hafi þekkzt meðal Maya. Vinnuflokkar með samvinnusniði virðast hafa gengið bæja á milli yfir uppskerutímann. c kJ kyndilega, a hatindi fornríkis- ins, gerist undrið. íbúarnir flytjast bú- ferlum og skilja að baki byggingar og mannvirki. Spurningamerki er sett við lok fyrsta kafla hinnar merku menn- ingar, líkt og Krítarmenningarinnar hundruðum árum áður. Iðjagrænn hita beltisgróðurinn umlykur brátt hin fornu vé Er fornleifafræðingar 19. og 20. ald- ar sviptu hulunni frá þessum gleymdu menjum mynduðust ýmsar kenningar, um orsakir til þjóðflutninganna. Gizkað er á eldsumbrot, farsóttir, styrjaldir og uppskerubrest. Síðast nefndu kenning- una telja flestir fræðimenn nú trú- verðugasta. Ofræktun jarðar er talin hafa vald- ið uppskerubresti og langvinnri land- búnaðarkreppu. Hörmulegar afleiðing- ar ofræktunar eru Ameríkumönnum enn í fersku minni. Ekki er lengra liðið en þrír áratugir, síðan hundruðir þúsunda bænda flosnuðu upp frá mið- ríkjum Bandaríkjanna og héldu vestur á bóginn. Áhrif slíkrar kreppu í ríg- skorðuðu akuryrkjuþjóðfélagi Mayanna er því auðvelt að gera sér í hugar- lund. En hvað sem orsökunum líður, May- ar taka sér nú búsetu á norðursléttum Yucatanskaga, sem gengur út í Mexícó- flóann. Skeið nýríkisins hefst. Borgar- stæðin eru nú valin umhverfis upp- sprettulindir. Á þessum slóðum eru þær forsenda frjósemi jarðar. Hér gæti verið fóigin vísbending um lær- dóm dregin af fyrri hrakförum? A sviði lista og vísinda lögðu Mayarnir áreiðanlega fram sinn varan legasta skerf. Byggingarlist og högg- myndir þessara ógæfusömu náttúru- barna eru mönnum sífellt undrunar og aðdáunarefni. Höfuðhofin skara fram úr í bygg- ingarlistinni. Þau voru aðsetur æðstu höfðingjanna, og þar fóru helgiathafnir fram. Hofin voru byggð á píramídum, sem reistir voru úr snilldarlega lögð- um steinhiíimm. Algengasta byggingar- efnið var kalksteinn. Voldug þrep liggja eftir píramídun- um, að utanverðu, til helgidómanna. Táknræn fyrir fjarlægðina til bláma himinsins og goðmagnanna er hann hýs ir. Þeirra goðmagna, sem akuryrkju- þjóðin átti svo óumræðilega mikið und ir. Píramídarnir skiptast í margar hæð ir, fagurlega skreyttir úthöggnum súl- um, fíngerðum stigum og súlnagöng- um. í hofunum, sem eru einnar hæða hús blasir við óhóflegt litaskraut, skær rautt, blátt og grænt. Salir eru óra- langir en mjóir. Ölturu, styttur og helgitöflur bera vitni um aðdáanlegt listfengi í stíl og handbragði. Skálínur eru einkenni Maya stíls- ins. Höggmyndalist hrakaði í nýríkinu sem sjálfstæðri listgrein, en geometrisk skreytingarlist vann á. Viðfangs- efni geta trauðla talizt margbreyti- leg, goð í dýralíki og attribut þeirra, mannsmyndir með andlit hulin grímum, jagúarar og flugdrekar. llið dularfulla Mayaletur T rúarbrögð og vísindi Mayanna eru greinar af sama meið. Þau miða fyrst og fremst að ábatasamri upp- skeru. Akurinn er jarðvegur þeirra. Æðstur Maya goða var Itzamna himnafaðir, guð ljóss og speki. Staða hans svipar til Seifs í grísku goða- fræðinni. Chac regnguðinn fjórhöfð- aði var af ærinni ástæðu vinsæll til áheita. Goðið Kukulcan, flugdreki, var í 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. júni 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.